Þjóðviljinn - 11.10.1987, Síða 21
Skák
Enn og aftur
K og K
í dag ferfram setningarathöfn
heimsmeistaraeinvígisins í skák í
spænsku borginni Sevillu. Þá
munu þeir félagar Anatólí Karpof
og Garrí Kasparof reka tungu-
brodda ofaní kampavínsglös og
draga um þaö hvor þeirra stýri
hvítu mönnunum í fyrstu skákinni
af 24.
Á mánudaginn setjast þeir síð-
an niður við skákborðið og hefja
fjórða einvígi sitt um titilinn á
þrem árum.
Þorri skákfræðinga telur að
Kasparof muni verjast þessari at-
lögu landa síns og forvera og
halda krúnunni. Þó má ekki van-
meta Karpof sem hefur gífurlega
reynslu af einvígjum og framúr-
skarandi keppnisskap. Styrkleiki
hans kom vel í ljós er hann hreint
og beint rúllaði landa sínum And-
rei Sókólof upp í áskoranda-
einvígi fyrr í ár. Þá var Sókólof
þriðji sterkasti skákmaður heims
samkvæmt ELO stigalistanum.
Þar við bætist að Karpof veit
sem er að nái hann ekki að endur-
heimta titilinn nú þarf hann að
bíða í þrjú ár eftir öðru tækifæri.
Þá verður hann tæplega fertugur
og aldurinn hefur mikið að segja í
þeirri erfiðisvinnu sem er keppni
um æðstu metorð skáklistarinn-
ar.
Alkunna er hve ólíkan stíl
þessir tveir skáksnillingar hafa.
Kasparof teflir djarft og er mjög
árásargjarn og því mikið eftirlæti
áhorfenda. Karpof fer hinsvegar
rólega í sakirnar, býr yfir ótrú-
legri tækni sem gerir honum
kleift að galdra fram vinning úr
stöðu er flestir myndu hafa talið
vera steindautt jafntefli. Varn-
arfimi hans er rómuð sem og
endataflstækni.
Karpof var krýndur konungur
skáklistarinnar um tíu ára skeið,
frá árinu 1975 er Bandaríkjamað-
urinn Róbert James Fischer
neitaði að verja titilinn og allt
þangað til hann laut í lægra haldi
fyrir hinum 22 ára gamla Kaspa-
rof í Moskvu árið 1985.
Fyrsta einvígi þeirra félaga
hófst á haustmánuðum árið 1984.
Eftir sleitulausa taflmennsku í
fimm mánuði án niðurstöðu batt
Campomanes enda á ósköpin og
úrskurðaði að nýtt heimsmeist-
araeinvígi færi fram haustið 1985.
Þá hreppti Kasparof krúnuna
og varð yngsti heimsmeistari í
sögu skákarinnar. Ári síðar varð-
ist hann atlögu Karpofs í keppni
sem fór fram í tveim borgum,
fyrri hlutinn í London og sá síðari
í Leníngrað.
-ks.
GRASKER
Þann 30. þessa mánaðar er
haldinn hátíðlegur sá dagur sem
íslendingar þekkja helst úr
bandarískum kvikmyndum, þ.e.
„Halloweerí'. Dagur allra anda.
„Halloween“ er haldinn hátíð-
legur í flestum kaþólskum
löndum og er eftir því sem ég best
veit arfleifð frá miðöldum er
galdratrúin stóð sem hæst. Þjóð-
sagan segir að illir andar, nornir
og fleiri álíka tortryggilegar verur
vakni til lífsins og séu á sveimi
umhverfis mannheima frá miðn-
ættis til miðnættis. Þetta er í
sjálfu sér alls ekkert ósvipað ný-
ársnótt hér hjá okkur, þegar álfa-
mir flytjast búferlum og karl eða
kerling sitja á krossgötum og
tefja greyin. Svo að við komum
aftur að allra anda degi, þá fylgja
þessum degi ákveðnir siðir. Einn
þeirra er sá að búa til alls kyns
góðgæti úr graskerjum og annar
er að drekka glögg.
Graskerjabaka
1 tartalettubotn
700 gr. grasker
85 gr. strásykur
Vá tsk. allrahandakrydd
1/2 tsk. engifer
3 egg
1,5 dl rjómi
V2 tsk. múskat
Skerið hýðið af graskerinu,
saxið það í teninga. Látið það
sjóða við vægan hita í eins litlu
vatni og frekast er unnt í u.þ.b. 40
mínútur. Þegar graskerið er orð-
ið glært þarf að sigta það í sigti.
Hitið ofninn með fyrirvara í
190°C. Bætið því næst sykri,
kryddi (nema múskati), rjóma og
eggjum út í graskersmaukið.
Setjið nú hræringinn í formið og
sáldrið múskatinu yfir bökuna.
Baki því næst í 1 klst. Leggið
bökunarpappír ofan á ef bakan
fer að dökkna ískyggilega.
Matar- horn Maríu 0
Graskerjasúpa
1 grasker eða sneið
(u.þ.b. 450 gr. að þyngd)
2 stórir púrrulaukar
3-4 1/2 dl mjólk
1 lítri kjúklingasoð (heitt vatn
með 2-3 kjúklingasúputening-
um getur komið í staðinn fyrir
soðið)
1/2 tsk. mulið basilíkum
örlítið af múskati
salt og pipar
30 gr. smjör
2-3 msk. þeytirjómi
Hreinsið púrrulaukinn og
skerið hann í bita. Takið steinana
úr graskerinu og skerið hýðið frá
kjötinu. Setjið því næst nokkrar
matskeiðar af vatni á pönnu,
svona rétt nóg til að hylja botn
pönnunnar. Leyfið grænmetinu
að mýkjast við vægan hita þar til
það er orðið að mauki. Hrærið af
og til, rétt til að koma í veg fyrir
að allt festist við botninn. Bætið
út í það mjólkinni og kryddinu.
