Þjóðviljinn - 06.12.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.12.1987, Blaðsíða 10
 Forskot ó hátíðorhöldin meðon þú bíður eftir iólunum VlNNiNL>UR • 571 VINNIHGUR MÁEKW5KAfA þú Nýja jólaþrennan kemur þér strax í hátíðarskap. Hún er skemmtileg í skóinn, kjörin með jólakortinu og gerir jólapakkann ennþá meira spennandi! Af fyndnum mönnum Svo sem frá var skýrt í þess- um dálkum fyrir nokkru hefur Sveinn Einarsson tekið að sér að leikstýra Áramóta- skaupinu að þessu sinni. Stjórnandi upptöku er And- rés Indriðason og mun hann leggja nokkurn skerf til skaupsins, sem og Flosi Ól- afsson. Þá munu þeir félagar sem þykjast þekkja stílbrögð Ossurar Skarphéðinssonar - og jafnvel Árna Berg- mann!... ■ Egill á Bylgjuna Egill Helgason sem verið hefur ritstjórnarfulltrúi á HP síðustu misseri mun nú flytja sig yfir á Bylgjuna sem frétta- maður. Lesendur Sunnu- dagsblaðsins muna vitaskuld vel eftir Agli, enda sýndi hann þekkingu sína vikum saman í getraun blaðsins... ■ Fleiri Tommar... Alltaf er það borið upp á fleiri og fleiri að hafa skrifað bókina Tungumál fuglanna sem huldumaðurinn Tómas Dav- íðsson sendi frá sér á dögun- um. Svo undarlega vill til að nýir og gamlir Þjóðviljamenn eru í meirihluta tilnefndra. Áður hefur verið sagt frá grun- semdum í garð Marðar Arna- sonar og Óskars Guð- mundssonar, en nú berast böndin ekki síður að Þráni Bertelssyni. Þá eru þeir til sem eitt sinn stýrðu Popp- korni í sjónvarpinu, Ævar Orn Jósepsson og Gísli Snær Erlingsson, leggja sitt af mörkum til að gera skaupið sem allra skemmtilegast... ■ _________Stöð 2 með vinninginn Bókaútgefendur og aðrir þeir sem hagsmuna eiga að gæta vegna bóksölu nú fyrir jólin höfðu talsverðar áhyggjur af því að fjölmiðlar sýndu bók- inni ekki eins mikinn áhuga og í fyrra. Einkum munu sjón- vörpin hafa þótt minna tilkippi- leg þetta árið en í fyrra var sannkölluð bókaveisla á þeim bæjum. Ríkissjónvarpið hefur þegar sýnt tvo þætti þar sem kynntar voru samtals níu bækur og mun ætlunin að láta þar við sitja. Stöð 2 hefur hinsvegar sýnt bókinni miklu meiri áhuga. Guðbergur Bergsson er bókmenntagagnrýnandi þeirra og varla líður sá þáttur af 19:19 að ekki sé a.m.k. ein bók kynnt rækilega. Og það sem gleðilegra er fyrir bók- menntaáhugafólk - fram til jóla má vænta þess að Stöðin haldi uppteknum hætti og kynni þannig í allt nokkra tugi bóka...B Lestu aðeins sfjórnarblöðin? DJÖÐVIUINN Höfuðmálgagn stjómarandstööunnar Áskriftarsimi (91)68 13 33. HH REYKJÞNIKURBORG lf I **«« lM« ** 2 -V ■■ SfíUutr 'I* Dagvist barna Staða forstöðumanns Forstöðumannsstaða á leiksk./dagh. Foldaborg, Frostafold 33, Grafarvogi, er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 18. des. Upplýsingar gefa framkvæmdastjóri og umsjón- arfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna, sími 27277. FYRIRVEKIÞUT STENDUR BEIUR ISTAÐGREÐSUJ - ef undirbúningurinn ergóður ÚTREIKNINGUR STAÐGREÐSLU Staðgreiðsla er reiknuð af heildarlaunum jafnóðum og þau eru greidd. Launagreiðandi reiknar staðgreiðslu út samkvæmt þeim upp- lýsingum sem fram koma á skattkorti launa- manns um skatthlutfall og persónuafslátt. Hafi launamaður ekki afhent skattkort sitt skal draga skatthlutfall af launum hans en ekki tekið tillit til persónuafsláttar. Skatthlutfall er fastur hundraðshluti og breytist ekki hver svo sem launafjárhæðin verður. SKIL Á STAÐGREÐSLU Launagreiðendum ber að gera skil á stað- greiðslu mánaðarlega fyrir næsta mánuð á undan. Þó svo að engin laun hafi verið greidd á tímabilinu ber að senda inn skilagrein. Mánað- arlega verða launagreiðendum sendar áritaöar skilagreinar. Gjalddagi er 1. dagur hvers mán- aðar og eindagi 14 dögum síðar. Athugið: Launamaður getur ekki sjálf- ur skilað staðgreiðslu vegna launa frá launagreiðanda. VANSKIL Strangt eftirlit verður haft með skilum. Skili launagreiðandi ekki á eindaga verða honum reiknuðviðurlög. LAUNABÓKHALD STAÐGREÐSLU Öllum launagreiðendum er skylt að halda sérstakt launabókhald, þar sem fram komi launagreiðslur, starfstengdar greiðslur og hlunnindi. Einnig skal koma fram afdregin stað- greiðsla, svo og skatthlutfall staðgreiðslu