Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 13.12.1987, Blaðsíða 19
GACATONUST Á GðÐUM STW PT# fe MEGAS: LOFTMYND □ LP □ KA □ GD Frískasta og fjölbreytilegasta plata Megasar til þessa. í textunum dregur Megas upp skemmtilegar myndir af mannlífinu í Reykjavík, fyrr og síðar. Og með hljóðfærum á borð við harmóniku, Hammondorgel, óbó, kontrabassa o.s.frv. undirstrikar Megas sérstöðu Loftmyndar sem ferskustu, hnyttn- ustu og bestu Reykjavíkurplötu sem gerð hefur verið. __________ □ LP □ KA □ GD „Besta plata Bubba hingað til." Á.M. Mbl. „Skotheld skífa, hvort sem litið er á lagasmíðar, útsetningar eða annað." Þ: J.V. DV. „Ljóst er að Bubba hefur tekist að gera plötu sem er að mínu mati betri en Frelsið." G.S. HP. 10« jusunwi BUBBI: IDÖGUN Leyft verö 899 Gramm verð 810 I MEGAS: [loftmynd 899 810 SNARL 2 ] Ýmsir flytjendur 349 943 j SYKURMOLARNIR i BIRTHDAY 499 404 ITHE SMITHS: 'STRANGEWAYS 'here we 799 719 | NEW ORDER: tSUBSTANCE 1399 1259 ISYKURMOLARNIR: ÍCOLD SWEAT 449 404 ,DEPECHE MODE Imusic forthe iMASSES 799 719 , BJARTMAR lGUÐLAUGSSON: lí FYLGD MEÐ FULL- ORÐNUM 899 810 • DOM DIXON IROMEO AT IJUILLIARD 799 719 gramm Laugavegi 17 101 Reykjavík Finnst mér rigningin góð? eða á ég að bregða mér á Arnarhól? Mígandi rigning og hundr- að manns standandi utan við ísl. óperuna og eiga í fá skjól að venda. Anddyrið er troðfullt. Rigningin heldur áfram að renna úr þunguðum skýjun- um, alveg án þess að taka tillit til okkar lítilfjörlegu og rennblautu persóna. Nóg að gera á barnum á Arnarhóli. Húsið opnar loks eftir hátt í klukkustundar töf. Sem betur fer fyrir Megas eru aðdá- endur hans býsna harðsnúið lið. Það er annars alltaf jafngaman að skoða tónlistargesti Megasar. Þarna er mætt þverskurðarmynd af þjóðfélaginu. Tískudúkkur með uppsett hár og heilu máln- ingarfabrikkurnar á andlitinu sitja við hliðina á þrautgóðum á raunastund með fleyginn á lofti og salt í vöngum. Post-pönkarar í stórhættulegum gaddaleðurlík- isjökkum ganga innan um lopap- eysuliðið í hinu mesta bróðerni. Og blaðamenn eru látnir í friði. Fjórtán uppí fimmtíuogsex. Og í upphafi... var orðið og orðið var plássleysi Punktar af Greifarnir: Dúbl í horn Eftir Frystikistulagið forðum leyfði ég mér þann munað að ímynda mér að Greifarnir gætu ekki annað en batnað í framtíð- inni. Það reyndist rétt til getið, þótt deila megi um hvort nóg sé að gert. Ekki vantar vinnuna við plötuna, þegar ég rabbaði við Felix í lok október var búið að eyða 300 stúdíótímum í gripinn og guð má vita hversu margir þeir hafa orðið áður en yfir lauk. Ein- hverju af þeim tíma hefði sjálf- sagt verið betur varið annars staðar, en það er nú annað mál. En það er ekki nóg að nostra við tæknihliðina til að úr verði góð plata. Til þess þarf líka lagasmiði góða svo og textaskáld. Og hér er fátt um fína drætti. Platan byrjar nokkuð vel, fyrstu tvö lögin eru aldeilis ágæt popplög með vel þolanlegum textum. En eftir það fer að halla all verulega undan fæti, og þegar á hlið 2 er komið stendur vart steinn yfir steini. Textarnir eru orðnir argasta bull og sumarlínan á sínum stað í lög- unum þótt hávetur sé. En gríp- andi eru þau mörg hver, og ég losnaði ekki við Draumadrottn- inguna af heilanum í tvær