Þjóðviljinn - 28.05.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.05.1987, Blaðsíða 8
Námskeið í kynfullnœgju Allar konur eiga létt á kynfullnœgju Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunarfrœðingur: Hverri konu er nauðsynlegtað þekkja þarfirsínarog langaniríkynlífi og námskeiðin eru ekki til að segja þeim hvernig þœr eigi að haga sér, heldurtil að hjálpa þeim með frœðslu að kynnastsjálfum sér svo þœr geti lifað góðu kynlífi Eins og vart hefur farið fram hjá landanum á síðustu dögum hefjast nú bráðlega námskeið fyrir konur um kynfullnægju þeirra. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir sem heldur þessi námskeið og leiðbeinir á þeim er orðin heimsfræg á íslandi á einum degi, bæði konur og karlar fara svolítið hjá sér þegar þessi námskeið ber á góma. Það þótti því ástæða til að fara á stúfana og kynna málið ofurlítið nánar. Jóna Ingibjörg er hjúkrunar- fræðingur að mennt og stundar nú framhaldsnám í kynlífsfræðslu við Pensylvaníuháskóla í Phila- delpiu í Bandaríkjunum. Hún mun halda þrjú námskeið í kyn- fullnægju fyrir konur hér í sumar og er þegar uppbókað á öll nám- skeiðin þrjú og biðlistar. Er þörf á þessum námskeið- um? „Já það tel ég tvímælalaust. Og eins og komið er fram þá eru öll námskeiðin orðin full strax, og eftirspurnin er mikil. Það hefur verið hringt mikið og spurt um námskeiðin, konumar hafa verið svolítið varfæmar í byrjun og tor- tryggnar þar til þær vom komnar með það á hreint hvað þetta væri og að þessu væri treystandi. Auðvitað em þetta viðkvæm mál og fyrir mörgum em þetta mikil feimnismál ennþá. En fólk hefur tekið þessu af miklum áhuga, annars vegar hvatt mig og hins vegar hafa sumir karlar gert góð- látlegt grin. En svo em margir karlmenn sem beinlínis hafa hvatt konur sínar til að sækja þessi námskeið. Svona námskeið hafa verið haldin erlendis og ver- ið mjög vinsæl og ég sé ekki af hverju þau ættu að vera óþarfari hér. Segðu mér aðeins frá í hverju námskeiðin era fólgin. Það komast tíu konur á hvert námskeið, með fleiram yrði hóp- urinn of stór því að konurnar verða að kynnast og geta treyst hver annarri. Við skulum strax leiðrétta þann misskilning að þessi námskeið séu ein allsherjar klobbaskoðun, það er mikil rang- hugmynd. Sá þráður sem gengur í gegn um námskeiðið er að fræða kon- umar og auka þannig á þekkingu þeirra varðandi líkamlegar, fé- lagslegar og sálrænar hliðar kyn- lífs út frá sjónarhóli kvenna og kynreynslu þeirra. Konum er gjamt að tala um sjálfar sig í tengslum við aðra og út frá öðra fólki. Þessu þarf að breyta og hjálpa þeim að byggja sig og sjálfsímynd sína upp út frá þeim VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Síðumúla 13, 105 Reykjavfk. Sími 82970 Tilkynning til atvinnurekenda um vinnu barna og ungmenna Um þessar mundir kemur margt ungt fólk til starfa sem það hefur litla eða enga reynslu af. Undanfarin árhafa alvarleg vinnuslys verið mun tíðari hjá ungu fólki en þeim sem eldri eru. Vegna þessa vekur Vinnueftirlit ríkisins athygli atvinnurekenda á eftirtöldum ákvæðum laga nr. 46/1980 um að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum: • Atvinnurekandi skal gera starfsmönnum sínum Ijósa slysa- og sjúk- dómshættu sem kann að vera bundin við starf þeirra. Atvinnurekandi skal þar að auki sjá um að starfsmenn fái nauðsynlega kennslu og þjálfun í að framkvæma störf sín á þann hátt að ekki stafi hætta af. (14. gr.) • Börn má ekki ráða nema til léttra, hættulítilla starfa, (59. og 60. gr. Barn merkir í lögunum einstakling innan 14 ára aldurs). Störf, sem ekki má ráða börn til, eru t.d. uppskipun, vinna við hættulegar kringumstæður eða vélar sem valdið geta slysi, meðferð hættulegra efna eða þau störf sem hafa í för með sér slíkt andlegt og/eða líkamlegt álag að hamlað geti vexti þeirra og þroska, sbr. ennfremur lög nr. 53/1966 um vernd barna og ungmenna. • Unglingar, 14 og 15 ára, mega ekki vinna lengur en 10 klst. á dag og skal vinnutíminn vera samfelldur. Þeir, sem eru 16 og 17 ára skulu hafa minnst 12 tíma hvíld á sólarhring og skal hvíldartíminn að jafnaði vera á tímabilinu milli kl. 19 og 7. , Öryggistrúnaðarmenn starfsmanna eða félagslegir trúnaðarmenn skulu fylgjast með því að farið sé að ofangreindum ákvæðum. Reykjavík, 26.maí 1987 Geymið auglýsinguna og festið upp á vinnustöðum Evrópumeistaramótiö í fimleikum Vantar tæknilega undirstöðu „Sennilega verður langt að bíða þess að fimleikafólk frá ís- landi nái besta fimleikafólki heimsins. En við erum bjartsýn og látum stjórnast af æðstu heimspeki íþróttamannsins: Að- alatriðið er að vera með,” sagði Jónas Tryggvason í viðtali við blaðamann APN. Jónas er þjálfari íslenska lands- liðsins í fimleikum. íslendingar kepptu aðeins í kvennaflokki á mótinu. Hanna Lóa Friðjóns- dóttir, Hlín Bjarnadóttir og Dóra Óskarsdóttir voru ekki efstar eftir viðureignina. En engu að síður var þjálfari þeirra ánægður. „ Við bundum ekki miklar von- ir við sigur á Evrópumeistara- mótinu,” segir hann. „Það er mikilvægt fyrir okkur að sjá stjörnumar í þessari grein og reyna að sýna hvað við getum.” Jónas veit hvað hann er að tala um. Hann er alþjóðlegur dómari. Árið 1984 lauk hann námi við þjálfaradeild íþróttaháskólans í Moskvu. Hann telur ekki miklar horfur á að ör þróun verði í fim- leikum á íslandi á næstunni. íþrótt þessi sé að vísu mjög vin- sæl, einkum meðal telpna, en ekki sé fyrir hendi efnisleg og tæknileg undirstaða. Auk þess vanti menntaða þjálfara. „Fyrir nokkram árum starfaði sovéski þjálfarinn Leóníd Zak- harjan á íslandi,” segir Jónas. „Ég tel að starf hans hafi verið mikill hvati hvað fimleika varðar heima á íslandi. Mig langar til að nota þessa heimsókn til Moskvu til að kynna mér þjálfun og undir- búning fimleikafólks í Sovétríkj- unum. Ég tel að hér hafi skapast einstaklega góðar aðferðir til að þjálfa fimleikafólk á öllum aldri, allt frá byrjendum og upp í fólk í efsta flokki.” Áður en mótið hófst notaði Jónas tækifærið til að fara með stúlkumar í íslenska liðinu í heimsókn til íþróttafélaga í Moskvu og fylgjast með íþrótta- kennslu í grannskólum. „Ég get ekki hugsað mér Sov- 8 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN [Fimmtudagur 28. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.