Þjóðviljinn - 06.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.01.1988, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR íþróttamaður ársins Kjör íþróttamanns ársins sem vera átti síðastliðinn mánu- dag verður haldið í dag kl. 17.30 á Hótel Loftleiðum. ogþetta líka... Stórmót Samtaka íþróttafréttamanna og Adi- das verður haldið á Akranesi á laug- ardag. Dregið hefur verið í riðla og eru það Fram, ÍA, ÍBK og KA sem leika í A-riðli. í B-riðli eru Valur, KR, Þór og Samtök íþróttafréttamanna (Sl). Mótið hefst á laugardaginn kl.13 en úrslitaleikirnir hefjast kl.17:30. Leikið verður í 2x8 mín. í riðlakeppn- inni en 2x10 mín. í úrslitunum. Aðgangseyrir verður kr. 200 fyrir full- orðna en kr.50 fyrir börn. Arnór Guðjohnsen hafnaði í fimmta sæti í kjöri um knatt- spyrnumann ársins í Belgíu. Það var markvörðurinn Michel Preud'homme sem sigraði í kjörinu. Knattspyrnu- maður ársins í Belgíu er valinn af Samtökum íþróttafréttamanna þar í landi, dómurum, þjálfurum og fulltrú- um frá íþróttafélögunum. Sigurvegar- inn hlýtur „Gullskóinn" að launum. John Wark gekk aftur til liðs við sitt gamla félag Ipswich á mánudag. Wark sem var seldur til Liverpool fyrir fjórum árum fyrir 450.000 sterlingspund, hefur ekki tekist að komast í liðið hjá Liverp- ooI í vetur. Talið er að Ipswich hafi greitt 187.000 sterlingspund fyrir Wark. Matti Nykaenen sem oft hefur verið nefndur Finninn fljúgandi styrkti stöðu sína í efsta sæti heimsbikarsins í skíðastökki á sunnu- daginn. Þá sigraöi hann í sjötta skiptið af þeim sjö mótum sem hann hefur tekið þátt í. Nykaenen er nú langefstur í keppninni með 170 stig. Næstur er Tékkinn Ploc með 128 stig. Bandarískt körfuknattleikslið er komið hingað til lands úr keppnisferðalagi um Norður- lönd. Gainsville Florida. en svo heitir liðið, leikur tvo leiki við Úrvalslið sem valið er af Val Ingimundarsyni, þjálf- ara Njarðvíkinga. Gainsville Florida er skipað mjög sterkum leikmönnum sem hafa leikið með háskólaliðum í Bandaríkjunum. Koma liðsins er mik- ill fengur fyrir körfuknattleiksáhuga- menn og er víst að þeir fái að sjá eitthvað af því besta sem körfuknatt- leikurinn býður uppá. Leikirnir tveir verða í íþróttahúsi Njarðvíkur á mið- vikudag kl. 20 og í íþróttahúsi Kefla- víkur kl. 20. Watford er enn á sölulista hjá popparanum Elton John og enn hefur hann fengið tilboð í félagið. Að þessu sinni er til- boðið frá næturklúbbaeigandanum Paul Reymond. Reymond sagði á mánudaginn að hann hefði ekki enn gert formlegt tilboð í fólagið. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að eignast knattspyrnufólag. Ég hefði nú kosið að eignast Chelsea en það er ekki til sölu svo Watford verður að duga," sagði Raymond ennfremur. í síðustu viku dró Robert Maxvell, blaðaútgef- andi, tilboð sitt í Watford til baka, en fjölskylda hans á fyrir 1. deildar fé- lögin Derby og Oxford. Sund Atta fslandsmet Fatlaðir bœta sig verulega Nýárssund fatlaðra barna og unglinga fór fram í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Á mót- inu kepptu 25 börn og unglingar frá fjórum íþróttafélögum. Keppendur frá Akureyri komust þó ekki á mótið vegna slæmra veðurskilyrða. Alls voru sett 8 íslandsmet á mótinu og flestir keppendur bættu fyrri árangur sinn verulega. Á mótinu var keppt eftir sérstakri stigatöflu sem gefur öllum kepp- endum jafna möguleika á að vinna þrátt fyrir mismunandi fötl- un. Sá sem nær bestum tíma þarf því ekki endilega að hafa unnið besta afrekið á mótinu heldur sá sem nær bestum tíma miðað við sinn flokk. Bestum árangri mótsins náðu þau Gunnar Þ. Gunnarsson, l.F.S. en hann hlaut 590 stigoger það mesti stigafjöldi sem kepp- andi hefur náð á Nýárssundmót- inu frá upphafi. Kristín R. Há- konardóttir, Í.F.R., 538 stig og Sigrún H. Hrafnsdóttir, Ösp, 534 stig. Heiðursgestur mótsins, Jó- hanna Sigurðardóttir, afhenti öllum keppendum mótsins viður- kenningarskjal fyrir þátttökuna og Gunnari Þ.Gunnarssyni „Sjómannabikarinn". Körfuknattleikur Frá vinstri: Erling Ásgeirsson formaður íþrótta- og tómstundaráðs, Sigurður Einarsson, Debbie Einarsson kona hans og Lilja Hallgrímsdóttir forseti bæjarstjórnar. - Mynd - Herborg. Frjálsar Garðabær styrkir Sigurð Fer líklega á Ólympíuleikana í Kóreu Bæjarstjórn Garðabæjar á- kvað fyrir skömmu að veita Sig- urði Einarssyni styrk til að undir- búa sig fyrir Ólympíuleikana í Suður-Kóreu. Einnig er stefnt að því að fá fyrirtæki í Garðabæ til að bæta við styrk. Sigurður er innfæddur