Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 6
KAJ MUNK í HALLGRÍMSKIRKJU Næst síðasta sýning sunnudag 10. maí kl. 16.00. Síðasta sýning mánudag 11. maí kl. 12.30. Móttaka miðapantana í síma 14455 allan sólarhringinn. Miðasala í Hallgrímskirkju sunnudag frá kl. 13.30, mánudag frá kl. 16.00 og laugardag frá kl. 14-17. Miðasala er einnig í Bókaverslun Eymundssonar, sími 18880. Pantanir óskast sóttar daginn fyrir sýningu. LEIKHÍ SIÐ í klRKJL'NM sýnir leikritið um LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Matreíðslumaður óskast til sumarafleysinga á dvalarheimili aldraðra, Dalbraut 27. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar. Upplýsingar gefur forstöðumaður mötuneytis í síma 685377. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð sem fyrst á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd byggingadeildar, óskar eftir tilboðum í ýmsa þætti viðhalds á steyptum útveggjum þvottastöðvar Strætisvagna Reykjavíkur, Borgartúni 35 í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Til- boðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 27. maí n.k. kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 "*• Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd gatamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í steyptar gangstéttar og rækt- un víðs vegar í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 20. maí n.k. kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikuk|uvegi 3 Sinii 25800 m IAUSAR STÖÐUR HJÁ m REYKJAVÍKURBORG Staða forstöðumanns við leikskólann Fella- borg, Völvufelli 9. Fóstrumenntun áskilin. Fóstrustöður við leikskólana Barónsborg, Njálsgötu 70, Brákarborg, v/Brákarsund, Ár- borg, Hlaðbæ 17, Hlíðaborg v/Eskihlíð, Holta- borg, Sólheimum 21, Fellaborg, Völvufelli. Fóstrustöður á leiksk./dagheimili, Granda- borg v/Boðagranda, Hálsaborg, Hálsaseli 27, Hraunborg, Hraunbergi 10, Ægisborg, Ægi- síðu 104. Fóstrustöður á dagheimilin Dyngjuborg, Dyngjuvegi 18, Hamraborg v/Grænuhlíð, Laufásborg, Laufásvegi 53-55, Suðurborg v/ Suðurhóla, Bakkaborg v/T ungubakka, Völvu- borg v/Völvufell. Upplýsingar veita forstöðumenn viðkomandi heimila og umsjónarfóstrur í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Kennarar Nokkra kennara vantar að grunnskóla Fáskrúðs- fjarðar í vetur. Ódýrar íbúðir og nýlegt skólahús. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-5224 á daginn eða 97-5159 heima. Útboð Hólmavíkurvegur 1987 (um Guðlaugsvík) Vegagerð ríkisins óskar ettir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 3.3 km, bergskering 2.000 m3, fyliing 50.100 m3, burðarlag 16.000 m3. . Verki skal lokið 15. október 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 11. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 25. maí 1987. Vegamálastjóri Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf í tónmenntakennaradeild er mánu- daginn 25. maí og fer fram í húsakynnum skólans, Skipholti 33, kl. 13.00. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans, sími 30625. Skólastjóri Auglýsið í Þjóðviljanum 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. maí 1987 ■i" ÖRFRÉTTIR Fyrirtíðaspenna er í rannsókn hjá hjúkrunarfræði- nemum einsog við sögðum frá í blaðinu í gær með mynd af rannsóknarhópnum. Á þá mynd vantaði tvo nemanna, þær Hönnu Þórarinsdóttur og Gerðu Björgu Kristmundsdóttur, en alls eru við verkið átta nemar undir leiðsögn Guðrúnar Marteinsdótt- ur. Könnuninni lýkur í lok maí, og niðurstöður ættu að vera tilbúnar í lok júní. Þjóðarflokkurinn heldur fyrsta landsfund sinn um helgina í Bjargi á Akureyri. Á fundinum á meðal annars að ák- veða framtíð flokksins, sem hlaut 1,3% i kosningunum í apríl. Fundurinn hefst 10.30 í dag og stendur til þrjú á sunnudag. Á hjálpartækja- sýningunni í Borgarleikhúsinu verður mikið um að vera í dag. Haldin verða erindi um vöðvagigt, fjölskyldur fatlaðra og fötluð börn í skóla og MBD-börn. Móðir eins slíks segir frá og les upp klukkan 14, finnska skáldkonan Márta Tikkanen. Skemmtidagskrá hefst klukkan fjögur, og klukkan sjö verður sýnd kvikmyndin Þeim mun fyrr, því betra. Á morgun, sunnudag, verður skemmtidagskrá klukkan 3 og á undan og eftir erindi um myndlistarþerapíu, tölvur og hjálpartækjaþjónustu og pall- borðsumræður um skipulag. Samvinnuskólanum var slitið 1. maí. Skólinn er nú mjög breyttur og starfar eftirleiðis á lokaáföngum framhaldsskóla- kerfisins. Nú útskrifaðist síðasti hópurinn með hefðbundið Sam- vinnuskólapróf, en næsta ár jafngildir prófið stúdentsprófi. Dúx skólans nú er Guðný Sigurð- ardóttir frá Hvammstanga. Nem- endur í vetur voru 111, þaraf 48 í framhaldsdeild, og útskrifast þeir í dag í Holtagörðum í Reykjavík. Skólastjóri í Bifröst er sem fyrr Jón Sigurðsson. og flóamarkaður verða í Hljóm- skálanum í dag klukkan 2 á veg- um Kvenfélags Lúðrasveitar Reykjavikur. Engin núll, - margt góðra muna, segja lúðrakonurn- ar. Kökubasar og flóamarkað heldur líka Kvenfélag Karlakórs Reykjavík- ur, í dag klukkan 2 á Freyjugötu 14 til styrktar nýju félagsheimili í öskjuhlíðinni. EFTIRVAGN Með hjólhýsi tjaldvagn eða kerru í eftirdragi þurfa ökumenn að sýna sérstaka aðgát og prúðmennsku. Hugs- andi menn tengja aft- urljósabúnað bílsins í vagninn, hafa góða spegla á báðum hliö- um, og glitmerki áeftir- vagninum. tfugERDAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.