Þjóðviljinn - 28.05.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.05.1987, Blaðsíða 2
FRETTIR —SPURNINGIN— Hvað gerðist á uppstign- ingadag? Hvernig heldurðu upp á hann? Arnfríður Ragnarsdóttir afgreiðslustúlka í blómabúð. Jesús steig upp til himna. Ég verð að vinna. Gísli Hauksson málari. Nú er því stolið úr mér þegar maður er spuröur svona. Var þaö ekki eitthvað tengt Hvítasunn- unni? Guðmundur Garðarsson verktaki Ja bíddu nú við, það var eitthvað með Jesús en ég man það ekki t nákvæmlega Ari Schröder verslunarmaður Jesús steig upp til himna Friðrik Ámundason verslunarmaður Það man ég ekki og ég ætla bara að liggja í leti. Byggingafúskið Gerist ekki dómari í eigin sök ÞórðurÞ. Þorbjarnarson, borgarverkfrœðingur í samtali við Þjóðviljann Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur: Því miður er það rétt að starfs- menn byggingafulltrúa hönnuðu sum af þeim húsum sem skýrslan náði til. Það er einnig rétt að teikningar vantaði af þeim burðargrindum sem hannaðar höfðu verið af starfsmönnum. Skýrsla sú sem unnin var af Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins um burðarþol húsa í Reykjavík, hefur opnað augu manna fyrir því að ekki sé allt með felldu hjá embætti bygging- afulltrúa borgarinnar. Æðsti yfir- maður þeirra mála er borgar- verkfræðingur, Þórður Þ. Þor- bjarnarson. Að margra mati er það hann sem er ábyrgur fyrir því sem miður hefur farið hjá emb- ættinu, en í fyrradag var Hall- grími Sandholt, deildarstjóra byggingafulltrúa, vikið úr emb- ætti. Er sagt að um peðsfórn hafi verið að ræða. Þjóðviljinn hafði samband við Þórð Þ. Þorbjarnarson í gær og lagði fyrir hann nokkrar spurn- ingar. I júní 1977 samþykkti borgar- ráð að mönnum skuli framvegis óheimilt að vinna sjálfstætt að hönnunarverkefnum, nema að fengnu skriflegu leyfi borgar- verkfræðings í hvert sinn. Þá var borgarverkfræðingi einnig gert skylt að gera borgarráði grein fyrir þeim undantekningum a.m.k. tvisvar á ári. Þú munt aldrei hafa skilað af þér slíkri skýrslu. „Það hefur heldur enginn kall- að eftir henni. Þar á meðal ekki Sigurjón Pétursson, sem var höf- undur að þessari tillögu á sínum tíma. Hann var í aðstöðu til að gera það a.m.k. í fjögur ár.“ - Þurfti að kalla eftir skýrsl- unni? Hefði ekki verið eðlilegt að þú skilaðir henni sjálfkrafa af þér þegar borgarráð var búið að sam- þykkja slfkt? „Það getur svosem vel verið. Það er ýmislegt sem maður hefur að gera í þessum stól.“ - Þannig að skýrslan gleymd- ist? „Það hefur enginn haft áhuga á þessari skýrslu. Ekki nokkur ein- asti maður.“ - Þannig að þetta er ekki þín vömm að það gleymdist að skila henni? „Ekki aldeilis.“ - Það var einnig samþykkt að menn þyrftu þína uppáskrift til að fá að taka að sér hönnun. Hefur, alveg verið staðið við það? „Almennt hefur verið staðið veí við það en einhver unda- nbrögð þó verið á því.“ - Menn hafa gagnrýnt það að þú hafir verið einsog bankastjóri við að veita þessi leyfi og að mönnum hafi verið mismunað utji leyfin. Hverju svararðu því? „Það er alls ekki rétt.“ - Þú vísar því alfarið frá þér? „Já. Ég hef veitt mönnum leyfi til þess að gera þetta í hófi, m.a. vegna þess að ég trúi því að menn sem eru í eftirlitshlutverki hafi gott af því að fást .við hönnun sjálfir, en þá er undanskilið að menn biðji um leyfi og í öðru lagi að byggingafulltrúi yfirfari b.ygg- ingar sinna starfsmanna, að þeir séu ekki sjálfir í því að gera úttekt á sínum eigin verkum.“ - Hefur það gerst? „Já, það hefur gerst og það er mjög óeðlilegt." - Berð þú sem yfirmaður allra byggingaframkvæmda í borginni, ekki ábyrgð á því sem miður hef- ur farið hjá stofnuninni? „Það má kannski til sanns veg- ar færa.“ - Nú hefur einn maður verið látinn víkja úr embætti, Hallg- rímur Sandholt. „Já, hann hefur verið fluttur til í starfi.