Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 4
Tónlistarskólar, sem fullnœgja framan- greindum skilyrðum, skulu fó styrk úr ríkis- sjóði og fró viðkomandi sveitarfélagi er nemi launagreiðslum til skólastjóra og kennara skólans... Sveitarfélagið annast launagreiðslur en ríkisstyrkur, er nemi 50% launakostnaðar, skal mónaðarlega greiddur sveitarfélaginu, enda séu launin greidd samkvœmtgildandi kjara- samningum ó hverjum tíma. Úr lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla frá 1975. Ríkið er að víkjast undan ábyrgð Tónlistarkennsla ó að vera hluti af hinu almenna frœðslukerfi. Nú eru meira en 8000 nemendur í62 tónlistarskólum. Hœtta er ó að frumkvœði að uppbyggingu tónlistarnóms verði drepið í dróma Til að ræða um framtíð tónlistarfræðslu í landinu hefur Þjóðvilj- inn kallað til þrjá menn sem gjörþekkja til þeirra mála. Um- ræðan byrjar strax á fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar um að gjörbreyta stefnunni frá því sem ákveðið var í lögum frá 1975 og hætta að veita ríkisstyrk til tónlistarskólanna. En tillögur þar að lútandi verða tii afgreiðslu hjá alþingismönnum á næstu dögum þegarfjárlagafrumvarpiðverðurtekiðtilafgreiðslu. Þau sem taka þátt í umræðunni eru: Soffía Guðmundsdóttir tónlistarkennari við Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar. Hún kenndi áður á Akureyri og sat þar í bæjarstjórn og bæjarráði. Ásrún Davíðsdóttirsöngkennari og skrifstofustjóri Söngskólans í Reykjavík. Hún erstaðgengill skólastjóra og þekkir því vel til reksturs skólans. Örn Arason kennari við Nýjatónlistarskólann ogTónlistar- skólann í Hafnarfirði. Hann erformaður Félagstónlistarskóla- kennara. Soffía: Mér líst ákaflega illa á að þetta. Með þessu móti er tón- listarmenntun tekin út úr al- mennu fræðslukerfi. Við stígum þar með áratugaskref aftur á bak. Það er einnig stórlega vegið að jafnrétti til náms, ekki bara mið- að við fjárhag fólks heldur einnig eftir búsetu. Hætta er á að fjöl- mörg sveitarfélög veigri sér við að leggja fé til tónlistarskóla. Ég er hrædd um að ýmislegt annað verði þar framar í forgangsröð- inni. Ásrún: Fari þetta í gegnum þing- ið þá er í raun og veru búið að taka úr sambandi einu lögin um tónlistarskóla. Þeir verða þá al- gjörlega háðir áhuga hjá for- svarsmönnum í hverju sveitarfé- lagi. Við vitum að víða kalla mörg verkefni á aukið fé og sum þeirra eru kannski lífsnauðsyn- legri en tónlistarskóli. Hætt er við að samræming á námsskrá sé fyrir bí og rekstur tónlistarskóla verði meira í ætt við námskeiðahald. Hann færi þá eftir því hvað fjárhagslegt bol- magn er mikið í hverju sveitarfé- lagi. Það er talað um að boðaðar breytingar einfaldi samskipti ríkis og sveitarfélaga en þau hafa í rauninni verið mjög einföld hvað varðar tónlistarskólana. Laun kennara hafa skipst til helminga og annar kostnaður hefur verið greiddur af skólunum sjálfum, hvort sem sveitarfélög eða aðrir aðilar sem hafa rekið þá. Orn: Auðvitað snýst þetta um fjárhag og peninga. En gerum okkur grein fyrir því að í fyrsta, öðru og þriðja lagi eru tónlistar- skólar fræðslustofnanir og því til- heyra þeir hinu almenna menntakerfi og eru í dag mjög stór þáttur í því kerfi. Þeir sjá t.d. um þá nemendur sem eru í fjöl- brautakerfi á tónlistarbraut og vega og meta þá nemendur sem taka tónlist sem valgrein. Mjög víða úti á landi sjá svo kennarar tónlistarskólanna