Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Og hringekjan snýst og snýst íslendingar hafa eignast nýja alþjóölega flug- stöð á Keflavíkurflugvelli. Enn þá veit enginn hvað kostaði að byggja Flugstöð Leifs Eiríks- sonar en talið er víst að þar sé um að ræða upphæð sem nemur miljörðum króna. Um þessar mundir er að hefjast bygging ráð- húss í Reykjavík. Hér um glæsilega nútíma byggingu að ræða og mun hún samkvæmt áætlun ekki kosta undir 50 miljónum króna. Ver- ið er að hanna einstaklega glæsilega byggingu sem á að rísa ofan á heitavatnstönkunum í Öskjuhlíð. Þar á að vera veitingahús og munu menn geta setið þar að snæðingi og snúist í hringi um leið. Það er Hitaveita Reykjavíkur sem ætlar að annast það að koma upp byggingunni jafnframt því að sjá um að selja íbúum á höfuð- borgarsvæðinu heitt vatn. Talið er að bygging- arkostnaður verði ekki undir 500 miljónum króna. Gífurleg fjárfesting hefur verið í vörudreifingu undanfarin ár og rís þar hæst bygging Kringl- unnar í Reykjavík sem kostaði mörg hundruð miljónir króna. Nú hefur komið í Ijós og vakið nokkra athygli að yfirbyggður skemmtigarður í Hveragerði, svokallað Tívolí, með allra handa skotbökkum, rennibrautum og rússíbönum er talinn hafa kostað vel yfir miljarð króna. öll þau nýju mannvirki, sem reist hafa verið á undanförnum árum eða til stendur að reisa á næstu árum, til að okkur líði sæmilega þegar við þurfum að skreppa til annarra landa eða fara á skrifstofu borgarstjóra eða ætlum einfaldlega að gera okkur dagamun yfir mat og drykk og hringsnúast ósköp sakleysislega á meðan, öll þessi mannvirki sýna að íslendingar eru síður en svo á nástrái. Þær sýna þvert á móti að hér á landi er til nóg af peningum. Varla er peningahallæri í því landi þar sem eytt er hundruð miljónum króna í auglýsingar til að segja fólki það eitt hvar heppilegast sé fyrir það að geyma peningana sína. Þótt auglýsinga- heimurinn virki stundum andlaus og barnalegur þá er Ijóst að innan hans ríkir grjóthart lögmál sem segir að ekki skuli róið oft á sömu mið nema að þar sé eitthvað að hafa. Og þeir fiska vel sem bjóðasttil að ávaxta peninga. I bönkum aukast innlán langt umfram verðbólgu og virðist engu skipta að utan við bankakerfið eru upp komnir fjölmargir nýir verðbréfamarkaðir og sá okurlánamarkaður, sem áður taldist ólöglegur og hafði aðsetur í subbulegum bakherbergjum, hefur nú verið löggiltur og kallast hið gráa svæði. Peningaeign landsmanna vex stöðugt og þá fjölgar jafnframt þeim aðilum sem hafa sitt lifibrauð af því að leigja fé með vöxtum. Sem sagt; yfrið nóg af peningum og líka nóg af hringekjum þar sem menn geta snarsnúist í tryllingslegu algleymi. Og þá ætti líka allt að vera í lukkunnar velstandi. En þróun íslensks samfélags hefur því miður ekki í öllum greinum verið í fullkomnu samræmi við ævintýranlegan vöxt peningamarkaðar og skemmtanaiðnaðar. Sums staðar ríkir stöðnun og jafnvel slíkt afturhald að svo virðist sem skollið hafi yfir harðinda- og fiskleysistíð. Fjárlagafrumvarp rfkisstjórnarinnar ber ekki með sér að góðæri ríki í landinu. Þar fer ekki mikið fyrir linkind eða viðkvæmni, ekki frekar en hjá forfeðrum okkar sem á hörðu vori neyddust til að skera niður stóran hluta fjárhóps síns í þeirri von að eitthvað mætti með Guðs hjálp halda lífi til vors. Það vekur að vísu stundum ugg hvað niðurskurðarhnífur ráðherra er hvass og hvað honum er beint að viðkvæmum blettum. En hvað þýðir að kvarta? Þjóðarbókhlaða verð- ur að bíða betri tíðar, það þarf að nota sérstakan skatt, sem menn hafa reyndar greitt með glöðu geði, til að bjarga okkur meðan þyngsta hallær- ið dynur yfir. Og líkt og í harðindum forðum tíð þá fjölgar þeim sem ekki tekst að bjargast hjálparlaust. Því miður á það fólk ekki í vandræðum með að finna góðan geymslustað fyrir peningana sína. Stöðugt fjölgar þeim sem sjá sig tilknúna að segja sig til sveitar. í dag er að vísu ekki bankað upp á hjá hreppsstjóranum heldur knúð dyra hjá félagsmálastofnun. Vandi þeirra fæstra er ekki drykkjuskapur eða döngunarleysi heldur lágar tekjur. Þetta er fólkið sem látið er búa við hallæri meðan stór hluti þjóðarinnar kýlir vömbina í til- gangslausum snúningi hringekjunnar. Mynd: Sigurður Mar LJOSOPIÐ þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéöinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Biaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Hreiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Lögi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmy ndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útllt8teiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýaingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Útbreiðsla: G. MargrótÓskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, sími 681333. Auglýsingar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65 kr. Áskrlftarverð á mónuðl: 600 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.