Þjóðviljinn - 09.01.1988, Page 2

Þjóðviljinn - 09.01.1988, Page 2
SPURNINGINTI FRÉTTIR Finnuröu fyrir matar- skattinum viö helgarinn- kaupin? (spurt í Kringl- unni) Viðar Scheving, múrari Nei, enda er veröskynið alveg út í hött hjá manni nú orðið. 3irgir Guðmundsson, birgðastjóri Ekki get ég nú sagt það. Ég geri heldur ekki nógu mikið af því að fylgjast með verðlagningunni. Olískóngurinn Skömm að þessum launum Óli Kr. Sigurðsson væntanlegur Dagsbrúnarfélagi: Hvorki ég né aðrirlifa af30-40þúsund krónum á mánuði. Neitar ekki sœti í samninganefnd Dagsbrúnar Eg tilheyri víst Dagsbrún í dag, eftir að ég fór úr forstjóra- stólnum. Ég starfa nú sem bfl- stjóri og sölumaður hjá fyrirtæk- inu og samkvæmt lögum þá ber mér að vera í verkalýðsfélagi. Ég hef því sótt um aðild að Dagsb- rún, sagði Óli Kr. Sigurðsson stærsti hluthafi Olís og fyrrum forstjóri félagsins. Óli sagði að hann væri búinn að ákveða að segja sig úr stjórn Olís en ætlaði áfram að eiga meiri- hluta félagsins. - Það er ekkert sem bannar mönnum að vera í verkalýðsfélagi þó þeir eigi hlutabréf í fyrirtækjum. Ég gat valið á milli VR og Dagsbrúnar og ákvað að sækja um í Dagsbrún því starfsfélagar mínir í út- keyrslunni eru þar flestir. Launin alltof lág Ég kann vel við mig í sölustarf- inu og útkeyrslunni en það er til skammar hvað launin hjá verka- fólki eru lág, líka hérna hjá Olís. Þetta fólk er alltaf látið sitja eftir. Maður hefur fylgst vel með launaskriðinu sem verið hefur undanfarin misseri en það hefur í litlu skilað sér til þeirra lægst- launuðu. Það er skömm að þess- um launum og það lifir enginn af 30-40 þúsund krónum á mánuði, hvorki ég né aðrir. Á hvaða launum ert þú í þessu starfi? - Ég hef ekki tekið mér nein laun, heldur hef mínar tekjur af arði þeirra fyrirtækja sem ég á hlut í. Ég ákvað á sínum tíma að kynna mér sem best starfsemi ekki með því að sitja í glerbúri, fyrirtækisins og það gerir maður heldur með því að vera úti á með- Óli Kr. Sigurðsson áður en hann steig upp úr forstjórastóli Olís á nýliðnu ári. Fyrir ofan hann er málverk af Héðni Valdimarssyni fyrsta forstjóra félagsins og formanni Dagsbrúnar í rúman áratug. Mynd-E.ÓI. al fólksins. En ég geri mér betur grein fyrir því hvernig ástandið er og að þetta fólk er á allt of lágum launum, þau eru til skammar. Ætlar þú ekki þá ekki að beita þér fyrir því að launin verði hcekkuð, íþað minnsta íþínufyr- irtæki? - Ég fer ekkert ofan af því að mér finnst til skammar að félagið borgi lág laun. Ég vil hins vegar sem minnst skipta mér af því sem þeir gera sem stjórna félaginu núna. Ég er að segja mig úr stjórninni eins og ég sagði, en hvort það tekst að fá atvinnurek- endur til að skilja þessi mál, það veit ég ekki. Ég hef þó komið mínum skilaboðum á framfæri. í fótspor Héðins? Pú ætlar kannski að taka virkan þátt í starfsemi Dagsbrúnar og feta jafnvel í fótspor fyrirrennara þíns, Héðins Valdimarssonar sem var fyrsti forstjóri fyrirtœkis þíns og um leið formaður Dagsbrún- ar? - Það var ekki hugmyndin. Ég hef ekki ennþá fengið svar frá Dagsbrún varðandi inntöku en get ekki séð annað en ég sé þar í fullum rétti. Ég reikna ekki með því að verða