Þjóðviljinn - 06.06.1987, Síða 12

Þjóðviljinn - 06.06.1987, Síða 12
Auglýsing um starfsiaun Hðtamanns Skv. samþykkt borgarstjórnar hinn 22. janúar s.l. verða veitt þriggja ára starfslaun til listamanns frá 1. september n.k. Starfslaunin skulu kunngerð á afmælisdegi Reykja- víkurborgar 18. ágúst n.k. og skulu þau nema sömu fjárhæð og starfslaun „Borgarlistamanns” sem valinn er árlega. Greiðsla starfslauna hefst 1. september 1987 og lýkur 31. ágúst 1990. Orlofsgreiðsla er innifal- in í mánaðarlaunum og ólögbundin launatengd gjöld greiðast ekki af starfslaunum. Lífeyrissjóðsgjöld greiðast til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda eða þess lífeyrissjóðs annars innan SAL, sem starfslaunaþegi óskar eftir. Þeir einir listamenn koma til greina við veitingu starfs- launa sem búsettir eru í Reykjavík og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Listamennirnir skulu í umsókn skuldbinda sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfs- launanna. Að loknu starfslaunatímabili skal starfslaunaþegi gera grein fyrir starfi sínu með greinargerð, framlagningu, flutningi eða frumbirtingu verka eftir nánara samkomulagi við menningarmálanefnd Reykjavíkur- borgar hverju sinni. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri greiðslu frá borgarsjóði fyrir flutning eða sýningu skv. framanskráðu, en borgarsjóður fær ekki hlutdeild í höfundarrétti listamanns sem starfslauna nýtur. Hér með er auglýst eftir umsóknum um starfslaun til listamannstilþriggjaára skv.framanskráðu. Umsókn- um fylgi upplýsingar um náms- og starfsferil og fyrir- hugað verkefni. Skal umsóknum skilað til menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, Austurstræti 16, fyrir 30. júní n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík 29. maí 1987 © Blikkiöjan Iðnbúð 3, Garðabæ. Önnumst hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. 46711 Biaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress. Haföu þá samband viö atgreiðslu Þjoðviljans, sími 681333 Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Guðmundur Finnbogason, járnsmíðameistari, Grettisgötu 20 B verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. júní kl. 13.30. Ragnheiður Guðmundsdóttir Karl J. Ólafsson Sigurlaug Guðmundsdóttir Albert Jónsson Jensína ÍC. Guðmundsdóttir Ásgeir Sigurðsson Helga Perla Guðmundsdóttir Marteinn Þór Viggósson Hrafnhildur P. Guðmundsdóttir John R. Holt Auður Rögnvaldsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn ERLENDAR FRÉTTIR Vel virðist fara á með þessum tveim herra- mönnum, Jaruzelski og páfa, enda þjónar það hagsmunum beggja að lögleyfa kaþólsku kirkj- una í Póllandi. Lögleg kirkja eða ólögleg. Hinir trúuðu halda sínu striki. Pólland Samskipti ríkis og kiikju á batavegi Að undanförnu hefur dregið úr viðsjám ísamskiptum ríkis og kirkju í Póllandi eftir mjög stirða sambúð íkjölfar setningar herlaga og morðsins á andófsprestinum Popieluszko Þótt enn sé ekki óalgengt að hnýfilyrðin gangi milli stjórnvaida í Póllandi og leiðtoga kaþólsku kirkjunnar þarlendis þá gera báðir aðilar sér æ Ijósar nú- orðið að þeir sitja nauðugir vilj- ugir uppi hvor með annan og því sé báðum fyrir bestu að sambúðin sé fremur hnökralaus. Dregið úr orðaskaki Að undanförnu hafa sést ýms teikn á lofti um að samskiptin séu á batavegi eftir kuldakastið sem sigldi í kjölfar setningar herlaga árið 1981 og morð öryggislög- reglumanna á andófsprestinum Jerzy Popieluszko árið 1984. Opinberir fjölmiðlar hafa dregið verulega úr andkirkju- legum áróðri á síðustu vikum og nýlega féllst stjórnin á áætlun um smíði nýrra kirkna sem að um- fangi á ekki sinn líka í 40 ára sögu sósíalismans í Austur-Evrópu. Kirkjuieiðtogar hafa ekki látið sitt eftir liggja og kappkostað að þagga niður í klerkum sem sætt hafa ámæli ráðamanna fyrir „andsósíalískt athæfi“. Ennfrem- ur virðast verkalýðssamtökin frjálsu