Þjóðviljinn - 18.11.1987, Side 8
MINNING
Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir
Fœdd 13. ágúst 1912 - Dáin 25. október 1987
Guðrún Margrét Þor-
steinsdóttir var jarðsungin í kyrr-
þey frá Keflavíicurkirkju 4. nóv.
s.l. miðvikúdaginn eftir Allra
heilagra messu. Og á kveðju-
stundu var lagt út af boðskap
hennar sem á sér örugga jarð-
festu í sæluboðum Fjallræðunnar
og vísar þó jafnframt í himin og
hæðir því í lexíu dagsins er horft
að æðsta marki mannlegs lífs
frammi fyrir hásæti Guðs.
Sæluboðanirnar benda á stríð-
andi menn sem þjást og þreyja,
finna til þess hve lífið er oft þung-
bært og óréttlátt og þrá umbreytt
ástand, réttlæti og frið og eiga þá
andans fátækt sem bundist fær
fyrirheitum Drottins og það
hreina hjarta sem endurspeglar
návist hans. Og það var sem þessi
boðskapur allur félli svo einkar
vel að lífi og lífsviðhorfum henn-
ar.
Margrét var fædd á Ekru í
Hjaitastaðaþinghá. Og voru for-
eldrar hennar Guðfinna Jóns-
dóttir og Þorsteinn fsaksson með
guðstrú sinni og lífskjarki, dug og
dáð, góðar fyrirmyndir að skyld-
urækni og samviskusemi. Flust
hafði hún af Héraði með foreldr-
um sínum og Þorsteini yngri
bróður til Seyðisfjarðar fyrir
fermingu og þar hafði Ingi Jóns-
son bæst í hópinn, orðið sonur og
bróðir.
Á Seyðisfirði hafði drýgstur
hluti æviára Margrétar iiðið. Þar
hafði hún strítt og starfað, átt sín
gleði- og sorgarefni en aldrei látið
bilbug á sér finna, verið smá en
kná, jafnan hörð af sér og dug-
mikil, unnið hörðum höndum í
fiskiðjuverinu og bræðslunni og
einnig saltað sfld, verið þá
óhemju snör í hreyfingum. Og
heimafyrir var handbragðið allt
markvisst og asalaust og hún kom
miklu í verk. Hún ræddi það
aldrei að mikið væri að gera,
tókst einfaldlega á við viðfangs-
efnin, vann þau og leysti. Alltaf
voru til nægar kökur og kleinur
þó svo frakkir strákar grynnkuðu
í kökuboxunum (kökustömpun-
um) svo lítið bæri á. Hún var eft-
irlát við þá en jafnframt föst fyrir,
lét okkur starfa og snúast en
launaði okkur vel. Mörg bókin
sem freistað hafði í Kaupfélaginu
hafði bæst í safnið eftir sumarið.
Það sést vel þegar horft er nú til
liðins tíma hve dýrmætt það var
fyrir unga drengi vart komna á
skólaaldur að fara að sunnan og
austur á Seyðisfjörð til að vera
sumarlangt með Möggu frænku
og öðru góðu fólki á Strandbergi,
mega fylgjast með lífinu á sfldar-
árunum á Seyðisfirði og taka þátt
í athafnaseminni svo sem aldur
og kraftar leyfðu. Oftast var það
Magga sem tók á móti farfuglun-
um á Egilsstöðum eða stóð á
bryggjunni fagnandi þegar þeir
komu með Esjunni, sýndi þá og
jafnan umvefjandi elsku.
Og á Strandbergi biðu okkar
fleiri vinir sem standa okkur nú
lifandi fyrir hugskotssjónum þó
allir séu þeir horfnir af sjónar-
sviði, Haraldur, sambýlismaður
Möggu, sérstæður um margt, vel
lesinn og greindur. Sigríður móð-
ir hans, hægiát í fasi, rúnum rist,
og svo Guðfinna amma sem
ávallt var sjálfri sér samkvæm,
traust og staðföst, rótföst í guðs-
orði og trú og sáði dýrmætum
frækornum í hjörtun ungu.
Mannlífið á Strandbergi
byggðist á traustum grunni, átti
rætur í guðstrú, lífsvirðingu og
réttlætisþrá. Þar fór það saman
að trúa á Guð og bérjast fyrir
réttlátu samfélagi. Og sá andblær
sem Strandbergi fylgdi hefur haft
heilladrjúg áhrif á þá sem fengu
kynnst honum á unga aldri.
Svo utarlega stóð Strandberg í
firðinum fagra að það var fjarri
annarri byggð en margir áttu þar
gott athvarf einkum sjómenn og
verkamenn sem litu þangað inn
frá störfum sínum. Og þá var oft
fjörlega spjallað og notalegt að
rísa úr rekkju og koma inn í ylinn
í eldhúsinu frá kolaeldavélinni,
tylla sér hjá morgungestunum og
hlýða á samræður um sfldveiðina,
landhelgisstríð og sviptingar í
stjórnmálum. Og það festist í
minni hve kosningar virtust þýð-
ingarmiklar. Vænst var betri
kjara og lífsafkomu fyrir verka-
fólk, jafnari skiptingar auðs og
gæða.
