Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 2
SPURNING VIKUNNAR Ertu ennþá í ríkisstjórn- inni? (Spurt f vikunni) Jóhanna Sigurðardóttir mánudegi: Ég? Ég er félagsmálaráðherra, aðalmaðurinn í stjórninni! Jóhanna Sigurðardóttir miðvikudegi: Ég svara ekki spurningunni. Viltu hringja í mig vinur og lesa þetta fyrir mig þegar þú ert búinn að skrifa það? Jóhanna Sigurðardóttir fimmtudegi: Hvaða ríkisstjórn? [ í Jóhanna Sigurðardóttir laugardegi: Ég held það. Eru það ekki fund- irnir með öllum köllunum sem ég fer stundum á? Folda laugardegi: Mér er alveg sama, ég bara bíð... eftir lánsloforðinu. Dándimaður vikunnan bm———————8——i ■■■■'■■ ■' iii m■ 1111 m SKAÐI SKRIFAR Ronnie forseti hressist Ronald Reagan var í frekar góðu skapi þegar ég hitti hann í gær. Þegar ég spurði hann að því hvort hann væri ekkert dasaður eftir að hafa jagast í Gorbatsjov í marga daga, þá hristi hann hausinn mjög ákveðinn. Allt í lagi með Gorba. Verst hvað strákurinn er andskoti duglegur. Með fullt af skjölum og allt. Maður svitnar bara, ég segi það satt. En þetta er eins og þú veist Skaði, sjóið verður að halda áfram. Þeir eru að segja í blöðunum að þú þurfir að sýna þig rneð Gorba til að hressa upp á álitið hjá almenningi eftir íran- hneykslið og svoleiðis. (ranhvað? spurði Reagan forviða. Æ þú veist, Khomeini, Oliver North og það dót allt. Ég hefi aldrei heyrt neitt um það, sagði Reagan og lét sér hvergi bregða. Ekki það? spurði ég. Nei. Maður á ekki að vera að skjóta sig í fótinn að óþörfu. En svo er líka allt í klessu heima hjá þér, fjárlagahalli, verð- bréfahrun, allsherjar ráðleysi, menn segja að þú stjórnir bar- asta ekki neinu... Ég veit, sagði Ronald argur í bragði. Það eru þessir gaurar í blöðunum og sjónvarpinu. Fyrst elta þeir mann slefandi. Svo sækja þeir að manni úr öllum áttum eins og trítilóðir indjánar og hvía og spangóla. En ég skal segja þér eitt Skaði, ég læt það ekki á mig fá. Ég stend einn uppi eins og ég gerði við Little Big Horn og horfi einbeittur framan í þetta pakk. Og þegar ég er búinn með síðustu patrónuna þá dey ég brosandi í rosabullun- um. Nei, Ronnie, sagði ég. Þetta varst ekki þú. Það var Errol Flynn sem lék þetta hlutverk. Errol var djöfuls kvennabósi. Ég skal segja þér eitt: Nancy leist aldrei á þann mann... En sumum finnst það skrýtið Ronnie, að þú skulir núna vera að semja við Rússana. Þú sagðir að þeir væru Heimsveldi hins llla. Þeir eru það líka, sagði Reagan. Það stendur í Biblíunni. Og þú hefur séð Stjörnustríðsmyndirnar, ekki satt? Þeir eru þar líka. Þeir eru bara allsstaðar. Maður getur ekki látið eins og ekkert sé. En af hverju semurðu þá við þá? Maður á að vera saklaus eins og dúfa og slægur eins og höggormur. Það stendur líka í Biblíunni. Alltaf þegar ég var Hrói höttur samdi ég við fógetafólið í Nottingham. Það er allt hægt ef maður hefur betri boga, nei ég meina eldflaugar. En ertu ekki öfundsjúkur út í vinsældir Gorbatsjovs? Enga illkvittni hér Skaði, sagði Reagan. Ef að merin slær mig þá slæ ég merina. Mundu það. Mér fannst andrúmsloftið ekki nógu hjartanlegt milli okkar svo að ég sagði við Reagan: Hann Steingrímur