Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 3
mhÖRFRÉTTIR mmmm Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari hefur hlotiö styrkveit- ingu úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen. Sjóðurinn er í vörslu borgarstjóra sem ákveður úthlutun úr honum í samráði við frú Völu Thor- oddsen. Gunnar Guðbjörnsson er 22ja ára Reykvíkingur. Hann lauk ný- verið burtfararprófi frá Nýja tónlistar- skólanum og heldur utan til fram- haldsnáms í sumar. Sýning á lokaverkefnum nýútskrifaðra arkiteka var opnuð í Ásmundarsal við Freyjugötu í gær- kvöldi. 8 arkitektar kynna verk sín á sýningunni sem stendur til 17. janúar. M.a. er teikningar af Baðhúsi í Öskju- hlíð, heilsuhóteli í Svartsengi, Sjó- minjasafni í Hafnarfirði og „Húsi borgarinnar" í Reykjavík. Félagið FÍLUS eða Félag íslenskra lækna undir sjáv- armáli, er nýstofnað félag íslenskra lækna sem starfa í Hollandi, að sjálf- sögðu undir sjávarmáli. Formaður félagsins er Ásgeir Haraldsspn og með honum í stjórn eru þau Ásgeir Böðvarsson, Sjöfn Kristjánsdóttir og Vilhelmína Haraldsdóttir. Nýtt Neytendablað hefur litið dagsins Ijós. Blaðið er efn- ismikiið og er m.a. gerð ítarleg verð- könnun á ísskápum, sem hækkuðu um 16% í fyrradag og birtar niður- stöður notendakönnunar. Eddie Skoller hinn þekkti danski tónlistarmaður, ætlar að skemmta á Hótel Sögu á fimmtudaginn í næstu viku á Herra- kvöldi Lionsklúbbsins Njarðar. Tekjur af Herrakvöldinu renna til líknarmála og aðgangseyrir með mat er kr. 5000. Kindakjötsbirgðir voru minni um nýliðin áramót en und- anfarin ár. Alls voru birgðir uppá tæp 9.700 tonn en rúm 11 þús. tonn í árs- lok 1986. Af þeim birgðum sem nú eru til eru rúm 9.200 tonn af fram- leiðslu sl. árs og rúm 550 tonn frá árinu 1986. FRÉTHR Keflavík/Njarðvík Skipta verður um vatnsból Oddur Einarsson, bœjarstjóriíNjarðvík: Áhugi á vatnstöku við Rauðamel. Herinn beri hluta af kostnaðinum - Það er mín skoðun að besti kosturinn sé að skipta um vatns- ból, sagði Oddur Einarsson, bæj- arstjóri í Njarðvík, en kannanir hafa staðfest að 75 þúsund lítrar af gasolíu hafa runnið úr lekri lciðslu á olíugeymslusvæði hers- ins vestan við Móahverfi í Ytri- Njarðvík og valdið mengun á grunnvatni. Ríkisstarfsmenn Lífeyrislán í 700 þúsund Stjórn lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins hefur samþykkt að hækka lán til sjóðsfélaga úr hálfri miljón í 700 þús. krónur. Jafnframt hafa vextir af nýjum lánum verið hækkaðir í 7% en lánstíminn er 25 ár. Vextir af lánum sem tekin voru fyrir 1. desember 1984 er 4% en af öðrum lánum eru vextirnir 5%. Stjórn lífeyrissjóðsins hefur heimild til að hækka þá vexti, en ákvörðun um það hefur ekki ver- ið tekin. - Vatnsból okkar eru í um 1000 metra fjarlægð frá þeim stað er olíulekinn varð, og það er ljóst að svæðið er ekki gott vatnstöku- svæði með tilliti til mengunar. Raunar hafa menn gert sér grein fyrir þessu áður en til þessa slyss kom; hjá embættinu eru til gaml- ar kannanir þar sem menn hafa komist að sömu niðurstöðu: vegna nálægðar við mengandi efni eru okkar vatnsból illa stað- sett, sagði Oddur. Að sögn Odds er helst litið til svæða við Rauðamel til vatns- töku, en það er í 10 til 15 kíló- metra fjarlægð frá miðjum byggðakjarna