Húsið bar nafn með réttu. Það
var alveg í flæðarmálinu og
Strandtindur hár og tignarlegur
gnæfði yfir því og Bjólfurinn og
Norðurfjöllin, glæst og fögur,
stóðu hinum megin fjarðarins, og
sjaldan bærðust bárur á sjávar-
fleti þó svo stormar blésu og vind-
ur gnauðaði. Strandberg stóð á
bjargi í víðtækum skilningi. Það
beindi sjónum að nærtækum við-
fangsefnum mannlífs og jafn-
framt hátt í hæðir.
Þó svo Margrét flyttist suður er
á ævina leið og settist að í Kefla-
vík þar sem ættmenn og vinir að
austan voru fyrir, var hugur
hennar mjög við Austurlandið
bundinn. Og það var sem með
henni kæmi eitthvað af þeim
holla andblæ og þeirri heiðríkju
sem Strandbergi fylgdi. Myndirn-
ar og munirnir sáu til þess og
Margrét sjálf, gerð hennar og
viðmót. Og sem fýrr var hún dáð
fyrir röskleik og einurð í fasi og
framkomu og þó einkum fyrir
umvefjandi hlýju og ástúð sem
þeir fundu svo vel og nutu sem
stóðu henni næstir. Og hún hændi
sem áður að sér börnin. Nú voru
það nýjar manneskjur, börnin
okkar þar á meðal, sem voru að
vaxa úr grasi og horfðu undrandi
augum á veröldina og fundu hjá
henni athvarf og skjól, öryggi og
frið og fengu frá henni dýrmætt
vegarnesti uppvaxtarárin. Mar-
grét var alltaf fórnfús og sjálfg-
leymin. Hún var ræktarsöm við
vini sína, lét sig varða mannlífið
og hag þess, sýndi það í verkum
sínum og var mörgum uppörvun
og styrkur. Hún þráði jöfnuð og
réttlæti í samskiptum manna,
fann sárt til þess að störf og strit
erfiðismannsins væru ekki metin
sem skyldi. Hún var glögg-
skyggn, sá svo skýrt hvað er rétt
og sanngjarnt. Henni var einkar
ljós sú hætta sem felst í því að þeir
sem njóta velsælda, lokist inn í
eigin veröld og nægtum og hætti
að finna til með öðrum og sljóvgi
samvisku sína. Hún var samúðar
og skilningsrík, vissi svo vel að
hvern mann ekki síst vanmáttug-
an og veikan ber að virða og
meta.
Yfirbragð hennar og svipur var
tær og hreinn þó svo hann sýndi
djúpa lífsreynslu. Uppábúinni í
upphlut eða peysuföt fylgdi henni
heiðríkja og andblær liðins tíma,
sem þó á erindi við hverja samtíð
því hann krefst þess að mannlíf
sé virt og metið, fórnir þess og
þrautir. Og það var sem sú fegurð
sem tengist látleysi og hógværð
og felur jafnframt í sér sjálfsvirð-
ingu og einurð finndist ávallt
henni nærri, heiðríkja, heilindi
og fegurð þess ríkis sem sæluboð-
anir Jesú Krists vísa svo greini-
lega á.
Margrét hafði miklu að miðla.
Hún var örlát og gjafmild og gaf
þó einkum af sjálfri sér. Hún hef-
ur gefið okkur margar dýrmætar
minningar. En það varðar þó
meiru að hún hefur margvíslega
mótað viðhorf okkar og lífsaf-
stöðu og fylgir okkur því ævina á
enda, stuðlar að blessun okkar og
lífsheill. Fyrir það ber að þakka
þeim sem allt gott gefur.
Þorsteinn Þorsteinsson,
Gunnþór Ingason
(MÓÐVILJINN
0 68 13 33
Tímiim
0 68 18 66
0 68 63 00
Blaðburdur er
og borgar sig,
BLAÐBERAR OSKAST I:
Hlíðar
Nýja miðbæ
Fellsmúla
Bakkahverfi (Breiðholti)
Seljahverfi
Ártúnsholt
Kópavog (vestur)
Kópavog (austur)
Smáíbúðahverfi
Fossvog
Vesturbæ
Seltjarnarnes
Hafðu samband við okkur
þJÓÐVILIINN
Síðumúla 6
0 6813 33
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
Rögnvaldur Rögnvaldsson
Munkaþverárstræti 22, Akureyri
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. nóv-
ember kl. 13.30.
Hlín Stefánsdóttir
Margrét Rögnvaldsdóttir Brynjar H. Jónsson
Úlfhiidur Rögnvaldsdóttir Hákon Hákonarson
Rögnvaldur Dofri Pétursson Unnur Bjarnadóttir
og barnabörn.
Það er lokað
fimmtudag 19. nóvember vegna jarðarfarar
Kristínar Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra.
Styrktarfélag iamaðra og fatlaðra
Háaieitisbraut 11-13
Dagheimilið Steinahlíð
v/Suðurgötu
í Steinahlíð eru lausar stöður yfirfóstru og deild-
arfóstru. Upplýsingar í síma 33280.
AUGLÝSING
um styrki til ieiklistarstarfsemi
í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1988 er gert ráð fyrir 3.000.000,- kr.
fjárveitingu, sem ætluð er til styrktar leiklistarstarfsemi atvinnuleik-
hópa, er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu í fjárlögum.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki af þessari væntanlegu
fjárveitingu. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 20. des-
ember næstkomandi.
12. nóvember 1987
MENNTAMAÁLARÁÐUNEYTIÐ