og bönnuðu, Samstaða, ekki lengur eiga upp á pallborðið í áróðri kirkjuhöfðingja. Kirkjan á ekki beina aðild að nýrri ráðgjafarnefnd sem Jaruz- elski forseti setti á laggirnar á út- mánuðum og hyggst kveða sam- an til skrafs og ráðagerða þegar mikið liggur við. Samt sem áður hafa ýmsir þekktir kaþólskir leik- menn tekið sæti í nefndinni með blessun kirkjuleiðtoga á herðun- um. Þriðja heimsókn páfa Þegar Jaruzelski sótti Vatíkan- ið heim í janúarmánuði síð- astliðnum var vel tekið á móti honum og ýmsir eru þeirrar skoð- unar að hans heilagleiki hafi veitt honum blessun sína. Sjálfur er páfi væntanlegur í sína þriðju opinberu heimsókn á mánudag. Þær raddir hafa heyrst meðal pólskra kaþólikka að stjórnvöld í landinu og trúarleið- togar hafi í viðræðum fyrir komu páfa látið hagsmuni ríkisins og kirkjunnar sem stofnunar sitja í fyrirrúmi en áhugamál venju- legra trúmanna hafi verið borin fyrir borð. Einnig hafa menn lúmskan grun um að páfi muni sitja á strák sínum og vera orðvar meðan á heimsókninni stendur vegna hagsmuna sem kirkjan eigi að gæta í öðrum löndum austan tjalds. Hann var óspar á gagnrýni í ferðum sínum árin 1979 og 1983 og mun það ugglaust valda mörg- um Pólverjum vonbrigðum ef hann gætir tungu sinnar um of að þessu sinni. Hinsvegar skilja margir and- ófsmenn hvað hangir á spýtunni og í neðanjarðarmálgagni Sam- stöðu, Tygodnik Mazowsze, var tekið á málinu með þessum hætti: „Það verður að meta athafnir páfa í heimsókninni í ljósi þess að innan skamms mun hann hugsan- lega ferðast til Austur- Þýskalands, Ungverjalands og Sovétríkjanna. Hann má hvorki segja neitt né gera sem gæti eyði- lagt þau áform.“ Kirkjan verður lög- persóna Á næstunni mun kaþólska kirkjan verða lögleyfð í Póllandi en hún hefur staðið utan við lög og rétt frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Smningavið- ræður um þetta atriði hafa verið langar og strangar en nú virðist málið vera að sigla í höfn. Um svipað leyti munu síðan pólska ríkið og Páfagarður taka upp diplómatísk samskipti. Heimildir innan kirkjunnar neita því hinsvegar að samningar um þessi nýmæli verði undirritað- ir meðan á heimsókn páfa stend- ur og fullyrða að það hefði verið mjög misráðið að halda þannig á spöðunum. Einn heimildamanna tjáði sig um málið á þessa lund: „Þetta er hlutur sem fyrst og fremst snertir hagsmuni ríkis og kirkju og myndi trauðla vekja áhuga fólks... almennum kaþólikkum (gæti allt eins virst páfi vera að svíkja sig.“ Með því að veita kirkjunni lagalegan rétt til starfsemi sinnar telja ráðamenn sig hafa dregið úr aðdráttarafli hennar sem eins- konar tákni fyrir andófsöfl í landinu og gert hana með nokkr- um hætti hluta að kerfinu. Jafn- framt gekk stjórnvöldum það til að draga skýrar markalínur milli áhrifasviða kirkju og ríkis. Uggur pólskra biskupa Það hefur einnig haft sitt að segja að pólskir biskupar hafa sett sig upp á móti því að Páfa- garður tæki upp formleg sam- skipti við stjórnina í Varsjá fyrr en kirkjan á heimaslóð yrði lög- leyfð. Þeir óttast að áhrif sín , muni dvína mjög ef Vatíkanið og ríkisvaldið fara að semja beint, án afskipta þeirra, um allt það er lýtur að pólskum kirkjumálefn- um. Stjórnin fellst á sjónarmið þeirra vegna þess að ókyrrð og óeirðir í pólsku samfélagi allar götur frá árinu 1956 hafa fært þeim heim sanninn um að það þjóni hagsmunum ríkisins að hafa biskupana á sínu bandi vegna þess hve mikið mark þjóð- in taki á orðum þeirra og viðhorf- um. Þótt þeir hafi í frammi mót- mæli ef verð á nauðsynjavörum hækkar um skör fram þá leggja þeir sig iðulega í líma við að kveða niður allar tilhneigingar til uppreisna og eru mjög á móti beitingu ofbeldis. Að gera kirkj- una að lögpersónu er því næsta augljóslega beggja hagur. -ks. 12 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. júní 1987 Aðalheimild: REUTER

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.