vikur, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, sem var afar slæmt því það þykir mér býsna leiðinlegt lag. Svona er þetta. Einu sinni fékk ég meira að segja „Stolt siglir fleyið mitt“ á heilann. Hmmmm. Lítið spenn- andi og ládauð plata, að undan- skildum tveim fyrstu lögunum, sem sýna að þeir geta betur. Og vonandi gera þeir það næst því þessi gripur gleymist fljótt - von- andi. mamma var rússi: Draugar Loksins! Þar kom að því að lif- andi draugar kæmust á kreik í þessu guðsvolaða landi drauga og dusilmenna. Þessir draugar risu upp úr gröfum Fræbblanna sál- ugu og Q4U. Og eins og draugum er tamt (sbr. djáknann á Myrká) drógu þeir tvær yngismeyjar á tál- ar og steyptu þær í vínilinn með sér. Platan er skemmtilega fölsk(?) og laus við alla þá tilgerð sem alltof oft einkennir rokkið í dag. Textar Valgarðs eru oft býsna hnyttnir og vel saman settir ef miðað er við að höfundurinn er raungreinamenntaður ... Enda ku hann hafa eytt heilli kvöld- stund í að yrkja. „Samt þeim þótti næsta víst að þeim næsta þætti víst Geri aðrir betur. Hér er deilt á drottnandi herra og hefðir, sértrúarsöfnuði (Ungt fólkmeðhausverk ...),Slúðurog ýmislegt fleira. Það versta við plötuna er að hinn skemmtilegi söngstíll hins hálflaglausa Valg- eirs kemur í veg fyrir að menn fái greint hina vel ortu texta hans á köflum. Það besta við plötuna er hins vegar að hér er saman komið virðulegt fjölskyldufólk (!) að skemmta sér konunglega og öðr- um þar með í leiðinni. Hún stein- liggur inná topp tíu þessi og ætti að fara í skóinn hjá öllum þægum börnum fram að sjötugu. Model: Model Það er staðreynd! Tónlistarlegt vændi er stundað á íslandi ... Ýmsir: Hvít er borg og bær Ingibjörg Þorbergs heitir kona ein ágæt. Hún hefur nú aldrei verið í hópi minna uppáhaldstón- skálda en hún er varla verri fyrir það. Á þessari plötu, Hvít er borg og bær, eru 10 jólalög, öll eftir hana, og þar af tvö við texta hennar sjálfrar. Þetta er mjög vönduð og stórskemmtileg jóla- plata, ein af þeim betri sem út hafa komið lengi. Hér er ekki of mikill sykur á ferðinni, lögin eru fremur einföld og textarnir,.sem flestir eru orðnir klassískir, njóta sín vel. Snæfinnur snjókarl og allt 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. október 1987 Megas í fínu formi loks kemur meistarinn á svið. Hann er einn og allir klappa. Svo bætir hann við sig, einn og einn ganga þeir inná sviðið, hjálpark- okkarnir. Fyrstur kom Guð- laugur, hið þriðja eyra, með tvo gítara í hönd. Og Halli bassi. Og Eyþór. Og Sigtryggur. Og syst- urnar. Og þá var allt komið. Það verður að segjast eins og er að það var ekki fyrr en allt gengið var mætt sem hjólin tóku að snú- ast fyrir alvöru. Enda tóku þau plastpokamanninn í það skiptið, mitt uppáhaldslag með Megasi fyrr og síðar. Síðan rann þetta áfram átakalaust fram að hléi og eftir hlé líka að sjálfsögðu. Ægi- lega gaman allt saman. Nema sándið. Það virðist einhverjum erfiðleikum bundið að hljóðb- landa rokktónleika í Óperunni. Söngurinn vildi drukkna og er mér sagt að þetta hafi verið púra hávaðamengun þegar þetta komst loks til hlustenda Byl- gjunnar sem útvarpaði beint frá tónleikunum. En aðdáendur Megasar nær og fjær létu það ekkert á sig frá frekar en rigning- una áður og undu glaðir við sitt. plasti