Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 10
ALÞÝÐUBANDALAGtÐ Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Almennur félagsfundur Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis boðar til al- menns félagsfundar laugardaginn 28. nóvember í Hótel Selfossi (hliðarsal) kl. 13.30. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubanda- lagsins mætir á fundinn. Félagar og stuðningsmenn á Suðurlandi vei- komnir. - Stjórnln. Alþýðubandalagið uppsveitum Árnessýslu Fullveldisfagnaður Fullveldisfagnaður Alþýðubandalagsins í uppsveitum Árnessýslu verður haldinn laugardaginn 28. nóvember í Hótel Geysi Haukadal, og hefst með borðhaldi kl. 20.30. Gestur fagnaðarins verður Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins. Fjölmennumífagnaðinn. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Félagsfundur verður haldinn í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, laugardaginn 28. nóvember klukkan 14. Sagt verður frá störfum og niðurstöðum 8. landsfundar Alþýðubandalags- ins. Allir félagar hvattir til að mæta. Stjórn ABA Alþýðubandalagsfélag Skagafjarðar Almennur félagsfundur verður í Villa Nova næstkomandi mánudagskvöld, 30. nóvember, klukkan 20.30. Dagskrá: Landsfundurinn, bæjarmálin og önnur mál. Ragnar Arnalds mætir á fundinn. Stjórnin Ragnar Alþýðubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi Heiðrún Sverrisdóttir verður með heitt á könnunni í Þinghól, Hamraborg 11, laugardaginn 28. nóvember kl. 10-12 f.h. Allir velkomnir. — Stjórnin. Alþýðubandalagið á Akureyri Bæjarmálar áð Fundur mánudaginn 30. nóvember í Lárusarhúsi kl. 20.30. Dagskrá: 1. Breytingar á stjórnkerfi Akureyrarbæjar. 2. Stefnumótun í dagvistarmálum. 3. Dagskrá bæjarstjórnarfundar. 4. Ónnur mál. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Akureyri Öldrunarmál Bæjarmálaráð heldur fund um öldrunarmál í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, miðvikudaginn 2. desember, klukkar 20.30. Lagðar verða fram upplýsingar um þá þjónustu sem öldruðum stendur til boða á Akureyri og í framhaldi af því verða settar fram tillögur um úrbætur. Allir áhugamenn velkomnir. Bæjarmálaráð Alþýðubandalagið Kópavogi Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 30. nóvember kl. 20.30 í Þinghóli. Dagskrá: 1) Yfirlit frá nefndum. 2) Ný vinnubrögð við fjárhagsáætlun. 3) Starfáætlun bæjarmálaráðs næstu mánuði. 4) Onnur mál. Mikilvægt erað allir fulltrúarí bæjarmálaráði mæti. Stjórnin Alþýðubandalagið fíeykjavík Félagsfundur ABR heldur félagsfund miðvikudaginn 2. desember að Hverfisgötu 105 kl 20.30. Fundarefni: 1) Kosning 4 fulltrúa og 2ja varafulltrúa í miðstjórn AB. 2) Jafnréttisbaráttan: Hvers vegna og fyrir hverja. Stjórnin Menningarnefnd AB Fyrsti reglulegi fundur nefndarinnar verður haldinn fimmtudaginn 3. des- ember kl. 17. Alþýðubandalagið Siglufirði Opið hús hjá AB Suðurgötu 10 þriðjudaginn 1. des. milli klukkan 5 og 7. Ragnar Arnalds og Ólafur Ragnar Grímsson mæta. Stjórnin ABL Norðurlandi vestra Almennir fundir á Siglufirði og Sauðárkróki Ólafur R. Grímsson og Ragnar Arnalds mæta á almennum umræðufund- um í Villa Nova á Sauðárkróki n.k. mánudagskvöld 30. nóv. kl. 20.30 og í Alþýðuhúsinu á Siglufirði n.k. þriðjudagskvöld 1. des. kl. 20.30. Fundirnir eru öllum opnir. Alþýðubandalagið ____________MINNING__________ Rögnvaldur Rögnvaldsson Fœddur 21. okt. 1912 - Dáinn 15. nóv. 1987 Þó að flœði flest mín sker, fjúkið nœði um hreysi. Guð á hæðum gefðu mér gleði og œðruleysi. R.R. Þessar ljóðlínur setti Rögn- valdur saman er hann dvaldi á sjúkrahúsi sem oftar hin síðari ár. Rögnvaldur fæddist að Litlu- Þverá í Miðfirði. Hann var sonur Rögnvaldar Hjartarsonar Líndal bónda að Hnausakoti og Mar- grétar Björnsdóttur frá Fossi í Hrútafirði. Foreldrar hans bjuggu ekki saman. Fyrstu átta æviárin dvaldi hann hjá föður sín- um sem þá lést. Fór hann þá til móður sinnar. Hennar naut ekki lengi við því að tveim árum síðar kveður hún son sinn hinsta sinni með þeirri bæn að hann standi alltaf með lítilmagnanum. Þess- ari bæn var hann trúr. Hann var róttækur í skoðunum en hafði til að bera