Þjóðviljinn - 28.05.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.05.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Hin daglega hemaðanítþensla Fulltrúar Kvennalistans í stjórnarmyndunar- viöræöunum síöustu daga hafa kvartað undan því aö illa gangi aö fá upplýsingar um stöðu hernaöarframkvæmda hérlendis og áætlanir um umsvif á næstunni. Svokölluö varnarmála- skrifstofa utanríkisráðuneytisins sé afar fámál um þau efni og lítt markvert þaöan að hafa. Yfirlýstur tilgangur meö stofnun þessarar skrifstofu í hittifyrra var með orðum núverandi utanríkisráöherra „að á vegum utanríkisráðu- neytisins veröi til staðar fullnægjandi sérfræöi- leg þekking til eflingar íslensku frumkvæöi í öryggis- og varnarmálum“. Eðli skrifstofunnar viröist hinsvegar ekki hafa breyst frá því hún hét deild og gegndi því hlutverki aö framfylgja ósk- um herforingja á Keflavíkurvelli gegnum ís- lenskt stjórnkerfi. Enda á skrifstofan sér fyrsta apríl að stofndegi. Skýrsla utanríkisráðherra til alþingis í vetur er enn helsta heimild um hernaðarframkvæmdir á landinu í ár, en í þeirri skýrslu er einmitt sá ágæti brandari aö skrifstofan fáist við „herfræðileg og hertæknileg málefni er lúta að upplýsingaöflun og rannsóknum þannig að hægt sé hverju sinni að leggja hlutlægt íslenskt mat á hernaðarstöðu landsins, varnarþörfina og fyrirkomulag varn- anna“. í núverandi stöðu er það hinsvegar hlut- lægt mat skrifstofunnar að einn íslenskan þing- flokk varði lítt um herfræðileg og hertæknileg málefni þótt yfir standi viðræður um ríkisstjórn í Reykjavík. Sumir hlutar af skýrslu utanríkisráðherra til þingsins eru ritaðir afar knapporðum stíl og í alþingistíðindum tekur kaflinn um herinn aðeins hálfa þriðju síðu. Af þeim texta má þó gera sér ofurlitla grein fyrir umsvifum hersins. Þar kemur fram að í fyrra námu heildarfram- kvæmdir hermangsfyrirtækisins íslenskra aðal- verktaka rúmum 54 milljónum dollara eða 2,2 milljörðum íslenskra króna. Fyrir þetta fé voru lagðar flugbrautir, flughlað og vegur við flug- stöðina, haldið áfram við höfnina í Helguvík, stækkuð vararafstöð á Keflavíkurflugvelli, byggð íbúðarhús, lagðir vegir í ratsjárfjöllunum tveimur og hafnar byrjunaarframkvæmdir við ratsjárstöðvarnar og byggð fjögur flugskýli. Á fundi í bandarísku herstöðinni í Norfolk í október síðastliðnum var svo ákveðið að til nýrra hernaðarframkvæmda hérlendis á þessu ári skyldi varið um 59 milljónum dollara, eða rúmum 2,3 milljörðum, fyrir utan viðhaldsverk- efni uppá 20 milljónir dollara. Nýframkvæmdirnar eru meðal annars ný hús fyrir fjármála- og bókhaldsdeild hersins og fyrir húsnæðisskrifstofu hans, tvær vararafstöðvar við byggingu kafbátaleitareftirlits, flugskýlis- verkstæði, nýtt félagsheimili og nýtt íbúðar- hverfi með 250 íbúðum. Auk þess verður haldið áfram þegar höfnum framkvæmdum, þar á meðal í Helguvík og við væntanlegar ratsjár- stöðvar á Gunnólfsvíkurfjalli og Stigahlíðarfjalli, en hershöfðingjarnir stefna að því að ratsjár- stöðvarnar þar komist í gagnið síðla næsta árs. í skýrslunni er hinsvegar ekkert getið um sprengjuhelda stjórnstöð sem herinn hefur áhuga á að koma sér upp á Vellinum og heldur ekki minnst á varaflugvöll sem nokkrir (slend- ingar hafa áhuga á að gera að hernaðar- mannvirki til að geta sníkt til hans fé. Af hinni lítilsigldu upptalningu í skýrslu ráð- herrans er Ijóst að hernaðaruppbygging og út- þensla á að halda hér áfram af fullum krafti á þessu ári og hinum næstu. Alvarlegast er auðvitað að herliðið teygir sig sífellt lengra um landið, gerir þarmeð æ fleiri byggðir að ná- grönnum sínum, og breiðir enn víðar út það hernám hugarfarsins sem er öðru hernámi hættulegra. Þrátt fyrir friðar- og afvopnunarumræðu síð- ustu ára ber við að menn vilja gleyma þessari stórfelldu hernaðaruppbyggingu á íslandi, telji vonlítið að spyrna á móti eftir áratuga hersetu á landinu. Þetta er ekki rétt. Það afl sem hingaðtil hefur hamlað gegndarlausri hervæðingu á íslandi er víðtæk andstaða meðal þjóðarinnar við herset- una, og fyrir því afli bera herstjórarnir á Keflavík- urflugvelli, í Norfolk og í Pentagon mikla virð- ingu. Um hvítasunnuhelgina höfum við tækifæri til að sýna andstöðu okkar á borði í Keflavíkur- göngu, þeirri sem ekki lýkur fyrren ísland er bæði friðlýst og herlaust. -m KUPPT OG SKORHE) Fýla í sólskini Nú er dagblöðunum svo illa komið að þau eru farin að deila um það, hvort komin sé agúrkut- íð með öllu sínu tilþrifaleysi eða ekki. Við eigum, satt best að segja, erfitt með að vfsa þeirri hugsun frá, sérstaklega þegar Tíminn birtir í gær þriðju rit- stjórnargreinina um þá ljúfu tað- lykt sem kannski leggur af Fram- sóknarmaddömunni og kannski ekki. Og við getum hæglega tilfært annað dæmi frá því í gær: Stak- steinar Morgunblaðsins voru helgaðir