Þjóðviljinn - 11.10.1987, Síða 23

Þjóðviljinn - 11.10.1987, Síða 23
BRUCKNER BLÍFUR Jæja! Þá byrja ég að messa yfirallaböllunum. ígamla dagavoru brjálaðirbolsar, kræfir kommar og seigir sósíalistar. Nú eru baraaum- ingjans allaballar. Það er hin díalektíska sögulega fram- vinda. Þegar undirritaður tónlistar- gagnrýnandi sté í vor út úr óræðri þögninni, er hafði umlukt hann í nokkur ár inn á blaðsíður Helgar- póstsins til að krítisera, varð fyrsta embættisverk hans að út- skýra vin sinn Anton Bruckner. Nú þegar gagnrýnandinn byrjar á Þjóðviljanum eftir glæstan feril á Helgarpóstinum, verður fyrsta verk hans að endurmeta gamla góða vin sinn hann Anton Bruc- kner. Ef tónlistargagnrýnandi Þjóðviljans væri hjátrúarfullur krítiker og sannfærður um mikil- vægi sitt í veröldinni, myndi hann halda að þetta væru djúpar og táknrænar vísbendingar frá æðri máttarvöldum. Og tónlistargagn- rýnandi Þjóðviljans útilokar ekki að svo sé. Hann skipar þeim möguleika í annan flokk líkinda. En í fyrsta flokk líkinda setur hann tilviljunarlögmálið sem er merkis lögmál en af þess völdum sprakk alheimurinn út, jörðin varð til, lífið kviknaði, mannkyn- ið fæddist og drottinn allsherjar, og síðast en ekki síst undirritaður tónlistargagnrýnandi sjálfur. Tónlistargagnrýnandi Þjóð- viljans þarf ekki að taka það fram rétt einu sinni að hann hefur ekki hundsvit á músík. Um tíma hafði hann af því vægar áhyggjur. Hann bar upp þá spurningu við vísa menn, hvort það samrýmdist þeim kúlturrenisans sem þjóðin væri að endurfæðast til, að einn kritiker sem ekkert hefur vit á músík, skuli ekki hafa við að dæma um músík og sé nánast rif- inn með valdi í miðjum dómsorð- um úr einu dómarasæti í annað til að dæma. Og fái með engu móti spomað við ofurvaldi örlaganna. En hinir vísu menn, allir sem einn, hafa fullvissað tónlistar- gagnrýnanda Þjóðviljans um það, að þetta skipti andskotans engu máli. Nú á dögum séu þeir alveg úti að aka sem viti alla skapaða hluti um alla skapaða hluti. En þeir séu inni í nútíman- um er viti ekki neitt í sinn haus um eitt eða neitt. Flón fljúgi upp alla metorðastiga eins og ekkert sé. Og það sé vonlaust að verða stjama í fjölmiðlaheiminum nema vera viðurkenndur hálfviti. Tónlistargagnrýnandi Þjóðvilj- ans sé því einmitt réttur maður á réttum stað. Og þá er að venda sér yfir í alvöru lífsins: Anton Bruckner og fyrstu tónleika Sinfóníunnar á þessu starfsári. En í þeim skrifuð- um orðum uppgötvar tónlistar- gagnrýnandi Þjóðviljans sér til mikillar undrunar að andríkið er fokið út í veður og vind og rúm blaðsins að auki. Gagnrýnin í dag verður því að bíða þar til í næsta blaði. En þangað til vill tónlistar- gagnrýnandi Þjóðviljans lýsa því yfir til bráðabirgða, að hann er fullkomlega sammála öllu sem Leifur Þórarinsson segir í sínu blaði um málið, en algerlega ó- sammála öllu sem Jón Asgeirsson segir í sínu blaði um málið. Og svo bíður hann bara spenntur eftir að sjá hvað Sigurður Þór Guðjónsson ætlar að segja um málið í sínu blaði. Að lokum vill tónlistargagn- rýnandi Þjóðviljans hvetja alla landsmenn til að gerast áskrif- endur að blaðinu og slá þannig tvær flugur í einu höggi: Komast að raun um hvað í ósköpunum tónlistargagnrýnandi Þjóðviljans ætli eiginlega að segja um Bruc- kner og Sinfóníuna - og stuðla að framgangi sósíalismans í heimin- um, fegurstu hugsjón mannkyns- ins, sem hefur það framyfir allar aðrar hugsjónir að geta aldrei orðið að veruleika. Slgurður Þór Guðjónsson Útboð S.V.R. og Póstur & sími S.V.R. og Póstur & sími óska hér meö eftir tilboð- um í jarövinnu vegna nýbyggingar að Þöngla- bakka 4, Reykjavík. Helstu magntölur eru: Uppgröftur 6.800 m3 Fylling 8.000 m3 Byggingargirðing 300 m Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar, Borgartúni 20, gegn 2.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á Verkfræðistofu Stefáns Ól- afssonar h/f, Borgartúni 20, Reykjavík, þann 15. október 1987 kl. 11.00. \“lT VERKFRÆÐISTOFA \ fy | ) STEFANS OLAFSSONAR HF. F.R.V Y v x y CONSULTING ENGINEERS BORGARTUNI 20 105 REYKJAVIK SlMI 29940 8. 29941 Hefur þú áhuga á líflegu starfi? Lögreglan í Reykjavík óskar eftir að ráða fólk til tímabundinna lögregluþjónsstarfa. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast lögreglustarfinu og öllum þeim mannlegu sam- skiptum sem það býður upp á. Upplýsingar um störfin veitir starfsmannastjóri í síma 10200 eða í lögreglustöðinni að Hverfisqötu 115. Lögreglustjórinn í Reykjavík Aðalfundur Landverndar verður haldinn að Flúðum í Hrunamannahreppi dagana 7. og 8. nóvember 1987. Nánari upplýs- ingar verða sendar aðildarfélögum í bréfi. Kópavogur- lausar stöður Fóstrur - starfsfólk Dagvistarheimilið Kópasteinn við Hábraut Fóstra eða starfsmaður við uppeldisstarf óskast til starfa. Um er að ræða 50% starf eftir hádegi. Einnig vantar fóstru eða starfsmann með uppeld- ismenntun til að annast sérstuðning. Um er að ræða starf eftir hádegi. Upplýsingar veitir for- stöðumaður í síma 41565. Dagvistarheimilið Marbakka. Fóstra eða starfsmaður með uppeldismenntun óskast til að annast sérstuðning. Um er að ræða starffyrirhádegi. Upplýsingarveitirforstöðumað- ur í síma 641112. Dagvistarheimilið Efstahjalla Fóstra óskast til starfa. Upplýsingar veitir for- stöðumaður í síma 46150. Dagvistarheimilið Kópasel Fóstra óskast til starfa. Opnunartími er frá kl. 7.30-15.00. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 84285. Hafið samband við forstöðumenn og kynnið ykk- ur aðstæður. Dagvistarfulltrúi Sunnudagur 11. október 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.