sveigjanleika og hlýju að ógleymdri kímninni er setti svip á allt hans umhverfi. Eftir að foreldra hans naut ekki lengur við dvaldist hann fyrst hjá Bjarna móðurbróður sínum að Mýrum í Hrútafirði en síðan var hann að Bessastöðum í sömu sveit. Á unglingsárunum var hann tvo vetur í Reykjaskóla í Hrúta- firði. Á árunum 1934-’39 var Rögnvaldur í byggingavinnu og við sölumennsku hjá tryggingafé- lagi í Reykjavík. Þá liggur leiðin norður í Mývatnssveit og kynntist hann þar eftirlifandi konu sinni Hlín Stefánsdóttur frá Haganesi. Þar bjuggu þau til 1950 er leiðin lá til Akureyrar. Dæturnar urðu þrjár. Margrét fædd 26. maí ’40, þá dóttir er fæddist andvana, þá Úlfhildur fædd 1. sept. ’46. Barnabörnin eru sex og ólst elsti sonur Mar- grétar, Rögnvaldur Dofri að hluta til upp hjá afa sfnum og ömmu. Er Rögnvaldur varð 75 ára í október s.l. dvaldi hann hjá Dofra og fjölskyldu hans í Reykjavík. Bar hann sig svo vel að þau uggði ekki hve stutt var í lokaþáttinn. Farið var í sund og sá gamli klæddi sig í sitt fínasta púss og skrapp í þinghúsið að heilsa upp á vini sína. Hann lék við hvurn sinn fingur. Mér er oftast glatt í geði, gleymi þvi sem miður fer. Eigir þú nóg af innri gleði eyðist skuggi dagsins hver. R.R. Þeir eiginleikar er Rögnvaldur lýsir svo vel sjálfur voru ríkir í fari hans, og leiddu til þess að fjöl- mennt var oft í kring um hann. Minnisstæð eru árin er hann var „náðhússtjóri" þeirra Akur- eyringa. Skólastrákar sátu þar daga langa og tefldu og spiluðu. Þeir ylja nú margir hin mýkri sæti þjóðfélagsins. Utangarðsmenn áttu þar einnig afdrep og vitum við að Rögnvaldur ætlaði sér ekki alltaf af f aðstoð sinni við þá. Hin síðari árin var hann húsvörður í Ráðhúsinu á Akureyri. Hlíf og Rögnvaldur voru ólík, en þau auðguðu hvort annað og umhverfi sitt. Brennandi áhugi á þjóðmálum og heimsmálum ein- kenndi daglegt líf þeirra, nú þeg- ar allar hugsjónir eru að þynnast út í sinnuleysi fólks er lekur niður fyrir framan „skjáinn" eftir langan vinnudag. Ekki þannig séð að sú kynslóð er þau til- heyrðu hafi ekki unnið, heldur það að þau létu ekki mata sig um- hugsunarlaust. Það var andleg veisla að sækja þau heim. Það var farið með vísur, flutt tónlist og gripin bók til að vitna í. Slíku fólki fer fækkandi er svo gott á 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN með að miðla af lífsreynslu sinni. Veit ég að Hlín heldur merkinu uppi, þótt lífsförunauturinn hafi flutt sig um set. Það er stutt milli þeirra karla er okkur hafa verið einna kærastir. Þess vegna er draumur eins barnabarna Rögnvaldar ylur í nepjunni þar sem það sá föður okkar Helga Stefánsson og Rögnvald komna „heim“ í Hag- anes. Vonin hún er mannsins máttur mœld við hugsjón hvers og þrár. í sorginni er hún sigurþáttur sárin grœðir, þerrar tár. R.R. Þannig kveður Rögnvaldur okkur. Blessuð sé minning hans. Bryndís Helgadóttir Hildur Helgadóttir Frœndi, hvíld er með þökkum þegin Hún þreytir gangan um mjóa veginn En ólíkt þér þykir mér ef þeir fá ekki vísu hinum megin Rúna Sóknarfélagar Úthlutun úr Vilborgarsjóði Hin árlega úthlutun úr Vilborgarsjóði stendur frá mánudegi 7. desember til 18. desember. Um- sækjendur komi á skrifstofu félagsins í Skipholti 50a eða hafi samband í síma 681150 eða 681876. Stjórn Starfsmannafélagsins Sóknar Verkamannafélagið Dagsbrún heldurfélagsfund í Iðnó sunnudaginn 29.nóvember kl. 14.00 Dagskrá: Félagsmál, kjaramál. Félagar fjölmennið. Stjórn Dagsbrúnar Útboð 's/v/Æ Y Efnisvinnsla á Suðurlandi 1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Magn 74.000 m3. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sel- fossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 30. nóvember nk. Skila skal tllboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 14. desember 1987. Vegamálastjóri Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Sjúkraliðar: Lausar stöður sjúkraliða frá og með áramótum, á hinum ýmsu deildum sjúkrahússins. Upplýsingar gefa Sonja Sveinsdóttir og Svava Aradóttir hjúkrunarframkvæmdastjórar. Viðtalstími kl. 13.00-14.00. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.