því, að sérstök athugun á fyrirsögnum í Þjóðviljanum sýni að blaðið hafi allt á hornum sér og kunni ekki að meta sól- skin, gróanda né heldur aðrar guðs gjafir. Og síðan hefur Morg- unblaðið allt á hornum sér út af því að Þjóðviljinn hafi allan heiminn á hornum sér. Eru þó hinar meintu neikvæðu nöldurs- fréttir blaðsins ekki um skelfi- Iegri hluti en meinlausan jarð- skjálfta („Hristist allt og skalf“) eða hugmyndir um öryggismál við akstur („Svartan kassa í hvern bíl“). Svo að dæmi séu tekin af Þjóðviljafyrirsögnum sem Stak- steinum þykja sanna með ótví- ræðum hætti illt innræti okkar Þjóðviljamanna. Er Esjan Ijót? Þetta er allt nokkuð gott. Þessi Klippari hér man ekki eftir fjör- legri leit að umræðuefnum á sumartíma síðan hér fyrir margt löngu, að Tíminn hélt fram þeirri ósvinnu að Esjan væri ljót! Og Morgunblaðið jós og prjónaði dögum saman yfir slíkri móðgun við Reykvíkinga og meirihlutann í borgarstjórn Og samt er sagt að Sjálfstæðis- flokkurinn sé að reyna að mynda ríkisstjórn. En það er kannski misskilningur. Kannski er hann bara í sólbaði í innilegum sam- fögnuði við náttúru landsins? Píslarvottur Nató Um síðustu helgi birtist í DV viðtal við Magnús Þórðarson og er tilefnið það, að fyrir tuttugu og einu ári tók hann við starfi upp- lýsingafulltrúa Nato á íslandi. Hann lítur yfir farinn veg með stolti og söknuði víkings sem hef- ur marga hildi háð við hernáms- andstæðinga og annað illþýði, sem eitt sinn í miðju þorskastríði gerðist svo frekt að leggja undir sig skrifstofu hans vegna þess að þetta lið fann sér ekkert þarfara að gera „í iðjuleysi og fíflaskap". Og blaðamaðurinn dregur ekki úr garpskap Magnúsar, hann „stóð í fylkingarbrjósti þeirra sem á fundum og í fjölmiðlum vörðu aðildina að Atlantshafs- bandalaginu. Hann tók líka á móti skömmum og svívirðingum og var sakaður um svik við Iand og þjóð“. En Magnús Þórðarson lét þetta ekki á sig fá. Hann taldi að „fyrir málstaðinn mætti færa tölverðar fórnir“. Hann gerðist eini píslar- vottur Nató, hann „hikaði ekki við að sækja um“ starf upplýsing- afulltrúans. Hann mætti semsagt markleysu lífsins með markvissri athöfn, eins og þeir sögðu í exíst- ensíalismanum og „ekki sér hann eftir neinu“. Hinn trúi þjónn Magnús Þórðarson stígur og fram í þessu viðtali sem sá maður sem er sæll í sinni æskutrú og ætl- ar sér að vera það. Til dæmis -hirðir hann aldrei um hvort Gor- batsjof karlinn segir eða gerir fleira eða færra austur í Sovét- ríkjum samtímans - það mun engu breyta að hans dómi. Magn- ús segir: „Baráttan stóð og stendur að verulegu leyti enn um gott og illt. Ég segi það fullum fetum að So- vétríkin eru heimsveldi hins illa. Þau geta breytt ásjónu sinni en eðli sósíalismans verður alltaf það sama. Ég hefi heyrt og séð nógu mikið til að átta mig á því, að við núverandi kerfi er ömögu- legt að nokkurt raunverulegt frelsi fái þrifist. Sósíalisminn leyfir ekki frelsi, annars væri hann ekki lengur sósíalismi". Það er alltaf munur að eiga menn sem hægt er að treysta. Þegar Reagan forseti er heldur á flótta undan ummælum sínum um „heimsveldi hins illa“ (þaðan og úr bíómyndinni Star Wars er orðalagið), þá heldur Mangi fast við sinn keip. Að vísu gengur hann ekki svo langt að halda því fram, að umbótaviðleitni Gor- batsjofs sé ekki annað en kænskubragð, sem í rauninni geri Sovétríkin enn hættulegri en þau áður voru. En slíkir menn eru til, og það nokkuð margir meðal háttsettra manna í Washington og það er ekki laust við að þeir skjóti stundum upp kolli á Morg- unblaðinu okkar hér heima. Því verra, segja þessir menn, þeim mun betra. Kannski eru þeir hinir einu sönnu byltingar- menn - og heimsslitamenn - samtímans? -áb þlÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Bla&amenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karisson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrimsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmy ndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdaatjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Augiý8inga8tjórl: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglýsingar: Ðaldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Sfmvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Soffía Björgúlfsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelftslu- og afgrelðslustjóri: HörðurOddfriðarson. Afgrelftsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiftsla, ritstjórn: Sfftumúla 6, Reykjavík, sfml 681333. AuglýsinganSfftumúla 6, afmar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmlftja Þjóftviljans hf. Prentun: Blaftaprent hf. Verft f lausasölu: 55 kr. Helgarblóð:60kr. Áskrfftarverft á mánufti: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 28. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.