Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 1
Landsvirkjun
Frestið framkvæmdum
Eyjar
Lundinn
tregur
Jón Baldvin Hannibalsson: Ekki œtlunin að fyrirtœkin velti
lántökugjöldunum yfir á aðra. Blönduvirkjun getur beðið
Eg hlusta náttúrlega á það sem
þeir hafa fram að færa. Ég hef
ekki hlustað á þeirra rök, sagði
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra, er hann var inntur
eftir því hvort Landsvirkjun
kynni að verða undanþegin lánt-
ökugjöldum ríkisstjórnarinnar á
erlend lán.
Forstjóri Landsvirkjunar áaetl-
ar að raforkuverð þurfí að hækka
um 2,4%, til viðbótar við 9,5%
hækkun um næstu mánaðamót,
greiði stofnunin lántökugjöld af
erlendum lánum sem hvfla á
Landsvirkjun.
-Tilgangurinn með þessum
lántökugjöldum á erlend lán er
að draga úr erlendum lántökum
og það hvarflaði ekki að neinum
að það kæmi ekki einhversstaðar
niður. Það er svo hverrar stofn-
unar og fyrirtækis að meta það
hvemig það vill haga sínum
rekstri án þess að velta auknum
kostnaði sjálfkrafa yfir á aðra,
sagði Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra.
Til að koma Blönduvirkjun í
gagnið þarf Landsvirkjun að fara
út í fjármögnun uppá 4000
milljónir króna. Leggist lántöku-
gjaldið ofan á erlend lán sem
stofnunin þarf að taka vegna
þessa verkefnis, þýðir það 120
milljón króna útgjöld aukalega.
-Hvar er markaðurinn fyrir
raforkuna? Það er enginn stór-
notandi til þess að koma rafork-
unni í gagnið. Ég sé ekki annað
en það sé hægt að fresta fram-
kvæmdum, - nógu oft er búið að
fresta þeim, sagði Jón Baldvin
Hannibalsson. -rk
Lundaveiðin hefur verið heldur
dræm það sem af er vertíðinni,
en veiðin glæðist oft þegar líða
tekur á, sagði Haraidur G.
Hlöðversson lundaveiðimaður í
Eyjum í gær.
Lundaveiðimenn vígðu í fyrra-
dag nýtt veiðihús í Bjarnarey og
voru hátt í 300 manns í eynni. Þar
voru meðal annars haldnir úti-
tónleikar og er það í fyrsta sinn
sem hljómsveit tekur lagið í
Bjarnarey.
Útvarp Arnarhóll
Tíu farmar
w
Isameiginlegri dagskrá tónlist-
arstöðvanna þriggja, Rásar 2,
Bylgjunnar og Stjörnunnar, sem
send var út í gær frá Arnarhóli til
styrktar Landgræðslu íslands,
safnaðist fyrir tíu áburðarförm-
um f Pál Sveinsson, flugvél
Landgræðslunnar, samtals um
800 þúsund krónur. Samkvæmt
áætlun var farið í síðasta land-
græðsluflugið í síðustu viku.
Samhliða söfnuninni var í dag-
skránni vakin athygli á baráttu
Landgræðslunnar við uppblástur
og landeyðingu sem á sér stað í
landinu.
Þau fyrirtæki sem gáfu eitt
landgræðsluflug fengu lag sungið
af dagskrárgerðarfólkinu af
hverri stöð undir styrkri stjórn
forsöngvarans og stjómandans
Valgeirs Guðjónssonar.
Ef vel viðrar heldur
landgræðsluvélin í fyrsta flugið af
tíu í dag, og er ætlunin að fljúga
yfír Reykjavík um hádegisbilið í
þakklætisskyni við útvarpsmenn,
gefendur og stuðningsmenn.
-grh.
Það fyrlrtæki sem gaf eitt iandgræðsluflug með Páli Sveinssyni í söfnun stjómaði söngnum af Stuðmannasmekkvísi. Til vinstri við Valgeir er fólkið frá
tónlistarstöðvanna þriggja, Rásar 2, Bylgjunnar og Stjörnunnar, fékk eitt lag Bylgjunni, Rás 2 og Stjörnunni. (Ijósm.: E.ÓI.).
sungið af fjórum dagskrárgerðarmönnum hverrar stöðvar. Valgeir Guðjónsson
Laugardalur
Skógurinn strandar á kúm
Skógrœkt bœnda í Laugardal komin í hnút. Bændur íhuga fjárkaup á ný
Hnífurinn virðist standa í kúnni
hjá bændum í Laugardal í
Árnessýslu, en þeir fóru fyrir
nokkrum árum fram á að afsala
sér sauðfjárkvóta og hefja skóg-
rækt á jörðum sínum ef landbún-
aðarráðuneytið greiddi þeim
laun sem samsvaraði sauðfjár-
kvótanum þar til skógræktin færi
að gefa af sér.
