Þjóðviljinn - 27.06.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.06.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Kvikmyndagerð er ekki arðbær atvinnugrein á Islandi eins og hluthafar í Óðni hafa fengið að kynnast. Hér skrifar Þorsteinn Jónsson ávísun að upphæð 20 þúsund krónur til greiðslu fyrir tvær kvikmyndir. Mynd Sig. Kvikmyndafélagið Óðinn Atúmstöðin á nokkurþúsund Kvikmyndirnar Atómstöðin og Punkturinn slegnar á 20þúsund kall hjáfógeta. Þorsteinn Jónsson keypti eigin verk orsteinn Jónsson leikstjóri og hluthafí í Kvikmyndafélaginu Óðni hf. keypti tvær mynda sinna, Atómstöðina og Punktur, punktur, komma, strik, fyrir 20 þúsund krónur hjá borgarfógeta i gærmorgun. Óðinn varð gjald- þrota í fyrra og var þarna um að ræða einu eignir fyrirtækisins. Verkin tvö voru boðin upp hjá fógeta í gær með öllum þeim rétt- indum sem tilheyra fram- leiðanda, ásamt 10 sýningarein- tökum. Við uppboðið voru að- eins mættir fulltrúar Óðins, Þor- steinn, Örnólfur Árnason, Jón Ragnarsson og Ragnar Aðal- steinsson lögmaður þeirra, og var boð Þorsteins því það eina í myndirnar. Aðalhluthafar í Óðni voru 4, þremenningarnir sem að ofan er getið og Þórhallur Sigurðsson. Kröfur í þrotabúið nema hátt á annan tug milljóna og eru veð fyrir þeim fyrst og fremst í hús- eignum hluthafanna og í kvik- myndahúsinu Regnboganum. Þessi fjárhagsáföll þeirra Óð- insmanna hafa ekki alveg dregið kjarkinn úr þeim, því að sögn Þorsteins hafa þeir ýmislegt í bí- gerð á sviði kvikmyndagerðar, þótt ekki sé það enn komið á framkvæmdastig. -€g Hálendið Snjóalög hamla umferð Flestir hálendisvegir enn lokaðir vegna snjóalaga. Rætist vart úr fyrr en nœstu mánaðamót Flestir vegir á hálendinu eru enn lokaðir. Snjóaiög eru víða mikil og er ekki búist við að há- lendið verði almennt opnað fyrir umferð fyrr en uppúr næstu mán- aðamótum. Enn er ekki akfært um marga helstu hálendisvegi landsins. Leiðirnar yfir Kjöl, Sprengisand, Fjallabaksleið nyrðri og syðri og Kaldadalsleið, eru enn ófærar fyrir akandi. Nokkrir hálendisslóðar eru þó þegar orðnir færir. Þannig er fært um Uxahryggi, í Kerlingarfjöll að sunnanverðu, Herðubreiðarlind- ir og Kverkfjöll. Samkvæmt upplýsingum vega- eftirlits Vegagerðar ríkisins, er þess vart að vænta að hálendis- vegirnir verði orðnir akfærir, fyrr en um og uppúr næstu mánaða- mótum. Snjóalög eru víða enn óvenjumikil og hamla þau veg- ferð manna um hálendið. -R Wella flex hárnæring 200 gr. kr. 115,- Egils grape 11/2 Itr. kr. 74 Plastprentnestispokarnr. 1 kr. 29,- Flexsjampó200ml. kr.82 Plastprentnestispokar nr. 3 kr. 4t,- Alilifrarkæfapr. kg. kr. 339 Hits hreingerningarlögur 11tr. kr. 62,- Wella flex hárlakk 200 gr. kr. 124,- Homeblestkex200gr. kr. 39 Plastprentnestispokar nr.2 kr. 36,- Flex hárnæring 200ml. kr. 93 Plastprentheimilispokarnr. 15. kr. 55,- Ali skinkapr. kg. kr. 939 Kauptu inn hjá KRON, það er hagstætt. K3CN /I Æ v/Norðurfell v/Stakkahlíð Stórmarkaður, v/Tunguveg v/Dunhaga Skemmuvegi v/Langholtsveg v/Furugrund, Kóp. Kaupstaður í Mjódd. Vatnsmelónim pr.kg. kr. 39,- Spartekex170gr. kr.25,- Egilssafi 1. Itr. kr.79,- Egilssafr2 Itr. kr.-139,- Hits uppþvottalögur 11tr. kr. 62,- FYRIR FRAMTÍÐINA AFMÆLIS TILBOÐ3 Hér er enn eitt afmælistilboö KRON í tilefni 50 ára starfsemi félagsins. Afmælistilboð 3, - hagstætt tilboð á ýmsum vörum. Hreinn og klár sparnaður fyrir heimilin, það hafa margir reynt. MSkakómjólk kr. 18,- Buglessnakk kr.79,- Stabburretmarmelaöi 400gr. kr. 85,- cSrieliadðmubindi venjuleg kr. 45,- Hunangsmelónurpr. kg. kr. 76,-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.