Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 11
______________ERLENDAR FRETTIR________ Tyrkland Þingkjör ásunnudag Turgut Ozal taldifullvíst að hann myndi auka meirihluta flokks síns á þingi er hann boðaði til kosninga í haust en nú er líklegt að hann lendi í minnihluta Svo kann að fara að Turgut Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, setjist niður á mánudag og nagi sig í handarbökinn. ÖRFRÉTTIR Neyðarástandi hefur veriö lýst yfir í Bangladesh. Hossain Mohammad Ershad forseti tók ákvörðun um það í gær en að undanförnu hefur gengið á með óeirðum og verkföllum í landinu. Stjórnarandstaðan hef- ur einsett sér að hrekja forsetann úrembætti en hann hófsttil valda í herforingjauppreisn árið 1982 og hefur síðan deilt og drottnað í skjóli borðalagðra skjólstæðinga sinna. Samkvæmt tilskipuninni um neyðarástand er blátt bann lagt við verkföllum og mótmæl- astússi auk þess sem útgöngu- bann gengur í gildi í höfuðborg- inni Dhaka og tveim hafnarborg- um í suðri, Chittagong og Khulna. Tveir franskir gíslar voru í gær látnir lausir í Líbanon. Þeir Jean Louis Normandin og Roger Auque höfðu verið fangar sítaklíkunnar „Heilagt stríð" um nokkurt skeið. Samið hafði verið um lausn þeirra og síðdegis í gær skutu þeir upp kollinum við sjáv- arhótel nokkurt í Vestur-Beirút. Þar tóku háttsettir sýrlenskir set- uliðsstjórar á móti þeim og skömmu síðar mættu franskir sendiráðsmenn ávettvang. Báð- ir virtust þeir við góða heilsu. Forsetakosningar fara fram á Haiti á sunnudag í fyrsta skipti í þrjátíu ár. Kosninga- baráttan hefur verið mjög róstu- söm og hafa að minnsta kosti 12 menn látið lífið. 23 frambjóðend- ur berjast um hylli þriggja miljóna kjósenda en aðeins fjórir eru tald- ir eiga möguleika á því að ná kjöri. Af þeim þykir Marc nokkur Bazin eiga mesta möguleika. Það eru þó litlar líkur á því að hann hreppi meirihluta atkvæða en ef enginn frambjóðenda nær því marki verður kosið á milli tveggja efstu þann 20.desember næstkomandi. Turgut Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, verður að taka á honum stóra sínum hyggist hann halda hreinum meirihluta „Móðurlandsnokks" síns í þing- kjörinu á morgun. Skoðanakannanir benda að vísu til þess að flokkur hans fái drjúgan hluta þeirra 450 sæta á tyrkneska þinginu sem styrinn stendur um en Ozal sættir sig ekki við minna en meirihluta. Kosn- ingarnar um helgina verða þær lýðræðislegustu frá því þriggja ára valdaskeiði herforingja lauk árið 1983 því fyrir nokkru ákváðu Tyrkir í þjóðaratkvæðagreiðslu að heimila ýmsum stjórnmála- leiðtogum, sem voru í banni árið 1983, að vera í framboði nú. En svo getur farið að Alþýðlegi jafnaðarmannaflokkurinn, undir leiðsögn Erdals nokkurs Inonus, setji strik í framareikning for- sætisráðherrans. Félagar þess flokks hafa keimlíkar skoðanir og Ozalliðar í mörgum málum, til að mynda eru þeir áfram um að landsmenn reyni að fá inngöngu í Evrópubandalagið, en þeir hafa gagnrýnt frjálshyggjulegar ráð- stafanir ráðamanna í efna- hagsmálum og vilja að verðbólgu verði komið fyrir kattarnef. í nýlegri skoðanakönnun, hverra niðurstöður voru