Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 9
stöðu til að móta sitt eigið um- hverfi út frá sínum eigin forsend- um og lifa sínu lífi út frá þeirri sérstöðu sem það býr við. í þessu sambandi finnst mér náttúran gegna mikilvægu hlutverki hér á Islandi, hún er yfirþyrmandi sterk og það eru mikil forréttindi að búa undir svo síbreytilegu fjalli sem Esjan er. Þetta skildi Kjarval og þess vegna held ég að hann hafi náð að tala svo beint til þjóðarinnar. En í málverkum hans og teikningum er líka að finna myndræna þætti, sem kann- ski eiga rót sína í þjóðtrú íslend- inga og hvernig hún tengist náttú- runni og landslaginu. Fyrir mér er trúin á álfa og náttúruvætti já- kvæð að því marki sem hún eykur skilning okkar og tilfinningu fyrir umhverfinu, og mér finnst sú af- staða eiga margt skylt við mína eigin afstöðu eins og hún kemur fram í myndum mínum. Túlka ekki eigin verk Það má sjá vissa þróun í verk- um þínum á þessari sýningu, í hverju er hún fólgin? - f fyrsta lagi verð ég að segja það, að ég á ákaflega erfitt með að tala um eigin verk, mér finnst þau verði að tala sínu máli sjálf. En það er rétt, að hér áður fyrr notaði ég myndmál, sem við get- um sagt að hafi verið samsett úr aðfengnum einingum eða tákn- um, sem ég setti á svið rétt eins og í leikhúsi. Á síðari árum þótti mér þessi aðferð ekki vera fullnægjandi, þannig að í stað þess að byggja myndmál mitt á slíkum tákneiningum leitast ég frekar við að skapa upprunalegra myndmál, sem ekki er táknrænt á sama hátt. Að þekkja sjálfan sig Ég veit ekki hvort þú vilt segja mér álit þitt á Myndlista- og hand- íðaskólanum eftir að þú ert búinn að kenna þar? - Jú, ég held að hann gefi nem- endum allgóða undirstöðu- menntun, og mér fannst mikil- vægt að sjá að þar er líka lögð áhersla á einstaklingsbundna kennslu. Ég tel það jafnframt vera jákvætt að nemendur skuli flestir miða nám sitt við það að fara í frekara framhaldsnám er- lendis. Pað er hollt fyrir fólk að kynnast öðrum þjóðum, ekki bara í gegnum matreiðslu fjöl- miðlanna og kvikmyndanna, heldur líka af eigin reynslu. Þessi reynsla, að finnast maður vera týndur meðal framandi þjóða, vekur áleitnar og þroskandi spurningar og kennir manni að þekkja takmörk sín og styrk. Það er í rauninni lúxus að hafa að- stöðu til slíks, og fátt er hollara, því tii þess að kynnast sjálfum sér þarf maður að kynnast öðrum. Sú mikla áhersla sem þú leggur á menningarlega sérstöðu og sjálfsvitund minnir mig á það sem Sigurður Guðmundsson sagði eitt sinn við mig, nefnilega að Hol- lendingar vœru svo miklir al- þjóðasinnar að orðið „hollensk- ur“ vœri skammaryrði í þeirra eyrum. Erþað rétt, og hvernig má það vera? - Ég held að Hollendingar elski land sitt svo mikið að þeir hati það. Sýning Pieter Holstein í Ný- listasafninu er opin daglega kl 16- 20 og 14-20 um helgar til 17.maí. -ólg. Laugardagur 9. maí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Kaj Munk til Norðurlanda Leikritið um Kaj Munkeftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, sem sýnt hefur verið í Hallgrímskirkju í vetur við góða aðsókn, hefur vak- ið athygli út