Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 4
LEtÐARI Eftir fjölmiölaveisluna í DV í gær birtist kjallaragrein eftir mann sem var feiknalega hamingjusamur með fjölmiðla- byltinguna. Hann taldi að Stöð 2, Bylgjan og Stjarnan hefðu stóraukið fjölbreytni í fréttum, myndum og afþreyingarefni, væru í fremstu röð í öllum greinum og væri allt í himnalagi ef ekki væri bölvað Ríkisútvarpið með sín forréttindi. Slíkar raddir heyrðust mjög oft þegar breytingar á útvarpslögum voru í uppsiglingu. Nú átti loksins að koma munaðar tíð með marg- ar rásir. En þær gerast æ sjaldgæfari og ein- hvernveginn mjóslegnari en áður. Menn hafa fengið sitt útvarps- og sjónvarpsfrelsi en þeir eru ekki glaðir. Meira að segja Morgunblaðið er oftar en ekki mjög miður sín yfir Ijósvakafjölmiðl- unum og stöðu þeirra í menningunni, þótt blaðið telji sig bersýnilega neytt til að halda samt til streitu einkaframtakskröfum í þessum málum sem öðrum. Fjölmiðlabyltingin svonefnda hefur nefnilega staðfest með séríslenskum hætti ýmsa þá fyrir- vara, sem gagnrýnir menn höfðu við fagnaðar- látum þeirra sem trúa á blessunarrík áhrif mark- aðslögmála á öllum sviðum. Munar þá mestu um það, að aukið framboð af efni þýðir ekki aukna fjölbreytni eins og fram var haldið, heldur blátt áfram það, að meira er fram boðið af því sama. Útvarps- og sjónvarpsstöðvum fjölgar stórlegaog um leið skiptast þærtekjursem hafa má af auglýsingum á fleiri aðila. Þar eftir knýr sú nauðsyn fastar á að framleiða dagskrár með sem ódýrustum hætti ( t.d. með því að snúa poppskífum, hringja út í bæ og kjafta um allt og ekkert). Dagskrám sem vinna er lögð í fækkar, og sjónvarpið getur enn síður en áður framleitt eigið efni. Líf Ijósvakafjölmiðla færist m.ö.o. í vaxandi mæli út fyrir landsteina, verður háðara en áður engilsaxneskri stórframleiðslu. Og auk þess verða hinar hörðu aðstæður á markaðn- um til þess, að æ meira er ráðist á þau skil sem menn annars hafa viljað draga á milli auglýs- inga og dagskrárgerðar, eins og mörg dæmi sanna. Fjölmiðlaþróunin hefur líka sett strik í reikning þeirra sem trúa á vöxtinn eilífa: menn hafa árum saman talað eins og alltaf væri afgangs hjá mannfólkinu tími til meiri fjölmiðlaneyslu, en þeir rekast nú á það harkalega, að það er hægur vandi að mettafólk, það vill ekki meira. Ekki nóg með það: sumar kannanir virðast t.d. benda til þess að fjölgun útvarpsstöðva leiði til þess hjá allstórum hópi fólks, að útvarp dettur með öllu út úr lífi þess. Því þarf ekki að koma á óvart úttekt á stöðu Ijósvakafjölmiðla sem Helgarpósturinn birti nú í gær. En þar er frá því sagt, að sparað verði hjá Ríkisútvarpinu, dagskrártími Sjón- varps verði skorinn niður. Starfsmönnum verð- ur sagt upp hjá Stjörnunni og Stöð 2 og leitað' ýmissa sparnaðarleiða og Bylgjan, sem fór vel af stað fjárhagslega, verður einnig að beita sig aðhaldi. Fjölmiðlabyltingin étur börnin sín var yfirskrift þessarar samantektar. Nokkuð til í því. En hvað um það - menn vildu gera þessa tilraun. Og menn bregðast varla úr þessu við vonbrigðum með hana með því að snúa aftur til þess ástands sem var. Fjölmiðlar í einkaeign munu líkast til detta upp fyrir einhverjir, margt er í þeim efnum ófyrirsjáanlegt eins og t.d. það hvaða usla gervihnattasjónvarp á eftir að gera hér á landi. Hitt skiptir svo máli, að menn