Þjóðviljinn - 28.05.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.05.1987, Blaðsíða 15
Frakkland Jafnthja Bordeaux Bordeaux gerði jafntefli gegn 2. deildarliðinu Ales í undanúr- slitum frönsku bikarkeppninnar, 2-2. Philippe Vercruysse og Jean- Marc Ferreri skoruðu mörk Bor- deaux, en öll fjögur mörkin komu á síðustu 20 mínútum leiksins. Mörk frá Francois Brisson og Eric Benoit tryggðu Marseille sigur gegn Reims, 2-0 á heima- velli. -ibe Ogþette líka... Hollendingar hafa nú loks fundið völl fyrir úr- slitaleik bikarkeppninnar, en geta ekki ákveðið dagsetningu. Borgarstjórinn í Eindhofen hefur gefið leyfi fyrir því að leikurinn iari þar fram, en ekki 3. júní eins og áætlað var. Talsmaður hol- lenska knattspyrnusambandsins sagði að ef Eindhofen hefði ekki tekið leikinn þá hefði hann þurft að fara fram fyrir luktum dyrum. Ajax og Den Haag, sem leika til úrslita, eru þekkt fyrir ólæti áhangenda sinna. Xie Yuxin heitin kínverskur knattspyrnu- maður sem nú nýlega skrifaði undir tveggja ára samning við Hollenska liðið Pec Zwollw., Hann er aðeins 18 ára. Tvö mörk á tíu mínútum tryggðu Braselíu sigur gegn Skotum í vináttulands- leik í Glasgow, 2-0. Rai og Valdo skoruðu mörk gestanna snemma í síðari hálfleik. Tyrkneska liðinu Konyaspor tókst ekki að vinna sér inn sæti í 1. deildinni þrátt fyrir stórsigur í síðasta leik. Áhangendur liðsins voru ekki ýkja hrifnir af því og gengu ber- serksgang um bæinn, brutu rúður, kveiktu í bílum og réðust á lögreglu- menn. 29 manns slösuðust þar af tveir lögreglumenn. Atvinnusparkarar á Grikklandi eru farnir í verkfall. Þeir vilja að sjálfsögðu hærri laun, en auk þess tekjur af getraunum og breyting- ar á sölukerfi leikmanna. Tólf af sex- tán liðum taka þátt í þessu verkfalli. Valery Lobaovski þjálfari sovéska landsliðsins f knatt- spyrnu vill að fleiri leikmenn fái tæki- færi til að leika á erlendri grund. Hann hefur eins og við islendingar mikinn áhuga á landkynningu og telur að leikmenn eins og Oleg Blokhin og Ri- nat Dasayev ættu að fá að leika með erlendum liðum. Nils Lidholm mun taka við ítalska liðinu Roma í þriðja sinn samkvæmt fréttum í ítölsk- um sportblöðum. Hann kemur í stað landa síns Sven Görans Eriksson, sem sagði af sér fyrir nokkru. ÍÞRÓTTIR Evrópukeppni Sanngjam sigur Porto Tvö mörkáþremur mínútum Vs ¦¦^:: :¦¦¦ ' á Paulo Futre var maðurinn á bakvið sigur Porto. Tvö mörk Porto á þremur mín- útum tryggðu þeim sanngjarnan sigur, 2-1 gegn Bayern Miinchen í skemmtilegum úrslitaleik Evr- ópukeppni Meistaraliða. Porto liðið sýndi mikla baráttu og þrátt fyrir að vera lengst af einu marki undir, gáfust þeir aldrei upp. Ludwig Kögl náði forsystunni fyrir Bayern á 24. mínútu. Pflugl- er tók innkast, varnarmaður skallaði boltann sem barst til Kögl og hann kastaði sér fram og skoraði hjá Jozef Mlynarczyk, markverði Porto, sem var illa staðsettur. Fyrsta mark Kögl á keppnistímabilinu. Leikurinn var nokkuð fjörugur og bæði liðin fengu þokkaleg færi. Hinir eldsnöggu framherjar Porto sköpuðu oft hættu við mark Bayern. Þjóðverjarnir voru rólegri og byggðu spil sitt upp mjög yfirvegað. Þeir áttu þó þokkaleg færi. Lothar Mattháus, sem stjórnaði spili þeirra, átti þrumuskot úr aukaspyrnu sem Mlynarczyk varðr vel. Fyrri hálfleikurinnn var grófur og nokkuð um ljót brot. í síðari háifleik blómstraði lið Porto. Þeir léku hratt og skemmtilega, en gekk lengst af illa að komast í gegnum þunga vörn Bayern. Paulo Futre fór á kostum í liði Porto og hann lék einn í gegnum alla vörnina, en skot hans frá markteigshorni fór rétt framhjá. Það var loks á 78. mínútu að Porto tókst að jafna. Juary Filho, nýkominn inná sem varamaður, komst í gegnum vörn Bayern og gaf á Radah Madjer sem var á markteig og skoraði með laglegri hælspyrnu. Þremur mínútum síðar náði Porto forystunni og það voru sömu mennirnir á bakvið það mark. Madjer lék upp kantinn og gaf góða sendingu fyrir á Filho sem kom á fullri ferð og skoraði með skoti í þaknetið. Eftir mörkin voru möguleikar Bayern úr sögunni. Þeir áttu aldrei möguleika á að jafna og Porto sótti meira á lokamínútun- um. Það var Paulo Futre sem var maðurinn á bakvið þennan sigur Porto. Ótrúleg tækni hans og út- sjónarsemi skapaðí oft hættu við þýska markið og greinilegt að hann lagði línurnar í leik liðsins. Sigur Porto var sanngjarn. Lið- ið lagði aldrei árar í bát og sýndi að það hefur innanborðs góða leikmenn og leikur skemmtilega knattspyrnu. _|be Mjólkurbikarinn Markaregn