Þjóðviljinn - 28.05.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.05.1987, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 28. maí 1987 113. tölublað 52. árgangur Stjórnarmyndun Kvennaviðreisn: „finito“ Stjórnarmyndunarviðrœðum slitið rúmlega tíu í gœrkvöld, ekkert samkomulag um lágmarkslaunin. KjaramálíMesópótamíutilfornaþáttur í viðrœðuslitunum Jón Baldvin: „finito. “ Porsteinn ákveðursig eftirþingflokksfund í dag. Kvennaviðreisn er búið spil eftir að uppúr viðræðum slitnaði í Borgartúninu rétt eftir tíu í gær- kvöldi. Úrslitamálið var hækkun lágmarkslauna, sem raunar var aðalumræðuefnið i viðræðunum öllum. „Við komumst aldrei af fyrsta reit“, sagði ein Kvenna- listakvenna við Þjóðviljann eftir að Þorsteinn Pálsson hafði slitið viðræðunum. Þorsteinn sagðist mundu til- kynna ákvörðun sfna um fram- haldið eftir þingflokksfund Sjálfstæðismanna síðdegis í dag, en hann virðist einkum eiga tvo kosti. Annar er sá að reyna nýjar viðræður með Alþýðuflokki og Framsókn, hinn að skila umboð- inu sem hann hefur nú haldið í réttan hálfan mánuð, og verður síðari kosturinn að teljast senni- legri. Hvað forsetinn gerði í slíkri stöðu er óljóst, en ýmsir hallast að því að Kvennalistanum yrði næst falið frumkvæðið og mundi hann þá reyna fjögurra flokka stjórn með Framsókn, krötum og allaböllum. Viðræðurnar í gær áttu að hefj- ast fyrir hádegi en var frestað til hálf þrjú vegna dráttar á gögnum frá Þjóðhagsstofnun. í þeim var talið „kosta“ milli þrjá og fjóra milljarða að koma til móts við Kvennalistakröfur um lágmarks- laun og einnig nefndar stórar upphæðir um elli- og örorkulíf- eyri. Gert var hlé á viðræðum í kvöldmatnum og sest aftur við klukkan níu. Alþýðuflokksmenn lögðu þá fram samkomulagstil- lögu um byrjunaraðgerðir sem orðið gætu grundvöllur að mál- efnagrundvelli. Þar var helst lagt til að elli- og örorkulífeyrir yrðu hækkaðir að núverandi lág- markslaunum og lægstu laun leiðrétt gegnum skattakerfið, og Karlaveldi Vígin falla Sally Frank, fyrrum stúdent við Princetonháskóla í Banda- ríkjunum hefur nú unnið mál sem hún höfðaði gegn átklúbbum skólans eftir argaþras fyrir dóm- stólum í átta ár. Á sínum tíma var henni meinaður aðgangur að klúbbn- um, og þeir hafa frá fornu fari verið körlum einum ætlaðir. Úr- skurður dómstóla hljóðar upp á að Yvyklúbburinn og Tígris- kránni sé óheimilt að vísa konum frá. Þeim var einnig gert að greiða Frank, sem nú er lagapró- fessor við Antíokkuíuháskóla, fimm þúsund dollara í skaðabæt- ur. Félagslífið í þessum fornfræga háskóla hverfist mjög um át- klúbba þessa, en meðal gamalla nemenda er rithöfundurinn F. Scott Fitzgerald. Eru ýmsir af hinum notalegri stemmningum í skáldsögum hans ættaðar þaðan. HS að auki kveðið á um fyrstu að- gerðir í rikisfjármálum. Þetta gátu Kvennalistafulltrúarnir ekki fallist á, enda langt frá hugmynd- um þeirra um lágmarkslaun og lífeyri á milli 35 og 40 þúsund krónur. Það mun hafa skipt allnokkru máli fyrir gang viðræðnanna í gær að inná viðræðuborðið barst bréf frá þeim Bimi Björnssyni hag- fræðingi hjá ASÍ og Vilhjálmi Egilssyni hagfræðingi VSI og væntanlegum framkvæmdastjóra Verslunarráðs. í því röktu bréf- ritarar þróun launamála alltfrá Mesópótamíu fyrir þrjúþúsund árum og mun niðurstaða hafa verið afar andstæð sjónarmiðum Kvennalista í kjaramálum, og töldu ýmsir viðræðumanna í Borgartúninu bréfið benda til andstöðu skjólstæðinga bréfritar- anna við tillögur Kvennalistans í þeim efnum. Allt er aftur uppí loft eftir að lokið er fyrstu formlegu viðræð- unum um stjórnarmyndum eftir vikutilraun, og fátt vitað um næstu ríkisstjórn á Islandi nema það að í henm sitja ekki saman Kvennalisti, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur. „Finito?