Þjóðviljinn - 07.10.1987, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 07.10.1987, Qupperneq 8
MENNING Tónlist Áhugi á Gísia endurspeglar tvöfalt siðgæði Rúnar Þór gefur út plötu sem hann tileinkar Gísla á Uppsölum „Með forvitni og upphefð veð eltumst um hans orð með frystikistu og ákefð frömdum við þetta morð“ segir í texta á plötunni „Gísli“, sem Rúnar Þór Pétursson sendi frá sér nýverið. Gísli er önnur sólóplata Rúnars, hin hét Auga í vegg og kom út árið 1985. - Gísli? Afhverju heitir platan það? Platan heitir eftir Gísla á Upp- sölum. Það var farið illa með Gísla, þjóðin velti sér uppúr hon- um og lífi hans, fyrir tilstilli fjöl- miðla. Ef endilega þurfti að sýna sjónvarpsþáttinn með honum, finnst mér að það hefði átt að gerast eftir að hann var dáinn. Gísli fékk engan frið eftir að Ómar tók þetta fræga viðtal við hann. Fólk út um allt land var að senda honum alls konar dót, sem það taldi nauðsynlegt, en var alls óþarft fyrir Gísla. Hvernig held- urðu að það sé að geta ekki sofn- að fyrir suði í frystikistunni og öðrum rafmagnstækjum, eftir að hafa búið einn, við einföldustu lífsskilyrði, langt í afdal? Fólk taldi sig vera að gera þetta í góð- gerðaskyni, en ég hald að það hafi truflað líf hans um of. Það var of seint að gera Gísla að nú- tímamanni. Skrítið, því fólk nán- ast dýrkaði hann einsog hann var. Samt var ekki linnt látunum við að reyna að breyta lífi hans. Margir halda að þessi texti sé árás á fréttamenn. En textinn er um Gísla og mitt álit á málunum. Textinn er gagnrýni á fréttamenn og fjölmiðla en ekki árás. Nú er búið að gera vídeóspólu með kallinum og ég er á móti því. Svona kallar eiga að fá að vera í friði. Þráinn Karlsson í hlutverki sínu ( Varnarræðu mannkynslausnara. Rúnar Þór Pétursson. Mynd: Sig. Eitt lag getur verið á við einbýlishús - Af hverju semurðu lög og hvernig verða lögin og textarnir til? Þetta er bara sterk Iöngun til að koma einhverju frá sér. Ætli það sé ekki svipað og þegar mann langar til að fára að byggja. Þá byrjar maður á því að kaupa timbur. Seinna hrærir maður steypuna. Þannig getur eitt lag verið á við einbýlishús. Eða heila blokk. Ég hef ekki gert annað en spila í rúmt ár. Það er raunveru- lega eina vitið, þó viss þreyta geri vart við sig á köflum. En það heldurméríþjálfun oggefurhug- myndir í sambandi við lög, texta og útsetningar. En ég spila lög, bæði eftir sjálfan mig og aðra, og er í hljómsveitinni Xsplendid, og j „Bandinu hennar Helgu“, sem er j tríó. Við spilum þrjú kvöld í viku á Hrafninum, og hljómsveitin spilar tvisvar í mánuði í Holly- wood. Við höfum líka spilað mikið úti á landi. Þannig það er nóg að gera. En sjálfur vinn ég best eftir miðnætti. Nóttin er minn tími. Ég þarf ekkert að bíða eftir andanum. Lögin mín eru um lífið og tilveruna, einsog það kemur mér fyrir sjónir í það skiptið. Ég hef það oft á tilfinn- ingunni að ég hefði átt að verða prestur eða lögfræðingur. Það er misjafnt hvernig lögin verða til. Stundum sem ég tíu texta við eitt lag, og þá kemur í ljós að þeir passa við eitthvert annað lag. Og öfugt. Stundum smellur allt sam- an. Það gerðist þegar ég samdi „Reykjavík" sem er á nýjustu plötunni. Lögin eru á ýmsum aldri á „Gísla“, frá 2-3 mánaða og uppí 5-7 ára. Textarnir eru á svip- uðum aldri. - Hvernig vildi útgáfa plöt- unnar til? Við í Xsplendid gáfum út plötu fyrir 6 mánuðum og þá samdi ég við TONY, útgáfufyrirtækið, um gerð annarrar plötu, þá var ekki víst hvort það yrði sólóplata. En ég er nokkuð ánægður með út- komuna. Það er líka fullt af góðu fólki með mér, bæði hljóðfæra- leikarar og söngvarar. Eftir á, finnst manni alltaf að hægt hefði verið að gera betur, en ég held að hún komi vel út, lagalega séð.