Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 6
MYNDUSTIN Gallerí Svart á hvítu við Óð- instorg. GuðmundurThor- oddsen opnar sýningu vatns- litamynda kl.20 í kvöld. Guð- mundur lærði í Reykjavík, París og Amsterdam og starf- ar nú sem myndlistarmaður í París. Myndirnareru allarfrá síðasta ári. Sýningin stendur til 17. janúar og er opin alla daga nema mánudaga f rá kl.14-18. Kjarvalsstaðir. Baltasar opnar málverkasýningu í vestursal Kjarvalsstaða á morgun kl. 14. Á sýningunni eru 35 olíumyndir, flestar mál- aðarásíðastliðnu ári. Sýning- in stendur til 24. janúar og er opinn frá kl. 14-22 alla daga vikunnar. Mokka. Christoph Frh. von Thungen opnarsýningu ís- landsmynda fljótlega eftir helgina. Sýningin stendur í þrjárvikur. Nýlistasafnið v/Vatnsstíg. í kvöld kl. 20opnarGerhard Amman sýningu sem hann kennir við Ulan Bator höfuð- borg Mongólíu. Á sýningunni eru skúlptúrar, mest unnir í járn og grjót. Gerhard Amman stundaði nám við Akademie der Bildenden Kunste í Munc- hen 1981 -86. Hann hefur starfað sem myndlistarmaður á íslandi síðan í september 1987. Sýningin stendur til 24. janúarog eropin virka daga kl. 16-20, og kl. 14-20 um helgar. Innritun hafin Leðurnámskeið Tuskubrúðugerð Bótasaumur Dúkaprjón Þjóðbúningasaumur Fatasaumur Vefnaður, almennur Myndvefnaður Knipl Tóvinna Tauþrykk Útskurður Saumagínugerð Prjónatækni Námskeið fyrir leiðbein- endur aldraðra Jurtalitun Körfugerð TÓNLíSTIN Duus-hús. Heiti potturinn stendurfyrirjasstónleikum sunnudagskvöld kl. 21:30, f ram koma T ríó Skúla Sverris- sonar, Sigurður Flosason og félagar, T ríó Egils B. Hreins- sonar. Háskólabíó. Samtök um byggingu tónlistarhúss gang- ast fyrir stórtónleikum til styrktar byggingu tónlistar- húss á morgun kl. 21:30. Fram koma á annað hundrað íslenskra tónlistarmanna, m.a. Gunnar Þórðarson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Bubbi Mort- hens, sinfónían og hljóm- sveitin Mezzoforte. Birgir ís- leifurGunnarsson menntamálaráðherra flytur ávarp í upphafi tónleikanna, sem verður sjónvarpað í beinni útsendingu. Vinnings- númer í happdrætti Samtaka um byggingu tónlistarhúss jÞórunn Guðmundsdóttir mezzo- sópran heldur tónleika í Norræna húsinu á sunnudaginn. 11. jan. 12. jan og 9. feb. 12. jan. 13. jan. 15. jan. 16. jan. 18. jan og 14. mars 28. jan. 30. jan. 1. feb. 2. feb. 3. feb. og 6. apr. 12. feb. 24. feb. 29. feb 29. feb. 12. apr. UM HELGINA verðatilkynnt, kynnirerBerg- þór Pálsson Norræna húsið. Svanhildur Sveinbjörnsdóttir mezzo- sópran heldur sína fyrstu op- inberu einsöngstónleika laug- ardag9.kl.16:00. Áefnis- skránni eru íslensk og erlend Ijóð og aríur, þar á meðal Vier ernste Gesange eftir Johann- es Brahms. Svanhildur lauk 8. stigs prófi frá Söngskólanum í Reykjavík 1984 og hef ur auk þess verið eitt ár við söngnám í Vínarborg. Undirleikari er ÓlafurVignirAlbertsson pí- anóleikari. Þórunn Guðmundsdóttir mezzo-sópran heldurtón- leikasunnudaginn 10. kl. 17:00. Á efnisskránni eru m.a. lög eftir Pál ísólfsson, Mozart, Strauss, Poulenc, Seiberog