Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 10
A BESTA ALDRI... Kaflar úr bókinni Á besta aldri eftirJóhönnu Sveinsdóttur og Þurídi Pálsdóttur Missirinn mikli: „Farist sá dagur, sem eg fæddist á“ í 2. kafla, Öll þessi breytinga- skeið, er reifuð sú hugmynd að því eldri sem við verðum þeim mun erfiðara reynist okkur að fagna breytingum: breytingar fela í sér endalok ákveðins skeiðs, ýmsar þekktar stærðir eru úr sögunni, en um leið hefst nýttskeið, óþekkt. Og þarsem okkur hættir til að hræðast hið óþekkta er skiljanlegt að konur sem eru að komast á miðjan aldur tengi það æviskeið sem í vændum er einungis missi án þess að renna í grun að ýmislegt getur áunnist um leið. Missir... Af frásögnum nokk- urra kvenna á síðum þessarar bókar kemur í ljós hversu ólíkt konur bregðast við því að uppeld- ishlutverki þeirra lýkur og þeirri nauðsyn að endurskipuleggja líf sitt (m.a. af þeim sökum). Sumar verða þunglyndar um tíma og skiija ekkert í „hvað er eiginlega að koma yfir þær“. Konan sem vitnað er til í 1. kafla skildi ekki hvers vegna hún „sat áfram í sömu áhyggjustellingunni“ þegar allt var farið að ganga henni í hag: börnin spjöruðu sig prýðilega á eigin vegum, fjárhagur hennar hafði vænkast og hún hlaut mikla umbun á starfsvettvangi sínum. Eftir nokkurra mánaða tímabil í „deyfð og drunga" fór hún smám saman að gera sér grein fyrir - m.a. í samvinnu við geðlækni - að fram að þessu hafði hún notað mikilvægi móðurhlutverksins sem eins konar „afsökun" þegar henni þótti frammistaða sín á öðrum sviðum ekki sem skyldi. Nú hafði hún ekki lengur þetta skálkaskjól þar sem börnin voru flutt að heiman og farin að lifa sjálfstæðu lífi og hún horfðist í augu við að það kostaði hana tals- vert átak að vera „bara“ fimmtug kona á framabraut. En þessi upp- götvun markaði samt sem áður upphafið að nýju og ríkara lífi! Margar konur hafa svipaða sögu að segja, en því miður eru þær alltof margar sem af þessari ástæðu eða öðrum festast í víta- hring eftirsjár og óánægju, oft án þess að gera sér grein fyrir or- sakasamhenginu. Móðurhlu- tverkið felst vissulega í því að annast annan einstakling - en oft er skammt yfir í sjálfsfórnina. Eetta ábyrgðarmikla en jafn- framt tælandi og marglofaða hlutverk gerir móðurinni auðvelt með að gleyma sjálfri sér, setja sig aftast í röðina og vonast til að þeir sem hún hefur gefið eða ann- ast endurgjaldi ótilkvaddir. En „gleymt er þegar gleypt er,“ sagði hundurinn og var saddur þegar... Mæður verða að vera ábyrgar á þann hátt að ætla sjálfum sér rétt og virðingu og forðast það að ganga inn í hlutverk “barns“ sem aðrir eiga að annast af skyldu eða sektarkennd. Slík afstaða skapar oft kvíða og spennu, jafnvel þunglyndi, en þunglyndi er ástand dapurleika, kvíða og hjálparleysis þar sem viðkom- andi sér aðeins hið ómögulega. - En skyggnumst inn í reynsluheim Gamla testamentisins: ”Einu sinni var maður í Úz- landi; hann hét Job; hann var maður ráðvandur og réttlátur, guðhræddur og grandvar.“ Þegar Job missti samtímis öll börn sín, þjóna og verald- legan auð, stóð hann upp og „reif skikkju sína og skar af sér hárið; og hann féll til jarð- ar, tilbað og sagði: Nakinn kom ég af móður- skauti og nakinn mun eg aftur þangað fara; Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað verði nafn Drottins. í öllu þessu syndgaði Job ekki og ekki átaldi hann Guð heimskulega.“ En skömmu síðar... ”...gekk Satan burt frá augliti Drottins og sló Job illkynjuð- um kaunum frá hvirfli til ilja (...) Loks lauk Job upp munni sínum og bölvaði fæðingar- degi sínum. Og Job tók til máls og sagði: Farist sá dagur, sem eg fœddist á, og nóttin, sem sagði: sveinbarn er getið!