Keflavíkur og Njarðvíkur. „Það er mikill áhugi hjá báðum sveitarfélögunum að skoða þennan kost vandlega; sameiginlegur fundur beggja bæjarstjórnanna er fyrirhugaður á allra næstu dögum og þá verður þetta mál rætt,“ sagði hann. Ljóst er að þessi framkvæmd hefði verulegan kostnað í för með sér. Sagði Oddur að 100 milljónir væru ekki fjarri lagi. - Það verður farið fram á að herinn taki þátt í kostnaðinum, sagði hann; herstöðin er reyndar með sérstaka vatnsveitu, en það er löngu orðið tímabært fyrir þá Skaðvaldurinn. Talið er að um 75 þúsund lítrar af gasolíu hafi lekið úr þessum tanki á olíugeymslusvæði hersins vestan Ytri-Njarðvíkur og mengað grunnvatn. Bæjarstjórnir Keflavíkur og Njarðvíkur líta nú til svæða við Rauða- mel til vatnstöku. Mynd: E.ÓI. að hugsa til nýrrar vatnsöflunar þeir komi inn í þessa umræðu fyrir sjálfa sig. Því er rökrétt að með þátttöku í huga. SH Fiskveiðistefnan Samþykkt með semingi Sighvatur Björgvinsson og Matthías Bjarnason greiddu atkvœði gegn kvótafrumvarpinu. Ýmsir aðrir stjórnarliðar studdu það þráttfyrirýmsa annmarka á því að þeirra mati. Ríkisstjórnin felldi tillögu samhljóða stjórnarsáttmálanum. Ein breytingartillagaféll á jöfnu. Stefnt aðþvíað afgreiða frumvarpið endanlega frá þriðju deild í gœrkvöldi Tveir stjórnarliðar, þeir Sig- hvaturBjörgvinsson og Matthí- as Bjarnason, greiddu atkvæði gegn kvótafrumvarpinu við þriðju umræðu í neðri deild Al- þingis í gær. Pálmi Jónsson, Egg- ert Haukdal, Friðjón Þórðarson og Jón Sœmundur Sigurjónsson, gerðu grein fyrir atkvæði sínu, að þeir styddu frumvarpið þrátt fyrir að enn væru ýmsir ann- markar á því. Öll stjórnarand- staðan greiddi atkvæði gegn frumvarpinu, utan hvað Stefán Valgeirsson sat hjá. Frumvarpið fór síðan til efri deildar í gærkvöldi og var stefnt að því að ljúka umræðu þar og greiða atkvæði um fiskveiðistefn- una. Búist var við löngum um- ræðum um frumvarpið og talið að atkvæðagreiðsla færi á svipaðan hátt og þegar frumvarpið var til þriðju umræðu í deildinni, að það yrði samþykkt með 12 atkvæðum gegn 7 atkvæðum stjórnarand- stöðunnar auk atkvæða þeirra Karvels Pálmasonar og Þorvalds Garðars Kristjánssonar. Það vakti athygli við atkvæða- greiðslu um breytingartillögur í neðri deild í gær að felld var til- laga frá Sighvati Björgvinssyni, nær samhljóða ákvæði stjómar- sáttmálans. Tillaga Sighvats gekk út á það að Alþingi kysi 9 manna nefnd til að endurskoða fisk- veiðistefnuna og svo var talið upp verksvið nefndarinnar og var það samhljóða starfsáætlun ríkis- stjórnarinnar. Eftir atkvæða- greiðsluna sagði Sighvatur at- hyglisvert að stjórnarliðar felldu tillögu samhljóða stjórnarsátt- málanum en að stjórnarandstað- an teldi hana skynsamlega. Jón Sigurðsson og Kjartan Jóhanns- son höfðu lýst því yfir við at- kvæðagreiðsluna, að þar sem þetta væri í stjórnarsáttmálanum væri tillagan óþörf. Guðrún Helgadóttir spurði þá hvort stjórnarsáttmálinn hefði svotil lagagildi. Stefán Valgeirsson sagði niðurstöðuna dæmigerða fyrir afgreiðslu frumvarpsins, stjórnarliðar væru rígbundnir í atkvæðagreiðslu, sama hvaða til- lögur þeir væru að greiða atkvæði um. Við umræðuna í gær var ofríki sjávarútvegsráðherra mjög gagnrýnt og vitnað til yfirlýsingar Steingríms