Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 14
Hugleiðing um Núíta Einhvers staðar í sögum J. Magnúsar Bjarnasonar segir frá því, að kanadískir verka- menn lögðu niður vinnu í mót- mælaskyni, þegarþeirkom- ust að því að íslenskur verka- maður hafði jafn há laun og þeir sjálfir: gátu þeir ekki unað því að hvítir menn skyldu ekki fá meira í kaup en eskimói. J. Magnús Bjarnason, sem er einn af þeim rithöfundum sem íslendingar ættu að lesa sem gaumgæfilegasttil aðskilja hverjir þeir eru, ver síðan miklu púðri í það víða í verkum sínum að sýna og sanna að (slendingarséu menn með mönnum og ekki síst í Vestur- heimi, þráttfyrirþessafurðu- legu þjóðsögu um uppruna þeirra: hann lætur þá and- skotast móða og másandi upp og niður hvíta pappírsörk- ina og vinna sigur í víða- vangshlaupum, hann lætur þá leysa dularfullar gátur af mikilli skarpskyggni, loka munninum vatnsþétt þegar hella á ofan í þá göróttum veigum, og ræna huglausum læknum. Leynist það ekki fyrir lesandanum að fráleitt sé að frumstæðir menn geti leyst af höndum slík þrekvirki. Þess verður reyndar víða vart í blöðum og ritum frá sama tíma- bili, að J. Magnús Bjarnason var ekki einn um þessar áhyggjur: margir eru þeir sem vorkenna þjóð sinni sárlega fyrir að þurfa að þola það, ofan í svartadauða, bólu, hafísa, móðuharðindi, eld- gos og einokunarverslun, að vera kennd við skrælingja, en aðrir lýsa hetjulegri baráttu sinni við útlenda þverhausa, sem voru tregir á að viðurkenna skjanna- hvítt og arískt eðli Mörlandans. Samt er erfitt að verjast nokkurri undrun, þegar maður les þessar umræður nú á dögum: maður skyldi nefnilega ætla, að íslend- ingum hefði ekki átt að verða skotaskuld úr því kringum alda- mótin síðustu að færa endanlega sannanir á það í augum heimsins að þeir ættu ekkert skylt við Núíta, þá fornu menningarþjóð sem frá örófi alda hefur byggt snjóugar álfur undir leiðarst- jörnu. Þeir hefðu ekki þurft ann- að en kveða til nefnd ráðvandra heiðursmanna af ýmsu þjóðerni til að ganga úr skugga um það og votta, að afkomendur víkinga hafa aldrei kunnað að klæða sig eða haga lífi sínu og ferðum í samræmi við staðhætti á Skerinu, heldur urðu þeir unnvörpum úti í grimmdarstórleik landskaparins, bjargarlausir, villtir og illa skóað- ir, meðan nágrannar þeirra með skásett augu í enn kaldari löndum í vestri sátu rólegir af sér öll veður í snjóhúsum sínum og urðu jafnvel að fækka fötum vegna hit- ans kyrjandi „aja ajaja aja“. Síðan þessi þjóðsaga var á kreiki um uppruna Mörlandans og eðli hafa margir ísjakar hrunið til sjávar, málið er ekki lengur á dagskrá, og skyldu ýmsir ætla að það komi lítið að sök þótt íslend- ingar hafi vanrækt á sínum tíma að sanna það sauðsvart á snjó- hvítu að þeir væru engir Skræl- ingjar. En sú vanræksla er samt liður í stærra vandamáli, sem er jafn brýnt nú á dögum og það var um aldamótin: íslendingar hafa nefnilega að mestu leyti látið undir höfuð leggjast að skilgreina sjálfa sig og velta því fyrir sér hvar þeir eru staddir í heiminum. Kannske má segja þeim til afsök- unar, að það var ekki nema eðli- legt að þeir sýndu þessu máli tak- markaðan áhuga í nokkra áratugi eftir stríð, þ.e.a.s. meðan þeir voru uppteknir við „íslenska efnahagsundrið". Það fólst nefni- lega í því að góður hluti heillar kynslóðar keypti íbúðir og aðrar húseignir