Þjóðviljinn - 30.07.1987, Side 8

Þjóðviljinn - 30.07.1987, Side 8
menntum, sem frá þeim segja. Þá væri kominn tími til að sporna við, og gætu kennarar t.d. látið málið til sín taka. Slíkt ætti að reynast auðvelt, því að það hlýtur að teljast eftirsóknar- og virðingarverður titill að vera „sterkasti maður allra tíma“. Sá sem hefur öðlast slíka nafnbót hlyti að geta bakað alla kappa fornsagnanna, ef hann ætti þess kost að etja kappi við þá, og dettur manni aðeins einn kraftajötunn í hug í gervallri mannkynssögunni, sem kynni að nálgast það að vera jafnoki Jóns Páls, en það er Herkúles hinn gríski. En erfitt væri að fá úr því skorið hvor er meiri kraftavera, þar sem Herkúles hefur verið tekinn í guðatölu og drekkur nú nektar á Ólympstindi, þannig að þessar tvær hetjur gætu að svo stöddu tæplega keppt í sama riðli. En eitt er það þó, sem Herkú- les hefur fram yfir Jón Pál enn sem komið er: hann leysti af höndum sínar víðfrægu þrautir, sem voru víst dálítið meiri erfiðis- vinna en að dansa með stórgrýti. Til þess að staðfesta titil sinn og AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓE)S sanna að hann sé alls enginn eftir- bátur Herkúlesar þyrfti Jón Páll sem sé að vinna einhverjar þrautir. Meðal þess sem gríski kappinn vann sér til frægðar var að moka út úr fjósum Agíasar, sem ekki höfðu verið hreinsuð um langt skeið. Hér á landi er fátt um ljón og aðra óvætti af því tagi, sem Herkúles barðist við, en það er nóg af stjórnmálafjósum, fjármálafjósum og alls kyns fjós- um sem þyrfti að moka úr. Er því ekki annað að gera en að láta Jón Pál spreyta sig við sams konar mokstur og fyrirrennari hans í Grikklandi. Ef vel tækist, væri áframhaldandi áhugaleysi fjöl- miðla með öllu óafsakanlegt, af- reksverkið myndi kveikja nýjan áhuga á fornum og nýjum köpp- um og kappabókmenntum og jafnvel endurreisa forngrísk fræði hér á landi, þannig að menn færu að geta vitnað í kappakvæði Hómers á frummælinu fyrir óbein áhrif frá hinum íslenska arftaka Herkúlesar. Slíkt væri nú ekki ónýtt á þessum andlausu tímum. e.m.j. um heljar- menni Einhvern veginn finnst mér að fjölmiðlar hafi ekki gert eins mikið og skyldi úr því einstaka afreki heljarmennisins Jóns Páls að vinna titilinn „sterkasti maður allra tíma“. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund hvílíkt uppi- stand hefði verið gert út af svo glæsilegum sigri Mörlanda úti í hinum stóra heimi á fyrri hluta þessarar aldar. Það er óþarfi að spara stóru orðin: allt hefði orð'ið vitlaust og dagblöðin naumast fjallað um annað en afreksmann- inn langtímum saman, enda dálkarými ekki mikið á þeim tíma. Þegar veldi evrópskra stór- velda stóð sem hæst á þessum sama tíma, höfðu Evrópumenn lítinn áhuga á því hvaða tilfinn- ingar hrærðust með fornum þjóð- um, sem átt höfðu sína gullöld í fyrndinni en urðu nú að lúta tæknivæddum Vesturlandabú- um, sem virtist allt kleift og eng- inn gat reist rönd við. En þær til- finningar voru sterkar og gjarnan á eina lund: svo virðist nefnilega sem sú trú hafi verið útbreidd meðal ýmissa nýlenduþjóða eða hálfgildings nýlenduþjóða, að þeim hefði farið aftur í líkamlegu atgervi síðan á gullöld þeirra og væri það skýringin á því hvers vegna þær hefðu orðið að láta svo geipilega í minni pokann fyrir Evrópumönnum. Leituðust margir menn af þessum þjóðum við að stappa stálinu í landa sína og endurvekja forna hreysti í