Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjómnuiNN Laugardagur 9. maí 1987 103. tölublað 52. örgangur SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Kjarasamningar Dagsbnín vilHO-15% hækkun Aðalfundur Dagsbrúnar: endurskoðunar samninga krafist. Forsendur desembersamninganna ekki lengurfyrir hendi. í Ijósisamninga undanfarinna ára verður verkalýðshreyfingin að tileinka sér ný vinnubrögð Verkamannafélagið Dagsbrún telur að hækka þurfi laun félags- manna sinna um 10-15% til að jafna það misgengi sem skapast hefur í launaþróun þeirra sem í aðalatriðum fylgdu samningum Alþýðusambands íslands og hinna sem á eftir komu. Á aðalfundi Dagsbrúnar sem haldinn var í fyrradag var ítrekuð krafa stjórnarinnar um endur- skoðun samninganna í ljósi þess að forsendur desembersamning- anna séu ekki lengur fyrir hendi og krafist endurskoðunar á launalið kjarasamninga félagsins við vinnuveitendur. Aðalfundurinn fól stjórn fé- lagsins að hafa forgöngu um um- ræður innan verkalýðshreyfing- arinnar um ný vinnubrögð og breyttar áherslur í ljósi þeirra samninga sem gerðir hafa verið á undanförnum árum. Til að tryggja betur samræmi í kjörum og aukinn kaupmátt í stöðugu en þó vaxandi efnahagslífi þurfi samtök íslensks launafólks að gera verulegt átak í skipulagsmál- um sínum. Tengja þurfi betur saman samninga á vinnustöðum og innan starfsgreina um leið og félagseiningar eru stækkaðar án þess að það leiði til miðstýringar úr einni átt. Þá lagði fundurinn áherslu á að verkalýðshreyfingin knýji á um róttækar breytingar á uppbygg- Almannavarnir Jarð- skjálfb' í Hveragerði Hundrað fórnarlömb verða illa úti í jarðskjálfta austanfjalls í dag. „Lokapróf‘ áAlmanna- varnanámskeiði Jarðskjálfti mikill skelfir Hvergerðinga fyrir hádegi í dag, og hundrað manns verða illa úti. 150-200 manns koma hins- vegar til aðstoðar, og að lokum ætti allt að fara vel, þvf á ferðinni er almannavarnaræfing í lok námskeiðs sem staðið hefur alla þessa viku. Þetta er fjórða „vettvangs- stjórnunarnámskeið“ Almanna- varna og taka þátt 19 nemendur hvaðanæva af landinu, lögreglu-, slökkviliðs- og björgunarsveita- menn. Tilgangurinn er að þjálfa menn til stjórnunarstarfa á skaðasvæð- um og eru kennarar frá Al- mannavörnum, Lögreglunni og Slökkviliðinu í Reykjavík, Geislavörnum, Flugbjörgunar- sveitinni, og Raunvísindastofnun háskólans. Jarðskjálftinn austanfjalls hefst klukkan níu árdegis og vinnur Almannavarnanefnd Hveragerðis að náttúruhamför- unum með námskeiðsmönnum. -m ingu atvinnulífsins með stærri og sérhæfðari einingar að leiðarljósi. Um leið verði stefnan í fiskveiðimálum tekin til endur- mats og undirstöður atvinnulífs- ins styrktar. fslenskur verkalýður getur ekki lengur sætt sig við það að þurfa að búa við lág laun þrátt fyrir metframleiðslu og góð ytri skilyrði. Stjórn félagsins var endurkjör- in með tveimur breytingum. Út fóru Guðmundur Hallvarðsson og Óskar Ólafsson, en inn komu þeir Leifur Guðjónsson yfirtrún- aðarmaður hjá Áburðarverk- smiðju ríkisins, og Sigurður Rún- ar Magnússon yfirtrúnaðarmað- ur, hjá Eimskip. grh Veðurfar Fallegt ekki sama oggott Lægð að sunnan nauðsynleg til að hlýni í veðri en ekki bólará henni ennþá. Fœrð sœmi- leg á landinu og hring- vegurinn allur fœr Veður var með eindæmum fal- legt í borginni í gær og sleiktu borgarbúar sólskinið í Austur- strætinu þó að heldur kaldir vind- ar blésu. Á veðurstofunni fengust þær fréttir að spáin væri svipuð áfram en Bragi Jónsson veðurfræðingur sagði það reyndar alltaf matsatr- iði hvað teldist gott og hvað vont veður. Hann sagði líta út fyrir norðlæga vindátt um allt land og bjart á sunnanverðu landinu frá Faxaflóa til sunnanverðra Austfjarða en hins vegar skýjað og éljagang um norðanvert landið. „Það er ekkert vorveður kom- ið, tiltölulega kalt miðað við árs- tíma. Okkur vantar lægð af suð- lægum slóðum en hún sést ekki enn sem komið er og því má búast við heldur hráslagalegu vorveðri áfram.“ Færð er með ýmsu móti um landið að sögn Ólafs Torfasonar hjá Vegagerðinni, aurbleyta á Vesturlandi og Vestfjörðum og einnig á Austurlandi og á útveg- um á Norðurlandi. Sæmileg færð er á helstu þjóðvegum, hringveg- urinn er allur fær en 7 tonna öxu- lþungi á Mývatns og Möðru- dalsöræfum. -ing. Siglufjörður Hafnar stólaskiptum Alþýðuflokksmaðurinn Kristján Möller segist munu sitja semfastast í embœttiforseta bæjarstjórnar. Nýr meirihluti mun krefjastþess að Kristján skipti um stól Kristján Möller, bæjarfulltrúi AJþýðuflokksins á Siglufirði hef- ur lýst yfir því að hann muni sitja sem fastast í embætti forseta bæjarstjórnar, enda þótt slitnað hafi upp úr meirihlutasamstarfi Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags. Alþýðubandalagið hefur myndað mcirihluta með Sjálf- stæðisflokki og Framsóknar- flokki. Ástæðan fyrir því að slitnaði upp úr samstarfi A-flokkanna er sú, að bæjarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins sátu hjá við at- kvæðagreiðslu um kaup á 8 leigu- íbúðum fyrir 23 milljónir króna. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins voru andvígir kaupunum. Nú í vikunni var síðan myndað- ur meirihluti Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks og sitja kratar því einir í andstöðu. Á bæjarstjórnarfundi í næstu viku reynir á hvort Kristján Möller víkur úr embætti forseta eður ei, en ljóst er að nýi meirih- lutinn mun sækja það fast að Kristján fallist á stólaskiptin.-gg Flugumferðarstjórar Boða verkfall 25. maí Flugumferðarstjórar hafa boð- að verkfall 25. maí og mun þá allt millilanda- og inanlandsflug þeg- ar stöðvast. Þeir munu þá einung- is sinna neyðarvakt og sjúkra- flugi. Að sögn Árna Þorgrímssonar flugumferðarstjóra á Keflavíkur- flugvelli ber mikið á milli og eink- um um tryggingarmál. „Við vilj- um reyna að tryggja okkur fyrir lögsóknum vegna meintra mis- taka í starfi, þannig að við miss- um ekki skírteinin og atvinnuna án bóta.“ -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.