í 1. umferð Breiðablik úr leik. Stórsigrar hjá Leiftri og Leikni Það var svo sannarlega mark- aregn í fyrstu leikjum 1. umferð- ar Mjólkurbikarkeppnninnar. AUs voru skoruð 73 mörk í 12 leikjum, sem gerir að meðaltali rúmlega sex mörk í Ieik. Breiðablik, sem leikur í 2. deild, féll úr 1. umferð í Mjólkur- bikarkeppninni. Þeir töpuðu gegn Þrótti, 1-3 á gervigrasinu í Laugardal. Daði Harðarson náði foryst- unni fyrir Þrótt á 10. mínútu. Ragnar Rögnvaldsson jafnaði fyrir Breiðablik, en Ásmundur Helgason kom Þrótti yfir að nýju eftir laglegt spil Þróttara. Ásmundur gulltryggði svo sig- urinn á 65. mínútu er hann skoraði sitt annað mark, eftir að hafa komist einn í gegnum vörn Breiðabliks. ívar Guðmundsson skoraði öll fimm mörk Reynis Sandgerði í stórsigri gegn Árvakri. Reynis- menn röðuðu inn fimm mörkum gegn aðeins einu marki gestanna. Hann var frekar ójafn leikur Leifturs og Neista. Leiftursmenn sigraðu 10-0! Óskar Ingimundar- son skoraði fjögur af mörkum Leifturs, Guðmundur Sigurðsson 2 og Steinar Ingimundarson, Ólafur Björnsson, Róbert Gunn- arsson og Hafsteinn Jakobsson eitt hver. En tíu marka munur Leifturs var ekki sá mesti. Leiknir sigraði Létti, 11-0! Jóhann Viðarsson skoraði fernu, Atli Þór Þorvaldsson tvö og Ragnar Baldursson, Magnús Boga- son, Jóhannes Bárðarson, Gunn- laugur Sigurbjörnsson og Kjartan Guðmundsson markvörður eitt hver. Það var aðeins í einum leik sem kom til vítaspyrnukeppni. Njarðvík og Afturelding skildu jöfn, 2-2. Afturelding sigraði í vítaspyrnu- keppninni, 5-4, skoruðu úr öllum vít- um sínum. Það var Sigurður fsleifsson sem skoraði bæði mörk Njarðvfkur. Auganblik sigraði Hafnir á Kópa- vogsvelli, 3-1. Sigurður Halldórsson skoraði tvö marka Augnabliks og Viðar Gunnarsson eitt. Mark Hafna skoraði Guðmundur F. Jónasson. KS sigraði Tindastól á útivelli 3-1. Ólafur Agnarsson skoraði tvö marka Siglfirðinga og Jónas Björnsson eitt. Guðbrandur Guðbrandsson skoraði mark Tindastóls. Skallagrímur sigraði Snæfell 3-2 í jöfnum leik. Snæbjörn Óttarsson og Hafþór Hallsson skoruðu mörk Skall- agríms, en Snæfellingar gerðu einnig eitt sjalfsmark. Lárus Jónsson og Baldur Þorleifsson skoruðu fyrir Snæfell. Huginn sigraði Austra, 2-1. Jóhann Stefánsson og Þórir Ólafsson skoruðu fyrir Huginn og Sigurjón Kristjáns- son skoraði mark Austra. Þá sigraði Grótta Hveragerði 1-2 á útivelli. Páll Guðjónsson náði foryst- unni fyrir Hveragerði í fyrri hálfleik, en Gróttumenn skoraðu tvö mörk í þeim síðari og tryggðu sér sigur. Þróttur Neskaupstað vann öruggan sigur gegn Hrafnkel. Marteinn Guð- geirsson skoraði þrennu og Magnús Jónsson eitt fyrir Þrótt. Jón Sveinsson skoraði mark Hrafnkels. Jóhann Sigurðsson skoraði þrennu þegar Höttur sigraði Val Reyðarfirði á útivelli, 1-4. Gauti Marínósson skoraði mark Vals. í dag verða svo síðustu leikirnir í fyrstu umferð. Víkingar og Haukar mætast á gervigrasinu kl. 14, Armann og Víkverji kl. 17. og fR og fK kl. 20. -Ibe Mjólkurbikarinn fyrsta umferð: Hveragerði-Grótta....................................................................................1-2 Augnabllk-Hafnir.......................................................................................3-1 Skallagrímur-Snæfell................................................................................3-2 Njarðvík-Attureldlng.................................................................................6-7 ReynlrS-Árvakur.......................................................................................5-1 ÞrótturR-UBK...........................................................................................3-1 LeiknlrR-Léttir.........................................................................................11-0 Tindastóll-KS.............................................................................................1-3 Lelftur-Neisti...........................................................................................10-0 ValurRf-Höttur.........................................................................................1-4 Huglnn-Austri............................................................................................2-1 ÞrótturN-Hrafnkell....................................................................................4-1 Jónsson svifur eins og súpermann eftir að hafa verið brugðið. Mynd: E.ÓI Fimmtudaflur 28. maí 1967 (MOÐVlLJmN - 8ÍÐA tS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.