Þjóðviljinn - 09.01.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.01.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Bæjarfulltrúinn í Ólafsvík gengur illa að koma saman meirihluta í bæjarstjórninni. Jólastjórnin varð ekki að veruleika. Ólafsvík Þreif ingar í gangi Herbert Hjelm, bœjarfulltrúiAB: Ómögulegt að segja hver útkomanverður. SveinnÞ. Elínbergsson, bœjarfulltrúiAl- þýðuflokks: Nauðsyn á starfandi meirihluta Það eru ýmsar þreifingar í gangi fyrir meirihlutamynd- un í bæjarstjórn Ólafsvfkur og eins og málin standa í dag getur nýr meirihJuti ailt eins myndast hvað úr hvcrju. En hvað ná- kvæmlega kemur út úr öllum þessum þreifingum flokkanna er ómögulegt að segja á þessari stundu, segir Herbert Hjelm bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins og formaður bæjarmálaráðs í Ólafsvík í samtali við Þjóðviijanii í gær. Eins og kunnugt er var búið að ganga frá meirihlutamyndun Al- þýðubandalags, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks og frá málefnasamningi þessara þriggja flokka, í desember síðastliðnum. Þegar til átti að taka hætti bæjar- stjóraefni þeirra við að taka við starfinu af persónulegum ástæð- um og um svipað leyti flutti oddviti íhaldsins búferlum til Reykjavíkur vegna náms. Af þeim sökum, segja menn þar vestra, var hætt við að allt sam- starf þessara þriggja flokka, en vilja ekki kannast við að snurða hafi hlaupið á þráðinn málefna- lega. Að sögn Sveins Þórs Elínbergs- sonar bæjarfulltrúa Alþýðu- flokksins og núverandi forseta bæjarstjórnar er það brýn nauð- syn fyrir bæjarfélagið að þar sé starfandi meirihluti innan bæjar- stjórnarinnar. Nauðsynlegt væri að semja hið bráðasta við þá sem bæjarsjóður skuldaði um leng- ingu og skuldbreytingu lána. Vinna er hafin við gerð fjárhagsá- ætlunar fyrir þetta ár og miðar henni vel. Sveinn sagði að þrátt fyrir að enginn meirihluti sé starf- andi í bæjarstjórninni, gengi starfið innan bæjarstjórnarinnar með ágætum, en það gengi auðvitað ekki til lengdar að hafa ekki starfandi meirihluta. Sveinn vildi engu spá um hvenær hann yrði myndaður né hverjir kæmu til með að starfa saman, en sagði að sér virtist ekki vera mikill mál- efnaágreiningur um stærstu mál bæjarfélagsins. Ríkisútvarpið 13% hækkun afnotagjalda Hörður Vilhjálmssonfjármálastjóri: Uppsafnaður vandiorðinn mjög mikill. Útsendingartími sjónvarps styttur Afnotagjöld útvarps og sjón- varps hækka um 13% á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Þá er gert ráð fyrir því að auglýsinga- tekjur útvarps hækki um 20% á árinu frá fyrra ári, og sjónvarps um 10% að sögn Harðar Vil- hjálmssonar, fjármálastjóra Ríkisútvarpsins. Útvarpsgjaldið - afnot af lit- Stöð2 Bingó á mánudegi Amundi Amundason: Markmiðið að létta á skuldabyrði SÁÁ. Þærnema um 50-60 milljónum króna. Roksala íbingóseðlunum. Uppseldir á sex útsölustöðum Markmiðið með þessu sjón- varpsbingói styrktarfélags Vogs og Stöðvar 2 er að létta á skuldabyrði SÁÁ vegna bygging- ar sjúkrastöðvarinnar, en skuldir félagsins vegna byggingarinnar eru á bilinu 50-60 milljónir króna, segir Ámundi Ámundason framkvæmdastjóri styrktarfélags Vogs í samtali við Þjóðviljann í gær. Sjónvarpsbingóið hefst næst- komandi mánudagskvöld á Stöð 2 klukkan 20.30 í ótruflaðri dag- skrá. Bingóið verður fastur liður" á dagskrá Stöðvar 2 næstu 15 mánudagskvöld og hefjast ávallt á sama tíma. Spilað verður um bifreið af gerðinni Volvo 740 GL og tíu hljómflutningstæki í hverri viku, en útgefin spjöld verða 20 þúsund fyrir hvern þátt. Seðill með sex spjöldum kostar 250 krónur og gildir hver seðill fyrir ákveðið kvöld. Spilaðar verða tvær umferðir á kvöldi og er