“ spurði Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Alþýðuflok- ksins þegar hann kom askvað- andi í hesthúsgallanum niðrí Rúgbrauðsgerð í gærkvöldi. „Finito" svaraði Jón Baldvin. -m Breiðholtið Með folald inní garði Stjarna sem er aðeins vikugömul er í miklu uppáhaldi hjá yngstu börnunum í hverfinu Það eru ekki margir íbúar í Breiðholti sem geta státað af því að eiga failegt nýfætt folald í garðinum sínum. Valur Örnólfs- son 6 ára er með hana Stjörnu sína inni á Ióð og þar er líka hún Perla móðir hennar sem er orðin 22ja vetra og veraldarvön og lítur eftir með þeirri nýfæddu. Folaldið er í miklu uppáhaldi hjá börnunum í hverfinu enda ekki á hverjum degi sem hægt er að leika sér við folald inní miðju íbúðahverfi. Og eins og sést á myndinni þá kunna bæði börnin og Stjarna að meta samneytið og sólskinsstundirnar þessa dagana. Mynd - E.Ól. Byggingafúskið Hreinsanimar hafnar Hallgrímur Sandholtfœrður milli deilda. Borgarverkfræðingur: Honum urðu á mistök. Mistökin fólust íhönnun burðarvirkis í Bíldshöfðal8, sem gafsig á byggingartímanum. Síðan er liðið eitt og hálft ár r Ifyrrakvöld hófust hreinsanir hjá embætti byggingarfulltrúa og var Hallgrími Sandholt, deildarstjóra, fórnað í fyrstu lotu. Hann var þó ekki rekinn frá borginni heldur boðin staða hjá annarri deild, sem heyrir undir borgarverkfræðing, gatnadeild. „Hallgrími urðu á mistök og því var hann fluttur til í starfi," sagði Þórður. Þ. Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur í samtali við Þjóðviljann í gær. Borgar- verkfræðingur vildi hinsvegar ekki segja hvaða mistök Hall- grími hefðu orðið á. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans fólust mistök Hallgríms annarsvegar í því að hafa hannað burðarvirki í Bfldshöfða 18 og komu fram gallar á því strax á byggingarstigi, sem þurfti að lag- færa og bar Hallgrímur kostnað af því. Hluti af greiðslunni fólst í hönnun burðarvirkis í fjölbýlis- húsið að Frostafold 2-4, sem sömu verktakar eru með í smíð- um og reistu húsið að Bfldshöfða. Hallgrímur sá svo sjálfur um að taka út húsið að Frostafold. Ekkert bendir til að Hallgrími hefði verið vikið úr starfi ef burð- arþolsskýrlan svokallaða hefði ekki komið fram, enda eitt og hálft ár síðan viðgerðin á Bflds- höfða átti sér stað. Þá þykir refs- ing Hallgríms mjög væg ef tekið er tillit til þess að fyrir rúmu ári var Björgvin Víglundsson, verk- fræðingur, rekinn frá embættinu, fyrir yfirsjón sem var mun vægari en yfirsjón Hallgríms og fékk hann ekki einusinni umsaminn uppsagnarfrest borgaðan. Áður hafði Þráni Karlssyni verið vikið frá störfum fyrir að festa sér verk án þess að ræða við borgarverkfræðing. Áður hafði hann reyndar verið búinn að segja upp störfum og átti eftir um tvo og hálfan mánuð af uppsagn- arfrestinum þegar hann festi sér verkið. Honum var gefinn kostur á að segja samstundis upp störf- um eða vera rekinn að öðrum kosti. Þráinn er flokksbundinn fram- sóknarmaður og Björgvin tók virkan þátt í BSRB-verkfallinu 1984, ári áður en honum var sagt upp störfum. Hallgrímur Sand- holt er hinsvegar gamall skólafé- lagi borgarverkfræðings, og mun jafnframt með réttan pólitískan lit. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.