Grieg. Undirleikari er Jónas Ingimundarson pí- anóleikari. Musica Nova stendur fyrir sérstæðum tónleikum á sunnudagskvöldið kl. 21:00. Það er hljóðfæraskipanin sem Ijærtónleikunum óvenjulegan blæ, en þar koma saman semball, hljóðgervill og áslátt- arhljóðfæri ýmis konar. Hljóð- færaleikarar eru þau Þóra Jo- hansen og Maarten van der Valk, sem hafa unnið saman síðan 1986. Flutt verða verk eftir Lárus Halldór Grímsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Enriq- ue Raxach, Barböru Woof og LouisAndriessen. LEIKLISTIN Alþýðuleikhúsið. Eins konar Alaska og Kveðjuskál, sýn- ingar hefjast aftur í Hlaðvarp- anum fimmtudaginn 14. janú- ar. Næstu sýningar verða sunnudaginn 17.janúarog þriðjudaginn 19. janúar. Allar sýningarnar hefjast kl.20:30. Leikfélag Akureyrar. Piltur og stúlka, söngleikur byggður á skáldsögu Jóns Thorodd- sen. I kvöld kl. 20:30, laugar- dag 9. kl. 18:00 og sunnudag 10. kl. 16:00. Leikfélag Reykjavíkur. Al- gjört rugl, 5.sýning í kvöld kl. 20:30. Næsta sýning sunnu- daglO.janúar. Dagurvonar, miðvikudag 13. kl. 20:00 sýningum ferfækk- andi. Djöflaeyjan, miðvikudag 13. kl. 20.00 Hremming, 15. sýning laugar- dag 9. janúar kl. 20.30. Síldin erkomin, nýr íslenskur söngleikur, frumsýning í skemmunni við Meistaravelli sunnudag kl. 20.00, næstu sýningar þriðjudag 12. og fimmtudag 14.janúar. Þjóðleikhúsið. Bílaverk- stæði Badda, tværsýningar laugardag 9., kl. 16.00 og 20:30, sunnudag 10. kl. 16:00. Brúðarmyndin, næstsíðasta sýning laugardag 9. kl. 20.00, síðasta sýning föstudag 15. janúar. Vesalingarnir, í kvöld kl. 20.00, næstu sýningarsunn- udag 10., þriðjudag 12. og fimmtudag 14.jan. HITT OG ÞETTA Ljóðakvöld í Djúpinu, kjallara Hornsins Hafnarstræti 15, sunnudag kl. 8:30. Þetta Ijóðakvöld kemur í kjölfar Ijóðakvöldanna sem voru á síðasta ári á sama stað. Stefnt er að því að slík Ijóða- kvöld verði í vetur fyrsta sunn- udag hvers mánaðar. 3-4 Ijóðskáld munu lesa úr Ijóðum sínum í hvert sinn. Gestirgeta ef þeim sýnist notið veitinga staðarins undir Ijóðalestrin- um. MÍR. Fyrsta kvikmyndasýning MÍR verður í bíósal félagsins, Vatnsstíg 10, sunnudag 10. janúarkl. 16:00. Þennan dag fyrir réttum 90 árum fæddist einn af brautryðjendum kvik- myndalistarinnar Sergei Eisenstein, og af því tilefni verður sýnd ein af frægustu kvikmyndum hans, „Október" sem gerð var 1927, til að minnast 10 ára afmælis Októ- berbyltingarinnar í Rússlandi. Jafnframt kvikmyndasýning- unni á sunnudag verður opn- uð í salarkynnum MÍR að Vatnsstíg 10 sýning á mynd- spjöldum, þarsem kynntar Fyrirlesturávegum Félags áhugamanna um heimspeki, veröurístofu 101 Lögbergi, húsi lagadeildar, sunnudag kl.14:30. Fyrirlesari verður Gerald Massey, heimspeki- prófessor við Pittsburgh- háskóla í Bandaríkjunum. Er- indi sitt nefnir hann „On the Indeterminacy of T ranslati- on“, og ætlar almenningi jaf nt sem sérfræðingum. Fundur- inn eröllumopinn. Hana nú. Vikuleg laugar- dagsganga Frístundahópsins í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 9. janúar. Lagt er af stað frá