hans hyski eru víðs fjarri. Söng- hópurinn Hljómeyki, sem skip- aður er nokkrum útlærðum klass- ískum söngvurum, syngur tvö lög og gerir það jafn vel og við var að búast, þ.e.a.s. mjög vel. Björk Guðmundsdóttir skilar sínu hlut- verki með miklum sóma og sama má segja um aðra, nema tvo. Þar er annars vegar um að ræða hana Hófí sem þrátt fyrir fegurð og gott hjartalag ætti að láta sönginn eiga sig. Ég á reyndar afskaplega bágt með að skilja hlutverk henn- ar á þessari plötu, nema ef vera skyldi að nafn hennar eigi að selja. Hin undantekningin er Megas. Að segja að hann skili sínu hlutverki með sóma væri móðgun við hann, því túlkun hans á Grýlukvæði er með ólík- indum. Er mér til efs að magnaðri jólasöngur hafi verið þrykktur í plast hérlendis, né heldur annars staðar. En sá sem stærstan þátt á í að gera þessa plötu svo góða sem raun ber vitni er Ríkharður Örn Pálsson, sem sér um allar útsetn- ingar. Það eru meðlimir í Sinfón- íuhljómsveit íslands sem sjá um undirleik og val hljóðfæra og út- setningar allar eru með svo ný- stárlegum og skemmtilegum hætti að kalla má kraftaverk á sviði jólalagaútgáfu. Góð í bakst- urinn. Maðurinn með hattinn stendur upp við staur. Er það sjálfur skrattinn eða giljagaur? Jochum Mathiesen Af öllum heimsins höttum er einn sýnu merkastur. Því þó hann sé venjulítandi hattur og beri lítt af gráum meðbræðrum sínum er af honum hulið hálft það höfuð sem helmingi heimsins ræður. Undir þessum hatti rúmast allt það hárlausa bersvæði jarðar sem Sovétríkin heitir, endalaust flæmi af tilbreytingarlausum skalla og fátt sem augað hvílir annað en valbrárbletturinn á honum miðj- um sem gárungarnir vilja oft meina að hafi lögun afganska leppríkisins en er í raun ekkert annað en útfelling frá Chernobyl sáluga. En undir þessum húðar- sverði Hvíta-Rússlands blundar völundarhús ríkisins þar sem um býrókratískar taugar og blóð- rauðar sellur fara hin langdregnu skilaboð innan úr sjálfri stjórn- stöð heilans sem á rússnesku þýð- ir Kreml. Kjarni höfuðsins mikla með hattinn, toppurinn á innvortis pýramídanum sem að vísu er í hverjum manni þó þann- ig hugsun sé óvíða lögbundin eins og í þessu tilfelli. Því þetta höfuð þurfti aldrei að beygja sig undir framboðslista eða kosningaborða né heldur að láta sér lynda skít- kast og orðalast frá mótherjum sínum í einum né beinum útsend- ingum eins og tíðkast á hinum helmingi jarðarinnar. En þó þurfti þetta höfuð á síst minni skel að halda en þau hin vestrænu þegar það í heilan mannsaldur mátti bora sig og bola í gegnum járnbenta kladda og klásúlur að réttum slagbröndum og í gegnum enn þéttari skráargöt, allt inn á ægifagurt gólf æðstaráðsins þar sem það af fyrirframákveðnu handahófi var að lokum valið til að taka við og tengja við sig alla hina lausu enda taugakerfis þessa risaveldis, sem þá var þó að mörgu leyti lamað fyrir neðan mitti. En spottana féíck hausinn þessi í sig og má nú fela þá undir sínum hatti á milli þess sem hann reynir að kippa í þá. En nú líður annar tími og ein- mitt undan þessum margum- rædda hatti hefur nú komið fram sú hugmynd, sem er eiginlega enn sem komið er bara hugmynd, og þýðir á rússnesku glasnost. Og hún þýðir að nú skuli hverri hulu svipt og hverri kerlingardulu skipt