upp á krít, og svo kom einhver gerninga-gola verðbólg- unnar og blés burtu skuldunum, þannig að menn fengu fast- eignirnar fyrir lítið. Var það þá áhyggjuminnst að velta þessu á- standi ekki of mikið fyrir sér eða bera það saman við efnahagslíf annarra landa, heldur synda í gegnum tilveruna í þeirri ljúfu trú, að á þessu sviði sem öðrum væru íslendingar í fararbroddi þróunarinnar og hefðu leyst húsnæðisvandamál og fleira slíkt með einhvers konar fyrirhafnalít- illi sísköpun verðmætanna. En nú er öldin önnur og er sennilega erfitt að trúa á „íslenskt efnahagsundur" eftir atburði síð- ustu ára, hvað þá þessa sísköpun verðmæta sem gæti gert alla að eignamönnum. Virðast þá fáar skýringr til á ástandinu nema sú gamla kenning, sem oft áður hef- ur skotið upp kollinum, að ís- lenskt efnahagslíf og þjóðlíf yfir- leitt séu svo gerólík öllu sem er við lýði annars staðar að engum samanburði verði við komið: ís- lendingar séu hvorki á undan né eftir „þróuninni" né heldur á ein- hverri hliðstæðri braut sem hægt væri að skilgreina með þeim kenningum sem stuðst er við í öðrum löndum, heldur einhvers staðar annars staðar, - kannske uppi í tunglinu eða því sem næst. Sem betur fer er ástandið á Skerinu þó ekki svo greipileg ögr- un við hugsunina. Eins og er- lendir ferðamenn hafa reyndar stundum bent á í sambandi við einstök atriði slitin úr samhengi, svipar íslensku efnahagslífi og þjóðlífi í heild um margt til þess sem gerist og gengur í mörgum nýfrjálsum ríkjum Þriðja heimsins. Þótt þær þjóðir sem þessi lönd byggja séu harla sund- urleitar - jafn ólíkar hver annarri oft á tíðum og Landinn Núítum - hafa þær nefnilega þá reynslu sameiginlega að hafa verið ný- lendur, og þá reynslu eiga íslend- ingar með þeim. í öllum tilvikun- um má nefnilega segja að nútíma- þjóðfélagið hvíli á þessum grunni: það er hann sem skilur þjóðirnar frá hefðbundinni menningu á borð við snjóhúsa- stripl Núíta eða vosbúð Mörland- ans. Ef ástandið á Skerinu er skoðað í slíku samhengi, verður margt ljóst og ýmsar hliðstæður koma fram. Eitt það augljósasta sem skilur íslendinga frá öðrum Vestur- landaþjóðum og skipar þeim í sveit með ýmsum þjóðum Þriðja heimsins er verðbólgan blóm- lega, sem einkennist bæði af því hvað hún er mikil og af því að hún veldur mjög verulegum eignatil- færslum. En hún er þó aðeins hluti af sérkennilegu mynstri sem hægt er að finna í stórum dráttum en með ýmsum tilbrigðum eftir aðstæðum á íslandi og meðal margra nýfrjálsra þjóða. Víða virðist verðbólgan nefnilega vera nátengd því fyrirbæri, að þegar nýlenda fær sjálfstæði og ný- lenduherrarnir hverfa á braut, rís snarlega upp innlend stétt sem gengur beint inn í hlutverk þess- ara sömu nýlenduherra, þótt stfl- inn kunni stundum að vera ann- ar. Á þennan hátt myndast nokk- uð breiðir þjóðfélagshópar, sem hafa fylgst vel með tímanum og verða vel bjargálna af því að kunna á kerfið, og í kringum þá eru aðrir hópar, sem gera sér vonir um að komast í sömu að- stöðu og hirða kannske molana af borðunum á meðan, og hneigjast því til að styðja kerfið. Það er hjá þessum mönnum sem eignatilf- ærslur verðbólgunnar hafa til- hneigingu til að lenda, eins og þeir hafi eitthvert dularfullt að- dráttarafl. Þegar gerðar eru til- raunir til að draga úr verðbólg- unni, eru það hins vegar aðrir sem þurfa að borga