Þjóðviljinn - 27.06.1987, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 27.06.1987, Qupperneq 5
„Fruin í Hamborg “ og „List hins ómögulega“ Urslit síðustu alþingiskosninga voru nýstárleg á margan hátt: Sjálfstæðisflokkurinn klofn- aði. Nýr flokkur, Borgaraflokkur- inn, fékk sjö þingmenn kjörna. Kvennalistinn bauð fram í ann- að sinn og tókst að auka fylgi sitt. Framsókn afsannaði þá kenn- ingu að fylgið hryndi ævinlega af flokknum eftir stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Alþýðuflokkurinn endur- heimti það fylgi sem frá honum klofnaði við stofnun Bandalags jafnaðarmanna. Alþýðubandalagið fékk færri atkvæði en Alþýðuflokkurinn. Þetta eru fróðleg úrslit, sem meðal annars gefa til kynna að um mikla gerjun sé að ræða í ís- lenskum stjórnmálum. Kannski er þó réttara að tala um „ókyrrð” fremur en „gerjun”, því að strangt til tekið eru stjórnmál óáfeng, jafnvel þótt aulagangur- inn í stjórnarmyndunarviðræð- unum bendi til annars. Miklar breytingar á flokka- kerfinu og miklar tilfærslur á „lausafylgi” flokka hljóta að telj- ast vera ákveðin vísbending um óþol eða ósk um breytingar, jafnvel þótt ekki sé með öllu ljóst hvers konar breytingum verið er að óska eftir, enda sýnist þar sitt hverjum enn sem komið er. En þótt menn greini á um eftir hvers konar breytingum verið sé að kalla dettur víst engum í hug að túlka kosningaúrslitin sem svo að þau séu ósk um áframhaldandi samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem sé haldið lifandi með blóðgjöf frá krötum. Engu að síður hefur þó ofurkapp verið lagt á að mynda einmitt slíka stjórn. ,Old-Boys-gengið’ Þetta ofurkapp er gersamlega óskiljanlegt, nema með hliðsjón af því að tveir flokksformenn eiga pólitíska framtíð sína undir því að þeim takist að komast í ríkis- stjórn - Jón Baldvin og Þorsteinn Pálsson. Jón Baldvin tók að sér að ná saman „Old-Boys-genginu” á nýjan leik gegn því að hann fengi að slást í hópinn - og sjálfur kvaðst hann stefna að því að verða fyrirliði. Hann hefur verið nefndur „verkstjóri” í þessum stjórnar- myndunarviðræðum og hefur gefið sjálfum sér ágætiseinkunn fyrir, jafnvel þótt árangurinn hafi látið á sér standa. Viðræðurnar hafa snúist um heima og geima en ekki þó spurn- inguna „Hver á ísland?”, en það var nafnið á spurningaþætti sem tvístirnið Jón & Ámundi ferðuð- ust með um allt land fyrir nokkru. Nú hefur manni ekki gefist færi á að sjá hvernig Jóni B. ferst verk- stjórnin úr hendi á þeim fundum sem haldnir eru þegar hann hefur getað lokkað Steingrím heim frá laxveiðum og Þorstein út af þing- flokksfundum hjá Sjálfstæðis- flokknum. En þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins virðist gera sér það að góðu að eyða sumrinu í að semja hverja stuðningsyfirlýsing- una á fætur annarri handa for- manninum. Verkstjórn Jóns Baldvins utan funda hefur maður þó séð á hinum kostulegu blaða- mannafundum sem verkstjórinn hefur haldið flesta daga, jafnvel þótt öðru hvoru hafi það komið fyrir að verkamennirnir Þor- steinn og Steingrímur hafi stolið senunni frá verkstjóranum - hon- um til mikillar armæðu. Sjónvarpsmyndir af stjórnar- myndunarverkstjóranum eru fróðleg heimild um persónuleika- breytingu