fyrir nýjan og ræsulegri búning. Þar með er hatturinn rokinn því ekkert má lengur fela, pottlokið er tekið af Sovétríkjun- um gervöllum og þau blasa við okkur í öllu sínu veldi, gljáfægð og blettalaus ef frá er talinn fyrr- talinn kjarnablettur. Og þá situr höfuðið hattlaust og bert á þétt- um búki leiðtogans fyrir svörum við hálf-barnalegum spurningum bandaríska fréttamannsins Toms Brokaws, sem af öðrum frétta- mönnum var valinn til að spyrja manninn með hattinn vegna þess hve þægur ljár í þarlendum kerf- isþúfum hann hefur verið. En höfuðið hristist af öryggi við þess- um meðaldrægu athugasemdum Kanans litla varðandi gyðingag- rey og minnismerki þýska múr- arameistarasambandsins. Eru mennirnir ekki heima hjá sér? Lækka vegginn? Og kinnarnar hristast með þegar þetta nef veit sér nær um sín mál sem enginn annar á neitt með. Eða þekkja Bandaríkjamenn okkar sögu, okkar sál? Og berhöfðaður mað- urinn fer með mannréttindi eins og margföldunartöfluna og segist vera að reikna. Þeir eru alltaf að reikna, því þrátt fyrir allt, þegar allt kemur til tals og það sem oft vill gleymast en er staðreynd engu að síður, þrátt fyrir allt vest- rænt opnunarhjal, þá er sannleikurinn sá að maðurinn er kommi. Hann er og verður alltaf kommúnisti. Þó hatturinn sé af og allar dyr að opnast þá er það gamla byltingin sem blífur. Svo við víkjum að sjálfum hatt- inum sem hvarf af sínu æðsta höfði rauk hann þó ekki út í rauðan buskann heldur flögrar nú í nokkrum heiðurshringjum yfir „Kremlar trénuðu turnum" áður en hann tyllir sér létt á þúst á heilags Matthíasar Rúst á Rauða torginu sem þó er í dag hrímgrátt, gerir sér þar stutta flugbraut og tekur síðan á loft fyrir austan- vindinum eilífa frá Síberíu. Hann svífur auðveldlega og óséður yfir gráum grenitoppum sem leið liggur í átt að Péturs-, Stalín- og Leníngrad þar sem vesturglugg- inn opnast svo um munar og út flýgur hatturinn, hatturinn flýgur út í heiminn, hatturinn flýgur um himininn og sjá, um veröld alla fagnar fólk honum sem friðar- dúfu, á hverju túni og hverjum akri leggur fólk frá sér plóg og reku og horfir til himins í hópum, veifandi með fagnaðarhrópum, matarhléin riðlast í skrifstofu- turnunum og svalirnar fyllast af friðelskandi fólki sem talar með matinn uppí sér um boðskapinn að austan. Um gjörvalla Evrópu er stemmningin sem hún var í stríðslokum. Friður! En hatturinn heldur kaldur áfram eins og ekkert sé, hreppir breiðan byr yfir „Atlants hálu ála“ og tekur ekki ofan fyrir neinum uns hann á austurströnd Bandaríkjanna kemur óvart inn á undirbúningsmyndatöku fyrir stjörnustríðsáætlunina f gervi fljúgandi furðuhlutar ofarlega í vinstra horni á vídeóskermi í Pen- tagon og veldur töluverðum há- degisusla í hermálaráðuneytinu sem þó hjaðnar fljótt í almennri umræðu um hatta frá öðrum hnöttum. En „okkar rnaður" flögrar enn þótt flug hans lækki nú óðum í logninu sem einatt rík- ir í bandarískum stjórnmálum og hvergi er meira en einmitt hér í Washington þar sem hatturinn lyppast loks niður á „lönina“ við Hvíta húsið. Samstundis fer allt þjófa- og tilræðisvarnarkerfið í gang og sjálfur forsetinn rís upp við dogg í egglaga skrifstofunni sinni þar sem hann hafði lagt sig eftir erfiða myndatöku með framámönnum