Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Nú stendur yfir í Listasafni ASi sýningin World Press Photo. Þessar myndir hlutu verðlaun á sýningunni sem bestu myndir. Myndirnar hér að ofan sýna Michael Platini reyna skot á mark Ungverja á HM í Mexíkó. Þessi sería fékk fyrstu verðlaun fyrir myndraðir um íþróttir. Myndirnar tók Gérard Rancinan Besta fþróttamynd ársins 1986. Akeem Olajuwon t.h. lætur höggin dynja á Mitch Kupchak. Dómarinn gerir hvað hann getur til að stöðva slagsmálinn, en hefur ekki mikið í risana eins og sjá má. Myndin var tekin í leik Houston og Lakers í úrslitakeppni í NBA deildinni. Myndina tók John McDonough. Körfubolti WestTil Valsmanna Jon West mun að öllum líkind- um þjálfa Valsmenn í körfubolt- anum næsta vetur. Þetta er þó ekki alveg fullfrá- gengið en allt bendir til að hann komi aftur. í sunnudagsblaði Þjóðviljans er opnuviðtal við þennan litríka þjálfara. -Ibe Litla Bikarkeppnin ÍBK og ÍA í úrslítum England Villa í vandræðum Billy McNeill, framkvæmda- síjóri Aston Vilía var rekinn í gær. Það kemur ekki mikið á óvart því að Aston Villa hefur gengið mjög illa og er þegar fallið í 2. deild. Aston Villa hefur aðeins unnið þrjá af síðustu 27 leikjum sínum, en McNeill vildi þar kenna um meiðslum. -Ibe/Reuter ítalía Napoli býður ítölsku knattspyrnurisarnir Napoli gerðu að sögn dagblaðs í Póllandi, tilboð í pólska landsliðs- manninn Dziekanowski. Samkvæmt heimildum blaðs- ins mun tilboðið hafa hljóðað upp á 160 milj. kr. Napoli festi nú nýlega kaup á Carcea hinum brasilíska og eru því komnir með sinn skammt af útlendingum. -Ibe/Reuter Norðurlandamótið í hand- knattleik kemur til með að taka miklum breytingum frá því sem hefur verið. Áður var leikið á fjögurra ára fresti í einu landi. Keppnin stóð þá yfir í nokkra daga og síðan ekki söguna meir. Nú verður hinsvegar leikin fjórföld umferð og lið leika bæði heima og heiman. í hverrri ferð leikur lið tvo leiki. T.d. ef ísland færi til Noregs þá mundum við leika tvo leiki gegn þeim í Noregi og þeir tvo gegn okkur þegar þeir koma hingað. Með þessu myndu hinir svo- kölluðu vináttu-og æfingaleikir falla að mestu niður og í þeirra stað kæmu alvöru leikir. En rúsínan í pylsuendanum er vérðlaun fyrir sigurliðið sem nema einni miljón króna. Áætlað er að fá tíu stórfyrirtæki til að styrkja keppnina og lætur hvert þeirra af hendi um eina og hálfa miljón króna. Þess í stað fá fyrir- tækin auglýsingar. Þessum pen- ingum yrði síðan deilt í ferða- kostnað liðanna og í verðlaun. Þá hefur HSÍ haft frumkvæðið um að efna til keppni á Norður- löndum um bestu handknatt- leiksljósmyndina. Alþjóða- handknattleikssambandið hefur lýst áhuga á að taka slíka keppni upp og hefur HSÍ boðist til að gefa ferð til íslands í verðlaun eins og reyndar líka í keppninni á Norðurlöndum. -Ibe Handbolti Breytingar á NM Fjórföld umferð. Milljón íverblaun IA og IBK leika t il úrslita í Litlu Bikarkeppninni í dag. Bæði liðin sigruðu í sínum riðlum og leika því i dag kl. 12.30 á gervigrasvell- inum í Laugardal. Bæði liðin unnu sína riðla með yfirburðum. Sigruðu í öllum sín- um leikjum. Úrsllt í A-riðli: Stjarnan-Breiðablik.....................1-0 (A-Víðir.......................................3-1 Breiðablik-ÍA...............................0-4 Víðir-Stjarnan.............................3-1 Stjarnan-ÍA.................................0-3 Víðir-Breiðablik...........................0-2 Lokastaðan í A-riðli: (A........................3 3 0 0 10-1 6 Víðir....................3 10 2 4-6 2 Breiðablik...........3 10 2 2-5 2 Stjarnan..............3 10 2 2-6 2 Úrslit (B-rlðll: ÍBK-Selfoss................................4-2 (BK-FH.......................................3-1 Selfoss-Haukar...........................1-0 FH-Haukar..................................2-2 Haukar-ÍBK.................................1-7 FH-Selfoss.................................3-2 Lokastaðan í B-riðli: IBK.....................3 3 0 0 14-4 6 FH......................3 111 6-7 3 SelfOSS...............3 10 2 5-7 2 Haukar................3 0 1 2 3-10 1 Litla Bikarkeppnin er líklega hvað sterkast af undirbúnigs- mótunum. Þar leika fjögur lið úr 1. deild og tvö úr 2. og 3. deild. Eins og áður sagði er úrslita- leikurinn í dag en þá er einnig leikið um neðri sæti. Víðir og FH leika í Garðinum um 3. sæti. Á Vallargerðisvelli í Kópavogi leika Breiðablik og Selfoss um 5.sætið og í Hafnar- firði leika Haukar og Stjarnan um 7. sætið. Allir þessir leikir hefjast kl. 14. -Ibe Handbolti \K< HSÍ hefur í hyggju að halda stórmót á næsta ári, rétt fyrir ól- ympíuleikana. Nú hefur hinsveg- ar komið babb í bátinn. Mótið sem átti að vera í lok ágúst stangast á við Kaupstefn- una sem hyggst setja upp sýningu á þessum tíma. Það er mjög slæmt fyrir HSÍ ef þeir fá ekki höllina því að nú þeg- ar hafa nokkrar sterkar þjóðir lýst því yfir að þær hafi áhuga á að mæta. Þetta yrði mjög sterkt mót og því vart hægt að halda það annarsstaðar en i Höllinni. Þó er einn möguleiki og sá er í Garðabænum. Stjarnan hyggst reisa íþróttahús og á því að vera lokið í ágúst á næsta ári. _n,e 5 DJÓÐVIUINN blaðið setn vitnað eri ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 15 Höfuðmálgagn stjórnarandstöðunnar Áskriftarsími(91)68 13 33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.