“ -ekj. Leiklist „Er það einleikið" í ieikferð Þráinn Karlsson sýnir á Norðurlandi Sýningin „Erþaö einleikið", sem eru tveir einþáttungar eftir Böðvar Guðmundsson, og Þráinn Karlsson einleikur, voru frumsýndir í Gerðubergi fyrir tæpu ári í tilefni 30 ára leikafmælis Þráins. En hann fékk Böðvar til að skrifa ein- þáttungana, „Varnarræða mannkynslausnara" og „Gamli maðurinn og kven- mannsleysið" sérstaklega fyrirsig. Þávoru nokkrarsýn- ingar í haust í boði Leikfélags Akureyrar, en nú ber það til tíðinda að Þráinn er að fara í leikferð um Norðurland með verkið. Á föstudag verður sýn- ing á Hvammstanga og á laugardag á Skagaströnd. Síðan hugsar Þráinn sérað gera víðreist um landshlut- ann. Þráinn Karlsson er fæddur á Akureyri, nam fyrst járnsmíði, en hóf leikferil sinn hjá Leikfé- lagi Akureyrar 1956. I mörg ár hefur hann látið til sín taka á leiklistarsviðinu, hann var með Alþýðuleikhúsinu frá byrjun, starfaði í Þjóðleikhúsinu, áhuga- leikfélögum á Norðurlandi, lék í fjölmörgum sjónvarpsleikritum og bíómyndum, t.d. Utlaganum, Hrafninn flýgur og Stella í orlofi. En hugur Þráins hefur stefnt í aðrar áttir, hann var útgerðar- maður, gerði út á handfæri og vetrarvertíðir frá Keflavík, var á togara, varð sér úti um vélstjóra- réttindi, vann sem smiður, og fæst við leiklistarkennslu og leik- stjórn. „Til að gera sér og áhorfendum dagamun eftir 30 ára leikferil á- kvað Þráinn að leggja út í enn magnaðri listrænan lífsháska, en nokkru sinni fyrr með því að leika einleik á vegum eigin leikhúss," segir í leikskrá sýningarinnar. En Þráinn og Böðvar hafa átt sam- vinnu í mörg ár, allar götur síðan „Krummagull" og „Skolla- leikur“, voru frumsýnd. Þórhild- ur Þorleifsdóttir er leikstjóri sýn- ingarinnar, en Jón Þórisson hefur gert leikmynd. Og þá hlýtur að vera komið að Norðlendingum að fylgjast með leikferð Þráins í vetur. Én hann mun sýna þar sem því verður við komið. -ekj. Tónlist Tónleikar endurteknir Vegna fjölda tilmæla verða tónleikar Kristins Sigmunds- sonar og Jónasar Ingimund- arsonar, sem voru í síðustu viku í Norræna húsinu, endur- teknir á sama stað nú á mið- vikudagskvöldið7. októberog hefjastþeirkl. 20.30. A efnisskránni eru fjórir laga- flokkar og skal fyrstan nefna „Ástir skáldsins" - Dichterliebe eftir Robert Schumann við ljóð H. Heine. íslenski hluti tónleik- anna er helgaður Jóni Þórar- inssyni en eftir hann flytja þeir félagar lögin þrjú „Songs of Love and Death“. Þá koma Söngvar i Don Kikota eftir M. Ravel en tónleikunum lýkur á flokki laga eftir Bandaríkjamanninn Irving Fine, er hann nefnir „Childhood Fables for Grownups". Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson. Þess má geta að húsfyllir var á tónleikunum á þriðjudagskvöld- ið og undirtektir frábærar. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 7. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.