sem virðist hafa átt sér stað. Formaður Alþýðuflokksins er orðinn mun valdsmannslegri í fasi en áður var, og hefur tekið upp mjög ákveðinn talsmáta við fréttamenn; kemur með ákveðn- ar yfirlýsingar en harðneitar yfir- leitt að svara spurningum - nema þegar Steingrímur og Þorsteinn hafa verið að erta hann. Það er náttúrlega bara per- sónuleg skoðun, en ólíkt fannst manni Jón Baldvin vera geðugri persóna í sjónvarpinu áður en hann var dubbaður upp í verk- stjóra. Túkall á kílóið - ný skattheimta Framan af viðræðunum virtist fara mestur tími í að hugsa upp leiðir fyrir einhvers konar fjár- plógsstarfsemi ríkissjóðs alveg á næstunni, rétt eins og hér sé að taka við einhver neyðarstjórn að undangengnum stórfelldum nátt- úruhamförum eða hallæri. Þetta er dálítið undarlegt í ljósi þess að hér hefur undanfarin misseri staðið mesta góðæri sem gengið hefur yfir hið unga lýðveldi okkar - og land og þjóð hefur ekki orðið að þola önnur skakkaföll en þau sem fylgja því að hafa vonda rík- isstjórn. Þessi yfirborðslega fjárplógs- starfsemii heitir á máli verkstjór- ans „fyrstu aðgerðir í efna- hagsmálum” og að vera tilraun til fjáröflunar án þess að reita fólk til reiði. Það á að fella niður undanþágur frá söluskatti, það er talað um kredítkortaskatt, þá er talað um að skattleggja bíla eftir vigt, svo sem túkall á kflóið og það er talað um fleira smátt og gott sem „fyrstu aðgerðir í efna- hagsmálum” þar til stjórnin hefur fest sig í sessi og þorir að láta höggið ríða með því til dæmis að leggja á virðisaukaskatt til að hækka matvöru um 20%, hafandi áður vanið landsmenn af kjúkl- ingum og svínaketi með kjarnfóðurskattinum. Verkstjóranum virtist ganga bærilega að ná góðri samstöðu um þessar almennu reddingar og allt virtist leika í lyndi, þar til ein- verjum datt í hug að það væri ekki nógu sniðugt að bjóða þjóð- inni ekki upp á aðrar nýjungar en „krítarkortaskatt” þegar hin „nýja” stjórn stigi fram í dagsljós- ið. Þá kviknaði hugmyndin um andlitslyftinguna sem er fólgin í því að breyta um nöfn á nokkrum ráðuneytum. Þetta átti að þjóna tvíþættum tilgangi: I fyrsta lagi átti þetta að draga athyglina frá krítarkortaskattin- um og öðru góðgæti sem fylgja munu hinum fyrstu aðgerðum. í öðru lagi átti þetta að vera táknrænt og þýða að stjórnin væri þrátt fyrir allt nýstárleg, jafnvel þótt engin breyting hefði orðið önnur en sú að Jón Baldvin og menn hans (eins og Alþýðublað- ið kallar nú Alþýðuflokkinn) hefðu bæst f hópinn. Eða eins og His Master’s Voice segir í leiðara Alþýðublaðsins: „Vonandi eru þessar hugmyndr ekki úr sög- unni, því óneitanlega myndu þær hrista upp í kerfinu og gefa nýrri ríkisstjórn ferskari og meira að- laðandi svip.” Þessar hugmyndir virðast nú þrátt fyrir allt vera úr sögunni eftir mikið japl og jaml og fuður, þannig að ríkisstjórnin verður hvorki fersk né aðlaðandi. Frúin í Hamborg Þrátt fyrir hinn frábæra verk- stjóra hefur þessi tilraun til stjórnarmyndunar hangið á blá- þræði undanfarnadaga. For- mennirnir hittast daglega og koma svo út og fara í „Frúna í Hamborg” við fjölmiðla, en sá Framhald á bls. 6 Laugardagur 27. júni 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.