Búið er að gera samninga milli
bænda og ráðuneytisins, en á ein-
um bæ í Laugardal fór bóndi fram
á aukinn fullvirðisrétt í mjólk
meðfram skógræktinni. Nefnd
sem starfar á vegum Búnaðar-
sambands Suðurlands og hefur á-
kvörðunarvald í þessu máli hefur
enn ekki svarað kröfu bóndans
þrátt fyrir að hún hafí fengið bréf
frá Skógrækt ríkisins þar sem far-
ið er fram á afgreiðslu málsins og
að þessi ósk bóndans verði ekki
látin stöðva málið.
Ámi Guðmundsson á Böð-
móðsstöðum skar allt sitt fé sl.
haust í trausti þess að hafin yrði
skógrækt í sumar en segir bændur
nú vera orðna svartsýna á að
þetta mál komist í höfn og allt
eins megi vænta þess að einhverj-
ir bændur fari að panta fé, en á
mörgum bæjum í Laugardal hef-
ur allt fé verið skorið vegna riðu-
veiki.
Baldur Þorsteinsson deildar-
stjóri hjá Skógrækt ríkisins sagði
að skógræktarmönnum þætti
ákaflega súrt í broti ef þetta hæf-
ist ekki því í Laugardalnum væri
ákaflega gott landsvæði fyrir
skógrækt og þar sem hér væri um
að ræða nýtt viðhorf í búskapar-
háttum væri mikill skaði ef ekki
yrði af framkvæmdum.
Guðmundur Stefánsson bóndi
í Hraungerði á sæti í þriggja
manna nefnd Búnaðarsambands
Suðurlands sem sér um út-
reikninga fullvirðisréttar. Taldi
hann málið stranda á því að um-
ræddur bóndi væri að fara fram á
aukinn fullvirðisrétt í mjólk til
frambúðar en erfitt væri að koma
því við þar sem fullvirðisréttur
væri aðeins reiknaður út fyrir eitt
verðlagsár í senn og ekki væri far-
ið að reikna hann út fyrir næsta
verðlagsár. _jng
Húsnœðishópurinn
Hvað líður
leiðréttingu?
Sigtúnshópurinn spyr
Alþýðuflokkinn
Hvenær niega þeir sem lentu í
greiðsluvanda í mestu hús-
næðisþrengingunum fara að
skuldbreyta lánum sínum hjá
Húsnæðisstofnun? Hvað líður
þeim leiðréttingum aftur í tímann
sem Alþýðuflokksmenn töldu
nauðsynlegar fyrir kosningar?
í opnu bréfi til fjármálaráð-
herra og félagsmálaráðherra
spyrja Áhugamenn um úrbætur í
húsnæðismálum þessara spurn-
inga, minna á fyrri yfírlýsingar
þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur
og Jóns Baldvins Hannibalssonar
um þessi mál, og benda á þings-
ályktunartillögu Alþýðuflok-
ksins þar sem gert var ráð fyrir að
endurgreiðslur misgengishópsins
næmu 50% af hækkun skulda
umfram almennt verðlag til árs-
loka ‘85. _m
Sjá síðu 6
Vestfirðir
Vatn fyrir fiskinn
Vestfjarðabœndurviljareynafiskeldi. 26 stiga heitt vatn á Barðaströnd
Bændur eiga varla lengur kost á
því að fást við hefðbundinn
búskap og þess vegna erum við nú
að fást við þetta, sagði Kristín
Haraldsdóttir húsfreyja að Haga í
Barðastrandarhreppi, en þar var
nýlega borað fyrir hcitu vatni og
ætlar fjölskyldan að freista þess
að fást við fískeldi sem hliðarbú-
grein.
Bændur á Vestfjörðum hafa í
auknum mæli látið ieita að heitu
vatni á jörðum sínum, með áætl-
anir um fiskeldi í huga, en í vor
var t.d. borað fyrir heitu vatni að
Seltjöm í Barðastrandarsýslu og
er þar nú fiskeldisstöð.
Kristín sagði að tvær holur
hefðu verið boraðar að Haga. í
fyrri holunni var vatnsmagnið of
lítið en í þeirri síðari er nóg vatn
að sögn Kristínar, um 40 sek-
úndulítrar. Holan er 426 metra
djúp og vatnið 26 stiga heitt.
-K.ÓI.