einnig um hina almennu tónlistarkennslu í grunnskólum. Blm: Nú er talað um að sveitar- sjórnarmenn knýi á með nýtt fyrirkomulag á greiðslu kostnað- ar af rekstri tónlistarskóla og vitnað er til nefndarálita um breytta verkefna- og kostnaðar- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hefur heyrst mikið frá sveitar- stjórnarmönnum um þessi mál? Örn: Mér virðast fáir sveitar- stjórnarmenn hafa haft hugmynd um þetta. í þeirri nefnd, sem skilaði áliti í apríl 1986 voru tveir bæjarstjórar, annar af Seltjarnar- nesi en hinn úr Garðabæ. Svo virðist sem ekkert samband hafi verið haft við sveitarstjórnmenn úti um land. Að vísu var farin skjót yfirreið í haust til að kynna hvernig þetta yrði í framkvæmd en þar var ekki farið ofan í málið lið fyrir lið. Þeir, sem óskað hafa eftir nýju fyrirkomulagi í þessum málum, ætlast að sjálfsögðu til að eitthvað komi frá ríkinu í stað helmingslaunagreiðslna. Reynsl- an undanfarin ár sýnir að engin trygging er fyrir því að Jöfnunar- sjóður verði ekki skertur. Auknar tekjur sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði eru heldur ekki merktar til ákveðinna verka. Hætt er við að verklegar fram- kvæmdir verði settar fram fyrir tónlistarkennslu. Það sést ekíri á nemendum hvort þeir hafa stund- að tónlistarnám en malbik á göt- um sjá allir. Soffía: Þrefið um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga er í raun og veru makalaust pex sem búið er að standa í fjöldamörg ár. Margir hafa einblínt á það sem þeir kalla sjálfstæði og frelsi sveitarfélaga. Að vissu marki er þetta stór- háskalegt tal því að ábyrgðinni er varpað yfir á meira og minna van- burða sveitarfélög þegar ríkið dregur sig út úr mikilvægum mál- um á borð við heilbrigðis- og menntamál. Til að halda rekstri tónlistar- skóla í svipuðu horfi og verið hef- ur, þurfa að koma til eyrnamerkt- ir tekjustofnar. Ríkið er ábyrgur aðili gagnvart því að þegnarnir búi við sem jafnasta aðstöðu þótt sveitarfélögin geti fyrir sitt leyti séð um framkvæmd verka og ræki það mörg með mestu prýði. Blm: Áttu við að ríkinu beri að tryggja peninga? Soffía: Já, að ríkið viðurkenni ábyrgð sína á ákveðnum mála- flokkum og standi þar að baki. Þá væri miklu frekar unnt að tala um eitthvert sjálfstæði og frelsi, t.d. frelsi til mennta. Örn: Bent er á að sveitarstjórnir hafi stofnað nýja tónlistarskóla og muni því hafa áfram frum- kvæði í þessum málum. En hvers vegna hefur skólunum fjölgað? Auðvitað vegna þess að sveitar- stjórnarmenn hafa vitað að þeir fengju tekjur frá ríkinu inn í sveitarfélagið, þ.e. helming af Iaunum tónlistarkennara. Hafi menn viljað leggja fram úr sveitarsjóði t.d. 1 miljón króna til reksturs tónlistarskóla þá hafa þeir vitað að 1 miljón kæmi inn í sveitarfélagið frá ríkinu, annars ekki. Hún er líka dálítið skrýtin sú röksemdafærsla, að núverandi kerfi bindi framlög sveitarfélaga. Auðvitað banna núgildandi lög ekki að mun meira fé komi frá sveitarfélagi en úr ríkissjóði, og í sumum tilfellum mun svo vera. Ásrún: Fyrirhugaðar breytingar eru að sjálfsögðu mikið mál fyrir tónlistarkennara. Hvað er þetta fjölmennur hópur? Örn: Það eru um 600 manns á launaskrá hjá 62 tónlistarskólum, en þeir eru ekki allir í heilli stöðu. Nemendur eru meira en 8000. Ásrún: Á síðustu árum hefur Fé- lag tónlistarkennara og FÍH lagt mikla vinnu í kjarasamninga tónlistarkennara. f þeim efnum