Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 0fl^n 681348 r/c Helgarsími 681663 ÓÐVILIINN Föstudagur 8. janúar 1988 4. tölublað 53. örgangur Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Borgin Ellimál enn á götunni Ellimáladeildinni hefur verið úthlutað húsnœði frœðsluskrifstofunnar. Frœðsluskrifstofan hefur ekki fengið staðfest húsnœði. Aslaug Brynjólfsdóttir: Flyt ekki fyrr en nýr leigusamningur liggur fyrir Ellimáladeild félagsmálastofn- unar er enn á götunni, en deildin missti húsnæði sitt að Tjarnargötu 11, 4. janúar, þegar framkvæmdir við flutning á hús- inu voru komnar á veg. Deildinni hefur verið lofað húsnæði að Tjarnargötu 20 þar sem fræðslu- skrifstofan er til húsa, en sá bög- gull fylgir skammrifi að fræðslu- skrifstofan hefur enn ekki fengið formlega staðfest húsnæði undir sína starfsemi. Ég flyt ekkert héðan út fyrr en gengið hefur verið formlega frá samningum um nýtt húsnæði en svo er ekki, sagði Áslaug Brynj- ólfsdóttir fræðslustjóri í samtali við Pjóðviljann í gær, en að sögn Áslaugar hefur Félagsmálastofn- un farið þess á leit við skrifstof- una að ellimáladeildin fái hluta af húsnæðinu strax til afnota. „Ég hefði verið fús til þess að verða við þeirri beiðni ef ég hefði haft gögn í höndunum um húsnæði fyrir fræðsluskrifstofuna." Að sögn Áslaugar hefur starfs- fólki fræðsluskrifstofunnar verið sýnt húsnæði sem til greina komi fyrir starfsemina í gamla Seðla- bankanum. Sagði Áslaug hús- næðið vera ágætt og ekkert því til fyrirstöðu að flytja þangað inn ef Alþingi leigusamningur lægi fyrir. Órlygur Geirsson deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu sagði að líklega yrði skrifað undir leigusamning í þessari viku, þannig að skrifstofunni gæfist kostur á að flytja við það tæki- færi. „Ég sýndi einhverju starfsfólki húsnæðið á milli jóla og nýárs. Annað hefur ekki gerst í þessu máli, það er alveg á hreinu,“ sagði Ketill Axelsson eigandi Seðlabankahúsnæðisins í samtali við Þjóðviljann og kvaðst því enga vissu hafa fyrir því að ráðu- neytið hygðist taka húsnæðið á leigu. -K.Ól. Tjarnargata 11 Davíð hundsar vinnureglur Tjarnargata 11 fluttað ófengnu byggingarleyfi Davíð Oddsson, borgarstjóri, staðfesti á borgarstjórnarfundi í gær að húsið að Tjarnargötu 11 yrði flutt á gömlu tívolflóðina i næstu viku og sett þar á tunnur fyrst um sinn. Að sögn Gunnars H. Gunnarssonar fulltrúa Al- þýðubandalagsins í byggingar- nefnd er það brot á vinnureglum nefndarinnar að hús sé flutt án þess að byggingarleyfi liggi fyrir. „Fram til þessa hafa þessar reglur ekki verið pólitískt deilu- mál í nefndinni. Við höfum ekki samþykkt nema 1' undantekning- artilfellum að hús sé flutt án þess að byggingarleyfi hafi fengist á þeim stað þar sem það á að rísa. Flutningur Tjarnargötu 11, án samþykkis byggingarnefndar, er vont fordæmi," sagði Gunnar. -K.