“ Þessar tilvitnanir í Jobsbók eru ekki valdar sökum bókmennta- gildis heldur vegna þess að þeir sem hafa orðið fyrir miklum missi líða oft þjáningar sem líkja má við þjáningar Jobs, og þráspyrja eftirfarandi spurninga í ýmsum tilbrigðum: „Hvað hef ég gert til að verðskulda þessar þjáningar?“ Eða: „Er verið að refsa mér fyrir syndir mínar?“ Er þá m.a. átt við „slælega frammistöðu" eða liðn- ar ánægjustundir sem samvisku- sömu fólki finnst oft að það hafi stolið. Árið 1917 sendi Sigmund Fre- ud frá sér rit sitt um sorg og þung- lyndi. Þar greinir hann annars vegar á milli sorgar sem eðlilegra viðbragða við missi og hins vegar melankólíu eða þunglyndis sem sjúklegs ástands. Þegar við syrgj- um höfum við misst eitthvað áþreifanlegt, eins og eignir eða ástvin, eða eitthvað óáþreifan- legra eins og hugsjón eða vináttu, án þess að sjálfsálitið bíði alvar- Ekki nóg með það að konur upp- lifi ýmis þáttaskil mjög sterkt í lík- ama sínum heldur er hið svokall- aða breytingaskeið tiltölulega nýtt í mannkynssögunni og eykur ennásérstöðu kvenna. Fyrrá tímum dóu konur yfirleitt áður en tíðahvörf urðu. í bókinni The Menopause Myth eru nefndar tölur þessu til glöggvunar: Árið 28 eftir Krists burð var meðalald- ur kvenna 23 ár. Árið 1500 var hann 35 ár. í byrjun 20. aldar var meðalaldur þeirra 49 ár, en núna erhann78 ár. Þaðþýðiraðfjöldi kvenna lifir u.þ.b. 28 ár eftirtíða- hvörf, eða þriðjung ævinnar. Konan er þar fyrir utan eina lífveran sem fer úr barneign. All- ar dýrategundir eru færar um að fjölga sér til dauða. Meðan með- alaldur kvenna var 49 ár var manneskjan eins og aðrar lffver- legan hnekki eða að menn ásaki sjálfa sig. í fyrri tilvitnuninni í Jobsbók hér að framan hefur Job gengið í gegnum slíka sorg en samt sem áður missir hann ekki móðinn og setur hald sitt og traust á Drottin. En þegar Job verður fyrir því að líkami hans afskræmist og líð- ur kvalir verða viðbrögð hans með öðrum hætti. Hann bölvar uppruna sínum og rótum tilvistar sinnar. Þannig er þunglyndu fólki oft farið: „Ég vildi óska þess að ég hefði aldrei fæðst," „Eg vildi að ég væri dauð.“ Slík líðan kem- ur nokkuð heim og .saman við túlkun Freuds á eðli þunglyndis- ins: „Djúp hryggð (angurværð).d- vínandi áhugi á heiminum umhverfis, glataður hæfileiki til að geta elskað, þolanda- háttur, þverrandi sjálfstraust sem kemur fram í sjálfsásök- unum og sjálfsúthúðunum sem ná hámarki sínu í þeirri blekkingu að refsing sé yfir- vofandi." Fram hefur komið að læknar telja þunglyndi meðal kvenna ekki algengara á miðjum aldri en á öðrum aldursskeiðum. Það breytir þó ekki því að margar konur kvarta um þunglyndi um og upp úr tíðahvörfum, oft sam- fara annarri vanlíðan eins og vöðvagigt, höfuðverk og svefn- leysi. Slíkar konur standa yfirleitt ráðþrota - og magnþrota - í miðj- um vítahring, og vita ekki hvað er orsök og hvað afleiðing. Það er eðlilegt að manneskja, sem líður illa og finnur sig vanheila, leiti læknis. En því miður fást oft þau svör ein frá læknum að engan sjúkdóm sé að finna þrátt fyrir gagngera rannsókn. Því er ekki að furða að bæði læknir og sjúk- lingur detti í úrræðaleysi ofan í þá stóru ruslakistu sem tíðabrigða- tímabilið hefur oft verið gert að, bæði sem útskýring á og afsökun fýrir margs konar vanlíðan og vandræðum hjá miðaldra kon- um. ur að þessu leyti. Nú á dögum horfir málið öðruvísi við. Stór hluti kvenna um fimmtugt á langt lífsskeið fram undan. Auðvitað lifðu margar konur tíðahvörf fyrr á tímum. Þær hafa vafalaust fagnað því að geta ekki lengur átt börn, því tíðahvörf voru náttúrleg getnaðarvörn. Meðal margra „frumstæðra" kynþátta var t.d. eðlilegt að amman eða sú sem hætt var að eiga börn yrði leiðtogi ættflokks síns. Hið