Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Lélegir kapítalistar Fiskur er undirstaða blómstrandi mannlífs á fslandi, og hagur sjávarútvegs er um leið hagur allrar þjóðar- innar. Það er þessvegna gleðief ni, að um þessar mund- ir stendur sjávarútvegur með miklum blóma í landinu. [ skýrslu Þjóðhagsstofnunar kemur fram, að miðað við rekstrarskilyrði í byrjun maí er góð afkoma af bæði botnfiskveiðum og -vinnslu. Hagnaður er raunar verulegur af botnfiskveiðum, eða um 8 til 9 prósent af tekjum. öllu meiri er þó ágóðinn af botnfiskvinnslunni en í heild er hún nú rekin með hagnaði sem svarar til 9 til 10 prósenta af tekjum. Að vísu skilar frystingin ekki nema um 6 prósent hagn- aði. Söltunin er hins vegar snöggtum ágóðameiri og skilar 23 til 24 prósent hagnaði. Þess ber þó að geta að 6 prósent tekna af henni eru greidd í Verðjöfnunarsjóð. Beinn hagnaður framleiðendanna er minni sem því nemur. Þessar tölur er fróðlegt að skoða í Ijósi þeirra upplýs- inga sem liggja fyrir um afkomu sjávarútvegs á síðasta ári, sem var eitt hið besta um langt skeið: Samkvæmt fyrra yfirliti frá Þjóðhagsstofnun benda bráðabirgðatölur til þess að rekstrarafgangur í botnfiskvinnslu hafi orðið um 8 prósent af tekjum árið 1986, eftir að búið er að taka tillit til verðbólguleiðrétt- ingar birgða. Jafnframt sýna sömu tölur, að 1986 voru botnfiskveiðarnar reknar með 6 prósent hreinum hagn- aði. Til að árétta þau gagngeru umskipti sem hafa orðið á rekstrarstöðu veiðanna er rétt að minna á, að tvö árin þar á undan voru þær reknar með 4 prósent og 9 prósent halla. I hnotskurn er staðan því sú, að veiðarnar á botnfiski eru nú reknar með þriðjungi til helmingi meiri hagnaði en í fyrra og vinnslan ef til vill með allt að fjóröungi meiri hagnaði. það leikur því ekki nokkur vafi á að afkoma hinna þýðingarmestu greina í sjávarútvegi er nú miklu betri en 1986, sem þó var eitt hiö allra gjöfulasta um árabil. Þessi góða staða sjávarútvegsins, uppsprettu meginhluta allra okkar verðmæta, boðar vitaskuld á- framhaldandi góðæri. Hún er jafnframttalandi staðfest- ing þess, að fiskvinnslan getur - og verður - að bjóða sínu fólki mannsæmandi laun. En það er svo sannar- lega löngu tímabært, því kaupið sem í dag er greitt hinum dugmiklu herjum íslensks fiskvinnslufólks er smánarblettur á greininni. Það er líka Ijóst, aðforsjármenn vinnslunnar verða að taka sér tak í þeim málum sem lúta að framleiðni innan greinarinnar. Hluti af vandamálum hennar er lágt tæknistig og þarafleiðandi lélegri framleiöni en hjá ýms- um samkeppnisþjóðum okkar. En það leiðir aftur til minna svigrúms til að greiða almennileg laun. Góðær- inu framundan verður meðal annars að verja til að væða greinina nýrri tækni og lyfta henni á miklu hærra framleiðnistig. En það þarf líka að huga að því, hvort ekki sé kleift að skapa enn meiri auð úr þeim afla sem berst á land. Til dæmis virðist einsýnt, að stóru hringirnir standa sig fráleitt nógu vel í sölumálum. Við hljótum að velta því fyrir okkur, hvort ekki sé rétt að vinna markvisst að því að minnka ægitök þeirra á sölu fiskafurða og flytja þau meira yfir í hendur smáfyrirtækja og einstaklinga. Með því fengju kostir samkeppninnar og frumkvæðis ötulla einstaklinga notið sín. En hvort tveggja vantar sárlega inn á þetta mikilvæga svið íslensks atvinnulífs, - og að líkindum kostar það þjóðarbúið feikilegar upphæðir á ári hverju. Sömuleiðis verður að stefna að miklu meiri vinnslu aflans áður en varan er flutt til sölu erlendis. Þar er skipulaginu í dag stórlega ábótavant. Þannig er það staðreynd í dag, að íslendingar eru að flytja tveggja og stundum þriggja nátta fisk með gámum til Englands. Þar er hann seldur á fiskmörkuðum og ósjaldan eru það frændur vorir Danir sem kaupa, flytja fiskinn til Dan- merkur, verka hann þar í saltfisk, selja síöan til Portúgal eða (talíu og stórgræða á öllu saman! Hvernig í ósköpunum stendur á svona verklagi? Fyrst Danir græða á þessu með því að borga eigi að síður miklu hærra verð fyrir fiskinn en íslenskir saltfiskverkendur - getum við það ekki líka? Þarnafara vitaskuld gífurleg verðmæti forgörðum, að því er best verður séð vegna framtaksleysis eða lélegs skipulags þeirra sem stjórna atvinnugreininni. Þarna er reyndar komið að einni höfuðmeinsemd greinarinnar, - hún er rekin af mönnum sem ekki kunna nógu vel til verka og sem ekki hafa nægilega útsjónarsemi til að finna bestu möguleikana. Þeir eru einfaldlega lélegir kapítalistar og það kostar þjóðarbúið stórkostlegar upphæðir. -ÖS ;v * vfyé *r j- . , . M ■;j *»■ **&- “ ÍJ1 —J w J _ s~/ "V * .. ' w ***' V** •**< * LJOSOPIÐ Mynd: Sigurður Mar UJ þlÚÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fréttaatjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn:GarðarGuöjónsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, . Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SiguröurÁ. Friðþjófsson.StefánÁsgrímsson.Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita-og prófarkalaatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LJósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltatelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfatofuatjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýalngaatjórl: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglýaingar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Símvarala: Katrín Anna Lund, SigriðurKristjánsdóttir. Húamóðir: Soffía Björgúlfsdóttir. Bílatjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðalu-og afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgrelðala: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson Utkeyrala, afgreiðala, rltatjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, aíml 681333. Auglýsingar: Sfðumúla 6, aímar 681331 og 681310. Umbrotog aetning: Prentsmlðja Þjóðvlljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 60 kr. Áskrlftarvorð á mánuðl: 550 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.