Þjóðviljinn - 28.05.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.05.1987, Blaðsíða 5
Innflutningsverslunin Frelsi til að leggja á Innkaup íslenskra innflytjenda kosta neytendur tæpum 3 miljörðum meira en þauþyrftu. Alagning hefur hœkkað um 15-30% Eftir að verðlagsákvæði voru afnurnin hefur álagning hækkað um 15-30% og bætist þessi hækk- un ofan á hin óhagstæðu innkaup innflytjenda í samanburði við innflytjendur í Bergen, eins og fram kemur í könnun verðlags- stjóra sem gerð var opinber í fyrri viku. í könnuninni kemur fram að íslenskir innflytjendur greiða allt upp í 70% hœrra innkaupsverð en norskir kollegar þeirra greiða fyrir sömu vörur. Könnunin náði til 44 vörutegunda og voru fjöru- tíu þeirra keyptar á hærra verði til íslands. Þrjár voru á sama verði en aðeins ein á lægra verði. Þá kemur fram að álagning hefur hækkað til muna frá því að verð- lagsákvæði voru afnumin. Upp, upp Könnunin leiðir í ljós, svo ekki verður um villst, að verslunin hefur notað sér verðlagsfrelsið vel. Ekki til að keppa að lækkuðu vöruverði og hagstæðari inn- kaupum, eins og talsmenn henn- ar héldu fram á sínum tíma, held- ur til að sammælast um að tryggja sér hærri tekjur. Lítum á nokkra vöruflokka: Meðalálagning í desember s.l. var á hrærivélar 71%. Þegar verðlagsákvæði voru í gildi var leyfð hámarksálagning um 40%, hækkun 31%. Meðalálagning á hjólbarða í , des. s.l. var 60%. Á tímum verð- lagsákvæða var hún um 40%. Hœkkun 20% Meðalálagning á eldavélar í des var 45%. Á tímum verðlags- ákvæða var hún um 30%. Hœkk- un 15%. Meðalálagning á ryksugur í des. var 62%. Á tímum verðlags- ákvæða um 40%. Hœkkun 22% Á rakvélar er smurt þykkt. Á þær var lagt í des.85% en á verð- lagsákvæðatímum var álagningin 40%. Hœkkunin er hvorki meira né minna en 45% fyrir nú utan að landinn kaupir slíka vél heilum 410 kr dýrari en heildsalinn í Bergen svo álagningin leggst ofan á hærra innkaupsverð. Þegar verðlagsákvæðin giltu tíðkaðist mjög að innflytjendur fengju greidd svokölluð umboðs- laun og var þá undir hælinn lagt hvort þau skiluðu sér hingað til landsins eða lentu inni á er- lendum bankareikningum þótt íslendingum búsettum á íslandi væri harðbannað að eiga inni- stæður í erlendum bankastofnun- um. Höfuðröksemd innflytjenda fyrir því að verðlagsákvæði yrðu afnumin var einmitt sú að um- boðslaun myndu leggjast af og samkeppni innflytjenda myndi sjálfkrafa leiða til lágmarksálagn- ingar og hagstæðari innkaupa sem myndi leiða til að vöruverð lækkaði. Hvorugt hefur gerst. Af hverju? Þvert á móti hefur verð al- mennt hækkað og því spyrja neytendur: Er það sjálfsagt að slæm innkaup heildsalanna þurfi að kosta hverja fjölskyldu í landinu yfir 40.000 kr. á ári? Er það sjálfsagt að vera með tæplega þriggja miljarða óþörf útgjöld vegna þessara slæmu innkaupa? Er það sjálfsagt að greiða um 20% hœrri álagningu að meðal- tali en þurfti meðan verðlags- ákvæði giltu. Árni Reynisson, framkvæmda- stjóri Félags ísl. stórkaupmanna, hefur fullyrt að ekki sé um það að ræða að innflytjendur taki um- boðslaun lengur, en í könnun Verðlagsstofnunar er leitt að því getum að það gæti verið ástæða hins háa innkaupsverð. Sé það rétt hjá Árna þá stendur eftir að þeir kaupa dýrar inn en norskir heildsalar og hvers vegna gera þeir það? Gæti skýringin að hluta til verið sú að ef innkaupsverðið er hærra koma auðvitað fleiri krónur í kassann frá álagning- unni. Skýring á hærra verði til ís- lenskra heildsala en til ámóta stórra norskra heildsala gæti auðvitað líka verið sú að þeir kaupi vörurnar í raun á sama verði og hinir norsku en stingi undan mismuninum á því og upp- gefna verðinu. Formenn Neytendasamtak- anna og BSRB og varaformaður Dagsbrúnar hafa allir sagt í tilefni könnunar Verðlagsstofnunar að ljóst sé að verðlags- og innflutn- ingsmálin verði að taka til gagngerrar skoðunar og ljóst sé að annaðhvort séu íslenskir innf- lytjendur