Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 5
ákvörðunum sveitarstjórnar- manna. Með allri virðingu fyrir þeim; þetta er of mikil óvissa. Ráðherrar og þingmenn þurfa að gera það upp við sig hvort þeir vilja mennta þjóðina í tónlist og telja þar með að það tilheyri al- mennri menntun. Ef ekki, þá auðvitað burt með þetta. Annars verður að standa að þessu með ríkið að bakhjarli og það verður að bera ábyrgð á þessum þaetti menntamála, þótt sveitarstjómir komi þar vitaskuld einnig við sögu. Blm: Málefni tónlistarskóla virð- ast ekki hafa verið á borði ráð- herra þegar þeir voru að endur- skoða fjárlagafrumvarpið um síð- ustu helgi. Sumir hafa látið sér detta í hug að þetta yrði sam- þykkt nú en kippt síðan aftur til baka með vorinu. Að tíminn sé nægur þar til næsta skólaár hefst að hausti. Örn: Það eru ekki eðlileg vinnu- brögð að hætta fyrst fjárhags- legum stuðningi og síðan að at- huga hvort eigi að gera það eða ekki. Menntamálaráðherra segist að vísu ætla að leggja fram frum- varp að lögum um tónlistarskóla en væri ekki eðlilegra að setja fyrst lög um skólana og athuga síðan hvort sveitarstjórnir hafi áhuga á að starfrækja þá sam- kvæmt þeim? Ásrún: Skólarnir þurfa að ráða sér starfsfólk með nægum fyrir- vara. Mér sýnist að til öryggis þurfi skólarnir nú að segja upp öllum kennurum sínum til að sitja ekki uppi með þá verkefnalausa næsta vetur. Blm: Margir óttast að námsgjöld hækki þegar fjárstuðningur ríkis- ins hefur verið skorinn niður. Hvað eru þau Ásrén: Þao er mjög misfafnt en námsgjöldin eiga ekki að hækka ef sveitarfélögin taka á sig bæði sinn hluta og hluta ríkisins. í langflestum skólanna standa námsgjöld nú undir rekstrar- kostnaði öðrum en launum. Soffía: Ég get ekki séð annað en skólarnir dragi meira og minna saman seglin. Ásrún: Þegar Söngskólinn var stofnaður 1973 voru í gildi lög frá 1963 um þriðjungaskipti, kostn- aður átti að skiptast jafnt milli nemenda, ríkis og sveitarfélaga. Það var mikill barningur, menn biðu vikum og mánuðum saman eftir launum. Ástandið gjör- breyttist 1975 þegar lögum var breytt þannig að ríkið greiddi 50% launa, a.m.k. hefur verið til fyrir launum, þótt vantað hafi peninga í annað, eins og hljóð- færakaup o.fl. ' Blm: Undirskriftasöfnun, þar sem andmælt er áformum um að fella niður ríkisstyrk til tónlistar- skóla, á hverra vegum er hún? Örn: Samtaka skólastjóra í tón- listarskólum. Fyrirhugað er að safna jafnmörgum undirskriftum og nemendur eru í skólunum, þ.e.a.s. á níunda þúsund en binda það við þá aðstandendur sem orðnir eru 18 ára. Blm: Það er ekki farið út í að safna undirskriftum t.d. í stór- mörkuðum eða á öðrum fjöl- mennum stöðum. Var kannski ekki talið að almenningur vissi nóg um hvað væri að gerast? Soffía: Almenningur? Eg verð nú að segja að ég er hissa á því hvað þessi umræða kemur flatt upp á marga kennara, þó er langt síðan menn fóru fyrst að ýja að þessu og auðséð hefur verið hvert átti að stefna. Viaítttegar'væri að hefja almenna undirskrífUsöfnua því að almenningur lætur sig tón- listarskólana varða. Það er t.d. ekki óalgengt að menn spyrjist fyrir um tónlistarskóla áður en þeir taka ákvörðun um að flytjast búferlum. Fólk vill að börn þess eigi kost á tónlistarnámi. Örn: Auðvitað má hugsa sér að sveitarfélög komi til með að sjá mjög vel um tónlistarskólana en það breytir því ekki að tónlistar- skólar eiga að heyra undir al- menna stjórn menntamála. Ásrún: 1 því sambandi má minna á þá miklu vinnu sem til skamms tíma fór fram í gerð námsskrár fyrir tónlistarnám. Soffía: Já, en svo var hægt á þeirri vinnu og hún stöðvuð í mennta- málaráðuneytinu 1984. Síðan þá hefur þessi. námsskrárvinna því miður staðið föst. Ásrún: í dag þurfa skólarnir að senda skýrslur til mennta- málaráðuneytis og það hefur nokkurs konar eftirlit með starf- inu og gætir samræmingar. Soffía: Já, þess er gætt að skól- arnir séu sem líkastir hvað náms- efni og kröfur snertir. Með boð- uðum breytingum og nýju fyrir- komulagi er verið að kippa undir- stöðunum undan tónmennt. Vítt og breitt um landið kemst fólk nú í viðurkennt tónlistarnám sem það ætti engan kost á ef ekki væru tónlistarskólarnir. Örn: Svo er talað um að nú eigi að setja lög um tónlistarháskóla. Það er dálítið skrýtið að á sama tíma er verið með áætlanir um að eyða grasrótinni með því að setja tilvist almennra tónlistarskóla í stórhættu. Þetta er eins og að byggja frystihús en hafa engan fisk til að láta í það. S«Wí«r Hvar á að fá fólk til aö stMða nám á riðari stigum ef undifstöðu varitar? ÓP SÍÐA 5 Samkvœmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar er nú lagt til að ýmis verkefni fœrist frá ríkinu yfir til sveitarfélaga. Á þetta m.a. við um tónlistarfrœðslu. Framlag mlðast við að ríkið greiði laun (50%) við kennslu út skólaárið 1987-1988 en síðan falli þátt- taka þess niður. Úr athugasemdum með frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1988. |#l---------------------------------- SgS FÉLAGSMÁLASTOFNUN Jjr REYKJAVÍKURBORGAR Unglingaathvarfiö, Tryggvagötu 12, auglýsir eftir starfsmanni í 46% kvöldstarf. Æskilegt aö um- sækjendur hafi kennaramenntun eöa háskóla- menntun í uppeldis-, félags-, og/eða sálarfræöi. Umsóknareyöublöð fást hjá Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9. Umsóknar- frestur er til 15.12.87. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 20606 eftir hádegi virka daga. Hjúkrunarfræðingar sjúkraliðar Sjúkrahúsið Patreksfirði óskar að ráða hjúkrun- arfræðinga og sjúkraliða sem fyrst. SJÚKRAÞJÁLFARAR Sjúkrahúsið Patreksfirði óskar að ráða sjúkra- þjálfara frá næstu áramótum eða eftir samkomu- lagi. Nánari upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri og framkvæmdastjóri í síma 94-1110. Sjúkrahúsið Patreksfirði Frá æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands Kennara vantar nú þegar að Æfingaskóla Kenn- araháskólans. Um er að ræða kennslu í hand- mennt sem nemur um það bil einni stöðu. Ráðið verður í starfið út þetta skólaár. Nánari upplýsing- ar veitir skólastjóri í símum 84565 og 84566. Styrkir úr vísindasjóði Vísindaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki Vísindasjóðs árið 1988. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðu- neytinu og hjásendiráðum Islands erlendis. Um- sækjendur geta leitað upplýsinga hjá Sveini Ing- varssyni líffræðingi (í s. 99-6551 eða 91 -685140) vegna umsókna til Náttúruvísindadeildar og Líf- og læknisfræðideildar, og hjá Þorleifi Jónssyni bókaverði (í s. 91-671938 (heima), 91-16864 og 91-694328) vegna umsókna til Hug- og félags- vísindadeildar. Formenn deildastjórna eru Þórir Kr. Þórðarson prófessor (Hug- og félagsvísindadeild), Sigfús A. Schopka fiskifræðingur (Náttúruvísindadeild) og Gunnar Guðmundsson prófessor (Líf- og læknis- fræðideild). Umsóknarfrestur er til 1. febrúar og skal skila umsóknum merktum viðkomandi deild til Vís- indasjóðs, Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4-6, 101 Reykjavík, fyrir þann tíma. Vísindaráð Guðrún Guéwéóttir frá Eyjum (Kjrís andaðist á Landspítalanum aðtaranótt 4. desember. Útför hennar ter fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 14. desemb- er kl. 13.30. Andrés ingibergsson Sigurður Ingi Andrésson Soffía Sigurðardóttir Gunnar Andrésson Guðbjörg Stefánsdóttir Einar Andrésson Hólmfríður Gröndai og barnabörn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.