Þjóðviljinn - 07.01.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 07.01.1988, Side 1
Fimmtudagur 7. janúar 1988 3. tölublað 53. árgangur Kvótinn 5 gildis- t'mar Kvennaathvarfið 130 leituðu hælis Til marks um hversu skoðanir manna á nýrri fiskveiðilöggjöf eru skiptar má geta þess að fyrir Alþingi liggja fimm tillögur um gildistíma laganna. Borgaraflokkurinn vill að lögin gildi í eitt ár. Matthías Bjarnason hefur flutt tillögu um að gildis- tíminn verði tvö ár. Meiri hluti sjávarútvegsnefndar aðhyllist þrjú ár en sjávarútvegsráðherra 4 ár. Alþýðubandalagið hefur svo flutt tilllögu um að gildistími iag- anna sé ótakmarkaður einsog annarra laga, en þó með því skil- yrði að aðrar breytingartillögur flokksins nái fram að ganga. Lög- unum er svo hægt að breyta hve- nær sem er ef þingmeirihluti er fyrir því. - Sáf Sjá bls. 3 Loðna Veiði hafin á ný Matarskatturinn Margrét Pála Ólafsdóttir: Ekki rós í hnappagat íslenskra karlmanna hnappagat íslenskra karlmanna,“ sagði Margrét Pála. Kvennaathvarfið er rekið með styrk frá ríki og einstaka sveitarfélögum, en á fjárlögum fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 4.5 miljónum til rekstursins. Að sögn Margrétar Pálu var fjárbeiðni samtakanna 5.5 miljónir fyrir árið 1988. „Við höfum alltaf ver- ið viðbúnar niðurskurði á fjár- beiðni okkar þó hún fari aldrei fram yfir nauðsynlegan rekstrar- kostnað. Athvarfið er jafnframt rekið með styrk frá sveitarfé- lögum, en á síðasta ári fengum við góða svörun þaðan. Með hjálp sveitarfélaga, félagasam- taka, einstaklinga og fyrirtækja vonumst við til þess að geta stoppað uppí gatið sem ríkið skilur eftir,“ sagði Margrét Pála. - K.Ól. 1 Qfl konur °8 svipaður fjöldi I OU barna dvöldu á Kvenna- athvarfinu í lengri eða skemmri tíma á árinu 1987. Frá því að at- hvarfið var sett á fót árið 1983 hafa hátt í þúsund konur leitað til athvarfsins, en fjöldi þeirra hefur aldrei verið meiri en árið 1984, en þá voru þær 178. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað örlítið á ári hverju. Margrét Pála Ólafsdóttir ein af forsvarskonum athvarfsins segir skýringuna m.a. vera þá að á fyrstu starfsárum athvarfsins hafi komið í ljós uppsafnaður vandi og því hafi aðsóknin í athvarfið verið svo mikil sem raun ber vitni. „Sá fjöldi sem leitaði í at- hvarfið á síðasta ári er ekki rós í Loðnunefnd: Rúm- lega311 þúsund lestir komnar á land Loðnuflotinn er nú lagður af stað á nýjan leik, eftir að hafa verið í höfn yfir jólin og áramótin. í gær voru 25-30 skip lögð af stað á miðin og sumhver komin. Að sögn Astráðs Ingvarssonar hjá Loðnunefnd, tilkynntu þrjú skip um afla í gærmorgun rúm- Iega tvö þúsund lestir. Skipin fengu loðnu allt vestan við Kol- beinsey, út af Sléttu og einnig út af Langanesi. Frá því byrjað var að veiða loðnu í haust hafa borist á land rúmlega 311 þúsund lestir. grh Amór Guðjohnsen var kjörinn íþróttamaður ársins 1987 í hófi að Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. Arnór kom til landsins með mjög skömmum fyrirvara og varð síðan að fara strax aftur að afloknu kjörinu. Á myndinni sést hvar Arnór stígur upp í vélina sem flutti hann og Ólöfu konu hans til Belgíu. Mynd E.