gefist ekki upp við að búa sæmilega að Ríkisútvarpi allra landsmanna og sjái m.a. til þess að fjárhags- legur grundvöllur þess sé ekki háður ýmsum óvæntum pólitískum uppákomum. Ekki svo að skilja: það verður að gagnrýna Ríkisútvarpið og veita því allskonar aðhald. En við okkar að- stæður er það blátt áfram eini þátttakandinn í Ijósvakadansinum sem getur andæft því að ráði að ísland verði í vaxandi mæli engilsaxnesk hjálenda í fjölmiðlun - með hörmulegum afleið- ingum fyrir menningu okkar og tungu. áb. KLIPPT OG SKORIÐ Ovinsælar orust- uvélar Sú krafa spænsku ríkisstjórnar- innar að bandarískar phantom- þotur skuli ekki leyfðar á Spáni, hefur ekki vakið ýkja mikla at- hygli hjá íslenskum fjölmiðlum. Hér er þó um stórtíðindi að ræða sem skipta munu sköpum fyrir herstöðvanet Bandaríkjanna í Evrópu og hernaðaráætlanir NATO. Þá Iitlu athygli, sem mál þetta hefur hér vakið, má hugsanlega skýra með þeirri kenningu að flestir þeir atburðir, sem verða í síðari hluta desember og ekki tengjast á einn eða annan hátt jólunum, falla í skuggann af há- tíðahaldi og frídagasleni. Þessa kenningu, sem er hvorki betri né verri en ýmsar aðrar kenningar um þjóðfélag pkkar, hefur ís- lenska ríkisstjórnin líklega að leiðarljósi. Hún rembdist við að koma í gegn sem flestum lögum fyrír og um hátíðirnar og almenn- ingur er ekki enn farinn að átta sig á því hvað gerðist meðan menn voru uppteknir við jóla- gæsina og tívólíbomburnar. Brottvísun bandarísku Phant- om-flugvélanna frá Spáni er mál sem ætti að snerta okkur íslend- inga. Meginrök Spánverja eru þau að Phantom-vélarnar séu til þess gerðar m.a. að bera kjarork- usprengjur og slík vopn vilja Spánverjar ekki. Drægi til styrj- aldar, óttast þeir að heimavöllur Phantom-flugvélanna yrði með fyrstu skotmörkunum og því auki hann líkurnar á að kjarnorkus- prengjur falli á Spán. Á Keflavíkurflugvelli er líka bandarísk flugsveit sem hefur Phantom-þotur til umráða. Pað er nú það og það er nú það. Við skulum ekki hafa hátt, hér er margt að ugga. Einhvers staðar verða vondir að vera HP birti í gær fróðlega grein eftir Magnús Torfa Ólafsson þar sem gerð er grein fyrir stöðu mála viðvíkjandi Torrejon-herstöð- inni á Spáni. Niðurlag greinar- innar er þannig: „Síðasta tilboð bandarísku samningamannanna var að fcekka flugvélum í Torre- jón um þriðjung úr 72 í48. En það fullnægir á engan hátt Spánverj- um. Fyrirstjórninni í Madrid vak- ir að losna í eitt skipti fyrir öll við stóra bandaríska herstöð í hlað- varpa höfuðborgarinnar. Hún er ekki aðeins ögrun við spánska þjóðerniskennd, heldur má að auki leiða rök að því að Torrejón hljóti að vera ofarlega á skot- markalista í kjarnorkustyrjöld. Hlutverk 401. skammfleygu árásarsveitarinnar í ófriði er nefnilega að halda til stöðva á ítal- íu og Tyrklandi, lesta kjarnorku- sprengjur sem þareru geymdar og ráðast með þeim á skotmörk um Sovétríkin sunnanverð. Ákvörð- un Spánarstjórnar setur því allt NA TÓ í klípu. Hver vill vista 401. sveitina þegar hún fer alfarin frá Spáni fyrir mitt ár 1991?