Þjóðviljinn - 09.01.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 09.01.1988, Síða 1
Laugardagur 9. janúar 1988 5. tölublað 53. árgangur Matarskattur Verðlagið með ólíkindum Matarskatturinn kominn tilframkvœmda, en tollalœkkanir ekki meðan gamlar birgðir endast: Okurverð á fjölmörgum vörutegundum Þeir sem stóðu að tolla- breytingunni hljóta að hafa gert sér ijóst að söluskatturinn kæmi þegar fram af fullum þunga. En það geta liðið vikur og jafnvel mánuðir áður en gamlar birgðir af ýmsum vörutegundum klárast, og á meðan gætir tolla- iækkana því ekki, segir Jóhanrtes Gunnarsson, formaður Neytend- asamtakanna. Verðlag í matvöruverslunum er nú með ólíkindum hátt; sölu- skattur hefur verið lagður á mat- væli, en boðuð tollalækkun til verðlækkunar lætur standa á sér meðan enn eru til birgðir sem greiddur var tollur af samkvæmt gömlu tollskránni. -Mér finnst það afar hæpinn leikur hjá yfirvöldum að flagga prósentutölum um væntanlega verðlækkun. Það er engin trygg- ing fyrir því að hún skili sér til SVR Fargjöld hækka Fargjöld með Strætisvögnum Reykjavíkur hækka í dag um tæp 15% eða úr 35 kr. fyrir fulorðna í 40 kr. Fargjöld barna hækka úr 10 kr. í 11 og farmiðaspjöld með 26 miðum kosta eftir hækkunina 200 kr. Fullorðnir fá 26 miða fyrir 700 kr. og aldraðir og öryrkjar sama fjölda á hálfvirði. Það var greinilegt í helgarösinni í gær að fólk grand- skoðaði verðið, enda er matarskatturinn búinn að skila sér. Á hinn bóginn bólar lítið á boðuðum verð- lækkunum vegna tollbreytinga meðan gamlar birgðir endast. Á innfelldu myndinni má sjá gömlu og nýju verðmiðana hlið við hlið. Mynd: Sig. fulls, og með þessari auglýsinga- mennsku er því verið að bjóða upp á sams konar umræðu og varð í tengslum við myntbreyt- inguna, en margir vildu meina að vörur hefðu þá hækkað meira en efni stóðu til, sagði Jóhannes. Að áliti Jóhannesar er það einkum þrennt sem hamlar gegn því að verðlækkun sú sem stjórnvöld boða standist: Gert er ráð fyrir því að kaupmenn leggi sömu prósentutölu á vöruna sem þýðir verulega lækkun í krónum talið. Engin trygging er hins veg- ar fyrir því að tilkostnaður versl- unarinnar lækki að sama skapi; hvergi hefur komið fram að hækkun á innfluttar vörur kemur um áramót, en það þýðir það að prósentutalan verður ekki sú sama og gefin hefur verið upp; Evrópumynt er nú á uppleið og dollarinn fellur, en vörur þær sem tollalækkanir taka til koma að meginhluta frá Vestur-Evrópu, og því verður lækkunin ekki eins mikil og boðað hefur verið. Guðmundur Viðar Friðriks- son, verslunarstjóri Hagkaupa í Skeifunni, sagðist verða áþreif- anlega var við óánægju fólks með matarskattinn: Ég er viss um að fólk er ekkert að spara við sig, enda verða allir að lifa, en það er greinilegt að fólk er óánægt, sagði hann. HS Verkalýður Alþýðuflokkurinn Sterkasta vígið hmnið Karvel Pálmason: Forysta Alþýðuflokksins sagði skilið við Alþýðuflokkinn á Vestfjörðum að má segja að forysta Alþýð- uflokksins hafi sagt skilið við Alþýðuflokkinn á Vestfjörðum. Með því að styðja kvótafrum- varpið gekk forystan þvert á skoðun Alþýðuflokksins í sterk- asta vígi hans, sagði Karvel Vertíðarbáturinn Bergþór KE- 5 fórst skömmu fyrir hálfsex í gærdag tæpar 10 sjómílur NV af Garðskaga. 5 voru í bátnum sem er 56 tonna eikarbátur og komust þrír þeirra í gúmbjörgunarbát, en tveir skipverjar sem voru í lúk- ar og stýrishúsi komust ekki frá borði. Pálmason við Þjóðviljann í gær. Karvel sagði að það lægi fyrir ályktun kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum um að ekki verði studd nein sú ríkis- stjórn sem veitti kvótakerfinu brautargengi. Slæmt veður var á slysstað, 8 vindstig af suðvestan og talsverð- ur sjór. Að sögn þeirra sem kom- ust af lagðist báturinn skyndilega á hliðina og sökk á örskömmum tíma. Það voru skipverjar á Akurey KE-121 sem voru næstir slysstað og tókst að bjarga mönnunum úr „Þessi ályktun stendur enn og með þeim lögum um stjórn fisk- veiðanna sem nú var verið að samþykkja er verið að festa kvót- akerfið áfram í sessi auk þess sem frumvarpið gengur enn lengra en fyrra kvótakerfi. Mér sýnist því gúmbátnum, sem höfðu þá skotið tveimur neyðarblysum. Fleiri bátar komu á slysstað og leituðu ásamt þyrlu Landhelgis- gæslunnar fram eftir kvöldi þeirra tveggja sem saknað er. -lg- forystan hafa gengið gegn þessari ályktun og gengið svo freklega gegn okkar viðhorfum að menn þurfi tíma til að átta sig á við- brögðunum.“ Karvel sagðist myndu sitja þingflokksfundi Alþýðuflokksins áfram enn um sinn, en hann myndi áfram taka málefnalega afstöðu til mála einsog samviska sín byði. „Ég vil ekki vera að svara fyrir Sighvat,“ sagði Karvel þegar hann var spurður hvort hann byggist við að afstaða Sighvats Björgvinssonar til ríkisstjórnar- innar breyttist eftir þessar mála- lyktir. „Hann greiddi hinsvegar atkvæði gegn þessu frumvarpi og ég á ekki von á öðru en að hann sé samþykkur ályktun kjördæmis- ráðsins.“ í atkvæðagreiðslu við þriðju umræðu um frumvarpið í neðri deild greindi Sighvatur frá þess- ari ályktun. -Sáf Oli í Olts í Dagsbmn óli Kr. verkamaður: Til skammar hvað launin eru lág Óli Kr. Sigurðsson fyrrum for- stjóri Olís, núverandi sölu- og út- keyrslumaður hjá félaginu og um Ieið stærsti hluthafl olíufélagsins, hefur sótt um inngöngu í Verka- mannafélagið Dagsbrún í Reykja- vík. - Ég starfa sem verkamaður hjá Olís og samkvæmt lögum þá ber mér að vera í verkalýðsfélagi. Ég hef aldrei verið í verkalýðsfé- lagi áður, en hef nú sótt um inngöngu í Dagsbrún, sagði Óli Kr. í samtali við Þjóðviljann í gær. Óli sagði að það væri til skammar hvað verkafólki væri borguð lág laun og þar væru olíufélögin ekki undanskilin. - Ef Guðmundur Jaki biður mig um að koma í samninganefndina, þá mun ég ekki skorast undan, sagði Óli Kr. -'g- Sjá bls. 2. Sjóslys Tveggja manna saknað Bergþór KE-5 fórst út af Garðskaga í gœr. Prír komust í gúmbát og var bjargað

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.