Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 15
Þorri Jóhannsson Ljóð Sýklar minninganna Tímar munu fjúka í önnur höfuð, fjarlœga geima. Eftir dagana munu sýklar minninganna hugsa sér leið inn í aðrar frumur. Höfuð sýklanna! Sköpun annars konar stunda. Heimskir munu heiminn sjá. Aldraðir œða og œpa. Dauðir drepa og dansa. Börn berjast og eyða valdi foreldra. Sjúklegar sýnir svíða augu, skýra augu, stjórnanna. Geymist í minningum veiranna sem brot er sáldrast ofan í sviðna jörðina. Ný höfuð Lifandi hér, dauður þar. Brotinn tími. Minning annar líkami. Öðru vísi, annars staðar, endalausi ég. Skynja aftur mollu minninga. Horfnar hreyfingar. í graut veruleikans. Löngu fornar athafnir. Geymdar í genum kjötsins, í kornum blóðsins. Vellur í afkimum heilans. En sefur við hagnýta hraðann í botnlausu hugarhafi alheims. Fœdd til að vakna, til að fórna blóði. Til að sjá alla leið. Mynstur að breytast. Heimur að skapast. Heimur að hrynja. Mólíkúlur tala og súrefni glitrar. í fjörunni er horft upp í aðra stjörnu. Lýsandi horn. Horfið er í hafinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.