voru birtar í dagblaðinu Gunes, kemur fram að Ozal getur gert sér vonir um að hreppa 212-242 þingsæti en til að halda meirihluta þarf hann 226 hið minnsta. Nú skipa félagar „Móðurlandsflokksins" 249 sæti á þingi. Könnunin bendir til þess að flokkur Inonus fái 111-127 þing- sæti í sinn hlut en Sannbrautar- flokkur Suleymans Demirels, sem fjórum sinnum hefur verið forsætisráðherra, hreppi 71-81 sæti. Stjórnmálaskýrendur herma að það geti skapast upplausnará- stand í flokki forsætisráðherrans ef hann glatar hreinum meiri- hluta á þingi. Innan hans kváðu takast á næsta ólík öfl, til að mynda væru þar á fleti fyrir hægrisinnaðir sérfræðingar sem öðlast hefðu menntun á Vestur- löndum, ennfremur íslamskir staðfestumenn og „hófsamir" miðjumenn. Inonu hefur vakið á sér athygli sem skeleggasti andstæðingur Ozals á þingi en nú hefur flokkur hans aðeins umráð yfir 53 sætum á löggjafarsamkundunni. Hann þykir hafa staðið sig snöfurmann- lega í sjónvarpi að undanförnu og sé það helsta skýringin á auknu fylgi Alþýðlega jafnaðarmann- aflokksins. Kosningarnar eru haldnar á sama tíma og tyrkneskir ráða- menn reyna af fremsta megni að eyða þeim hugmyndum útlend- inga um landið að þar ráði herfor- ingjar því sem þeir vilja og að mannréttindi séu vegin og létt- væg fundin í Tyrklandi. Samkvæmt skoðanakönnun- um sem gerðar hafa verið á und- anförnum vikum eiga Ozalliðar von á að fá 39,7-42,8 af hundraði atkvæða á sunnudaginn en í þingkjörinu árið 1983 hrepptu þeir 45 af hundraði. Flokkur In- onus fær 21,1-29,8 prósent og Demirelliðar 12,2-21,1 af hundr- aði. Ef marka má þessar kannanir getur svo farið að fjórir aðrir flokkar sem bjóða fram í kosn- ingunum, þar á meðal Lýðræðis- legur vinstriflokkur Bulents Ece- vits, fyrrum forsætisráðherra, hreppi minna en tíu af hundraði atkvæða sem er lágmark til að fá menn kjöma á þing. -ks. Pólland Ekkert kosningafjör Á sunnudaginn gefst Pólverjum kostur á að samþykkja eða hafna efnahags- og umbótaáœtlun stjórnvalda Asunnudag gefst Pólverjum kostur á að greiða atkvæði um umdeilda umbótaáætlun stjórnarinnar í Varsjá. Leiðtogi lands og kommúnistaflokks, Wojciech Jaruzelski hershöfð- ingi, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir því auk þess að landsmenn eru mjög efins um ágæti áætlunar hans á hann í stöðugum útistöðum við íhalds- menn I flokknum sem hvorki vilja heyra né sjá neinar stefnu- breytingar. Með því að bjóða ýmsar póli- tískar tilslakanir hyggjast ráða- menn fá alþýðu manna til að fall- ast á harkalegar aðgerðir í efna- hagsmálum auk ýmissa nýmæla en þeim hefur ekki enn tekist að sannfæra fólk um nauðsyn ráð- stafana sinna. Að auki er óvíst nákvæmlega hverjar aðgerðirnar verða aðrar en þær að hækka verðlag á nauðsynjavörum. Á þessu ári hefur Jaruzelski gert ýmislegt sem ætlað er að sýna fólki fram á umbótavilja valdhafa. Hann setti á stofn ráð- gjafanefnd óháða ríkinu sem í eiga sæti meðal annarra óflokks- bundnir menntamenn og þekktir 18. einvígisskák Karpov r Askorandinn Anatólí Karpov ákvað í gær að fresta 18. skák heimsmeistaraeinvígis þeirra Garrís Kasparovs. Báðir kepp- endur