Þjóðviljinn - 09.01.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.01.1988, Blaðsíða 4
LEHDARI Kólgubakkar við hafsbrún Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hefur eytt gífurlegri orku til aö fá samþykki alþingis við lagafrumvörpum um söluskatts- og tollamál. Ekki hafa átökin verið mínni viö að marka stefnu í fiskveiðimálum. Og eru þá aðeins nefnd nokk- ur þeirra mála sem stjórnin hefur verið að baksa við að fá í gegnum þingið. Á meðan öll orka stjórnarinnar hefur farið í þessa glímu, hefur ekkert verið gert til að mæta þeim efnahags- vanda sem blasir við og verður með hverjum deginum erfiðari viðfangs. Kjarasamningar stórs hluta launþega eru úr gildi fallnir og þrátt fyrir bullandi verðbólgu fær launafólk engar kauphækkanir fyrr en nýir samningar hafa verið gerðir. Enginn veit hve- nær það verður, kannski verður liðið langt fram á vor. Sú bið getur orðið mörgum þungbær. Gengi krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt. Aftur á móti hefur verð á vörum og þjónustu innanlands fylgt verðbólgunni sem nú er um 30% á ári. Fjöldi fyrirtækja, sem framleiða til útflutnings, er við það að leggja upp laupana eða hefur þegar gert það. Fjármagnskostnaður er skuggalega hár. Raunvextir eru tæp 10% á ári af bankalánum og milli 10 og 20% hjá fjármögnunar- og kaupleigufyrirtækjum. Fjármagnskostnaður fer oft upp í 20-30% á svokölluðum gráum markaði þar sem skuldabréf eru keypt með afföllum. Ekki eru menn sammála um hvað veldur því að ríkisstjórnin sinnir ekki þeim vanda sem við blasir en eyðir allri sinni orku í málavafstur á alþingi. Ef allt væri með felldu ættu flest þeirra mála, sem nú eru að komast í höfn á alþingi, að hafa fengið þar afgreiðslu löngu fyrir jól. Tals- menn stjórnarflokkanna segja að það sé stjórn- arandstöðunni að kenna, hún hafi tafið og trufl- að störf þingsins. Sú kenning stenst ekki. Stjórnin styðst við tæplega tvo þriðjunga þingheims og svo stór meirihluti er sjaldnast í nokkrum vandræðum með að koma fram sínum málum. Auðvitað verður að gæta þess að minnihlutinn njóti ýtrasta réttar og að lýðræðis- legar hefðir séu ekki fótum troðnar. öll mál verða að fá þinglega meðferð. Kannski er gald- urinn fólginn í því að mál séu lögð það snemma fram að ekki þurfi að nauðga þeim í gegnum afgreiðslu með óeðlilegum hraða. Mestu skiptir þó að oddvitar stjórnarflokkanna hafi sæmilega stjórn á sínu fjölmenna liði. Slæleg verkstjóm og agaleysi innan stjórn- arflokkanna er að sjálfsögðu nærtækasta skýr- ingin á þeim hamagangi sem einkennt hefur störf alþingis undanfarnar vikur. í mörgum mál- um eru ráðherrarnir hikandi svo að traust á þá bilar, ekki síst í þeirra eigin herbúðum. í haust var boðað að þann 1. nóvemberskyldi lagður 10% söluskattur á matvæli. Þetta átti að verða nokkurs konar litliskattur til að venja menn við alvöru matarskattinn, 25% söluskatt, nú í janúar. Auðvitað var þessum áformum and- mælt og m.a. var bent á að hækkun á matvæl- um samrýmdist alls ekki kjarasamningum, sem giltu til áramóta, en ríkið hafði ábyrgst forsendur þeirra. Það var engu líkara en andmælin kæmu ráð- herrunum á óvart. En þau urðu til að fá þá ofan af vitleysunni og hætta við litlaskattinn. En það gerðu þeir af lítilli reisn og reyndu að prútta. Sögðust með þessu vera að greiða fyrir því að samningsaðilar næðu „niðurstöðu sem viðun- andi getur talist í komandi kjarasamningum". Matarskatturinn var sem sagt ekkert „prinsíp"- mál, hann mátti gera að skiptimynt. Þegar ráðamenn væflast og vita ekki í hvorn fótinn á að stíga, fá menn ótrú á þeim, hvar í flokki sem þeir standa,. Nú er komið að því að ríkisstjórnin getur ekki lengur skotið sér undan því að takast á við efnahagsvandann. Verðbólgan æðir áfram og talað er leynt og Ijóst um nauðsyn þess að fella gengið. Ekki dugar lengur að fara með þuluna úr kosningabaráttunni í vor um að allt sé í stak- asta lagi því að verðbólgan sé mæld með eins stafs tölu, að hún sé undir 10%. En hætt er við að ráðstafanir ráðherranna geti orðið alþýðu manna þungbærar. Aðferðir stjórnarinnar við að rétta af hallann á ríkissjóði með matarskatt- peningum lofa ekki góðu um framhaldið. ÓP þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóövilians. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mftrður Árnason, Óttar Proppé. Fréttastjórl: LúðvíkGeirsson. Blaftamenn: Elisabet K. Jökulsdóttir. Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, KristínÓlafsdóttir, Krístófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (iþróttir). Magnús H. Gfslason.ÚlafurGislason, RagnarKarlsson.SigurðurA. Friðþjófsson, Vilborg Oavíðsdóttir. Handrita- og prófarkalostur: Elías Mar, Hildur Finnsdottir. LJúsmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlftstalknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvasmdastlórl: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofust|Orl: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Auglý8lngaat|órl:SigríðurHannaSigurbjörnsdóttir. Augl ýslngar: Unnur Agústsdðttir, Olga Clausen, G uðmunda Kríst- insdóttir. Slmavorsla: Hanna Ólafsdðttir, Sigrlður Kristjánsdóttir. Bllstjórl: Jðna Sigurdðrsdóttir. Útbreið»lu-ogafgrelislusti6rl:Hö(ðurOddfríðarson. ÚtbrelSsla:G.MargrétÓskarsdðttir. Afgrel&sla: Halla Pálsdðttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgrei&sla, ritstjórn: Sf&umúla 6, Reykjavfk, sími 681333. Auglýslngar: Sfðumúla 6, slmar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:55kr. Helgarfol&&:65kr. Áakrlftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - pJÓÐVILJINN Laugardagur 9. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.