til langtíma í þessu starfi, það er að ýmsu örðu að huga. Éf hins vegar Guðmundur Jaki bæði mig um að sitja í samn- inganefnd þá myndi ég ekki fær- ast undan því. Þá vildi ég að sjálf- sögðu að Olís semdi beint við Dagsbrún á meðan við lokuðum á hin olíufélögin, sagði Óli Kr. og hló við. - Ig. Ágúst Pétursson, kennari Ja, maður finnur verulega fyrir því hvað allt hefur hækkað. Margrét Þóroddsdóttir, húsmóðir Ég hef nú ekki tekið eftir því sér- staklega, en mér finnst allt vera að hækka. Sigríður Vilhjálmsdóttir, hótelstarfsmaður Já, heldur betur. Miðað við kaupið er þetta ekki hægt. Patreksfjörður Vogur Mjög slænrt atvinnuástand Verkalýðsfélagið: 34 á atvinnuleysisskrá. Hraðfrystihúsið lokað vegna skulda. Tveir bátar í höfn vegna samningsbrota útgerðar I' gær voru 34 á atvinnuleysisskrá og er það upp til hópa skipverj- ar á Patreki og Vestra BA, ásamt lausráðnu starfsfólki hraðfrysti- hússins, sem er lokað vegna van- skila við Orkubú Vestfjarða. Ef ekki rætist úr því ófremdar- ástandi má búast við að fast- ráðnir starfsmenn þess bætist við á atvinnuleysisskrá eftir næstu mánaðamót sem eru nokkrir tugir manna,“ segir Hjörleifur Guömundsson, formaður Verka- lýðsfélags Patreksfjarðar i sam- tali við Þjóðviljann í gær. Mjög siæmt atvinnuástand er um þessar mundir á Patreksfirði og hafa bátarnir Patrekur og Vestri BA ekki haldið til veiða síðan fyrir jól vegna launadeilu við útgerðina. Aðeins togarinn Sigurey er á veiðum, en óvíst er hvar hann mun landa þar sem hraðfrystihúsið er lokað. Að sögn Hjörleifs snýst deila skipverja á Patreki og Vestra BA við útgerð skipanna um uppgjör hennar við skipverja, sem þeir halda fram að hafi ekki verið rétt vegna þess að þeim hafi ekki ver- ið greidd kassauppbót með fisk- verðinu. En samkvæmt samning- um ber útgerðinni að sjálfsögðu að gera það. Hjörleifur sagði að menn þar á bæ væru að vinna að samkomulagi við útgerðina dag og nótt, en það væri erfiðleikum bundið þar sem forsvarsmenn út- gerðarinnar væru ekki í bænum. Þá hefði það ekki liðkað fyrir lausn deilunnar að útgerðin hefði neitað skipverjum um tímana vegna atvinnuleysisbótanna og heldur hún því fram að þeir hafi verið reknir frá borið þar sem þeir hefðu neitað að mæta til skips, og hefði þessi leikur út- gerðarinnar virkað eins og olía á eldinn. „Nógu slæmt var atvinnu- ástandið fyrir og máttum við alls ekki við illvígum deilum í hér- aði,“ sagði Hjörleifur Guð- mundsson. - grh Bikarinn í botn „Það hefur verið mikil aðsókn eftir sjúkraplássi á sjúkrastöð SÁÁ af nýju fólki sem ekki hefur komið hingað áður, eftir hátíð- arnar, og við höfum virkilega fundið fyrir því að fólk hefur drukkið bikarinn í botn yfir jólin og áramótin,“ segir Óttar Guð- mundsson, yfirlæknir á Vogi. Að sögn Óttars bíða nú 80-90 manns eftir plássi en sjúkrarúm er fyrir 60 manns í einu á Vogi. Hann sagði að ekkert lát væri á straumi fólks í sjúkrastöðina og virtist sem fólk hefði drukkið mjög mikið í góðærinu margum- talaða á síðasta ári, og þó sérstak- lega á seinni hluta ársins sem væri sá árstími sem fólk drykki al- mennt mjög mikið af áfengi. - grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.