Ól. Dagsbrún Fundurí trúnaðarráði Ekki gengiðfrá nein- um kröfum Á fundi Trúnaðarráðs Dags- brúnar í gærkvöldi var samþykkt að boða til félagsfundar í janúar og afla sér verkfallsheimildar frá félögunum. Ekki var gengið frá neinum kröfum. - LG Myndin er frá fundi Trúnaðarráðs. Ljósm. E. Ól. Hlé í lok næstu viku Alþingi mun gera hlé á störfum sínum í lok næstu viku og verða alþingismenn í fríi út janúarmán- uð. Enn er ólokið umfjöllun þings- ins um þrjú mál sem ríkisstjórnin leggur áherslu á. í fyrsta lagi er það kvótamálið en það kemur til þriðju umræðu í neðri deild í dag og verður svo að fara í gegnum eina umræðu í efri deild. Þá vill ríkisstjórnin að Alþingi ljúki umfjöllun sinni um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélagog að lánsfjárlög verði afgreidd. Bæði þessi mál eru stödd í neðri deild þannig að efri deild er verk- efnalaus en þarf að standa bak- vakt. í gær var t.d. enginn fundur í efri deild þó neðrideildarmenn væru önnum kafnir að fjalla um fiskveiðistefnuna. -Sáf Deiliskipulagið Lögmaður ver málsmeðferð Borgarlögmaður vísar á bug athugasemdum vegna málsmeð ferðar deiliskipulags Kvosarinnar. Telur málið hafa fengið lögformlegameðferð. Greinargerðin gagnrýnd affulltrúum minnihlutans Afundi borgarstjórnar f gær var lögð fram greinargerð borgarlögmanns, Magnúsar Ösk- arssonar, um athugasemdir Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts og fulltrúa í skipulagsstjórn vegna deiliskipulags Kvosarinn- ar, en Guðrún óskaði eftir því við félagsmálaráðherra að skipu- lagið yrði tekið til umræðu að nýju á þeim forsendum að málið hefði ekki fengið lögformlega af- greiðslu. Féiagsmálaráðherra óskaði eftir umsögn borgar- stjórnar, en borgarlögmaður, sem fékk málið til umfjöllunar fyrir hönd borgarstjórnar, vísar í greinargerð sinni athugasemdum hennar á bug og telur að máls- meðferð hafi verið f samræmi við skipulagslög og reglugerðir. Eitt veigamesta atriðið í at- hugasemdum Guðrúnar snýr að því að ráðhúsbyggingin var sett inná skipulagið eftir að það var auglýst og samþykkt, en áður hafði það aðeins verið til sem punktalína á skipulagsuppdrætt- inum. Guðrún telur ekki rétt að skipulagið fái staðfestingu án þess að borgarbúar fái að tjá sig með formlegum hætti um ráðhús- skipulagið, en fulltrúar Alþýðu- bandalagsins, Kvennalistans og Alþýðuflokksins hafa jafnframt harðlega gagnrýnt þessa máls- meðferð. Benda fulltrúar þessir á í bréfi til skipulagsstjórnar að inná uppdrátt þann sem sam- þykktur var vanti bæði nýtingar- hlutfall hússins og húsahæð og taki hann því ekki yfir öll þau efnisatriði sem staðfestingin á að taka til samkvæmt 11. og 13. grein skipulagslaga. Jafnframt benda fulltrúar minnihlutans á það að uppdrátturinn að skipu- laginu hafi verið auglýstur á þann veg að hann næði til m.a. nýting- arhlutfalls og húsahæðar og því beri skipulaginu að uppfylla þessi atriði. í bókun sem fulltrúar Kvenna- listans, Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins sendu frá sér við afgreiðslu málsins í gær, segir m.a. að það sé með öllu óviðun- andi að í viðkvæmu deilumáli sem bygging ráðhússins sé, skuli borgarstjórn ekki vanda vinnu- brögð sín svo að ekki verði dregið í efa að réttur allra aðila hafi ver- ið virtur. -K.ÓI. ífl i é&IŒh®- #8 P j IsP# HmB 1 IPÍ W® . % Happdrætti Þjóðviljans o Oi >u. co Enn er hœgt að greiða gíróseðlana. Subaru O. Justy Ingvan 'tftUBgS&BffSbtlM/ ? 1 >9 Hclgasym 37o.ooo.oo Dregið verður 15. janúar. Styrkjum blaðið okkar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.