Digranesvegi 12 kl.10:00. Markmiðgöngunnar er: Samvera, súrefni, hreyf- ing. Boðið upp á nýlagað mol- akaffi. Útivist. Lagt verður upp í Nýárs- og kirkjuferð Útivistar sunnudagkl.10:30. Farið verður að Geysi, Gullfoss skoðaður í vetrarbúningi og síðan haldið um Brúarhlöð að Stóranúpskirkju í Gnúpverja- hreppi, þarsem séra Flóki Kristinsson tekur á móti hópn- um. Verð kr. 1.200 oa frítt fyrir börn. Brottförfrá BSÍ, bensín- sölu. Myndakvöld verður fimmtudagskvöldið 14. janúar kl. 20:30 í Fóstbræðraheimi- linu. Sýndar verða myndirfrá Lónsöræfum og nágrenni. All- irvelkomnir. Félag eldri borgara hefuropið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, sunnudag kl. 14:00. Spilað, teflto.fi. Dagskrákl. 17:00, dansað á milli kl. 20:00 og 23:30. Innritun fer fram á skrifstofu skólans á Laufásvegi 2. Námskeiðaskrá afhent þar og hjá ísl. heimilis- iðnaði, Hafnarstræti 3. Upplýsingar í síma 17800. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA! MINNING Ema Guðlaug OlafsdótGr hjúkrunarfrœðingur „Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma“. (Predikarinn) Það var síðsumars 1985 að leiðir okkar Ernu lágu saman. Ég hóf störf við geðdeildir Ríkisspít- alanna og flutti þá samhliða því í litla samfélagið á Skaftinu, þar sem hjúkrunarfræðingar starf- andi við geðdeildirnar eiga kost á búsetu. Ema hafði búið þar um nokkurn tíma með fjölskyldu sinni. Yngri sonur Ernu, Arnar Björn og Nanda dóttir mín eru jafnaldrar og varð Arnar Björn fvrsti leikfélaei hennar í nklrnr Dáin 30.12.87 nýja samfélagi. Þau hófu skólagöngu saman í 6 ára bekk og em á sama skóladag- heimili, urðu því samskipti okkar Ernu mikil í tengslum við börnin okkar. Mér er sérlega minnisstætt hlýtt og elskulegt viðmót Ernu og hve heimili hennar stóð einlæg- lega opið fyrir okkur mæðgun- um. Starfsdagur konu og móður er langur innan og utan heimilisins. Þó ævi Emu hafi ekki orðið löng hefur hún skilað miklu ábyrgðar- starfi. Samhugur og samábyrgð hjón- anna á eftir að reynast feðgunum styrkur í þeirra miklu lífsreynslu. Nú er Erna dáin, hún lést í um- ferðarslysi daginn fyrir gamlárs- dag, aðeins 33 ára gömul frá 2 ungum sonum og eiginmanni. Það reynist tregt tungu að hræra. Missir fjölskyldunnar er sár, missir sem tekur langan tíma að læra að lifa með. Arnar Björn, Gunnar Óli og Sigurður, við Nanda vottum ykk- ur og fjölskyldum ykkar okkar dýpstu samúð. Nanda og Borgihildur Maack HEIMILISIÐNAÐAR- SKÓLINN. LAUFÁSVEGUR 2 - SÍMI 17800 - 101 REYKJAVÍK. Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir söngleikinn Síldin er komin á sunnudaginn kl. 20.00. (Mynd: Sig.) P-leikhópurinn sýnir Heimkomuna í (slensku Ópe- runni í kvöld kl. 21:00, næstu sýningar, sunnudag 10. og fimmtudag14.janúar. eru rúmlega 40 kvikmyndir sem gerðar hafa verið í So- vétríkjunum á nærfellt sjö ára- tugum. Sýning þessi ersett upp í tilefni 70 ára afmælis Októberbyltingarinnar. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJ!NN| Föstudagur 8. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.