Þjóðviljinn - 07.10.1987, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 07.10.1987, Qupperneq 11
ERLENDAR FRÉTTIR Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings Bork kolfelldur Níu af fjórtán fulltrúum ídómsmálanefndinni ákváðu ígœr að mœla meðþvíað öldungadeildin greiddi atkvœði gegn því að hinn íhaldssami Róbert Bork yrði skipaður hœstaréttardómari Það er kunnara en frá þurfi að segja að Hæstiréttur Banda- ríkjanna hefur gífurleg vðld. Úr- skurðir meirihluta dómara setja fordæmi í mikilvægum siðferði- legum og pólitískum hitamálum. Dómararnir skiptast nú í þrjár blokkir, frjálslynda, íhaldssama og miðjumenn. Áður en Lewis Powell ákvað að setjast í helgan stein fyrir skemmstu höfðu frjáls- lyndir og miðjumenn einn um- fram íhaldsmenn. Því er Reagan forseta mikið í mun að koma skoðanabróður sínum að en við það koma niðurstöður réttarins til með að gerbreytast og þar með réttur alþýðu manna vestra í fjöl- mörgum málum. Reagan útnefndi Róbert nokk- um Bork sem arftaka Powells. Bork er mjög umdeildur maður og vakti ákvörðun forsetans litla lukku meðal frjálslyndra manna. En áður en hæstaréttardómari er skipaður í embætti þarf hann að fá grænt ljós frá meirihluta þing- manna beggja deilda. Og áður en þeir greiða atkvæði þurfa dómsmálanefndir deildanna að yfirheyra kandídatinn og ákveða hvort hann sé þess verður að með honum sé mælt. Meirihluti dómsmálanefndar öldungadeildarinnar komst að þeirri niðurstöðu í gær að Bork sé ekki hæfur til að gegna þessu mikilvæga embætti. 9 voru á móti honum en 5 með. Andstæðingar Borks finna honum margt til foráttu þótt eng- inn frýi honum vits. Hann er nú dómari í áfrýjunarrétti og þykir mörgum sem gjarna halli á konur og minnihlutahópa í úrskurðum hans. Ennfremur óar marga við því viðhorfi hans að einkalíf manna sé ekki friðhelgt í strang- lögfræðilegri merkingu þar eð ekki er minnst á það einu orði í stjórnarskránni. Hann segir bók- stafinn blífa en gefur lítið fyrir óljós hugtök á borð við „anda Iaganna" og „breyttan tíðar- anda.“ Áður en fulltrúar í dómsmálanefndinni gengu til at- kvæða í gær lýsti Reagan því yfir að einu mætti gilda hvemig þau féllu, hann myndi áfram berjast fyrir skipun Borks. Þegar úrslit voru gerð heyrinkunn í gær ítrek- aði hann orð sín og sagði flokksb- ræðrum sínum að nú yrðu þeir að herða baráttuna. En það er við ramman reip að draga því talið er að 53 af 100 öldungadeildarþing- mönnum séu á móti útnefningu Borks, þar á meðal ýmsir repú- blikanar. Það er því sýnt að hann nær ekki kjöri og það er reiðars- lag fyrir forsetann og stefnu hans. Viðhorf andstæðinga Borks er best lýst með orðum demókrat- ans Edwards Kennedys. „Bork hefur rangt fyrir sér hvað viðvík- ur rétti minnihlutahópa, kvenr- éttindum, friðhelgi einkalífs og einstaklingsrétti og Reagan fors- eti fer villur vegar er hann reynir að koma honum í Hæstarétt. ks. Tíbet I viðbragðsstöðu Vopnaðir kínverskir lðgreglu- menn eru nú hvarvetna á varðbergi í Lhasa, höfuðborg Tí- Bretland „Fram og aftur og allir í röð“ r Igær hófst landsfundur breska Ihaldsflokksins í Blackpooi við mikla kátínu viðstaddra. 5 þúsund fulltrúar risu úr sætum allir sem einn og smelltu saman lófum er járnfrúin og forsætis- ráðherrann Margrét Thatcher gekk í þingsalinn. Hún treysti þó viðstöddum ekki bctur en svo að hún hafði varnarskjöld um sig. Formaðurinn Norman Tebbitt var léttur í lund og spaugsamur er hann las upp afrekaskrá ríkis- stjórnar Bretlands. Hann klykkti þvínæst út með því að segja: „Við erum eini flokkurinn sem er hæf- ur til þess að fara með völd.“ Að þeirri rullu upplesinni tók varnarmálaráðherrann Terence Younger til máls. Hann fór mörg- um orðum og fögrum um nýlegan bráðbirgðasamning risaveldanna um eyðingu allra meðaldrægra kjarnflauga. Lagði síðan þunga áherslu á að samningamakk Bandaríkjanna og Sovétríkjanna myndi engin áhrif hafa á breska varnarpólitík. Hann gat þess jafnframt að hafinn væri framleiðsla annars af fjölmörgum Trident kjarnorku- kafbátum er leysa eiga hina „úr- eltu“ Pólarisbáta af hólmi á næsta áratug. Einnig stæði til að koma sér upp fjórum nýjum freigátum. Þingfulltrúar lögðu svo blessun sína yfir stefnu flokksins í varn- armálum og atvinnumálum. Voru hjartanlega sammála Thatcher um það hvernig sveitarfélögum bæri að inn- heimta útsvör, hvernig skipulag ætti að vera á miðborgum og hvemig auka bæri gróðafæri smárra kaupsýslumanna. - ks bet, og kollegar þeirra gæta þess vandlega að „undirróðursmenn“ komist ekki inní fylkið. Virk- ismusterið Like Sera er umsetið og 300 munkar þess komast ekki spönn frá rassi. Like Sera er hið fornfræga aðsetur „stríðsmunk- anna.