“ Spegill, spegill, herm þú mér... Kringlan, nýja verslunarmið- stöðin í Reykjavík, hefur verið vinsælt umræðuefni undanfarin misseri. Hún er eitt algengasta dæmið sem tekið er þegar býsnast er yfir mikilli uppbyggingu í Reykjavík. Hún stendur illilega þversum í kokinu á baráttujöxl- um fyrir uppbyggingu á lands- byggðinni sem óttast að landið sé að sporðreisast vegna ofþenslu á suðvesturhorninu og samdráttar og fólksfækkunar í öðrum lands- hlutum. Flugstöðin á Keflavíkur- flugvelli ásamt nýjum dans- höllum og diskótekum sækir reyndar hratt fram á vinsældalista þessara vandlætara en Kringlan mun þó tróna ein í fyrsta sæti um hríð. Þeir sem sjá ofsjónum yfir því að fólkið á höfuðborgarsvæðinu fær að versla í almennilegum búðum, geta huggað sig við að Kringlan vekur athygli fyrir fleira en það eitt að vera talin ónauð- synleg viðbót við verslunarhús- næði á Reykjavíkursvæðinu. Og orðspor hennar fer víðar en með- al þeirrar kvartmiljónar manna sem þetta eysker byggir. Nú hefur sem sagt frést að Kringlan eigi að taka þátt í al- þjóðlegri fegurðarsamkeppni. Það er tímaritið Frjáls verslun sem kann að segja frá því að það er ekki vegna framagirni íslend- inga að Kringlan fer í keppnina heldur þykir kunnáttumönnum út í hinum stóra heimi fyrirbrigð- ið svona merkilegt og fullkom- lega samkeppnisfært við það sem best gerist í miljónaborgum. „Það munu vera fulltrúar nor- rœnna, enskra og bandarískra verslunarmiðstöðva sem einna harðast hafa sótt að Kringlunni um að taka þátt í samkeppninni og mun það að öllum líkindum verða gert, þótt endanleg ákvörð- un um það hafi ekki verið tekin enn þá. “ Já, það er gaman að vera ekki alltaf eins og álfur úr hól. Hagsmunir af hersetu Það er unnt að fá ýmis verkefni önnur hjá Bandaríkjaher en að gera olíuhöfn í Helguvík eða byggja kjarnorkusprengjuhelda stjórnstöð á Keflavíkurflugvelli. Frjáls verslun veltir því fyrir sér hvort íslendingar geti fengið eitthvert verk að vinna við gerð hugbúnaðar fyrir tölvukerfi sem stjórna á nýjum ratsjárstöðvum hersins á Gunnólfsvíkurfjalli og í Stigahlíð ásamt endurgerðum stöðvum á Stokksnesi og á Mið- nesheiði. Hér er um gífurlega fjármuni að rœða því áætlað er að allur sá búnaður sem þarf í ratsjárstöðv- arnar og uppsetning hans kosti um 300 milljónir dollara. Óvíst er hve stór hluti verði unninn af ís- lenskum fyrirtœkjum en til að menn fái einhverja hugmynd um umfang verksins þá er 1% af því rúmar 100 milljónir króna. Ymsir verkþœttir verða boðnir út til undirverktaka og œttu íslensk fyr- irtæki að hafa möguleika í þeim útboðum. Nú þegar hefur verið rœtt um samvinnu hugbúnaðar- fyrirtækja hér á landi til að bæta samkeppnisstöðu þeirra. Það er þó ekki fyrr en á árinu 1989 sem búast má við að íslensk fyrirtœki geti hafist handa. þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppó. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrlta- og prófarfcalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitatelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýslngastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Sfmavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Ðf Istjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu- og afgrelðslustjóri: HörðurOddfriðarson. Útbreiðsla: G. Margrót Óskarsdóttir. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innhoimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sföumúla 6, Reykjavfk, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og sotning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65 kr. Askriftarvorð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.