Þjóðviljinn - 05.01.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.01.1988, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR t W ý Spánn Sanchez skoraði tvö Furte með stórleik þegar Atletico Madrid sigraði Espanol Það var mexikanski landsliðs- maðurinn Hugo Sanchez sem i tryggði Real Madrid sigur yfir erkiQendunum Barcelona. Sanc- hez skoraði bæði mörk Real í þessum leik. Fyrra markið úr víti, á 23. mín- , útu eftir að Emilio Butragueno hafði verið brugðið innan víta- teigs. Leikmenn Barcelona náðu að jafna úr vafasamri vítaspyrnu níu mínútum síðar. Það var þýski landsliðsmaðurinn Bernd Schust- , er sem skoraði úr vítaspyrnunni. , En Sanchez hafði ekki sagt sitt síðasta orð. Á 41. mínútu stökk hann hærra en varnarmenn Barcelona og náði að skalla knöttinn í netið eftir fyrirgjöf frá Rafael Gordillo. Það var Portúgalinn Paul Futre sem kom Atletico Madrid aftur í annað sæti í spænsku 1. deildinni eftir 2-0 sigur á Espanol. Þrátt fyrir að Futre hafi ekki skorað sjálfur þá var hann yfirburða- maður á vellinum. Á 11. mínútu lék Futre á tvo varnarmenn Espanol og gaf glæsilega sendingu á Julio Salinas sem þrumaði knettinum í netið. Futre fékk gullið tækifæri til að skora sjálfur einni mínútu fyrir leikslok er hann komst einn inn fyrir vörn Espanol. En Inaki Per- ez felldi Futre áður en hann náði að skjóta á markið. Vítaspyrna var dæmd og úr henni skoraði Antonio Parra. Real Sociedad, sem gamla kempan John Toshack þjálfar, rétt náði að sigra lið Cadiz 2-1. Það var Jose Bakero sem skoraði fyrra mark Sociedad í síðari hálf- leik eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi,0-0. Bakero skoraði markið með skalla eftir hornspyrnu frá Manuel Urdieta á 47. mínútu. Hinn hávaxni varnarmaður Cadiz, Angelo Olivia, náði að jafna fyrir lið sitt á 60. mínútu eftir aðra hornspyrnu. Það var ekki fyrr en 6 mínútum fyrir leiks- lok sem leikmenn Sociedad náðu að tryggja sér sigurinn. Loren Ju- arro skaut þá þrumuskoti af löngu færi sem markvörður Cadiz átti ekki möguleika á að verja. Staðan Real Madrid..... 16 13 1 2 45-11 27 Atletico Madrid 16 10 3 3 27-9 23 RealSociedad .16 10 3 3 31-13 23 RealValladolid 16 7 6 3 23-19 20 Sporting........ 16 7 4 5 20-22 18 -ih/reuter 25 milljónir á tromp! 45 milljónir á númerið allt! Rík ástæða fyrir þig til að taka þátt! Happdrætti Háskólans hefur hæsta vinnings- hlutfall í heimi! 70% af veltunni fara til vinnings- hafa! Allir vinningar eru greiddir út í beinhörð- um peningum sem vinningshafar ráðstafa að eigin vild. Vinningamir eru undanþegnir skatti! Vinníngamir 1988: 9 á 5.000.000 krS 108 á 1.000.000 kr./ 108 i 500.000 krS 324 ð 100.000 kr./ 1.908 á 25.000 kr./ 10.071 i 15.000 kr./ 122.238 á 7.500 kr/ 234aukavinningar á 25.000 kr./Samtals 135.000 vinningar á 1.340.800.000 kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.