ómögulegir við að gera erlend viðskipti eða eitthvað ann- að hangi á spýtunni. Halldór Björnsson, varaformaður Dags- brúnar, sagði fyrir helgi að sér sýndist sem svokölluð frjáls sam- keppni færi jafnan á einn veg hér- lendis. Menn sammæltust um ákveðið verð og frjálsræði í verð- lagsmálum skilaði sér sjaldnast til neytandans. Kristján Thorlacius tók í sama streng og taldi að at- huga yrði hvort verðlagsákvæði yrðu sett á aftur. Erlend einokun Verðlagsstjóri hefur látið í ljós að í nokkrum tilfellum megi rekja hátt innkaupsverð á vörum til landsins til þess að umboðsaðilar t.d. í Danmörku hafi einkaum- boð sem einnig gildir á íslandi og leggi framleiðandinn ofan á vöru- verðið til íslenska heildsalans umboðslaun til hins danska umba. Sagði verðlagsstjóri að Óhagstæð innkaup íslensku innflutnings-verslunarinnar hafa enn komið fram í dagsljósið með Bergen-könnun Verð- lagsstofnunar og áður í Glascow-könnuninni. Óhagstæð innkaup og sjálfdæmi um álagningu jafngildir að líkindum 70-100 þúsund króna skatti á hverja einustu fjölskyldu í landinu. Er að furða þótt lífskjör séu ekki skárri en þau eru? VErslunin festir síðan hagnaðinn af lítilli hugmyndaauðgi í óarðbærri steinsteypu á Reykjavíkursvæðinu og verslunar- húsnæði þenst stöðugt út. Þegar Hagkaupshúsið nýja, Kringlan, kemst í gagnið, verður það margfalt á hvern íbúa miðað við það sem tíðkast annars stðar í V-Evróþu. þessir aðilar væru þekktir að því að smyrja þykkt á „þjónustu“ sína. Þjóðviljinn bar þetta undir Árna Reynisson og Friðrik G. Friðriksson, framkvæmdastjóra íslensk- erlenda, og sagði Friðrik að nokkuð hefði verið um slíka aukaliði, bæði í Þýskalandi og Danmörku og víðar og hefði ver- ið verslað við þá einkum ef um lítið magn hefði verið að ræða og íslenski markaðurinn réði ekki við uppgefið lágmarksmagn framleiðanda, en ekki sagðist Friðrik vera kunnugur því hvern- ig ástandið er nú. Hans fyrirtæki verslaði ekki með neinar af þeim vörum sem teknar voru fyrir í Bergen-könnuninni. Árni Reynisson sagði að innf- lytjendur væru sem óðast að losna eða væru þegar lausir undan slíkum umboðsmönnum. Þó væru þessa enn dæmi en langt í frá almenn regla og því síður að- alskýring. Það væri þó tvennt til í viðskiptum við erlenda heildsala og þess væru mörg dæmi að hægt væri að fá vörur á hagstæðara verði gegn um t.d. hollenska heildsala heldur en beint frá framleiðanda og nytu menn þess þá að ganga inn í innkaup sem miðuð eru við miklu stærri mark- að en ísland og vörunni þá gjarnan pakkað undir sérstöku dreifingarmerki. Samkvæmt þessu ættu því að finnast leiðir til að kaupa inn á hagstæðara verði en nú virðist í flestum tilfellum gert og kannski að þessi síðasta könnun verði til þess að koma betri skikkan á þessi mál. Auglýsing um dagpeninga ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands. Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfs- manna á ferðalögum innanlands á vegum ríkis- ins sem hér segir: 1. Gisting og fæði í einn sólarhring kr. 3.550 2. Gisting í einn sólarhring kr. 1.500 3. Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag kr. 2.050 4. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag kr. 1.025 Dagpeningar þessir gilda frá og með 1. júní 1987. Athygli er vakin á því að Edduhótel munu sem fyrr veita ríkisstarfsmönnum 10% staðgreiðsluaf- slátt. Er ætlast til að ríkisstarfsmenn veki athygli á þessum rétti sínum við komu á hlutaðeigandi Edduhótel. Ennfremur er ríkisstarfsmönnum gefinn kostur á 20% staðgreiðsluafslætti á gistingu, dveljist þeir þrjá sólarhringa eða lengur á sama stað, enda sé samið um það fyrirfram. Nefndin fer þess á leit við viðkomandi ráðuneyti að þau kynni efni þessarar auglýsingar þeim stofnunum og fyrirtækjum sem undir þau heyra. Reykjavík 25. maí 1987 FERÐAKOSTNAÐARNEFND Fimmtudagur 28. mai 1987 ÞJÓÐVILJINN -»SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.