fyrir landsteinana. Hefur leikflokknum nú verið boð- ið að setja verkið upp í Kaup- mannahöfn, og jafnframt hefur Kirkjuleikhúsið í Lundi í Svíþjóð sýnt áhuga á að fá þessa sýningu í heimsókn í sumar. Sýningar á verkinu hér eru nú orðnar 36, og verða síðustu sýn- ingarnar um þessa helgi, á sunnu- dag kl. 16 og á mánudagskvöld kl. 20.30. Þátttakendur í sýningunni eru samtals 17, en Guðrún Ásmunds- dóttir höfundur verksins er jafn- framt leikstjóri. Arnar Jónsson leikari fer með hlutverk Kaj Munk, reyndar með aðstoð ívars Sverrissonar, sem leikur Munk á unga aldri. Arnar Jónsson í hlutverki prestsins Kaj Munk. Nemendatónleikar Tónskóla Sigursveins (dag verða haldnirtvennir nemendatónleikar í Neskirkju á vegum Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hinirfyrri hefjast kl. 14, þar sem f ram koma yngri nemendur skólans í einleik og samspili. Á síðari tónleikunum, sem hefjast kl. 16.30, leikur strengja- hljómsveit skólans ásamt skóla- hljómsveit Tónlistarskóla Njarð- víkur. Stjórnendur eru Björgvin Þ. Valdimarsson og Haraldur Á Haraldsson. Þriðjudaginn 12. maí mun Soffía Halldórsdóttir síðan halda söngtónleika í Norræna húsinu kl. 20.30. Tónleikarnir eru liður í 8. stigs söngprófi frá skólanum, sem Soffía lýkur í vor. Á efnis- skrá eru verk eftir íslenska og er- lenda höfunda. Aðgangur er ókeypis að öllum þessum tón- leikum. Þrjár nýjar uglur frá kiljuklúbbnum íslenski kiljuklúbburinn hefur sent f rá sér þrjár nýjar uglu- bækur, sem ekki hafa komið út á íslensku áður. Það eru bækurnar „Raunir Werthers unga“ eftir skáldjöfurinn Goethe í þýðingu GíslaÁsmundssonar, Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald í þýðingu Atla Magnússonar og Morð fyrir fullu húsi eftir Ngaio Marsh. Eng- in þessara bóka hefuráðurkom- ið út á íslensku. Uglu-bækurnar eru seldar í pökkum, og er þetta 5. Uglu- pakkinn, sem kemur út á vegum klúbbsins, og kostar hann aðeins 498 krónur. Flestar Uglu-bækurnar sem út eru komnar eru uppseldar, en ennþá fást eftirtaldar bækur: skáldverkið Stríð og friður eftir Leo Tolstoy í 4 bindum, Kvik- myndahandbókin I, Þar sem Djöflaeyjan rís eftir Einar Kára- son, Guð forði barninu eftir Ro- bert B. Parker og Illur fengur eftir Anders Bodelsen. Kostar hver bók aðeins 200 kr. fyrir fé- laga í Kiljuklúbbnum. Næstu bækur sem áformað er að gefa út í Uglu-útgáfunni eru Saga af sjóslysi eftir Gabriel García Márquez, annað bindi Kvikmyndahandbókarinnar og spennusagan Ekkert kvenmanns- verk eftir P.D.James í þýðingu Álfheiðar Kjartansdóttur. Kammersveitin í Bústaðakirkju Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika í Bústaðakirkju á sunnudagskvöldið kl. 20.30. Á dagskrá tónleikanna verður píanókvintett eftir Sjostakovits, Strengjakvartett eftir Ravel og Sex bagatellur fyrir strengja- kvartett eftir Anton Webern. Flytjendur verða Guðríður Sigurðardóttir píanóleikari og Reykjavíkurkvartettinn, en hann skipa þau Rut Ingólfsdóttir og Jú- líana Elín Kjartansdóttir fiðlu- leikarar, Guðrún Kristmunds- dóttir sem leikur á lágfiðlu og Amþór Jónsson fiðluleikari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.