Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 6
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI HJÚKRUNARFRÆÐINGA VANTAR Á HANDLÆKNISDEILDIR Landakotsspítali býður ykkur ákjósanlegan vinnustað í hjarta borgarinnar. Góðar strætisvagnaferðir í allar áttir. Þar geta hæfileikar ykkar notið sín, því við erum opin fyrir öllum ný- jungum og viljum að starfsfólk okkar fái tækifæri til þess að vinna að þeim með okkur. Við reynum að gera öllum kleift að sækja námskeið og ráð- stefnur. Við bjóðum aðlögunarkennslu áður en starfsmenn fara á sjálfstæðar vaktir. Hafið samband við skrifstofu hjúkrunarstjórnar sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600-220- 300 alla virka daga milli kl. 08:00-16.00. AÐSTOÐARFÓLK VANTAR Á RÖNTGENDEILD Röntgendeildin er lítill og þægilegur vinnustaður og þar ríkir góður starfsandi. Okkur vantar að- stoðarfólk á deildina. Ef þig langar að vinna á notalegum vinnustað hafðu þá samband við deildarstjóra í síma 19600-330. Reykjavík 25.11. 1987 Rafeindavirkjar Póst- og símamálastofnunin óskar eftir að ráða rafeindavirkja til starfa í hinum ýmsu deildum stofnunarinnar. Við leitum að duglegum og áhugasömum mönnum með full réttindi sem rafeindavirkjar og sem eru reiðubúnir að tileinka sér nýjustu tækni á sviði nútíma hátækni: Símstöðvatækni Fjölsímatækni Radíótækni Notendabúnaðar Við bjóðum fjölbreytt framtíðarstörf hjá einu stærsta fyrirtæki landsins. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Umsækjendur séu tilbúnir til frekara náms utan og/eða innanlands. Laun samkvæmt launakjörum viðkomandi stétt- arfélags. Nánari upplýsingar veitir starfsmannadeild og viðkomandi yfirmenn deilda í sama 91 -26000 og í umdæmunum. Umsóknareyðublöð fást á póst- og símstöðvum og hjá starfsmannadeild. Póst- og símamálastofnunin Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Gunnars Þorvarðssonar rafeindavirkjameistara Stífluseli 8, Reykjavik ferfram frá Fossvogskapellu mánudaginn 30. nóvember kl. 15. Lárus Gunnarsson Árni Gunnarsson Hrafnhildur Gunnarsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn MENNING Orð- sending til Inga Boga Vegna ritdóms um bók Gyrðis Elíassonar, Gangandi íkorni Ég hitti eitt sinn strák frá Mall- orca sem var að skrifa skáld- sögu. Aðalpersónan var hundur og hét Osló. Hundurinn lenti í ævintýrum. Gyrðir Elíasson hefur aldrei hitt þennan strák en pabbi hans var leynilögga og kærasta hans óhlýðnaðistforeldrum sín- um með því að búa hjá honum. Strákurinn notaði þykk gleraugu og var með þau stærstu og dimmustu augu sem ég hef á ævi minni séð. Sumt skiftir minna máli en annað og engum kemur faðerni þessa pilts við eða það að kærasta hans býr til bestu eggjakökur í heimi. Það skiftir litlu máli hvert höf- undar sækja sfn brögð; eðlilegt er að menn læri hver af öðrum og að ekki ólíkar hugmyndi fljúgi um á svipuðum tímum. Það er stórt mál þegar gagnrýnandi byrjar grein sína á því að slá fram fjórum nöfnum höfunda og eignar þeim ritbrögð sem eru eldri en sjálfur Jesús Kristur. Enn stærra er mál- ið þegar þessir fjórir höfundar skifta engu máli í umræddri bók. Bók Gyrðis Elíassonar „Gang- andi íkorni" er verk sem færist ekki meira í fang en það sem það ætlar sér. Hvert verk á rétt á að fá umfjöllum þar sem gagnrýnandi leitar inn í verkið eða reynir a.m.k. að leita að verkinu í öllu rúi og stúi skrifborðsins og viku- daganna. Lesi bókina en leiti ekki að einhverju öðru langt í burtu. Ég ráðlegg Inga Boga að fara í bíó. Sjá allan Chaplin upp á nýtt, lesa Hróa Hött og ívar Hlújárn, skoða myndabækur, fara að sjá málverkin sem máluð eru í landinu, ganga um götur og glápa út í loftið, fá sér flugdreka og fara útí fjöru, ef hann þarf svona mikið að vita hvaðan snjókornin koma og afhverju sólin skín. Síðan ætti hann að vera vandur að virðingu sinni og lesa vel þær bækur sem hann skrifar um. Kristín Ómarsdóttir Kvikmyndir Sígilt að vestan Myndir eftir Huston, Ford og Hawks á Nes- haga Fimm sígildar bandarískar kvik- myndirfrá um það bil fimmta ár- atugnum verða sýndar í Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna á Neshaga 16 í næstu viku, eftir leikstjórana John Ford, John Huston og Howard Hawks. Á mánudagskvöld klukkan sjö verður riðið á vaðið með The African Queen eftir Huston (1951, gerð í Bretlandi) þarsem þau Humphrey Bogart og Katrín Hepbum þvælast um í myrkvið- unum. Næstu daga eru svo sýndar hver af annarri Stagecoach (Ford, með John Wayne, 1939), The Big Sleep (Hawks, eftir sögu Chandlers, með Bogart og Bac- all, 1946), The treasure of the Si- erra Madre (Huston, með Bo- gart, 1948) og Grapes of Wrath (Ford, eftir sögu Steinbecks, 1940). 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Dagvistarheimili Kópavogs Lausar stöður Dagvistarheimilið Kópasteinn við Hábraut Staða fóstru eða starfsmanns með aðra uppeld- ismenntun er laus til umsóknar. Staða matráðs- konu er laus til umsóknar frá 1. janúar n.k. Upp- lýsingar veitir forstöðumaður í síma 41565. Dagvistarheimilið Kópasel Staða fóstru eða starfsmanns með aðra uppeld- ismenntun er laus til umsóknar. Opnunartími er frá 7.30-15.00. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 84285. Dagvistarheimilið Furugrund Staða matráðskonu er laus til umsóknar frá 1. janúar n.k. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 41124. Leikskólinn Fögrubrekku Staða fóstru eða starfsmanns með aðra upp- eldismenntun er laus til umsóknar. Um er að ræða 50% starf eftir hádegi. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 42560. Dagvistarheimilið Efstahjalla Staða fóstru eða starfsmanns með aðra uppeld- ismenntun er laus til umsóknar. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 46150. Auk þess vantar starfsfólk til afleysinga á heimil- unum. Hafið samband við forstöðumenn og kynnið ykk- ur aðstæður. Einnig veitir dagvistarfulltrúi upplýsingar um störfin í síma 45700. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi hjá Félagsmálastofn- un, Digranesvegi 12. Félagsmálastofnun Kópavogs Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 30. nóvember 1987 kl. 8.00 e.h. að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Kjaramál. 3. Drög að breytingum á fundarsköpum, kynning. 4. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fulltrúi í húsnæðisdeild Staða fulltrúa í húsnæðisdeild er laus til umsókn- ar. Starfið reynir á hæfni í almennum skrifstofust- örfum og mannlegum samskiptum, jafnframt þekkingu og reynslu í sambandi við viðhald húsn- æðis. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9. Umsóknar- frestur er til 9. desember. Nánari upplýsingar gefur Birgir Ottósson húsnæðisfulltrúi, í síma 25500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.