ÓI. Sjá bls. 15 Neskaupstaður Háir vextir hamla nýsköpun Síldarvinnslan hlf: Hættu við 150 tonna laxeldisstöð. Ástæðan háir vextirogmikil áhœtta. Afkoma fiskvinnslunnar slæm í ársbyrjun Við létum framkvæma hag- kvæmnisathugun á 150 tonna laxeldisstöð í sjókvíum sem við höfðum hug á að reisa, enda eru hér prýðilegar aðstæður frá nátt- úrunnar hendi. Hitastigið er ekki vandamál og ennfremur höfum við nóg af fiskúrgangi til fóðurs. En þar sem vextir eru svo háir, samfara mikilli áhættu við þenn- an atvinnurekstur, sáum við okk- ur tilneydda til að hætta við allt saman, í bili að minnsta kosti, segir Finnbogi Jónsson fram- kvæmdastjóri Sfldarvinnslunnar á Neskaupstað í samtali við Þjóð- viljann í gær. Það er ekki einungis að háir vextir komi í veg fyrir nýsköpun atvinnutækifæra hjá Síldarvinnsl- unni h/f á Neskaupstað og fleiri fyrirtækjum hér á landi um þessar mundir. Heldur íþyngir vaxta- stefna stjórnvalda verulega þeim atvinnurekstri sem fyrir er í landinu sem á annað borð hefur ráðist í einhverjar fjárfestingar. Að sögn Finnboga er ekki fyrir að fara mikilli bjartsýni í upphafi ársins hjá þeim sem halda um stjórnvölinn hjá fiskvinnslunni. í fyrsta lagi hefur fall dollarans að undanförnu komið afar illa við frystinguna og tekjur hennar lækkað. í öðru lagi hafa vextir, raunvextir tvöfaldast á liðnum misserum. Þegar saman fara 25% verðbólga og 9% raunvextir, samfara tekjutapi er róðurinn afar þungur. í þriðja lagi hafa svo stjórnvöld aukið skattheimtuna á fiskvinnsluna. Endurgreiðsla á söluskatti hefur verið dregin til baka að verulegu leyti og rennur hann svo til allur í Verðjöfnunar- sjóð sjávarútvegsins og til að kór- óna allt saman er nýbúið að leggja launaskatt á vinnsluna. Sfldarvinnslan h/f fagnaði 30 ára afmæli í fyrra og þá varð velta fyrirtækisins í fyrsta sinn tæpur einn milljarður kró^ia.grh ídag Um leið og jólahátíðinni iauk á miðnætti sl. tóku gildi nýsam- þykkt lög rflrisstjórnarinar um álagningu söluskatts á matvæli og jafnframt tollalækkanir á ýmsum öðrum ,,nauðsynjavörum“. Matarskatturinn leggst á allar matvörur, einnig nýmjólk og mjólkurafurðir, en útsöluverð á nýmjólk, skyri, smjöri og dilk- akjöti breytist ekki að sinni vegna aukinna niðurgreiðslna. Þær nið- urgreiðslur er hins vegar bundnar sem föst krónutala og því munu frekari hækkanir á þessum vörum koma að fullu fram í útsöluverði. Sem dæmi um hækkanir á mat- vörum í verslunum í dag má nefna að nýir ávextir hækka um 15%, ostar um 10-15%, fiskur um 10%, innflutt grænmeti um 7%, alifugla- og svínakjöt um 5- 10%, nautakjöt um 10%, brauð um 13% og egg um 5-10%. Einn- ig hækkar sykur, kaffi og fleiri almennar neysluvörur. Þær vörur sem lækka í verði vegna tollabreytinga eru ma. niðursoðið grænmeti um 15%, niðursoðnir og þurrkaðir ávextir um 35% og mjölvara um 9%. Þá lækka ýmsar aðrar vörur einnig í verði eins og sjampó og tann- krem um 25%, tannburstar um 45%, varalitur um 47%, hnífapör og borðbúnaður um 40-50%, íþróttavörur um 10-20%, hjól- barðar um 20%, hreinlætistæki um 45%, bamavagnar um 42%, pelar um 45%, snuð um 40% og bamabflstólar um 16%. _ lg. Dýrara ímatinn

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.