Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 09.01.1988, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 09.01.1988, Qupperneq 6
MINNING ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Gísli Guðmundsson fœddur 31. ágúst 1909 Dáinn 2. janúar 1988 St. Jósefsspítalinn, Landakoti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum. Boðið er upp á aðlögun- arprógram áður en farið er á sjálfstæðar vaktir. Reynt er að gera öllum kleift að sækja ráðstefnur og námskeið. Lausar stöður eru á gjörgæsludeild og á lyf- lækningadeild l-A sem er tvískipt deild, um fullt starf er að ræða. Einnig vantar okkur sjúkraliða á lyflækninga- deild l-A. Upplýsingar eru gefnar hjá hjúkrunarfram- kvæmdastjóra í síma 19600-202 og 19600-220. Hafnarbúðir Hafnarbúðir er lítill en mjög þægilegur vinnustað- ur, góður starfsandi og gott fólk. Þangað vantar nú hjúkrunarfræðing í heila eða hálfa stöðu, 2—3 sjúkraliða í heilar stöður og sjúkraliða í 60% næturvinnu. Upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 19600-300 eða deildarstjóri í síma 19600- 200. Reykjavík 4. janúar 1988. PÖST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða bréfbera hjá póst- og símstöðvunum í Hafnarfirði og Garð- abæ. Upplýsingar hjá stöðvarstjórum, í Hafnarfirði í símum 50555 og 50933, í Garðabæ í síma 656770. PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða að Gufuskálum flokksstjóra raf- eindavirkja. Boðið er upp á þjálfunarnámskeið í Bandaríkjun- um að reynslutíma loknum. Húsnæði ásamt húsgögnum er til reiðu á staðn- um. Útboð S.V.R. og Póstur og sími Borgarsjóður, vegna Strætisvagna Reykjavíkur og Póst- og símamálastofnunar, óska eftir tilboð- um í að byggja skiptistöð og pósthús að Þöngla- bakka 4 í Reykjavík. - Stærð hússins: 7.540 m3. - Byggingarstig: Jarðavinnu í húsgrunni er lokið. Húsið skal vera tilbúið undir tréverk og frágengið að utan. - Skilafrestur verks: 7. nóvember 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á Verkfræðistofu Stefáns Ól- afssonar h/f, Borgartúni 20, Reykjavík, þann 28. janúar 1988 kl. 11.00. VERKFRÆÐISTOFA stefAns Olafssonar HF. f.r.v. BORGARTUNI 20 105 REYKJAVÍK SlMI 29940 «, 29941 Gísli fæddist á Akranesi 31. ág- ust 1909. Hann hefur lengst af verið kenndur við Akurgerði þar sem hann átti heima alla sína ævi. Foreldrar hans voru Marsibil Gísladóttir og Guðmundur Hansson. Gísli kvæntist Láru Jónsdóttur frá Gunnlaugsstöðum í Borgarfirði. Pau eignuðust eng- in börn en bróðurdætur hans sem áttu heima á efri hæðinni áttu alltaf gott athvarf hjá þeim. Ég kynntist Gísla fyrir um það bil 13 árum, þegar ég fluttist á Skagann. Með okkur tókst góð vinátta sem ég er þakklátur fyrir. Gísli var áhugasamur um það sem var að gerast í kringum hann, hann las mikið og fylgdist vel með. Það var gaman að ræða við hann um ýmis þjóðmál og hafði hann ákveðnar skoðanir á flestu. En hann kunni líka að hlusta á aðra þannig að margir komu við hjá honum til að spjalla við hann. Skoðanir hans á pólitík voru oft róttækar en þó þannig að manngildi var sett ofar öllu og vildi hann að hlutur þeirra sem minna mega sín yrði meiri. Gísli vann við fisk alla sína ævi, ýmist á sjó eða í landi. Þegar ég kynntist honum vann hann á eyr- inni hjá HB og co. Nokkrum árum síðar eignaðist hann hlut í trillu og fór ég þá oft með honum á sjóinn. Tveir á litlum bát kom- ast menn ekki hjá því að deila verkum og ræða um hlutina. Ég kynntist þá hversu gott var að vinna með Gísla. Hann var ákveðinn en þó alltaf tilbúinn að hlusta á skoðanir viðvanings sem hafði afskaplega lítið til málanna að leggja. 1 nóvember varð ljóst að Gísli var alvarlega veikur, þannig að ekki gafst langur tími til að undir- búa komu þess sem bíður okkar allra. Hans heilsu hrakaði mjög síðustu dagana og mátti þá sjá dagamun á honum. Hann gat dvalið yfir jólin heima og tekið á móti árlegum gestum á aðfanga- dagskvöld. Því kvöldi mun ég ekki gleyma. Elsku Lára, ég votta þér ein- læga samúð mína. Elmar Þórðarson Laugardaginn 9. janúar verður jarðsettur frá Akraneskirkju okkar kæri frændi og vinur Gísli Guðmundsson. Hann lést á öðr- um degi þessa nýja árs, 78 ára að aldri. Gísii hafði um nokkurt skeið kennt sér lasleika. Þó er ekki nema rúmur mánuður síðan í ljós kom hversu alvarlegur sjúkdóm- ur hans var og komu þau tíðindi eins og