“ Allt þetta umstang siglir í kjöl- far átaka lögregiumanna og munka á fimmtudaginn var en þá létu að minnsta kosti 19 manns lífið. Kfnverskir ráðamenn hafa lagt blátt bann við því að útlendingar fari til Tíbet og segja það gert þeim sjálfum til verndar. Þeir fullyrtu í gær að tveir erlendir ríkisborgarar hefðu átt þátt í því hve illa fór á fimmtudaginn með því að hvetja Tíbetbúa til upp- reisnar. Tíbetskir þjóðernissinnar í Lhasa kveða þessar hertu lög- regluaðgerðar augljóslega stafa af því að stjórnin í Peking óttist að óeirðir brjótist út í dag, mið- vikudag, því nú eru liðin ná- kvæmlega 37 ár frá því kínverskir dátar hernámu Tíbet. Tíbet er tvisvar sinnum stærra en Frakkland en íbúar eru aðeins tvær miljónir. Kínverjar fullyrða að landið/héraðið hafi lotið þeim allar götur frá því á þrettándu öld. Þessu mótmælir Dalai Lama harðlega, andlegur og verald- legur „leiðtogi" Tíbetbúa sem nú býr útlægur á Indlandi. Alþýðuher Maós og félaga lagði Tíbet undir sig árið 1950, ári eftir að þeir hröktu Sjang Kai Sjek til Formósu. Sagan hermir að íbúar Lhasa hafi ekki tekið þeim fagnandi heldur spýtt í slóð þeirra og klappað saman höndum til marks um að þeir væru fremur óvelkomnir en hið gagnstæða. ks. Sœnskir kjarnkljúfar Burt á 15 ánirn Sænska stjórnin lýsti því yfir í gær að hún myndi taka fyrsta kjarnkljúf Svía úr notkun árið 1995. Þarlendis eru nú tólf kjarnkljúfar í gangi og framleiða þeir um helming allrar orku sem þar er brúkuð. Aætlað er að taka þá alla úr notkun. Ingvar Carlsson forsætisráð- herra sagði í þingræðu í gær að stjórn jafnaðarmanna hefði sett saman áætlun um hvenær slökkt yrði endanlega á kljúfunum og myndi það gerast á 15 ára tíma- bili. Sem fyrr segir verður sá fyrsti tekin úr notkun árið 1995. Sá næsti árið eftir. Þeir tíu sem þá væru eftir yrðu haugagóss árið 2010. Carlsson sagði að áætlunin um að hverfa frá notkun kjarnorku tengdist viðamiklum áformum stjórnar sinnar í umhverfismál- um. „Loftið sem við öndum að okkur er óhreint. Vötn eru meng- uð. Umhverfið er spjallað. Ósón- laginu er ógnað sem þýtt getur miklar veðurfarsbreytingar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum Litlar líkur eru nú á þvf að Róbert Bork verði dómari við Hæstarótt Bandaríkj- anna. fyrir náttúru og umhverfi okkar,“ sagði forsætisráðherrann. Svíar tóku ákvörðun um að leggja alla kjarnkljúfana tólf, sem eru í fjórum verum, fyrir róða í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1980. Carlsson sagði að nú væri það forgangsverkefni í Sví- þjóð að finna orkugjafa er kæmu í stað kjarnorkunnar. Hann gat ekki um það hvaða kjarnkljúfar yrðu fyrst teknir úr notkun en ekki er talið ólíklegt að danska stjórnin fari þess á leit við þá sænsku að kljúfarnir tveir í Barseback fokki verði fyrstir. Barseback kjarnverið er aðeins í 20 kílómetra fjarlægð frá Kaup- mannahöfn. Um 2,5 miljónir manna, Danir og Svíar, búa í grennd við verið og hefur marg- oft komið til mótmæla við það. Auk lokunar kjarnvera eru í áætlun sænsku stjórnarinnar hug- myndir um hvernig best megi stemma stigu við loftmengun og súru regni og hvað gera beri við eitraðan efnaúrgang. - ks. 51 BORGARNESHREPPUR Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra Borgarneshrepps er laust til umsóknar. Umsóknir, meö upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu hafa borist skrifstofu Borgarneshrepps fyrir 23. október nk. Upplýsing- ar um starfið veita EyjólfurT. Geirsson, oddviti og Gísli Karlsson, sveitarstjóri. Sveitarstjórn Borgarneshrepps HAFNARFJÖRÐUR Víðivellir Fóstrur eöa starfsfólk óskast á dagheimiliö Víði- velli. Upplýsingar gefur Þórelfur Jónsdóttir, for- stöðukona í síma 52004. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði Barnaheimili í Vogahverfi Dagheimiliö Sunnuborg, Sólheimum 19, óskar eftir uppeldismenntuðu fólki og aðstoðarfólki í störf á barnadeildum og í eldhús. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 36385. Miövikudagur 7. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.