bað að heilsa. Hann segist vera búinn að komast að því að þú sért eiginlega íslendingur. Já, seigur er gamli góði Steingrímur. Það slær honum enginn við sem públikmanni. Ég get svosem tekið að mér að vera íslendingur ef þið viljið. En blessaðir látið þið írana ekkert vita af því, annars verða þeir trítilóðir. Er ekki annars allt gott að frétta úr Reykjavík? Öngvir nýir draugar eða svoleiðis? Takk, sagði ég, þetta gengur bærilega. En (slendingar eru fúlir út í þig fyrir að draga Gorba til Washington. Af hverju gátuð þið ekki haldið áfram að hittast hjá okkur? Veistu það Skaði, sagði Reagan, ég vildi endilega koma aftur til ykkar. Þetta er allt svo næs hjá ykkur og alveg eins og þegar ég var Gulliver í Putalandi. En hún Nancy var búin að láta gera hreint í húsinu og brasa þessi ósköp svo að... Æ, þú veist hvernig þetta er. Betri bœkun Kraftur í starfinu Frekar hljótt hefur verið um bókablúbbinn Betri bækursem stofnaður var á síðasta ári af Máli og menningu, Svörtu á hvítu, Hinu íslenska bókmenntafélagi og Lögbergi. Það er þó langt ífrá nokkur lognmolla í starfseminni og eru félagar í klúbbnum nú á annaðþúsund. „Já, ég held að okkur hafi tekist að standa undir nafni,“ sagði Guðrún Kristjánsdóttir hjá Betri bókum í dálitlu spjallí um starf klúbbsins til þessa. „Fólk er almennt ánægt og hefur látið í ljós að það hafi einmitt vantað svona bókaklúbb, sem er með vandaðar og góðar bækur á boðstólum. Þeirrar tilhneigingar hefur gætt hjá forlögum að losa sig við ómögulegar bækur í klúbbana, en við gerum strangar kröfur." Betri bækur gefa ekki út á eigin vegum en á lista þeirra má finna marga perluna sem bókaforlögin fjögur hafa gefið út; Ástin á tímum kólerunnar, listaverkabók Guðrún Kristjánsdóltir: Við gerum strangar kröfur, enda hefur þeirrar til- hneigingar gætt hjá alltof mörgum forlögum að losa sig við ómögulegar bækur í klúbbana. Ásgríms Jónssonar, Dýrabær Orwells, ljósmyndabók Kaldals, Um ellina eftir Cicero, Skaftár- eldar, ritsafn Jóhannesar úr Kötlum, Nafn rósarinnar, Grá- mosinn glóir, nýjasta ljóðabók Isaks Harðarsonar og svo mætti lengi áfram telja. Þá er ekki minna um vert að bækurnar eru undantekningarlaust a.m.k. fjórðungi ódýrari hjá klúbbnum en út úr búð. Þá hafa Betri bækur nú bryddað upp á þeirri nýbreytni að bjóða félagsmönnum sínum myndlist til kaups. í desember eru til sölu listaverkamöppur með sex myndum eftir Helga Þorgils Friðjónsson. „Fram til 15. desember bjóðum við fólki líka upp á jólagjafaþjónustu," upplýsir Guðrún, „þá getur fólk hringt til okkar og við sjáum um að pakka inn bókum fyrir það í gjafapappír og sendum síðan til þess sem á að fá pakkann. Þessari þjónustu hefur verið tekið mjög vel, enda sparar hún fólki ófá sporin." Guðrún sagði að margt væri á döfinni hjá Betri bókum og á næsta ári stæðu félagsmönnum margar nýjar bækur til boða, en meðal ókeypis hlunninda er dagbók með áletruðu nafni sem allir meðlimir klúbbsins fá.. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. desember 1987 Hrafnkell Stefánsson, 12 ára, teiknaði þennan jólasvein. 11 dagar til jóla

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.