“ - M.a. vegna þess að hann hefur tekið út byggingu þar sem hann hannaði sjálfur burðar- grind. „Jú, jú. Sú saga er reyndar eldri líka. Við höfum látið tvo starfsmenn fara áður.“ - Sem lentu í svipuðum mál- um? „Já“ - Það hefur komið í ljós stór brestur í kerfinu. Finnst þér sjálf- um fært og sæmandi að sitja áfram í embættinu, sem æðsti yf- irmaður þessara mála? Menn neðar í stiganum eru látnir víkja, en þeir sem sitja ofar og bera hina raunverulegu ábyrgð, munu þeir sleppa? „Ég ætla ekki að gerast dómari í eigin sök. Það er annarra að gera það.“ - Tillögu um að embætti bygg- ingafulltrúa yrði endurskoðað var frestað, en það er að margra dómi sú tillaga sem einna helst hefði þurft að samþykkja. „Við erum með mjög verulega endurskipulagningu á ferli þess- ara uppdrátta í þeim tillögum sem þegar hafa verið samþykktar í borgarstjórn. Öllum uppdrátt- um eiga að fylgja greinargóðir út- reikningar, og þegar teikning er tekin til meðhöndlunar hjá byg- ginganefnd þá fylgir henni þegar áritun burðarþolshönnuðar, sem felur í sér að hann treystir sér til_ að teikna burðarþolsvirki í mannvirkið eftir þeim stöðlum og reglum sem gilda hverju sinni. I þriðja lagi, að viss tegund húsa fari í eftirreikning hjá óháðum aðilum.“ - Er búið að ákveða hverjir það verða? „Nei.“ - Það vantaði töluvert af teikningum og eftir því sem við höfum fregnað, þá var þar í mörgum tilfellum um að ræða hús sem starfsmenn byggingafulltrúa höfðu hannað burðarvirki í. „Það er því miður rétt.“ - Er ekki haft neitt eftirlit með því að þessar teikningar séu til staðar? „Þegar um er að ræða að sjálfur eftirlitsaðilinn svíkur sínar skyldur í þessu efni þá er ekki svo gott að gera neitt við því.“ - Þú sagðir að starfsmenn byggingafulltrúa hefðu hannað burðargrind í sum af þeim húsum sem skýrslan náði til. Starfa þeir enn hjá embættinu? „Nei.“ - Enginn? „Nei.“ - Nú er sagt að Hallgrímur hafi tekið út burðarvirki í húsi við Bíldshöfða og þar komið fram gallar strax á byggingarstigi. „Ég hef ekkert um það að segja." - Verður gert opinbert hvaða hús þetta eru? „Það er eitt álitamál varðandi þessa skýrslu. Starfshópur ráðu- neytisins reiknar burðarþol þess- ara húsa með álagsstaðli sem er raunverulega 50% hærri en mælt er fyrir. Það er álitamál sem ég vil vísa til Verkfræðistofnunar Há- skólans. Það er allavega í mínum huga alveg ljóst, að þegar menn gera svona athugun, þá er ekki við hæfi að nota álag sem er um- fram það sem staðallinn segir til um. Þegar menn eru að kveða upp svona harðan áfellisdóm verða þeir að halda sig við þá staðla sem eru fyrir hendi og eru partur af byggingarreglugerð- inni. í staðlinum sem gefinn var út 1976, er landinu skipt niður í þrjú jarðskjálftasvæði. Skipting- jn hefur almennt verið talin vera suður með Kópavogslæk. Það sem er fyrir sunnan er í fyrsta áhættuflokki en fyrir norðan í öðrum. í þessu tilviki tóku þeir meðaltalið af fyrsta og öðrum áhættuflokki og þannig hækkaði staðallinn um 50%.“ - Það undruðust ýmsir að Hallgrímur skyldi á sínum tíma vera ráðinn strax sem deildar- stjóri við embættið. Það er haft á orði að hann hafi notið sérstakrar velvildar þinnar vegna ykkar kunningsskapar og vegna þess að þið eruð gamlir skólabræður. Hverju svararðu því? „Þetta er bara rugl. Það hefur ekkert með það að gera, hvort við erum gamlir skólabræður eða kunningjar. Hann hefur í gegn- um árin reynst vera góður starfs- kraftur þótt honum hafi nú orðið á mistök. “ - Hans mistök felast þá ein- göngu í því að hafa hannað burð- arvirki í blokkina í Grafarvogi og tekið sjálfur út bygginguna? „Ég veit ekkert um það. Ég hef ekki gefið honum leyfi til slíks.“ - En eru það ekki mistökin sem urðu þess valdandi að Hallg- rímur var látinn víkja? „Ég veit ekkert um þetía fjöl- býlishús við Frostafold. En hon- um urðu á mistök." -Sáf 2 StoA - ÞJÓDVIUINM Hwiwfuitaeur 28. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.