bílgreinasam- bandsins. Hvað er á seyði? segir hann á gömlu móðurmáli sínu sem hann notar aðeins í einrúmi og gengur út að skotheldum glugganum hvar hann sér sovéts- aumaðan hattinn, ögn snjáðan af fluginu, liggja í dollaragrænu grasinu. Hva, svei mér þá ef þetta er bara ekki hatturinn hans Gor- basjoffs. Heldur forsetinn áfram á gamalli tungu sinni. Hva, ætli hann sé þá kominn? Ég átti nú ekki von á honum strax. Sjáum nú til, hvaða dagur er í dag? Og hann röltir út á lóðina og ætlar að ná í hattinn en honum fyrri til verða þrír eldsnöggir ör- yggisverðir sem koma hlaupandi með miklum látum. Einn þeirra fleygir sér flötum yfir hattinn og hinir hoppa á forsetann sem fell- ur við og liggur nærri rif- beinsbrákaður í grasinu með 200 kíló af mannlegu öryggi ofan á sér. Þannig liggja fjórmenning- arnir í einar 10 pínlegar mínútur með áhorfendur í kring, Hvíta- húss-staffið er allt útí glugga af spenningi sem breytist að lokum í innbyrðis hlátur. Loks, þegar séð er að enginn skundi er skeður, rísa verðirnir upp og sjá sér til furðu að hér liggur aðeins útflatt- ur og samankrumpaður, en að öðru leyti algjörlega venjulegur hattur. Forsetinn á verra með að rísa á lappir en þeir hjálpa honum og hálffúll skammar hann þá fyrir þessi óþarfa læti. En síðan færist bros yfir þennan gamalkunna svip þegar hann tekur upp hatt- inn og segir strákar mínir, þetta er bara hatturinn hans Gorbasj- offs, þið megið alveg vera rólegir, ég þekki minn hatt, gott ef hann var ekki með hann í Reykjavík í fyrra. Og Reagan gengur aftur inn til sín með kuðlaðan hattinn, veltir honum fyrir sér og þefar af honum með sínu margsaumaða nefi. Það er einkennileg lykt af honum sem forsetinn kemur varla fyrir sig og kannast þó við. Bíddu nú hægur, jú, muldrar hann, svei mér þá ef þetta er ekki einhver Reykjavíkurlykt. Og það er rétt hjá honum, hatturinn lykt- ar af fatahenginu í Höfða, því norskættaða harpixviðarbæli sem Einar Ben mátti eitt sinn kljást við með ýmsum af sterkustu ilm- efnum þess tíma. Reagan hallar sér aftur í stól í nostalgíunni og sælusvipur færist yfir andlit hans þegar hann rifjar upp þær löngu ánægjustundir sem þeir áttu fél- agarnir og sátu ótruflaðir yfir heitum toddý-bolla efst á heimsins binsta boga með hnött- inn á milli sín, hnöttinn sem þeir eiga saman, og gátu ráðskast með hann að vild. Já, hvflík valdasæla og strategísk víma, þar hafði hann loksins hitt mann sem var á sama plani og hann sjálfur, mann sem skildi hann. Já, þar gátu þeir talað saman, skálað og hlegið að öllum hinum heimsins þjóða- dvergum. En forsetinn rankar óvænt við sér úr þessu kasti þegar brytinn á bænum, Howard Baker, bankar á hvítar dyr og opnar óumbeðinn aðeins til að sjá húsbónda sinn sitja við skrifborðið með furðu- legu fyllerísyfirbragði og á höfð- inu einhvern torkennilegan filt- hnút, gráan og grillulegan. Ron- ald Reagan situr í skrifstofu sinni eins og trúður sem er kominn í „summit-stuð“ og getur varla beðið eftir að hefja leikinn að nýju. Getur varla beðið eftir að sjá aftur erkivin sinn Michael Sergeivitsj Gorbastjoff, sem er á leiðinni. N.Y.C. 1. des. ’87. Hallgrímur Helgason Maðurínn nneð hattinn Hallgrínnur Helgason skrifar frá New York ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.