reiðarslag. Gísli tók veikindum sínum með þeirri ró- semi og jafnaðargeði sem honum var eiginlegt. Hann vissi að hverju stefndi, en hann bjó yfir miklum innri styrk og horfðist í augu við örlög sín, eins og sá get- ur sem yfirgefur jarðlífið, sáttur við guð og menn og sitt eigið lífshlaup. Gísli hafði mikla mannkosti til að bera. Hann var heilsteyptur og hjartahreinn, vildi öllum vel og gerði öllum gott. Aldrei heyrðum við hann hnýta í nokkurn mann eða láta miður falleg orð falla. Slíkt var fullkomlega andstætt hans eðli. Gísli var kvæntur Láru Jóns- dóttur og voru þau allt sitt hjóna- band búsett á Akranesi. Heimili þeirra var ætíð gestkvæmt, enda hverjum gesti er að garði bar tekið hlýlega og af sannri gest- risni. Það skipti ekki máli hvort staldrað var við stutta stund eða beðist gistingar um lengri tíma, hver og einn var velkominn. Fyrir okkur systrunum, sem ólumst upp í sama húsi, var heimili Gísla og Láru okkar annað heimili. Þangað var alltaf hægt að leita, og ef eitthvað bjátaði á, litu hlutirnir strax betur út eftir stutta stund niðri hjá Gísla og Láru. Gísli var félagslyndur maður, fróður og víðsýnn. Við komum aldrei að tómum kofunum hjá honum eða mættum áhugaleysi, ef eitthvað þurfti að ræða eða hjálp að sækja. Hann var okkur alla tíð ómetanlegur félagi og vin- ur. Gísli var laus við sýndar- mennsku og fór ekki í mann- greinarálit. Bæði börnum og full- orðnum sýndi hann sömu virð- ingu. Alla sína ævi starfaði Gísli sem sjómaður og verkamaður og þekkti hann þjóðfélagið frá sjón- arhóli þeirrar stéttar sem ævin- lega hefur þurft að gefa meira en hún hefur fengið á móti. Hann hafði gaman af að skeggræða þjóðmálin og reyndar allt milli himins og jarðar og hann kunni það, sem marga skortir, að hlusta á aðra. Gísli var hagleiksmaður og vel að sér á mörgum sviðum. Eink- um hafði hann mikla ánægju af bókmenntum. Sérstakar mætur hafði hann á góðum sögum, kvæðum og þjóðlegum fróðleik. Þess naut hann allt fram til dauðadags. Einnig hafði hann mikinn áhuga og þekkingu á nátt- úru, umhverfi og sögulegum minjum. Betri og ljúfari ferðafé- laga var ekki hægt að hafa. Allt umhverfið fékk líf, þegar ferðast var með Gísla, vegna eftirtektar- semi hans og fróðleiks. Með Gísla hverfur einn fulltrúi þeirrar kynslóðar alþýðunnar sem byggði með hörðum höndum þetta nútímaþjóðfélag og sem lifði tfmana tvenna. Gísli var einn af þeim mönnum sem höfðu skilning á mikilvægi hins íslenska menningararfs og vissi að engin þjóð getur staðið heil og sterk nema hún skilji sinn eigin bak- grunn og beri virðingu fyrir sjálfri sér og gildi mannlegs samfélags. Við, sem vorum svo gæfusöm að vera samferðamenn Gísla, finnum að stórt skarð er höggvið í raðir okkar. Minningarnar hrannast upp og verða skýrar og ljóslifandi. En leiðir skilur, við vitum öll að dauðinn er framhald Iífsins og kynslóðirnar taka við hver af annarri. Við og fjölskyldur okkar send- um Gísla frænda hinstu kveðju. Minninguna um hann munum við ávallt varðveita. Láru sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðju. Megir þú öðlast styrk í sorginni, kæra Lára. Marsibil, Ólafla og Þórdís bs RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS Deildarsérfræðingur Rannsóknaráð ríkisins óskar að ráða starfsmann með háskólapróf í hagfræði, viðskiptafræði eða öðrum greinum félagsvísinda. Reynsla af rann- sóknum eða öðru sjálfstæðu starfi að verkefnum nauðsynleg. Starfssviðið varðar athuganir, sem lúta að mótun vísinda- og tæknistefnu á íslandi, m.a. mannafla og fjármagni til rannsókna, sérhæfðum starfs- kröftum og þróunarforsendum nýrra tækni- og framleiðslugreina svo og umsjón með ársfundum og ársskýrslum Rannsóknaráðs í samvinnu við Vísindaráð. Umsóknarfrestur er til 22. janúar 1988. Upplýsingar veittar í síma 21320. Móðir okkar, móðursystir og amma Ragnheiður Sveinsdóttir Dalbraut 27 sem andaðist á Landspítalanum 28. desember s.l. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. janúar kl. 13.30. Helga Harðardóttir Vilborg Harðardóttir Svefnn Björnsson og barnabörn Þökkum innilega hlýhug og samúð okkur sýnda við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu Guðrúnar Bjarnadóttur Kópavogsbraut 63. Bjarni R. Jónsson v Björgvin Jónsson Þórdís Eggertsdóttir og barnabörn. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.