brúsann. Atvinnulífið er oft á tíðum að verulegu leyti utan við þessar nýju stéttir, en það er gjarnan talsvert einhæft, eins og það var á nýlendutímabilinu. Þessari þjóðfélagsbyggingu fylgir yfirleitt líka ákveðið við- horf til menningarmála. Ein- kennist það af lotningarfullri virðingu fyrir ýmsum lægri afkim- um í menningu nýlenduherranna fyrrverandi (eða þeirra sem hafa tekið við hlutverki þeirra) og tví- skinnungi gagnvart eigin menn- ingu: þeim hluta hennar sem út- lendingar sýna áhuga er hampað mjög, en gegn hinum hlutanum, sem útlendingar skipta sér ekki af einhverra hluta vegna eða hafa hreinlega ekki veitt eftirtekt, er skorin upp herör og mikið kapp lagt á að afmá hann sem rækileg- ast. Yfirstéttirnar einkennast af glysgirni og sýndarmennsku og öðrum stælum nýríkra manna. Mörg þessi atriði geta menn séð með berum augum á íslandi, og kannske er hægt að rekja sig síðan áfram og finna hver er þátt- ur þeirra í þjóðlífinu. í menning- armálum er t.d. auðvelt að benda á, að fornbókmenntunum er sýndur fullur sómi, kannske af því að hægt er að fara með erki- jarla og þjóðkonunga í Árna- garð, meðan niðurrifskúlunni er sveiflað á móti byggingararfleifð Reykjavíkur, sem hefur til þessa farið fram hjá útlendingum. Maður fer jafnvel að velta því fyrir sér, hvort það hefði ekki nægt til að bjarga Fjalakettinum, að t.d. emírinn af Abu Dhabi eða þá sýslumaðurinn í Texas hefði komið og beðið sérstaklega um að fá að skoða þann gamla kvik- myndasal, sem þar var til húsa. í efnahagsmálum blasir verðbólg- an við og margþættaðar afleið- ingar hennar, svo og hið mikla veldi alls kyns innflytjenda, sem ávaxta pund hörmangaranna gömlu. En á þessu sviði rekst maður þó talsvert óþyrmilega á það, að upplýsingar vantar um fjölmörg atriði, og er undarlega margt sem menn hafa af einhverj- um ástæðum aldrei hirt um að rannsaka. Enginn veit t.d. skýr- inguna á því dularfulla verði, sem oft hefur verið á innfluttum vörum, það er að mestu hulið hvað gerðist þegar núllin voru skorin aftan af krónunni, fátt hef- ur verið sagt um það að svo virð- ist sem útlendingar eigi völ á ódýrari farmiðum með íslenskum flugfélögum en íslendingar sjálf- ir, og engin úttekt mun hafa verið gerð á þeim eignatilfærslum sem verðbólgan hefur valdið. Það vantar því ekki verkefni fyrir framsækna fræðimenn, bæði við að rannsaka atriði af þessu tagi og svo við að kanna stöðu íslendinga í veröldinni frá þess- um sjónarhóli, og athuga að hvaða leyti þeim svipar meir til ýmissa nýfrjálsra ríkja en til Núíta á sínum tíma. Slíkar rann- sóknir hefðu þótt saga til næstu bæjar fyrir nokkrum árum, þegar Þriðji heimurinn var í tísku og ungir menn á Vesturlöndum gjó- uðu þangað augunum í von um að finna allsherjarlausn á vandamál- um mannkynsins. Það er óneitan- lega kaldhæðni örlaganna, að nú þegar það er opin leið að skil- greina Mörlandann og framlag hans í konsert þjóðanna í þessu samhengi, skuli menn einmitt vera búnir að missa áhugann á brambolti hinna nýfrjálsu þjóða og þeirra nóta. Annars hefði for- sætisráðherra vor getað orðið Che Guevara næsta áratugar með bflæti af sér hangandi í herbergj- um stúdenta og meyjarskemmum betri borgarhverfa á Vestur- löndum. e.m.j. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ! Sunnudagur 13. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.