þeirri trú að ef það tækist yrðu þjóðirnir jafnokar Vesturálfubúá á ný. Þannig ætlaði kínverski rit- höfundurinn Lu Xun, sem hafði miklar áhyggjur af því sleni sem þá ríkti í Kína, fyrst að gerast læknir til að endurreisa það lík- amsatgervi, sem hann hélt að Kínverjar hefðu áður haft, og á- kvað ekki að gerast rithöfundur fyrr en það rann upp fyrir honum að slíkt verk kynni að verða hon- um ofviða. Á sama tíma lásu ís- lendingar fornsögurnar eins og þær væru gamlar íþróttafréttir, þeir trúðu því að fornmenn hefðu verið hin mestu ofurmenni og létu sig dreyma um að verða jafn- okar þeirra með því að gera aftur þau miklu afreksverk sem þar var lýst. Þar sem fá tækifæri gáfust til þess í friðsælu bændaþjóðfélagi að taka sig upp og bera banaorð af ellefu, urðu þeir að láta sér nægja hetjudáðir eins og þá að synda úr Drangey í land, þótt ekki væri hægt að koma því við að ríða endahnútinn á þá þraut eins og Grettir drýgði hana sjálfur. Vestur-íslenskur rithöfundur, sem vildi sanna ágæti landa sinna og bera til baka að þeir væru ein- hverjir eskimóar, skrifaði sögur um „íslensk heljarmenni“ og af- rek þeirra. Naumast þarf að tíunda það, hvílíkur rosa hvalreki það hefði orðið fyrir íslendinga á þessum tímum, ef einhver Iandi þeirra hefði unnið titilinn „sterkasti maður allra tíma“. Ekki hefði þurft frekari sannanir fyrir því að Islendingar voru engir úrkynjaðir vesalingar og eftirbátar fornra kappa, heldur hafði arfurinn frá Gretti og Agli skilað sér til fulls: íslendingar voru menn með mönnum ekki síður en á gullöld- inni. Kannski var það eins heppi- legt að ekkert slíkt skyldi gerast, því að Keilubúðarhúðlendingar hefðu verið vísir til að segja Dönum stríð á hendur, gera innrás í Grænland eða eitthvað þaðan af verra. Kannski sýnir fálætið núna að menn hér á landi eru hættir að hafá áhyggjur af því að líkamsat- gervi þjóðarinnar hafi hnignað síðan í fornöld og telji því ekki lengur nauðsynlegt að landinn sanni yfirburði sína á þessu sviði. Mætti líta á það sem merki um að íslendingar væru nú loksins búnir að rétta úr kútnum og losa sig við þá minnimáttarkennd, sem skap- aðist af danskri kúgun og einok- un, og hlýtur slíkt að teljast já- kvætt. En fleira hangir á spýt- unni: það væri öllu verra ef það kæmi í Ijós, að áhugaleysi manna á afrekum Jóns Páls væri aðeins þáttur í almennu áhugaleysi á I hetjudáðum kappa að fornu og nýju, hvort sem það eru Grettir Asmundarson eða Snorri á Húsa- felli, og á þeim gullaldarbók- Hugvekja FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984-1. fl.A 01.08.87-31.01.88 kr. 243,86 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu; , . Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt fraríimi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1987 SEÐLABANKIÍSLANDS Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla: Við fiskeldisbraut Kirkjubæjarskóla Kirkjubæjarklaustri er laus staða kennara í efnafræði/líffræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 10. ágúst nk. Við Menntaskólann á Egilsstöðum er laus staða húsvarðar frá 1. sept. nk. Húsnæði á heimavist fylgir stöðunni og er ætlast til að húsvörður sinni vörslu á heimavist að hluta til. Við sama skóla er ennfremur laus V2 staða bókavarðar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 15. ágúst nk. Menntamálaráðuneytið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.