Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 2
nSPURNINGIN-1 Hvar er veturinn? Linda Bára Lýðsdóttir nemi í M.H.: Hann er úti og í fólkinu. Það er mun þyngra og ekki eins létt og á öðrum árstímum. Sólveig Kristjánsdóttir nemi í V.Í.: Hann er trúlega einhversstaðar á leiðinni. Ég hef allavega ekki fundið fyrir honum ennþá. Egill Lárusson nemi í V.Í.: Ég veit svei mér ekki hvar hann er. Hann er þó örugglega á leiðinni og ekki seinna vænna fyrir hann að koma áður en það verður um seinan. Jón J. Ólafsson fulltrúi: Hann er í Evrópu. Þó er nú von á honum á hverri stundu. Það er miklu léttara yfir mannfólkinu þegar hann er ekki á staðnum. Kristján Bjarnason kjötiðnaðarmaður: Hann er að sjálfsögðu á íslandi. Það kemur fram í veðurfarinu þó svo að það vanti snjóinn. Maður finnur það á sjálfum sér hvað það gengur erfiðlega að koma sér á fætur á hverjum morgni. FRÉTTIR Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði Nýtt afla- og sölumet Helgi Þórisson skrifstofustjóri: Seldum 260 tonn afblönduðum aflafyrir tœpar 8,3 milljónir króna. Alls hefur markaðurinn selt nær 600 tonn þessa viku. Samtenging við Suðurnesjamarkaðinn ekkifyrirhuguð. egar við fórum af stað í sumar héldum við að þessi árstími yrði mun verri en aðrir, en það hefur heldur betur annað komið á daginn. í gær seldum við 260 tonn af blönduðum afla fyrir tæpar 8,3 milljónir króna, sem er met hjá okkur bæði hvað varðar magn og verðmæti, segir Helgi Þórisson skrifstofustjóri hjá Fiskmarkað- inum t Hafnarfírði í samtali við Þjóðviljann í gær. Aflinn kom aðallega úr þremur skipum. Karlsefni RE seldi 191 tonn, Krossvík AK 45 tonn og Þorsteinn GK 9 tonn og restin slatti úr litlum bátum. Sem dæmi um meðalverð einstakra tegunda í sölunni í gær, þá fór lítill ufsi á 24 krónur hvert kíló, stór ufsi á 30 krónur kílóið, þorskurinn fór á 43,57 krónur hvert kíló og steinbíturinn á 34 krónur kílóið. Helgi sagði að seld hefðu verið milli 500-600 tonn af fiski í vik- unni á markaðnum. Þangað kem- ur fiskur allt austur frá Stöðvar- firði og norður með til Siglufjarð- ar. En lítið sem ekkert kemur frá Vestfjörðum. grh Skyndiþrennurnar seljast grimmt og virðist ekkert lát á happadrættisgleði (slendinga. Ungi maðurinn á myndinni hafði vaðið fyrir neðan sig og keypti nokkra miða til að vera öruggari en ella með að fá vinning. Mynd: E.ÓI. Skyndiþrennur Seljast grimmt ína Gissurardóttir hjá Happdrœtti Háskólans: Happ- aþrennan gengur mjög vel. Markaðurinn tekur alltaf við. Birgir Ómarsson hjá Landssambandi hjálpar- veita skáta: 500þúsund upplag af Lukkutríóinu seld- ist upp á skömmum tíma. Sturla Þórðarson hjá Ung- mennafélagi Hveragerðis og Ölfuss: Ferðaþristurinn mun renna út Ekkert lát virðist vera á happ- drættisgleði íslendinga nú sem endranær. Fyrir utan stóru happdrættin og Lottóið, sem nú fagnar eins árs afmæli, og Happ- aþrennu Háskólans sem sett var Lottóinu til höfuðs, eru tvö skyndihappdrætti komin á mark- aðinn. Það eru Lukkutríó Lands- sambands hjálparsveita skáta og Ferðaþristur Ungmennafélags Hveragerðis og Ölfuss. Þar fyrir utan eru að sjálfsögðu happ- drætti líknar- og félagasamtaka. Að sögn ínu Gissurardóttur hjá Happdrætti Háskólans gengur sala á Happaþrennunni mjög vel, en upplag Happa- þrennunnar er 250 þúsund miðar í hvert sinn. Sagði ína að markað- urinr. tæki alltaf við þrátt fyrir viðbót. í næstu viku kemur á markaðin hjá þeim Jólaþrenna sem er Happaþrenna í jólabún- ingi. Birgir Ómarsson hjá Lands- sambandi hjálparsveitanna sagði í samtali við Þjóðviljann að þeir hefðu sótt um leyfi til dómsmála- ráðuneytisins um að veita pen- ingaverðlaun í Lukkutríóinu en ekki fengið þar sem Happdrætti Háskólans er eitt happdrættanna sem leyfi hefur til peningaverð- launa í sinni þrennu. Þeir höfðu því tekið á það ráð að hafa vinn- ingana færri en því stærri í formi bfla og tækja. Fengu þeir leyfi fyrir 500 þúsund miðum af Lukk- utríóinu og seldust þeir allir upp á skömmum tíma. Sturla Þórðarson framkvæmd- atjóri Ferðaþristsins er líka bjart- sýnn á söluna og hefur látið hafa það eftir sér að 250 þúsund miða upplag sem þeir fengu leyfi fyrir, seljist upp á einni viku. grh Fjárveitinganefnd Stórfelldur fjárlagahalli Sighvatur Björgvinsson: Þessi mál eru trúnaðarmál á meðanþau eru til umfjöllunar í nefndinni. Fjárlögin sprungin. Væntanlegur halli á þriðja milljarð. Forsendur afar ótraustar essi mál eru trúnaðarmál á meðan fjárveitinganefnd fjal- lar um þau, sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður fjárveit- inganefndar við Þjóðviljann í gær. Taldi hann alltof snemmt að fjalla um þessi mál á opinberum vettvangi áður en nefndin hefur fjallað um þau. „Þetta var ekki tímabært.“ Alexander Stefánsson, vara- formaður fjárveitinganefndar birtist á Stöð 2 í fyrradag og sagði þar hversu mikið af umsóknum hefði borist nefndinni og að mið- að við reynslu undanfarinna ára muni bætast við fjárlögin um tveggja milljarða útgjaldaauki. Ljóst er að höfuðmarkmið fjárlagafrumvarps Jóns Baldvins Hannibalssonar, að fjárlögin verði afgreidd með hallalausum rekstri ríkissjóðs kemur ekki til með að nást. Þegar hefur fjárveitinganefnd borist um þúsund umsóknir um aukafjárveitingar upp á 5 milljarða króna og er reiknað með að nefndin komist ekki hjá því að afgreiða þær öðru vísi en að mæla að minnsta kosti með aukafjárveitingum upp á tvo milljarða króna. Þar við bætast 300 milljónir sem landbúnaðarnefnd ríkis- stjórnarflokkanna telur að þurfi að bætast við landbúnaðarþátt frumvarpsins. Egill Jónsson, full- trúi Sjálfstæðisflokksins telur þó að mun meira þurfi að koma í þann hluta frumvarpsins. Sighvatur viðurkenndi að reikna mætti með því að fjárlögin myndu hækka eitthvað, en hvort það yrði um tvo milljarða, minna eða meira, vildi hann ekkert segja um. Fjárlögin munu koma frá fjár- veitinganefnd 7.-10. desember og það er engin hætta á öðru en að þau verði orðin að lögum áður en þingmenn fara í jólafrf, að sögn Sighvats. -Sáf 2 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.