Bræðið smjörið og hrærið því út í
rétt áður en á að bera súpuna
fram og þá með rjómanum.
Það getur verið skemmtilegt að
bera súpuna fram í tómu graskeri
eins og sýnt er á myndinni en ég
er ekki svo viss um að grasker séu
seld hér í heilu lagi heldur aðeins í
sneiðum.
NORÐ
UMBOÐSMENN
UM LAND ALLT
Hjðlbaröaviögeröin sf. Suöurgötu 4' Akronesi. S. 93-1379
Hjólbaröaviögeröin sf Dalbrout 14, Akranesl. S. 93-1777
Hjólbaröaþjónustan, Borgarbraut 55. Borgœnesl. S 93-7958
Hjólbaröaverkstœöiö SuöurgÖtQ, Isaflröt. S. 94-350*
Vélsm Bolungarv. hf. Hafnarg. 57—59. Bolungarvlk. S 94-7380
Vélaverkstœöi Gunnars, Tálknafiröi. S. 94-2633
Holtadekk sf. Bjarkarholti, Mosfellssvelt. S. 91-666401 '
Hjólbaröahöllin Fellsmúla 24, Reykjavlk. S. 91-81093
Hjólbaröastööin sf., Skeifunni 5. ReykJortk. S: 91-33804
Hjólbaröaverstœöi Sigurjóns. Hötúni 2a, Reykjavlk. S. 91-15508
Hjólbaröaverkstœöi Jóns Ólafssongr Ægiss'öu. Reykjavlk. S. 91-23470
Höföadekk hf Tangarhöföa 15, Reykjavlk. S. 91*685810
Gúmmíkarlarnir, Borgartúni 36, Reykjavlk. S. 91-688220
Dekkiö, Reykjavikurvegi 56, Hafnarflröl. S. 91-51538
M. Guöbergsson, Geröavegi 32, Garðl. S. 92-7139
Aöalstööin hf., Hafnargötu 86, Keflavlk. S. 92-1515
Smurstöö og hjólbaröabjön. Vatnsnesvegi 16. Keflavlk. S. 92-2386
Vélsmiöjan Vík hf., Hafnarbraut 14, Hólmavlk. S. 95-3131
Bilaverkstœöiö Klöpp. Boróeyri. S. 95-1145
Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósl. S. 95-4200
HjólParöaverkstœöi Hallbjörns, Blönduósl. S. 95-4400
Hjóliö sf. Noröurlandsvegí, Blönduósl. S. 95-4276
J.R.J. bifreiöasmiöja hf.. Varmahlió S. 94-6119 s
Áki hf., bifreiöaverkst., Sœmundargötu. Sauöórkiókl. S 95-5141 '3
Vélsmiöjan Logi Sauöármýri 1, Sauóórkróki. S. 95-5165
Bifreiðoverksfaéöi Ragnars. Ránargo’u 14. Slgluflról. S. 96-71860
Hjólbaríiapjönusta Heiödrs, Draupnisgötu 7k. Akureyrl. S. 96-24007
Hjólbaröopjönusta Hvannavollum 14b, Akureyrl. S. 96-22840
Smurst. Olts ög Shell. Fjðlnlsg 4a. Akureyri. S. 96-21325
Karrrbur hf.. bifreiöaverkitaeöi, Dalvik. S 96-61230
Kaupfólag Þingeyinga. HQravik. S. 96-41444
Hjólbaröapjónustan Borgartiröi. Borgarflról eyifra. S. 97-2980
Dagsverk sf. Vallavegi, EgHsstöóum. S 97-1118
Sfál hf. Fjaröargötu 1. Seyólrflról. S 97-2301
Sildarvinnslan, Netkauptetaó. S 97-7602
Ásbjörn Guöjónsson. Strandgötu 15a, Etklflról. S 97-6337
Benni og Svenni, Sttandgotu 14, Etklflról. S. 97-6399
Vélaverkstœöi Björnsog Kristjáns, Reyóarflról. S. 97-4271
Felgan sf FótkrúÓtflról. S. 97-5108
Kristján Ragnarsson. Hátúni, DJupavogl. S. 97-8999
Smurstöö og dekkjapjónusta. Hafnarbraut 45. Höfn. S. 97-8392
Verslun Sig Stgfússonar Skölabrú 4, Höfn. S. 97-8121
ÍSLENSK
GÆÐAERAMLEIÐSLA
Bifr.verkst Gunnars Valdimarss. Klrkjubsjarklautfrl. S. 99-7630
Bilapjópustan, Dynskálum 24, Hellu. S. 99-5353
Gunnar Vilmundarson bifvélavirki, Laugarvafnl. S 99-6215
Hjólbaröavorkstœöiö. Flúöum. S. 99-6618
Kaupfélog Arnesingg (bifreiöasmiöjai. Seifosti. S. 99-2000
Bifreiöaverksfceöiö BÍLÉX. Auslurmörk 9, Hverageról. S. 99-4665
Þóröur G. Sigurvinsson. Lýsubergi 8, Þorlákthöfn. S. 99-3756
GUMMI
VINNU
STOFAN
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21