Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 08.01.1988, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 08.01.1988, Qupperneq 1
Föstudagur 8. janúar 1988 4. tölublað 53. örgangur Alþýðublaðið Karvel segir upp áskrift Það er rétt, ég sendi ritstjóra Alþýðublaðsins bréf í gær þar sem ég sagði blaðinu upp, sagði Karvel Pálmason alþingismaður í samtali við Þjóðviljann í gær. í bréfinu segir Karvel ástæður uppsagnarinnar vera þær að mál- flutningi hans á þingi sé algerlega úthýst úr blaðinu. - Ef þetta blað á bara að vera fyrir jájá- og halel- úja - menn þá hef ég ekkert með það að gera, sagði Karvel Pálma- son. _ ig. Austfirðir Verkfalls- heimildar Of> verður leitað Björn Grétar: Veisla Jóns Baldvins hefur ekki aukið bjartsýni okkar. Nú er nóg komið! Það er allt tíðindalaust á Austurvígstöðvunum, engin hreyfing á neinu, sagði Björn Grétar Sveinsson formaður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði um stöðu kjaramála- baráttunnar á Austfjörðum. Björn Grétar sagði að næsta skrefið væri undirbúningur undir aðgerðir og væntanlega yrði leitað verkfallsheimildar í næstu viku. „Veislan frá Jóni Baldvin hefur ekki aukið bjartsýni okk- ar,“ sagði Björn Grétar. „Þessir menn verða að gera sér grein fyrir því að fólk lifir ekki á niðurstöð- um reiknilíkana einum saman. Aðgerðir Jóns Baldvins koma verulega við pyngjuna hjá fólki. Það er nóg komið!“ -K.ÓI. Núpur PH Rettindamal þverbrotin Lögreglan á Húsavík og sýslu- maðurinn í S-Þingeyjarsýslu yfir- heyrðu í nótt yfirmenn og skips- höfn á fiskibátnum Núpi ÞH-3 sem varðskip stóð að kolólög- legum veiðum úti fyrir Vest- fjarðamiðum í gær. Skipið kom til heimahafnar seint í gærkvöld í fylgd varðskips, en það var um hádegisbil í gær sem kom í ljós við venjubundna skoðun varðskipsmanna á rétt- indamálum um borð í Núpi, að þau mál voru öll í miklum ólestri. Á skipinu sem er 182 tonn að stærð og með 15 manna áhöfn hafði áhöfnin ekki verið lög- skráð, skipstjórinn var einungis með réttindi til að stjórna 80 tonna bát, stýrimaður aðeins með 30 tonna réttindi og véla- vörður hafði engin vélstjórarétt- indi. Einungis 1. vélstjóri var með gild réttindi. í yfirlýsingu sem Landhelgis- gæslan sendi frá sér vegna þessa máls í gær, segir að hún muni fylgja því fast eftir með eftirliti á miðunum að framfylgt sé lögum um lögskráningu áhafnar og að yfirmenn hafi tilskilin réttindi en allt of algengt sé að þessi mál séu í ólestri. -Jg- Flugstöðin Hrákasmíö fra upphafi Verslunarmannafélag Suðurnesja: Ekki teiknuðfyrir íslenskar aðstœður. Kuldakastið leikur starfsfólkið grátt. Flugvallarstjóri: Notaster við bráða- birgðaheimœð og ofnar bilaðir. Lagfœringar kosta tugi milljóna króna. Isannleika dettur mann ekki annað í hug en að Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi verið teiknuð fyrir allt annan stað í ver- öldinni en hér upp á Miðnesheiði. Frá því hún var opnuð hafa vinn- uskilyrði starfsfólksins ekkert batnað, þrátt fyrir vilyrði þar um og er mjög næðingssamt í henni, sérstaklega í norðanátt, vegna þess að stöðin er ekki vindheld, segir Magnús Gíslason formaður Verslunarmannafélags Suður- nesja í samtali við Þjóðviljann í gær. I kuldakastinu sem verið hefur að undanförnu hefur starfsfólk Flugstöðvarinnar þurft að dúða sig teppum og skjólflíkum vegna óbærilegs kulda og trekks, sem að því er virðist kemst óhindrað í gegn um nýtískulegar hurðir stöðvarinnar. Að sögn Péturs Guðmunds- sonar flugvallarstjóra er aðalá- stæðan fyrir kuldanum í Flug- stöðinni sú að notast er við bráða- birgðaheimæð frá Hitaveitu Suðurnesja og einnig að mið- stöðvarofnar í byggingunni hafa verið óvirkir vegna bilana. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Þjóðviljans kostar það tugmiljónir króna að koma aðalhitaveituæðinni frá Hitaveitu Suðurnesja í gagnið, fyrir utan annan kostnað við að koma mið- stöðvarofnum í lag. Uffe Balslev, hjá Blómalist sem sér um blómin í Flugstöðinni, ásamt Gróðrarstöðinni Lamb- haga, sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að það væri langt síðan að þeir hefðu flutt blómin frá and- dyri stöðvarinnar vegna trekks og kulda sem þaðan kæmi. Þó væri það ekki aðallega kuldinn sem færi illa með blómin þar heldur fyrst og fremst skortur á ljósum fýrir þau. En mikið vantaði á að nægileg birta væri í Flugstöðinni, ásamt öðru sem á vantaði. grh Kvótinn Hagsmuna aðilar bíða Seint í gærkvöldi benti allt til þess að kvótafrumvarpið yrði endan- lega afgreitt frá Alþingi í nótt sem leið. Neðri deild samþykkti frum- varpið til efri deildar í gærkvöldi og voru ailar tillögur minnihluta sjávarútvegsnefndar felldar, þar á meðal tillaga frá Matthíasi Bjarnasyni fyrrum sjávarútvegs- ráðherra, sem var felld með jöfnum atkvæðum. Forystumenn útgerðarmanna, sjómanna og smábátaeigenda vildu sem minnst um kvótafrum- varpið segja í gær, meðan ekki var vitað með vissu hvernig það myndi líta út í sinni endanlegu mynd. Ótrúlegt þykir að nokkrar breytingar verði á frumvarpinu í meðförum efri deildar. Óskar Vigfússon forseti Sjó- mannasambandsins og Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sögðust ekki vilja tjá sig um frum- varpið í smáatriðum fyrr en niðurstaða Alþingis lægi endan- lega fyrir og Haraldur Jóhanns- son stjórnarmaður í stjórn Landssambands smábátaeigenda sagði þá einnig bíða með yfirlýs- ingar þar til ljóst yrði hver árang- urinn yrði af meðferð þingsins á frumvarpi ráðherra. Sjá bls. 3 Sjómenn sitja ekki aðgerðarlausir þó kvótinn sé ekki kominn í höfn. Mynd - E.ÓI. Ráðhúsframkvœmdir Heggur sá er hlífa skyldi Borgarstjóri læturfella tré ánþess að leita samþykkis byggingarnefndar. Sigurjón Pétursson: Telursighafinnyfirlögogrétt sem aðrir þurfa að hlíta Gamall heggur og gamalt lerk- itré sem prýddu lóðina við Tjarnargötu 11 voru jöfnuð við jörðu á þriðjudag vegna fyrir- hugaðrar ráðhúsbyggingar á lóð- inni, en trén voru fjarlægð án leyfis byggingarnefndar. Trén voru bæði yfir 4 metra á hæð, en samkvæmt byggingarreglugerð er óheimilt að fella slík tré og tré sem eru 40 ára og eldri nema með leyfi nefndarinnar. Guðrún Ágústsdóttir fulltrúi Alþýðubandalagsins í borgar- stjórn kom með fyrirspurn til borgarstjóra á borgarstjórnar- fundi í gær um málið. Hún fékk þau svör að fyrirspurnin væri fár- ánleg og svarið einfalt; auðvitað lægi ekkert leyfi fyrir frá bygging- arnefnd. Það hlyti að vera öllum ljóst að um leið og bygging ráð- húss var samþykkt í borgarstjórn þá hlyti jafnframt að liggja sam- þykki fyrir um það að trén myndu víkja. Sigurjón Pétursson borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins tók til máls eftir að Davíð Odds- son hafði tjáð sig um málið og sagði að það væri greinilegt að borgarstjóri teldi sig hafinn yfir þau lög og þann rétt sem aðrir þyrftu að hlíta. -K.Ól.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.