Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 8
TlMABÆR Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmanna- ráðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1988. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrif- stofu félagsins Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 8. hæð, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi mánudag- inn 11. janúar 1988. Kjörstjórn PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða verkamenn við jarðsímalagnir í Reykjavík og ná- grenni. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 91-260.0. Auglýsið í Þjóðviljanum --------Sími 681333.------ STÓRTÓNLEIKAR t HÁSRÓIABtÓI ÁMORGUN KL2L30 Allur ágóði rennur tll styrktar byggingu tónlistarhúss. Á annað hundrað tónlistarmenn úr öllum greinum tónlistarlífsins koma fram. Allir gefa vinnu sína undir kjörorðinu „gerum drauminn að veruleika". Kynnir kvöldsins verður Bergþór Pálsson. DAGSKRÁ: • Ávarp - Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra. Gunnar Þórðarson, Karl Sighvatsson ásamt 4 söngvurum og hluta úr Sinfóníuhljómsveit íslands flytja lag Gunnars Þórðarsonar „Söngur um draum”. • Hljómsveitin Mezzoforte. • Sinfónfuhljómsveit íslands, stjórnandi Páll P. Pálsson. • Sigurður Björnsson, óperusöngvari, ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjórnandi Páll P. Pálsson. • Bergþóra Árnadóttir. • Látúnsbarkinn Bjarni Arason ásamt hljómsveit. • Ólöf Kolbrún Harðardóttir ásamt hljómsveit. • Þursaflokkurinn. • Guðný Guðmundsdóttir, Halldór Haraldsson og Gunnar Kvaran. • Hljómsveit Tómasar Einarssonar (jass). • Hljómsveitin Súld. • Kór Langholtskirkju ásamt Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar. • Bubbi Mortens. • Vinningsnúmer í happdrœttinu tilkynnt. • Kristinn Sigmundsson ásamt Sinfónfuhljómsveitinni. Stjórnandi Guðmundur Emilsson. • Lag Gunnars Þórðarsonar „Söngur um draum“ flutt af Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjórnandi Páll P. Pálsson. Tónleikunum slitið. * ,f smf .' \ Hljómplatan „Sóngur um draum" og happdrœttlsmlðar fást í nœstu hljómplötuverslun, en ágóða af sölunnl er varlð tll byoglngar Tónlistarhússins. Forsala aðgóngumiða er í Háskólabíól og Glmil vlð Miðaverð er kr. 1.000,-. Húslð opnað kl. 20.30. Hijómplata/happdrœtti ATH! Hliómplatan verður til sölu á tónlelkunum. Verð 499,-. jAr. _ ^ .. 7-7-n Jh-t~ Gerum drauminn að veruleika. Byggjiun tónlistarhús SAMTÖK UM BYGGINGU TÓNLISTARHÚSS Byggingameistarinn frækni, Nikita Khrúsjof. Sjaldan að góðu getið nú orðið í sovéskum fjölmiðlum, en fær prik fyrir þátt sinn í uppbyggingu höf- uðborgarinnar í nýrri blaðagrein. Sovétríkin Klmísjof hrósað Loflega getið í Moskvuprövdufyrír þátthansí uppbyggingu höfuðborgarinnar. Brézhnéfgagnrýndur að sama skapi Dagblað eitt í Sovétríkjunum fagnaði því í gær að úthverfi nokkurt i Moskvu skuli ekki lengur heita í höfuðið á Leonid heitnum Brézhnéf. Tækifærið er jafnframt notað til að hlaða lofi fyrirrennara hans á aðalritara- stóli, en sá var og hét Nikita Khrúsjof. Greinin birtist í Moskvupröv- du, flokksmálgagni höfuðborgar- innar, og vekur ekki síst athygli í ljósi þess að í seinni tíð hafa fjöl- miðlar í Sovétríkjunum ekki þótt sérlega útausandi á lofið þegar Khrúsjof á í hlut. Engin mannvirki af neinu tagi bera nafn hans, en það sama á ekki við um Brézhnéf; en fjöldinn allur af torgum, býlum og verksmiðjum var nefndur eftir honum. -Enn eitt skref hefur verið stig- ið í réttlætisátt, segir Moskvu- pravda um þá ákvörðun sovéskra stjórnvalda að iðnaðarbær, torg í Leníngrad og úthverfi í Moskvu skuli ekki lengur bera nafn gamla mannsins. Úthverfið ber nú heitið Chery- omushky, og er það eitt af eftir- sóttari hverfum höfuðborgarinn- ar. Tekur blaðið fram að það hafi verið reist meðan Khrúsjof var við völd: „Nafn Khrúsjofs er ná- tengt þessu hverfi. Meðan hann gegndi embætti flokksleiðtoga lét hann sér mjög annt um uppbygg- ingu borgarinnar. Ekki aðeins Cheryomushky eigum við honum að þakka, heldur einnig fjöldann allan af öðrum hverfum með lág- reistum og viðkunnanlegum byggingum,“ segir þar. Dagblaðið telur upp sæg merkra bygginga sem reistar voru meðan Khrúsjof var og hét, en hefur síðan háðsleg orð um fram- göngu eftirmannsins. „Hvað tengist nafni Brézhnéfs í þessum efnum? Hann hafði stór orð um að breyta Moskvu í fyrirmyndar- borg kommúnismans, en það urðu aldrei annað en orðin tóm.“ Æðstaráðið hefur ákveðið að taka sér tak í húsverndun, og meiningin er að búið verði að framkvæma miklar umbætur í málefnum miðbæjarins um alda- mót. Fær ráðið prik fyrir þetta í grein blaðsins. Það var alsiða á stalínstíman- um að láta borgir, þorp, bú og verksmiðjur heita í höfuðið á hæstráðendum ríkisins. Khrúsjof var á öðru róli í þessum efnum, en siðvenja þessi náði æ því meiri útbreiðslu á ný sem leið á valda- tíma Leonids Brézhnéfs. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.