og persónuafsláttur hvers launamanns. LAUNASEÐLAR Á launaseðlum skal auk annars sýna þá fjárhæð sem haldið er eftir af launum launa- manns. Athugið að á launamiðum skal frá og með 1. janúar nk. tilgreina kennitölu launa- manns en ekki nafnnúmer. Staðgreiðsla opinberra gjalda kemur til framkvæmda 1. janúar 1988. Frá þeim tíma er launagreiðendum skylt að reikna út og halda eftir staðgreiðslu af launum starfsmanna sinna svo og eigin launum og skila mánaðarlega til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt skilagrein. Vegna þessa lykilhiutverks launagreið- enda er mikilvægt að þeir þekki skyldur sín- ar í staðgreiðslu til hlítar. Launagreiðendur munu fá sendan sérstakan bækling með ítarlegum upplýsingum um hlutverk þeirra. Er þess vænst að þeir kynni sér efni hans vel. Góð þekking í upphafi kemur fyrirtæk- inu til góða við framkvæmd staðgreiðslu. HVERJIRERU LAUNAGREÐENDUR? Launagreiðandi telst sá vera sem greiðir einhverjum laun. Þeir sem eru með sjálfstæðan rekstur teljast launagreiðendur, hvort sem þeir greiða öðrum laun eða ekki, og þeim ber að reikna sér endurgjald af starfseminni. Allir launagreiðendur eru á launagreið- endaskrá og nýjum launagreiðendum ber að tilkynna sig þangað. Þar með er tryggt að þeir fái sendar upplýsingar sem við koma skyldum þeirra og auðvelda þeim hlutverk sitt í stað- greiðslu. ÖLLLAUNERU STAÐGREÐSLUSKYLD Staðgreiðsla er reiknuð af öllum launum og launatengdum greiðslum, svo og hvers kyns fríðindum og hlunnindum. Greiðslur til verktaka eru ekki stað- greiðsluskyldar. Af bílapeningum, dagpeningum og ferða- peningum er ekki dregin staðgreiðsla ef greiðslumar eru sundurgreindar með færslu akstursskýrslna, akstursbókaog annarratilskil- inna gagna, nema um sé að ræða fastar fjár- hæðir á hverju launatímabili. Athugið: Staðgreiðsla er dregin af heildarlaunum að meðtöldu orlofsfé og í hvert sinn sem laun eru greidd. SJÁLFSTÆÐUR ATVINNUREKSTUR Manni sem vinnur við eigin atvinnurekstur ber að reikna sér endurgjald vegna starfsem- innar og draga staðgreiðslu af því og skila mánaðarlega. Sömuleiðis ef maki og börn inn- an 16 ára aldurs vinna við starfsemina. Ríkisskattstjóri ákveður lágmark reiknaðs endurgjalds fyrir upphaf staðgreiðsluárs. PERSÓNUAFSLÁTRIR Sérhver launamaður fær áriegan persónu- afslátt, sem kemur til frádráttar við útreikning staðgreiðslu hans. Persónuafslættinum er skipt jafnt á alla mánuði ársins og á skattkortinu er þessi mán- aðarlegi persónuafsláttur tiltekinn. Ef launamaður afhendir launagreiðanda skattkort maka síns ber launagreiðanda að taka tillit til 80% þess persónuafsláttar sem fram kemur á kortinu og draga frá staðgreiðslu. Athugið: Persónuafslátt má launa- greiðandi aðeins draga frá staðgreiðslu hafi hann skattkort launamanns í vörslu sinni. Ef laun eru greidd oftar en einu sinni í mánuði þarf að taka tillit til einhvers hiuta per- sónuafsláttar í hvert sinn sem greitt er, þó fari heildarafsláttur mánaðarins aldrei fram úr mán- aðariegri heimild. SJÓMANNAAFSLÁ TTUR Sjómannaafsláttur kemur til frádráttar staðgreiðslu á sama hátt og persónuafsláttur. Upphæðin kemur ekki fram á skattkorti. Það er því á ábyrgð launagreiðanda að sjómanna- afsláttur komi réttilega til frádráttar. SKATTKORT Fyrir upphaf staðgreiðsluárs skal launa- maður afhenda launagreiðanda skattkort sitt. Á skattkortinu eru persónubundnar upplýsingar ásamt skatthlutfalli staðgreiðslu og mánaðar- legum persónuaíslætti sem kortið veitir. Hafi launagreiðandi ekki skattkort (eða aukaskattkort) launamanns undir höndum má hann ekki draga persónuafsláttfrástaðgreiðslu. Launamaður greiðir þá fullt skatthlutfall. Launagreiðandi ber fulla ábyrgð á skattkortinu meðan það er í hans vörslu. Launamaður getur afhent launagreið- anda skattkort (eða aukaskattkort) maka síns ef makinn nýtir ekki persónuafslátt sinn til fulls. Þá tekur launagreiðandi tillit til 80% af þeim persónuafslætti sem fram kemur á kortinu. HAPPAÞRENNA HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLA ÍSLANDS Kynntu þérskyldurþínarí staðgreiðsiu - það margborgar sig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.