spilað um aukavinningana í fyrri umferð, en í þeirri seinni um þann stóra. Ef vinningar ganga ekki út bætast þeir við pottinn í næstu viku. Að sögn Ámunda hefur verið roksala á bingóseðlunum og í gær vissi hann um 6 útsölustaði þar sem þeir voru uppseldir. Það er því hver að verða síðastur að tryggja sér seðil með bingó- spjöldum, enda bingó einn al- vinsælasti leikur landsmanna fyrr og síðar. grh sjónvarpstæki og útvarpi - er nú 2822 krónur ársfjórðungslega, eða um 940 krónur á mánuði, og hefur verið það síðan 1. október sl. Til samanburðar má geta þess að fólk hefur greitt 1250 krónur á mánuði fyrir afnot af Stöð 2 síðan í vor. „Gjaldskrá stofnunarinnar var óbreytt í eitt og hálft ár, frá upp- hafi árs fram til 1. júlí sl. sumar. Því var uppsafnaður vandi orðinn mjög mikill, enda gefur það auga leið þegar litið er til verðbólgu- þróunarinnar," sagði Hörður. Útvarpsgjaldið hækkaði um 40% 1. júlí og aftur um 20% 1. október. Þrátt fyrir það telur Hörður að erfiður róður sé fram- undan og vísar til aukinna um- svifa: „Á tveggja ára tímabili, frá haustinu 1985 fram á síðasta haust lengdist útsendingartími hljóðvarps um 50%, og munar þar mest um næturútvarp á sam- tengdum rásum. Útsendingar- tími sjónvarpsins hefur einnig lengst um 50% á þessum tíma. Þar hefur fimmtudagssjónvarp sitt að segja, en einnig hefur dag- skráin aðra daga lengst til muna." Nú stendur til að rifa seglin. Að sögn Harðar er stytting útsend- ingartímans í bígerð, og tekur það til sjónvarps en ekki útvarps. „Þá leitum við leiða til einföldun- ar og sparnaðar á allan hátt, enda stefnum við að einhverjum rekstrarafgangi á þessu ári," sagði hann. HS MYNDLISTA- OG HANDÍÐASKÓLI ÍSLANDS Námskeið hefjast 18. janúar 1988 í teiknun og málun fyrir börn og unglinga. 1.fl. 6-9 ára föstudaga kl. 13.30-14.50 2. fl. 6-8 ára mánud. og miðvikud. kl. 10.40-12.00 3. fl. 9-11 ára þriöjud. og fimmtud. kl. 9.00-10.20 4. fl. 12-13 ára mánud. og miðvikud. kl. 14.30-15.50 5. fl. 12-13 ára þriðjud. og föstud. kl. 15.00-16.20 6. fl. 14-16 ára mánud. og miðvikud. kl.16.15-17.35 7. fl. 14-16 ára þriðjud. og miðvikud. kl. 16.40-18.00 Kennari: Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir. Innritun hefst 11. janúar 1988. A Rafmagnsiðnfræðingar Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða rafmagnsiðnfræðing til eftirlitsstarfa (veitueftirlit) í innlagnadeild fyrirtækisins. Nánari upplýsingarveitirstarfsmannastjóri ísíma 686222. Umsóknarfrestur er til 18. janúar nk. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5 jfsa) Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Fóstrur og starfsfólk óskast að dagheimilinu Stekk. Um er að ræða eftirfarandi stöður: 1 staða deildarfóstru, 100% starf 1 staða fóstru, 100% starf 1 staða fóstru, 50% starf 2 stöður starfsfólks, 100% eða 50% störf. Upplýsingar gefa forstöðumaður Stekkjar, kl. 10.00-11.00 og 13.30-14.30 og hjúkrunarfor- stjóri, kl. 13.00-14.00 alla virka daga. Læknaritari óskast til starfa á lyfjadeild nú þeg- ar. Nánari upplýsingar veitir læknafulltrúi. Umsóknir sendist skrifstofustjóra F.S.A. fyrir 15. janúar n.k. Lausar eru til umsóknar, strax eða eftir samkomulagi, stöður hjúkrunarfræðinga á: handlækningadeild, bæklunardeild, gjörgæsludeild, skurðdeild, svæfingadeild, lyfjadeild, geðdeild, kvensjúkdaóma- og öldrunardeild, Sel (öldrunardeild). Lausar eru til umsóknar, strax eða eftir samkomulagi, stöður sjúkraliða á: lyfjadeild, til afleysinga, kvehsjúkdóma- og öldrunardeild, Sel (öldrunardeild). Upplýsingar gefa hjúkrunarframkvæmdastjórar alla virka daga, kl. 13.00-14.00. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.