margbrotna þjóðfélag síðari tíma breytti hins vegar af- stöðu manna til tíðahvarfa eins og áður hefur verið minnst á. Breytingaskeiðið var tengt kyng- etu konunnar sem oftast var skil- greind af körlum en ekki konum. Konan öðlaðist sýnilegt gildi við það að ala börn og þau voru ótví- ræð sönnun á karlmennsku mannsins. Við konur erum svo sérstakar! Úr viðtölum við þrjár konur „Það sem mér finnst skipta mestu máli varðandi hjónaband- ið er að makarnir séu góðir fé- lagar. Það höfum við hjónin verið í okkar þrjátíu og sjö ára hjóna- bandi þótt ekki hafi það ævinlega veriðdansárósum. Ég hef aldrei skilið þessa kröfu fólks um skilyrðislausan trúnað. Enginn er fullkominn - og hvers vegna skyldi maður ætlast til þess að hinn aðilinn sé betri en maður sjálfur? Um tíma helitist eins konar grár fiðringur yfir manninn minn og ég komst aÓ raun um að hann átti í ástarsambandi við konu úti í bæ. Ég fann ekki til afbrýðisemi og hugsaði með mér að hann þyrfti bara á þessu að halda. í stað þess að úthella mér yfir hann fór ég mína leið og gerði slíkt hið sama. Það var mér nauðsynlegt á þeim tíma og gaf mér mikið sjálfstraust! Maður verður að reyna að bjarga sér þótt það þyki kannski ekki góður siðferðisboð- skapur... Þetta varð til þess að hjóna- bandið stórbatnaði og síðan þá hefur samlíf okkar verið betra en nokkru sinni fyrr og ég hef aldrei þurft að bera því við að ég væri „of þreytt“. ...Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika höfum við hjónin aldrei fengið leiða hvort á öðru, hvorki sem vitsmunaverum né kynverum.“ „Ég var 45 ára og eitt sinn varð ég alveg undrandi þegar ég var við messu og varð skyndilega svo óþægilega heit og fannst eins og andlitið á mér þrútnaði og roðn- aði. Ég hélt ég væri að verða veik. Þetta stóð í 5-10 mínútur, held ég. Svo fóru að koma svona köst aftur og aftur næstu daga og þá skyldi ég að þetta voru svitakófin margumtöluðu. Um 4-5 ára skeið var þetta afleitt á köflum, truflaði mjög nætursvefn og þá fékk ég líka ógurlega angistar- og kvíðatilfinningu. Kveið fyrir næsta degi og öllu sem honum fylgdi. Á vinnustað varð ég mjög taugaspennt og fljót til að rjúka upp ef allt gekk ekki eftir áætlun, - sem er mjög ólíkt mér.“ í raun get ég með góðri sam- visku kallað nýliðið sumar gull- hamrasumarið mikla. Gullhamr- arnir eru sjálfsagt uppskera þess að ég hef haft betri tíma til að gefa sjálfri mér gaum. Ég er orðin meðvitaðri um eigin líkama, veit betur hvað klæðir mig og hef meira sjálfsöryggi. Húðin og líkaminn hafa auðvitað látið eitthvað á sjá, en þeir karlmenn sem ég umgengst fá líka aðra hluti í staðinn. Ég tel að karl- menn leiti gjarnan til sér eldri kvenna af því að þær hafa lífsreynslu sem þá langar sjálfa til að öðlast, enda sagði ég viÓ hjart- ans vin minn nýverið: „Þú getur örugglega fundið konu sem er fal- legri, yngri og ríkari en ég, en enga skemmtilegri og lífsreynd- ari!“ Þroskuð kona hefur að ákveðnu leyti eitthvað göfugt og glæsilegt við sig á svipaðan hátt og gamalt eðalvín og antík- húsgögn - fyllingu og „aroma“. Ungar konur eru karlmönnum oft fremur stöðutákn en félagar. Fimmtug kona getur ekki ætl- ast til að karlar stökkvi á hana út af sætu andliti. Hún verður að hafa útgeislun, vera fyndin og skemmtileg og geta miðlað reynslu sinni á jákvæðan hátt. Þá leita karlar til hennar til að ræða málin og sækjast eftir skilningi. Fólk flýr úr návist kvenna sem sitja og ausa úr brunnum beiskju sinnar og biturleika og kveina yfir því hvað allir hafi verð vondir við þær. Sömuleiðis forðast fólk kon- ur sem ekki geta talað um annað en sjúkdóma og peninga. 10 SÍÐA - Þ4ÓÐVILJINN Sunnudagur 13. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.