Garð- bæingur en stundar nú nám í íþróttafræðum íTuscoloosa, Ala- bama og lýkur því að vori. Spjótverk hefur Sigurður æft reglulega frá 1976 að undan- skildum árunum 1981-1982. Því þá átti hann við meiðsli í olnboga að stríða. Þar sem Alþjóða ólympíulág- markið er 76 metrar og Sigurður kastar vel yfir það má gera ráð fyrir að hann hafi eitthvað að gera til S-Kóreu. Sigurður er nú númer 21 á skrá yfir bestu spjót- kastara heims og að mati Stefáns Jóhannssonar landsliðsþjálfara í spjótkasti, hefur hann möguleika á að komast í fremstu röð meðal spjótkastara. - ste Drengjalandsliðið tapaði naumlega Knattspyrna „Ólætin verður að stöðva“ Forseti Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins, FIFA, Joao Have- lange hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða er gætu hindrað ólæti á knattspyrnuvöllum. Inná vellin- um gætu dómarar gripið í taumana en slíku væri ekki fyrir að fara á áhorfendapöllum. „Ólætin verður að stöðva," sagði Havelange. „Við höfum áhyggjur vegna sívaxandi ofbeld- is á knattspyrnuvöllum. Það er í höndum stjórnvalda viðkomandi ríkja að stöðva ólæti á áhorfend- apöllum. Ef stjórnvöld geta ekki tryggt öryggi áhorfenda ættu þau ekki að leyfa knattspyrnu." Havelange sagðist ekki vilja breyta reglum varðandi knatt- spyrnuna sjálfa. „Ég tel leikregl- urnar í knattspyrnu algjörlega fullkomnar.“ Havelange sagði einnig að hver leikur í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu 1990 myndi kosta FIFA 1,2 milljónir dollara, þann- ig kosta allir leikirnir 52 um 60 milljónir dollara. -ih/reuter íslenska drengjalandsliðið í körfuknattleik tekur nú þátt í 4. liða móti í Belfast á N-írlandi. Drengirnir hafa leikið tvo leiki. í fyrri leiknum töpuðu þeir naumlega á móti Skotum, 69-67. Það var ekki fyrr en eftir að venjulegur leiktími var liðinn að úrslit fengust. Þegar nokkrar sek- úndur voru til leiksloka var stað- an jöfn 67-67 en þá fengu Skotar tvö vítaskot og skoruðu úr þeim báðum. Að sögn Björns Leós- sonar, stjórnarmanns í KKÍ, þá áttu drengirnir jafna möguleika á að sigra í þessum leik. Leikurinn var mjög jafn og mesti munur að- eins 5-6 stig, Skotum í hag. Stigahæstu menn í þessum leik voru Rúnar Árnason 15 stig, Egill Viðarsson, 14 stig, Sveinbjörn Sigurðsson, 12 stig og Hannes Haraldsson, 10 stig. Liðin sem taka þátt í þessu móti eru frá Skotlandi, íslandi og tvö lið frá N-írlandi (unglinga og drengja). Getraunir Einn með 12 rétta Aðeins ein röð kom fram með 12 rétta í 18. leikviku getrauna. Það voru getspakir menn úr hópnum SVEFN í Kópavogi sem hirtu pottinn í þetta sinn. Vinningur á 12 rétta var kr.549.835 en þar sem hópurinn var með opinn kerfisseðil með 7.776 röðum þá fengu þeir líka 15 raðir með 11 rétta. Samtals fengu þeir því 653.785 krónur í vinning. Hópleikurinn sem íslenskar getraunir hafa verið með í vetur gengur mjög vel. Margir hafa tekið þátt og keppnin er jöfn og spennandi. Sá hópur sem hefur náð bestum árangri kallar sig BIS og hefur hann haft 10.07 rétta að meðaltali. Hóparnir heita margir hverjir hinum skemmtilegustu nöfnum s.s. Ricki 2001, Tromp- ásinn, Sörli og Babú. Aðrir hópar draga nöfn sín af þeim félögum sem þeir halda uppá í ensku knattspyrnunni s.s Portsmouth. Næsta laugardag verða ein- göngu leikir úr 3. umferð ensku bikarkeppninnar á seðlinum. Ekki verður framlengt þó jafn- tefli verði að loknum venjulegum leiktíma heldur leikið aftur síðar. íþróttafréttamenn eru líka í leik hjá getraunum og hér á eftir má sjá spá þeirra fyrir næstu leikviku. Miðvikudagur 6. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 19. vika ti>sí=sii a 5 Ot-OŒOUOO) Blackburn-Portsmoulh............................2 1 2 1 1 1 1 x x Derby-Chelsea...................................x 1111x211 Huddersfield-Man.City...........................2 x22x2222 Leeds-Aston Villa.............................. * x x 1 1 1 x 1 1 Newcastle-CrystalPalace.,.................... ./4 1 1 1 1 1 1 1 x Oldham-Tottenham................................tx 2 2 1 2 2 2 x2 Reading-Southampton..............................2 x 2 x 1 x 2 2 2 Sheff.Wed.-Everton..............................1 x x x 2 x 2 2 1 Stoke-Liverpool................................. 2 2 2 2 2 2 2 2 2 Swindon-Norwich..................................1 x 2 2 1 1 2 2 1 Watford-Hull....................................111111111 WestHam-Charlton................................1 1 1 1 1 1 1 1 x

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.