hafa nú notað tvær frestun- arheimildir af þrem sem þeir eiga rétt á í þessu 24 skáka einvígi. Nú er sjö skákum ólokið og er staðan sú að báðir hafa átta og hálfan vinning, hafa sigrað þrisvar hvor en 11 viðureignum hefur lokið með jafntefli. Margir skákunnendur í Sevillu höfðu spáð því að Karpov myndi frestar taka sér frí í gær. „Karpov mun stýra svörtu mönnunum í fjórum skákum af þeim sjö sem þeir Kasparov eiga eftir að tefla. Hann átti tvo frídaga til góða og lét eftir sér að spandera öðrum þeirra í gær,“ sagði enski stór- meistarinn og skákbókahöfund- urinn Raymond Keene. Af öllu þessu leiðir að átjánda skákin verður tefld á mánudag og mun heimsmeistarinn stýra hvítu mönnunum og freista þess að hafa hemil á fljótfærni sinni. -ks. andófsmenn. Sérstakur umboðs- maður var skipaður til að fara of- aní saumana á því sem almenn- ingi þykir gagnrýnivert og rúsín- an í pylsuendanum átti síðan að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um efnahagsaðgerðir og aukin lýð- réttindi. En allt hefur gengið á afturfót- unum. Ráðgjafarnefndinn er sögð vera valdalaus kjaftasam- koma sem valdsmenn virða að vettugi, umboðsmaðurinn þykir einnig valda- og framtakslaus og á þjóðaratkvæðagreiðsluna er litið sem auvirðilega tilraun ráða- manna til að fá fólk til að leggja blessun sína yfir skert kjör og nánast óbreytt pólitískt ástand. En að Jaruzelski er sótt úr fleiri áttum. Gömlu stalínistarnir máttu sín ekki mikils í kommún- istaflokknum þegar Samstaða var lögleyfð en þegar herinn reif völdin í sínar hendur skriðu þeir framúr skúmaskotunum og létu til sín taka á ný. Þeir óttast ekkert meir en missi forréttinda og á- hrifa og beita sér því gegn hvers- kyns valdaafsali flokksins. Að sögn sendimanna í Varsjá hefur hvað eftir annað slegið í brýnu milli Jaruzelskis og forystu- brodda þessa snýkjudýrahóps er gremst mjög að efnt var til þjóð- aratkvæðagreiðslunnar. -ks. W' Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 1. desember 1987 kl. 13-16, í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykja- vík. Tegundir Árg 2 stk. Volvo 244 fólksbifr. 1981-83 3 stk. Mazda 929 station 1982 1 stk. Mazda 323 station 1982 3 stk. Subaru 1800 station 4x4 1982-83 1 stk. Volkswagen Golf GL 1982 1 stk. Saab 900 I (skemmdur eftir veltu) 1987 5 stk. Volvo Lapplander 4x4 bensín 1980-81 1 stk. GMC pickup m/húsi 4x4 diesel 1977 1 stk. GMC pickup m/húsi 4x4 bensín 1975 1 stk. Toyota Hi-Lux Extra cab 4x4 diesel 1984 1 stk. Toyota Hi-Lux 4x4 bensín 1981 2 stk. Lada Sport 4x4 bensín 1983-4 1 stk. Willys Jeep 4x4 bensín 1971 1 stk. Ford Bronco 4x4 bensin 1974 1 stk. Chevrolet Suberban 8 farþ. bensín 1979 1 stk. Chevy Van sendif.bifr. bensín 1979 1 stk. Volkswagen 201 sendif.bifr. bensín 1980 2 stk. Ford Econoline sendif.bifr. bensín 1977-80 1 stk. Toyota Hi Ace sendif.bifr. bensín 1983 1 stk. Vélsleði Skidoo Alpine 640 (2ja belta) 1978 1 stk. Plastbátur (norskur) 4 metra á vagni Tilboðin verða aopnuð sama dag kl. 16.30 að við- stöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7. sími 26844 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.