Þjóðviljinn - 06.01.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.01.1988, Blaðsíða 2
"SPURNINGIN™ Trúir þú á tilvist álfa? Helena Stefánsdóttir, nemi: Já, ég trúi því aö þeir séu til. Raunar hef ég aldrei beinlínis orðið vör viö þá en þó kannski næstum því. Margrét Orradóttir, starfar hjá íslenskri getspá: Ég trúi á blómálfa því ég hef séð þá á blómunum. Þór Hreinsson, nemi: Bæði og. Maður trúir svo sem á ýmislegt. Annars þarf ég helst að sjá til þess að trúa og ég hef aldrei séð álfa. Örn Helgason, póstmaöur: Nei, ég hef ekki nokkra trú á að þeir séu til. Björn Björnsson, eftirlaunaþegi Nei, ekki svona í venjulegri merk- ingu. Hinsvegar er náttúrlega til viss manngerð, sem stundum er kölluö álfar. FRÉTTIR Smáþorskur Mikið áhyggjuefni Hafrannsóknastofnun: 101 skyndilokunífyrra. 74 árið!986.1955 veiddustl31 milljónþorska. Meðalþyngd4,l kíló. Aflinn 538þúsund tonn. Svipað magn veiddistífyrra, enmeðalþyngd2,9 kíló ogaflinn aðeins 380 þúsund tonn Okkur er það að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni hve mikið er af smáþorski í afla togara á miðunum umhverfis landið og hver þróunin hefur verið á síð- ustu áratugum í þeim efnum. Enda var það svo að skyndilokan- ir urðu alls 101 í fyrra sem er algjört met. Árið 1986 urðu þær aðeins 74 sem einnig var met og þótti þá mörgum nóg um, segir Sigfús A. Schopka, fiskifræðing- ur hjá Hafrannsóknastofnun við Þjóðviljann í gær. Samkvæmt upplýsingum hjá Hafrannsóknastofnun hefur þyngd þorsksins sífellt farið minnkandi á síðustu áratugum. Sem dæmi má nefna að árið 1955 var meðalþyngd þorsksins, sem veiddist hér við land um 4,1 kíló. Þá veiddust 131 milljón þorskar sem vigtuðu alls 538 tonn. í fyrra veiddust jafn margir þo9rskar og fyrir rúmum þrjátíu árum en þeir voru að meðaltali aðeins um 2,9 kíló og samtals varð tonnafjöld- inn aðeins liðlega 380 þúsund tonn. Mismunurinn er hvorki meiri né minni en 158 þúsund tonn sem einungis er tilkominn vegna þess að þorskurinn er miklu léttari en áður var, þó svo að sami þorskafjöldinn sé veiddur. Sé mismunurinn reiknaður í afurðaverðmæti og reiknað með að hægt sé að fá um 50 krónur fyrir kílóið af þorsk- inum, höfum við tapað nærri 7,9 milljörðum króna. Sífellt léttari þorskur gerir það að verkum að veiða þarf alltaf fleiri og fleiri þorska til þess að- eins að ná svipaðri tonnatölu og áður var. Það kemur fram í enn meiri sókn í þorskstofninn og samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands fyrir nýliðið ár reyndist þorskaflinn vera 15 þús- und tonnum meiri en árið á undan. - grh C' X 4T Happdrœtti Þjóðviljans Átak fyrir uppbyggingu Lokaskilfyrir 15. janúar. Selma Kristjáns- dóttir: Öflug uppbygging og endurnýjun á tœkjabúnaði blaðsins ■ Það er ekki að heyra annað að Lynghálsi 9, norðan við Ar- Selma Kristjánsdóttir umsjónarmaður happdrættis Þjóðviljans: Brýnt að gera skil fyrir miðjan mánuðinn. Mynd-Sig. en góð viðbrögð frá stuðnings- mönnum og velunnurum Þjóð- viljans. Innheimta er nú í fuilum gangi hjá umboðsmönnum um alit land og ég vii brýna fyrir fólki að tryggja full skil fyrir 15. janú- ar, sagði Selma Kristjánsdóttir umsjónarmaður Happdrættis Þjóðviljans í samtali við blaðið. Dregið verður í happdrættinu þann 15. n.k. og glæsilegir vinn- ingar í boði eins og jafnan áður. Meðal vinninga eru bifreið, tölv- ur, ferðlög, húsbúnaður, bækur og fleira. Að sögn Selmu geta þeir sem ekki hafa fengið senda miða heim eða verið rukkaðir, gert skil hjá umboðsmönnum, en listi yfir þá er birtur í Þjóðviljanum, á skrif- stofu blaðsins, Síðumúla 6 eða skrifstofum Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105. Fyrir dyrum standa miklar breytingar á högum Þjóðviljans, en fest hafa verið kaup á nýju húsnæði fyrir starfsemi blaðsins bæjarhverfið. Blaðaprent flytur starfsemi sína þangað á næstunni en Þjóðviljinn flytur í nýja hús- næðið væntanlega á síðari hluta þessa árs. Að sögn Ragnars Árnasonar formanns Útgáfufélags Þjóðvilj- ans er jafnframt stefnt að því að fjárfesta í samvinnu við hin Blaðaprentsblöðin í nýjasta tæknibúnaði á prentsviðinu. - Þetta eru nauðsynlegar en dýrar fjárfestingar en ávinningurinn mun skila sér þegar frá líður. Við treystum því sem fyrr á stuðning velunnarra Þjóðviljans við að styrkja búnað og um leið stöðu blaðsins, sagði Ragnar. -lg- Fœrðin Má heita góð um allt land Hálka er mikil á vegum Færð á vegum má nú yfirleitt heita góð og í gær voru hreinsaðir þeir vegir, sem ófærir urðu, að því er Vegagerðin tjáði blaðinu. Allmikinn snjó setti niður á Norðausturlandi og raunar einn- ig á Vestfjörðum, í byrjun kulda- kastsins, sem nú gengur yfir. í gær var unnið að því að hreinsa vegi austur frá Akureyri og yfir Hálsana til Patreksfjarðar. Fært var þá orðið til Siglufjarðar og fyrir Ólafsfjarðarmúla. Snjór er því naumast til fyrirstöðu á veg- um, eins og sakir standa, en hins- vegar er víða mikil hálka og þá er jafnan fyllstu varúðar þörf við ak- sturinn. - mhg Bessastaðir Nefnd um endurbætur Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til þess að gera tillögur til forsætisráðuneytisins um endur- bætur og framtíðaruppbyggingu forsetasetursins á Bessastöðum. Formaður nefndarinnar er Matthías Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra, og með honum í nefndinni eiga sæti Kjartan Jó- hannsson, alþingismaður, Kornelíus Sigmundsson, forset- aritari, Helga Jónsdóttir, aðstoð- armaður utanrikisráðherra, Leifur Blumenstein, bygginga- fræðingur og Guðmundur Jóns- son, húsasmíðameistari. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.