hefur ástandið gjörbreyst. Er meiningin að samið verði um laun kennaranna við hvert sveitarfélag fyrir sig, ef hin nýja skipan kemst á? Örn: Það er spurning hvort þetta splundrar ekki stéttinni. En hugs- anlega gætum við reynt að þrýsta á Samband íslenskra sveitarfé- laga að samið verði við stéttina í heild. Ásrún: Nú er því haldið fram að tónlistarskólar séu að vissu leyti hliðstæða við grunnskóla, en kennarar þeirra eru allir á launum hjá ríkinu. Örn: f áliti verkaskiptanefndar er gert ráð fyrir að frá og með 1989 færist rekstrarkostnaður grunn- skólanna alfarið yfir á sveitarfé- lög, nema launakostnaður sem á að greiðast áfram af ríkissjóði. Soffía: Þetta er allt á einni leið. Ásrún: Það er í raun og veru ekki um neitt samræmi að ræða. Grunnskólakennarar verða áfram ríkisstarfsmenn. Örn: í umræðum um þessi mál virðast tónlistarskólar skoðaðair dálítið á skjön við aðra skóla. Ásrún: Tónlistarskólamir eru auðsjáanlega ekki metnir sem fræðslustofnanir. Starfsemi þeirra virðist vera talin einhvers konar námskeiðahald. Örn: Það er reyndar athyglisvert að fulltrúi menntamálaráðuneyt- isins í verkaskiptanefndinni, Or- lygur Geirsson, mælti á móti þessum hugmyndum. En engu að síður eru þær komnar inn í fjár- lög. Ásrún: Hann var líka eini maður- inn í nefndinni sem þekkti virki- lega til tónlistarskóla. Soffía: Það mætti líta á dæmi um málaflokka þar sem ríkið hefur dregið sig út úr rekstrarkostnaði. Ég minni á dagvistarmál bama. Þegar ríkið hætti að taka þátt í rekstarkostnaði varð það síður en svo til að hvetja til aukinnar upp- byggingar. Sveitarfélög hikuðu og kipptu að sér hendinni. Þarna er spurning um ábyrgð ríkisins sem það er að afsala sér eða skjóta sér undan. Örn: Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi hefur verið helsti taismaður sveitarstjórnar- manna fyrir þessum breytingum. Hann hefur stundum tekið dæmi af bókasöfnum sem nú eru ein- göngu rekin á kostnað sveitarfé- laga. Hann tekur þá mið af höf- uðborgarsvæðinu en þar er kann- ski annað ástand en í litlum sveitarfélögum. Þegar ríkið dró sig út úr rekstri safnanna þá var það skuldbundið í 10 ár til að leggja til þeirra fé. Soffía: Er ekki fyrirmyndin hæp- in? Mér skilst að sum bókasöfn kaupi ekki einu sinni bækur sem eru að koma út þessa dagana. Ásrún: Það er auðvitað enginn kominn til með að segja að sveitarstjórnarmenn hugsi sér gott til glóðarinnar að drepa alla tónlistarskóla en þetta er mikið óöryggi. Það er ekkert sem fyrir- skipar þeim að halda rekstrinum áfram. Soffía: Auðvitað er áhuginn mis- jafn, því að allt mögulegt annað kallar á fé. Ég er viss um að víða verða dregin saman seglin, líka þar úti á landi sem tónlistarskólar hafa fastan sess, eins og t.d. á Akureyri. Það eru reyndar ekki alltaf sveitarstjórnir sem haft hafa frumkvæði að stofnun og rekstri tónlistarskóla. Ég veit ekki betur en víða hafi þar verið að verki hópar áhugamanna eða tónlist- arfélög. Og víða er rekstur skól- anna í höndum slíkra aðila þótt styrkur komi frá, sveitarfélagi og ríki. Örn: Óttinn stafar annars vegar af þeirri vissu að sum sveitarfélög hafa ekki bolmagn til að standa að rekstri tónlistarskóla og hins vegar af því að hjá sumum sveitarstjórnum vantar viljann. Soffía: Það er óviðunandi ástand að eiga tilvist þessa þáttar í fræðslukerfinu undir geðþótta- 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.