Hermannssonar um að engar breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu aðrar en þær sem sjávarútvegsráðherra gæti fellt sig við. Þó stóð stundum tæpt. Þannig var t.d. tillaga Matthíasar Bjarnasonar um að ráðherra hafi heimild til að bæta byggðalögum aflatap, sé skip með veiðiheimild selt burt og salan veldur straumhvörfum í atvinnulífi byggðalagsins, felld á jöfnu. Við þriðju umræðu flutti Steingrímur J. Sigfússon breyt- ingartillögu um að úr 17. grein laganna væri fellt burt orðið ókeypis, en greinin gengur út á það að ráðuneytið geti farið fram á allar upplýsingar sem unnt er að láta í té og nauðsynlegar eru tald- ar, ókeypis. Það kom fram hjá Matthíasi Bjarnasyni að þetta hefði verið rætt af sjávarútvegs- nefndum beggja deilda þingsins og að nefndarmenn hefðu komist að þeirri niðurstöðu að þar sem orðið væri í texta frumvarpsins yrði það að vera þar en voru einn- ig sammála um að sjálfsagt væri að fella burt orðið ef það hefði ekki verið þar. Sagði Matthías þetta dæmigert um vinnubrögðin við frumvarpið. Sagði hann þetta hafta- og skömmtunarfrumvarp þar sem einstaklingurinn væri færður í fjötra. Þegar frumvarpið kom til at- kvæða í neðri deild gerði Steingrímur J. Sigfússon grein fyrir atkvæði sínu og sagði að frumvarpið væri enn meingallað og að allar tillögur tii að lagfæra það hefðu verið felldar, því greiddi Alþýðubandalagið at- kvæði gegn frumvarpinu. í sama streng tóku þau HreggviðurJóns- son og Kristín Halldórsdóttir. Allar tilraunir til að fá fram breytingar á eiunstökum liðum frumvarpsins hefðu verið felldar og því greiddi stjórnarandstaðan atkvæði gegn því. -Sáf ALÞÝÐUBAN DALAGIÐ ABK Morgunkaffi Heimir Pálsson bæjarfulltrúi verður með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamra- borg 11, laugardagsmorguninn 9. janúar kl. 10-12. Allir velkomnir. _______________________________________________Stjórnin ABK Félagsfundur verður í Þinghóli, Hamraborg 11, mánudaginn 11. janúar, kl. 20.30. Fundarefni: 1) Framkvæmdaáætlun Kópavogskaupstaðar fyrir 1988. 2) önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í Lárusarhúsi á mánudagskvöld 11. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Bæjarstjórnarfundur 12. janúar. 2) Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Áríðandi fundur í bæjarmálaráði laugardaginn 9. janúar kl. 10.00 í Skálan- um, Strandgötu 41. Fundarefni: Fjárhagsáætlun fyrir 1988. Áríðandi að allir nefndarmenn mæti á fundinn. Formaður n Hesthús til sölu í athugun er að selja hesthús Reykjavíkurborgar í Faxabóli III D á svæði hestamannafélagsins Fáks í Selási, ef viðunandi tilboð fæst. Hesthúsið rúmar 10 hesta og fylgir því hlaða auk gerðis o.fl., sem er sameiginlegt með öðrum hesthúsum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgar- verkfræðings í Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 18000. Auglýst er eftir kauptilboðum í hesthúsið, en rétt- ur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð, sem greini kaupverð og greiðsluskilmála, skulu hafa borist til skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings í síðasta lagi föstu- daginn 22. janúar 1987. Borgarstjórínn í Reykjavtk Föstudagur 8. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.