Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 7
HEIMURINN ísrael Upplausn á herteknu svæöunum Bandaríkin greiða atkvœði gegn ísrael í Öryggisráðinu í fyrsta skipti síðan 1982. Yitzhak Shamir: ísrael leyfir aldrei stofnun ríkis Palestínumanna. Arafat: Fyrr eða síðar munum við stofna okkar ríki Götuóeirðir héldu áfram í gær á hinum herteknu svæðum ís- raelsmanna á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Á meðan álykt- aði Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samhljóða gegn framferði ísraelshers og israeiskra stjórnvalda á umræddum svæð- um og hvatti ráðið ísraeisstjórn til þess að hætta við að vísa 9 Pal- estínumönnum úr landi, sem á- sakaðir hafa verið um þátttöku í óeirðunum. Fjöldi manns voru handteknir f gær og fangelsaðir án réttarhalda og er talið að fjöidi handtekinna frá 9. desember náigist nú 2000, en auk þess hafa 25 verið drepnir og yfir 200 særð- ir af ísraelskum hermönnum. Meðal hinna handteknu er fjöldi Yasir Arafat: Pólitískt vandamál verður ekki leyst með hervaldi Vikuritið Newsweek átti nýver- ið stutt samtal við Yasir Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palest- ínumanna PLO. Þar segir Arafat að fyrr eða seinna muni Palestínu- menn eignastsitt ríki, hjá því verði ekki komist. Aðspurður hvort stofnun slíks ríkis feli í sér að Ísraelsríki verði þá lagt niður segir Arafat: „Ég hef áður sagt að ég fellst á allar ályktanir Sameinuðu þjóð- anna um málið. Þegar við tölum um nauðsyn alþjóðlegrar ráð- stefnu, við hverja haldið þið að við ætlum að ræða? Við drauga? Ég ætla ekki að sitja alþjóðáráð- stefnu til þess að ræða við Sýr- lendinga eða Líbani eða Egypta. Ég ætla að ræða þar við óvin minn til þess að ná fram skilningsríkri varanlegri og réttlátri lausn á vandanum. Þegar við tölum um að allir aðilar sem aðild eiga að deilunum í Miðausturlöndum eigi að taka þátt í ráðstefnunni, þá eigum við bæði við ísraels- stjórn og PLO. Arafat er síðan spurður álits á því hvort það séu múslamskir bókstafstrúarmenn sem standi að baki óeirðunum á herteknu svæð- unum. Svar hans er á þessa leið: Það er enginn vafi á því að hóp- ar múslima, sérstaklega Egypsku múslimabræðurnir en ekki Khomeini-múslimar. Múslima- bræðurnir hafa haft áhrif á gaza- svæðinu allt frá þeim tíma sem landið var undir Égyptalandi. En gleymið ekki að íslamskir hópar eiga nú sína fulltrúa í Þjóðarráði Palestínumanna og innan PLO. Þannig virkar okkar lýðræði. Arafat er að lokum spurður, hvers hann vænti sér af fundi Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna um óeirðirnar á herteknu svæð- unum. Arafat segir að sér sé mest í mun að Öryggisráðið nái með einhverju móti að koma sér sam- an um pólitíska lausn á málinu. „Það er ekki hægt að leysa póli- tískt vandamál með hervaldi. Ef vinir okkar vilja hjálpa okkur, þá er eina lausnin sú, að herteknu svæðin verði undir eftirliti Sam- einuðu þjóðanna um nokkurn tíma, þar til náðst hefur sam- komulag um lausn á alþjóðlegri ráðstefnu um málið eða með ein- hverjum öðrum hætti. En þetta næst ekki fram að ganga vegna afstöðu Bandaríkjamanna. -óig/Newsweek barna og unglinga. Samkvæmt ísraelskum lögum er hægt að halda þeim sem settir eru í fangabúðir í haldi í allt að 6 mánuði án réttarhalda eða dóms- úrskurðar. Ritstjóri palestínska dagblaðs- ins A1 Fajr, sem gefið er út í austurhluta Jerúsalem, hvatti í gær Palestínumenn í ísrael og á hernumdu svæðunum til þess að taka upp borgaralega óhlýðni og hætta að kaupa ísraelskar vörur og borga ríkinu skatta. Hvatti blaðið til þess að menn byrjuðu á því að hætta að kaupa ísraelskar sígarettur: „Ghandi byrjaði á salti, við byrjum á sígarettun- um,“ sagði blaðið og vísaði þann- ig-til friðsamlegra mótmæla Ind- verja gegn breska nýlenduveld- inu á sínum tíma. Tillögur þessar virðast hafa hlotið misjafnar undirtektir. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra fsraels, fyrirskipaði sendi- herra ísraels að bera fram mót- mæli við Schulz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna vegna at- kvæðagreiðslunnar í Öryggis- ráðinu í gær, en talið er að hann vilji forðast bein orðaskipti við Reagan vegna málsins. Shamir sagði hins vegar í gær að ísrael myndi aldrei leyfa stofnun sér- staks ríkis Palestínumanna. Reuter/olg Edvard Shevardnadze: Viljum út úr Afcjhan- istan á þessu ári Pakistanstjórn lítur jákvæðum augum á friðartillögur Sovétmanna í Afghanistan. Skœruliðar hafna samvinnu við Kabúlstjórnina. Osk okkar er sú að árið 1988 verði síðasta árið sem sovésk- ar hersveitir dvelja í iandi ykkar, sagði Edvard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna við fréttamann afghönsku frétt- astofunnar í Kabúl, en Shevar- dnadze var í opinberri heimsókn í Afghanistan i vikunni. Tillögur Sovétmanna um frið í Afghanistan, sem miða að því að samkomulagi verði náð á milli Kabúl-stjórnarinnar og skæru- liða múslima og að Bandaríkin hætti hernaðaraðstoð sinni við skæruliða gegn þvf að sovéski herinn hverfi úr landinu hafa fengið misjafnar undirtektir. Þannig hafa stjórnvöld í Pak- istan tekið vel í friðartillögur So- vétmanna á meðan fulltrúar skæruliða hafa tekið þeim fálega. Talsmaður pakistanska utan- ríkisráðuneytisins sagði í gær að tillögur Sovétstjórnarinnar „fælu í sér jákvæða þætti og að fram- kvæmd þeirra ætti að geta stuðlað að því að Afghanistan öðlaðist sjálfstæði og frelsi sem óháð land með vinsamleg samskipti við ná- grannaríkin." Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins í Islamabad, höfuðborg Pakistans, sagði jafnframt að pakistönsk stjórnvöld hefðu átt viðræður við Michael Armacost, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í vikunni, og hefðu báðir aðilar í viðræðunum staðfest ásetning sinn um að gera allt til að leiða styrjöldina í Afg- hanistan til lykta. Mohammad Younis Khalis, leiðtogi skæruliðasamtaka sem berjast gegn stjórninni í Kabúl og sovéska innrásarliðinu, sagði að því fyrr sem sovéska herliðið færi frá Afghanistan, þeim mun betur myndi það koma sig fyrir Mos- kvustjórnina. Því það mun hafa afgerandi áhrif á afstöðu framtíð- arríkisstjómar múslima í Afg- hanistan til Sovétríkjanna. Khalis sagði að samtök hans, sem hafa sjö skæruliðasamtök innan sinna vébanda með aðal- bækistöðvar í Pakistan, myndu aldrei ganga til samstarfs við kommúnista um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Afghanistan. Þann 20. janúar næstkomandi er sáttasemjari sameinuðu þjóð- anna, Diego Cordovez, væntan- legur til Pakistan til þess að miðla málum á milli skæruliða múslima og afghönsku stjórnarinnar, og er haft eftir honum að hann vonist til þess að betta verði síðasti sátt- afundurinn í Pakistan, en Sam- einuðu þjóðirnar hafa stundað málamiðlun í þessari deilu allt frá 1982. Reuter/ólg Danmörk Engar fjárveitingar til hersins Stjórnarandstaðan stöðvar áform minnihlutastjórnar Schluters um aukin framlög til hermála Fjárhagsárið 1988 hófst í Dan- mörku án þess að nokkur fjár- hagsáætlun hefði verið samþykkt fyrir danska herinn. Ástæðan er andstaða stjórnarandstöðunnar við áformum minnihlutastjórnar Schluters um að auka framlög til hersins um 6% umfram verð- bólgu á næstu 4 árum. Samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um fjárveiting- ar til hersins síðastliðin 3 ár rann út um áramótin, og hafa jafnað- armenn lýst þeirri skoðun sinni að framlengja eigi það samkomu- lag með óbreyttu framlagi. Danir hafa hins vegar legið undir þeim ámælum frá Atlantshafsbanda- laginu að standa ekki við sinn hlut í sameiginlegum vörnum bandalagsins. Framlag Dana til hersins síðastliðin 3 ár nam 2,3% af vergri þjóðarframleiðslu, og er það þriðja lægsta hlutfallið innan NATO á eftir Luxembourg og Kanada (ísland er ekki talið með í þeim samanburði). Hefur verið lögð áhersla á það af hálfu fors- varsmanna NATO að Danir ykju framlag sitt, meðal annars vegna hernaðarlega mikilvægrar stöðu Danmerkur við mynni Eystras- altsins. Minnihlutastjórn Schluters hefur viljað láta undan þessum þrýstingi, en stjómin hefur ekki nema 70 af 179 þingsætum á bak við sig í þinginu, og er háð samkomulagi við jafnaðarmenn, Sósíalíska þjóðarflokkinn og Róttæka vinstriflokkinn. Sven Auken, leiðtogi danskra jafnaðarmanna hefur sagt jafn- aðarmenn vera tilbúna til samkomulags um óbreytt fram- lag, sem nýta mætti betur með aukinni hagræðingu innan hers- ins, en danska stjórnin hefur ekki sætt sig við það að svo stöddu. Á meðan ekki næst samkomu- lag í deilunni verða gömlu fjár- veitingarnar til hersins fram- lengdar óbreyttar. -Reuter/ólg. Föstudagur 8. janúar 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.